Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 1-3.
1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024
2402043
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-júlí 2024.
2.Niðurfelling eldri innheimtukrafna Odda bs
2408021
Lagður fram listi yfir kröfur að upphæð kr. 1.649.951 frá 2020 og eldri sem lokið hafa innheimtuferli án árangurs og eru fyrndar og lagt til að þær verði afskrifaðar úr bókhaldi Odda bs.
Kröfurnar eru nú þegar á niðurfærslu og afskriftin hefur því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2024.
Stjórn samþykkir framlagða tillögu að niðurfærslu krafna.
Kröfurnar eru nú þegar á niðurfærslu og afskriftin hefur því ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2024.
Stjórn samþykkir framlagða tillögu að niðurfærslu krafna.
3.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2024. Viðaukar
2408022
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Odda bs. 2024
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir tillögu að viðauka 1 fyrir Odda bs.
Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 8.000.000 sem stafar af aukningu á stöðugildi í grunnskólanum á Hellu, auknum launakostnaði í mötuneytinu á Hellu vegna forfalla og framlags til húsgagnakaupa í Laugalandsskóla. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi kr. 1.256.000 kr. og Rangárþingi ytra kr. 6.744.000.
Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir tillögu að viðauka 1 fyrir Odda bs.
Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 8.000.000 sem stafar af aukningu á stöðugildi í grunnskólanum á Hellu, auknum launakostnaði í mötuneytinu á Hellu vegna forfalla og framlags til húsgagnakaupa í Laugalandsskóla. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi kr. 1.256.000 kr. og Rangárþingi ytra kr. 6.744.000.
Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.
4.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.
2401049
Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og fara yfir stöðu mála í sínum skólum. Mönnun leikskólanna er í góðum farvegi og fyrirséð að það náist að taka inn leikskólabörn þegar þau hafa aldur til. Gert ráð fyrir að um 85 börn verði á Heklukoti og um 43 á leikskólanum á Laugalandi.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.
5.Laugalandsskóli - One skjalakerfi
2408019
Lagðar fram upplýsingar um að Laugalandsskóli vilji fara að nota One skjalakerfi sveitarfélagsins vegna skjalavörslu í skólanum.
Stjórn styður hugmyndir Laugalandsskóla um að nota One skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins.
Stjórn styður hugmyndir Laugalandsskóla um að nota One skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins.
6.Þróun leikskólastarfs
2403081
Fundargerð starfshóps frá 25. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lögð er fram tillaga að næsti stjórnarfundur Odda bs. verði mánudaginn 9. sept. nk. kl. 8.15 á Laugalandi en eftir þann fund verði reglulegir stjórnarfundir Odda bs. fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 8:15.
Fundi slitið - kl. 09:45.