1.Skjálftasögur - 25 ár frá Suðurlandsskjálftum 2000
2504080
Byggðarráð vísaði málinu til nefndarinnar til umfjöllunar. Óskað er eftir að nefndin komi með tillögur að því hvernig málið verður unnið áfram og fari í kostnaðargreiningu.
2.Menningarstyrkur RY
2407006
Umræða um Menningarsjóð Rangárþings ytra og yfirferð fyrri úthlutunar 2025.
Nefndin vill setja það í reglur Menningarsjóðs Rangárþings ytra að opið verði fyrir umsóknir í fyrri úthlutun sjóðsins frá 1. mars til 1. apríl og í seinni úthlutun sjóðsins frá 1. september til 1. október ár hvert. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að breyta reglunum í samræmi við það og nefndin mun svo taka það til staðfestingar á næsta fundi sínum.
Opnað verður fyrir umsóknir í seinni úthlutun 2025 1. september næstkomandi.
Nefndin er ánægð með þróun Menningarsjóðsins og þann vaxandi fjölda umsókna sem berast. Nefndin telur nauðsynlegt að hækka upphæð úthlutunarfjárhæðar og mun óska eftir hærra framlagi við næstu fjárhagsáætlunargerð.
Opnað verður fyrir umsóknir í seinni úthlutun 2025 1. september næstkomandi.
Nefndin er ánægð með þróun Menningarsjóðsins og þann vaxandi fjölda umsókna sem berast. Nefndin telur nauðsynlegt að hækka upphæð úthlutunarfjárhæðar og mun óska eftir hærra framlagi við næstu fjárhagsáætlunargerð.
3.Töðugjöld - aðalmál
2501016
Umræða um skipulag Töðugjalda 2025.
Skipulag Töðugjalda rætt. Allt samkvæmt áætlun. Lítur út fyrir góð Töðugjöld og veðrið verður gott.
4.17. júní - aðalmál
2501018
Umræða um hátíðahöldin 2025.
Nefndin var ánægð með 17. júní hátíðina í ár. Mæting í íþróttahúsið var mjög góð og kaffisalan til fyrirmyndar hjá verðandi 10. bekk og foreldrum þeirra.
5.Fúsaróló - hugmynd um nýtingu
2507044
Nefndin leggur fram tillögu um að breyta róluvellinum á milli Þrúðvangs og Hólavangs í listigarð fyrir íbúa. Grunnhugmyndin er að bæta aðgengi, gróðursetja, gera stíga og skoða möguleikann á að setja upp aðstöðu fyrir markaðsbása og lítið svið fyrir minni uppákomur.
Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að fullvinna tillöguna og vísa henni til skipulags- og umferðarnefndar til umsagnar.
Nefndin felur markaðs- og kynningarfulltrúa að fullvinna tillöguna og vísa henni til skipulags- og umferðarnefndar til umsagnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Nefndin leggur einnig til að halda áfram söfnun frásagna og mynda inn á vefmiðla til birtingar.