10. fundur 24. júní 2024 kl. 11:00 - 12:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Helga Björg Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Þórunn Dís Þórunnardóttir sat fundinn á fjarfundi.

1.Húsrýmisáætlun-Frumdrög

2310065

Lögð fram kostnaðaráætlun breytinga á Skólastjórahúsi fyrir skrifstofu Ásahrepps og nýrri leikskóladeild í húsnæði því sem skrifstofa Ásahrepps er í dag.
Lögð fram kostnaðaráætlun og minnisblað vegna áætlaðra framkvæmda við húsnæði á Laugalandi. Gert er ráð fyrir að hluti framkvæmda við skólahúsnæði og leikskóla verði unnið fyrir viðhaldsfé. Tillagan gerir ráð fyrir að Ásahreppur flytji skrifstofu sína á 1.hæð skólastjórahúss og ný leikskóladeild verði innréttuð í skrifstofuhúsnæði Ásahrepps.
Stjórnin leggur til að séreignir sveitarfélaganna í vesturhluta Laugalandsskóla verði lagðar inn í fasteignasafn Húsakynna til að einfalda rekstur og umsýslu.
Stjórn óskar eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 uppá 8 milljónir til að framkvæma í viðbót við það viðhaldsfé sem þegar er til. Hluti Rangárþings ytra er 5.360.000 kr og Ásahrepps er 2.640.000 kr.

Samþykkt.
Klara Viðarsdóttir kemur inná fund vegna dagskrárliðar 2.

2.Niðurfelling gamalla innheimtukrafna Húsakynna.

2406040

Lagt til að fella niður gamlar innheimtukröfur samkvæmt meðfylgjandi lista á fundargátt.
Lagður fram listi yfir kröfur að upphæð kr. 2.494.154 frá 2018 og eldri sem lokið hafa innheimtuferli án árangurs og eru fyrndar og lagt til að þær verði afskrifaðar úr bókhaldi Húsakynna.
Kröfurnar eru nú þegar á niðurfærslu og afskriftin hefur því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2024.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:15.