10. fundur 15. október 2024 kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
  • Daníel Freyr Steinarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður

1.Fjölmenningarmál

2409066

Nefndin fór yfir drög að fjölmenningaráætlun og kom með athugasemdir. Nefndarfólk ætlar að skoða skjalið betur og senda markaðs- og kynningafulltrúa frekari tillögur og athugasemdir. Nefndin vill hrósa verkefnastjóra íþrótta- og fjölmenningarmála fyrir vel unnið og ítarlegt plagg og fagnar því að málið sé komið í farveg.
Nefndin vill boða verkefnastjóra íþrótta- og fjölmenningarmála á næsta fund hennar til frekari umræðu um málið.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - tillögur markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar

2410009

Nefndin ræddi tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2025 og setti saman tillögur sem markaðs- og kynningafulltrúi mun leggja fram.

Fundi slitið.