1.Menningarstyrkur RY
2407006
Umræður um úthlutun menningarstyrks 2025. Lögð fram drög að nýjum úthlutunarreglum og drög að nýju umsóknareyðublaði.
Nefndin ræddi drög að nýjum úthlutunarreglum og nýju umsóknareyðublaði. Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að klára reglubreytingar og senda sveitarstjórn til staðfestingar.
2.Töðugjöld - aðalmál
2501016
Umræður um skipulag Töðugjalda 2025.
Nefndin ræddi almennt um skipulag Töðugjalda 2025.
Nefndin vill stefna að því að halda hátíðardag Töðugjalda 16. ágúst næstkomandi á íþróttavellinum á Hellu.
Nefndin óskar eftir því að Ungmennaráð komi með hugmyndir að viðburði eða viðburðum fyrir ungmenni á Töðugjöldum.
Markaðs- og kynningarfulltrúi hefur samband við hverfin varðandi þorpararölt og skipulag.
Nefndin vill stefna að því að halda hátíðardag Töðugjalda 16. ágúst næstkomandi á íþróttavellinum á Hellu.
Nefndin óskar eftir því að Ungmennaráð komi með hugmyndir að viðburði eða viðburðum fyrir ungmenni á Töðugjöldum.
Markaðs- og kynningarfulltrúi hefur samband við hverfin varðandi þorpararölt og skipulag.
3.17. júní - aðalmál
2501018
Umræður um skipulag 17. hátíðarhalda 2025.
Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna að skipulagi hátíðarhaldanna.
4.Rými fyrir listasýningar í Miðjunni
2501044
Umræður um hugmynd varðandi það að bjóða upp á rými á 3. hæð Miðjunnar fyrir sýningar á verkum listafólks.
Nefndin tekur vel í tillöguna og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna tillögur að útfærslu verkefnisins.
5.Söguhringur Rangárvallasýslu
2501056
Nefndin fagnar verkefninu og tekur vel í að vinna að framgangi þess.
6.App-smáforrit - Rangárþing ytra
2502007
Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að kanna fýsileika og verð.
7.Jafnréttisáætlun 2023 - 2026
2305003
Nefndin gerir engar athugasemdir við jafnréttisáætlunina að svo stöddu.
Fundi slitið - kl. 18:00.