17. fundur 08. október 2025 kl. 16:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður

1.Menningarstyrkur RY

2407006

Breyting á reglum sjóðsins. 12. lið bætt við sem kveður á um 2 föst umsóknartímabil ár hvert.
Nefndin leggur til breytinguna og sendir hana sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.

2.Menningarstyrkur RY

2407006

Yfirferð umsókna í 2. úthlutun 2025
Alls bárust sjö gildar umsóknir í sjóðinn að þessu sinni. Nefndin fór yfir umsóknirnar og verður úthlutun tilkynnt á næstu vikum.
Sem fyrr er mikill áhugi á sjóðnum og margar sterkar umsóknir. Ljóst er að sjóðurinn er orðinn mikilvæg lyftistöng fyrir menningarstarf á svæðinu.

3.Fjárhagsáætlun - tillögur markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar

2410009

Tillögur MMJ-nefndar fyrir fjárhagsáætlun 2026
Lögð fram drög að tillögum fyrir fjárhagsáætlun 2026. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að fullvinna tillögurnar fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Áfangastaðaáætlun Suðurlands

2101023

Umræða um áfangastaðaáætlun Suðurlands og áherslustaði RY.

Vala Hauksdóttir, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar hjá Markaðsstofu Suðurlands, mætir á fundinn til að kynna málið fyrir nefndarfólki.
Vala kynnti fyrir okkur áfangastaðaáætlun Suðurlands.
Nefndin leggur til að farið verið í þá vinnu að kortleggja núverandi og mögulega áfangastaði innan sveitarfélagsins með það fyrir augum að gera okkur grein fyrir því hvaða aðstöðu eða þjónustu gæti þurft að byggja upp. Ekki er síður mikilvægt að kortleggja þá staði sem íbúar vilja ekki að verði ferðamannastaðir.

5.Gamli róló - hugmynd um nýtingu

2507044

Nefndin ætlar að halda áfram með hugmyndavinnu verkefnisins að lokinni grenndarkynningu.

6.Töðugjöld - aðalmál

2501016

Farið yfir Töðugjöld 2025
Nefndin leggur til að senda út könnun til íbúa um framtíð Töðugjalda og taka svo niðurstöðurnar fyrir á íbúafundi síðar í haust.

7.The Rift 2026 - hjólreiðakeppni

2509095

Tekin til umsagnar beiðni Lauf Forks hf. vegna hjólreiðakeppninnar „The Rift 2026“.
Nefndin tekur vel í beiðnina og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.