15. fundur 03. maí 2018 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigríður Theódóra Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Formaður nefndarinnar óskar eftir athugasemdum vegna fundarboðs. Engar athugasemdir gerðar.

Formaður nefndarinnar óskar eftir að bæta við máli til kynningar og verður það þá 6. mál á dagskrá. Samþykkt.

1.Að brúka bekki

1801030

Í skoðun hefur verið að taka þátt í verkefninu "að brúka bekki". Meta þarf hvort ástæða sé til þátttöku eða hvort hvatning til hreyfingar geti verið með öðrum hætti.
Farið var yfir málið og ekki er talin ástæða til þess að taka þátt í verkefninu að svo stöddu. Bekkir eru víða og ekki langt á milli þeirra. Samþykkt að fela markaðs- og kynningarfulltrúa að gera göngukort af Hellu þar sem veglengdir á milli bekkja og staðsetning þeirra er sýnd. Kynna það í framhaldi á vefsíðu og facebook síðu sveitarfélagsins.

2.Íþróttamaður Rangárþings ytra 2017

1801016

Fara þarf yfir tilnefningar til íþróttamanns ársins 2017, ákveða hver skuli hljóta titilinn og hverjir aðrir fái viðurkenningar. Einnig þarf að ákveða hvenær tilnefningin fer fram.
Farið var yfir tilnefningar og ákveðið hver skildi hljóta titilinn íþróttamaður ársins 2017 og hverjir aðrir skildu fá viðurkenningar. Veita skal viðurkenningar fimmtudaginn 17. maí. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að undirbúa viðburðinn í samráði við formann nefndarinnar.

3.Áhaldageymsla

1804045

Áskorun til sveitarstjórnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur sveitarstjórn til þess að taka endanlega ákvörðun hvað varðar uppbyggingu á áhaldageymslu við íþróttahúsið á Hellu. Umf. Hekla hefur beðið eftir þessari framkvæmd í mörg ár. Fjármunir voru settir í þessa framkvæmd á fjárhagsáætlun og nú er lag að koma henni af stað.

4.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

5.Framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga

1801014

Drög að skýrslu um framtíðarsýn í íþróttamálum og samvinnu íþróttafélaga kynnt.
Lagt fram til kynningar.

6.Hreyfivika 2018

1805002

Hreyfivika UMFÍ 2018 verður haldin 28. maí - 3. júní.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?