10. fundur 01. febrúar 2017 kl. 16:30 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Erna Sigurðardóttir boðaði forföll.

1.Íþróttamaður Rangárþings ytra 2016

1701039

Farið yfir tilnefningar vegna Íþróttamanns Rangárþings ytra 2016 ásamt því að taka ákvörðun um hvenær verðlaunin skulu veitt.
Auglýst var eftir tilnefningum til íþróttamanns Rangárþings ytra. Ein tillaga barst og mun nefndin fara yfir afrek annara vegna viðurkenninga um landsliðssæti, Íslandsmeistara- og alþjóðlegan titil. Nefndin mun leggja til að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldum. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

2.Útivistarsvæði í Nesi

1701040

Hugmyndir eru um að koma upp útivistarsvæði fyrir íbúa Rangárþings ytra í landi Ness á Hellu. Nefndin þarf að fara yfir hvaða möguleika hún sér á nýtingu svæðisins og hvað væri heppilegast að gera á svæðinu.
Ýmsar hugmyndir komu fram varðandi nýtingu svæðisins s.s. grillaðstaða fyrir íbúa og fleira en niðurstaða nefndarinnar er að halda hugmyndasamkeppni og fá hugmyndir frá íbúum. Einnig að setja málið á dagskrá Ungmennaráðs og atvinnu- og menningarmálanefndar. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að undirbúa hugmyndasamkeppni og auglýsa hana.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?