29. fundur 02. október 2024 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-ágúst 2024. Niðurstaðan er í samræmi við áætlanir.

2.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2025

2409017

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri, fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar Odda bs. fyrir árið 2025. Lagður var fram samanburður á kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga vegna reksturs leikskóla og leikskólagjalda.

3.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og fara yfir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

4.Þróun leikskólastarfs

2403081

Lögð fram fundargerð starfshóps frá 11. september s.l.og skýrsla starfshóps um þróun leikskólastarfs þar sem lagar eru fram tíu tillögur til úrbóta við þróun og styrkingu leikskólastarfs.

Stjórn Odda samþykkir að halda vinnufund hjá Odda bs. vegna skýrslu um þróun leikskólastarfs mánudaginn 7. okt. kl. 14:00.

5.Leikskólinn Laugalandi - starfsmannamál

2409063

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

6.Tímar í íþróttahúsinu á Hellu

2409037

Lagt fram erindi frá UMF Heklu þar sem óskað er eftir því að tekið verði upp breytt skipulag við íþróttakennslu í Grunnskólanum á Hellu þannig að sundkennsla fari fram allan veturinn til að auðvelda nýtingu og skipulag íþóttahússins á Hellu.

Stjórn Odda hefur fullan skilning á erindi UMF Heklu og felur sveitarstjóra að ræða við skólastjórnendur Grunnskólans á Hellu um lausnir.

7.Málefni barna og ungmenna

2409055

Rætt um málefni barna og ungmenna og þá umræðu sem hefur verið vegna atburða sem hafa komið upp í þjóðfélaginu.

Stjórn Odda leggur til að vísa málinu til frekari umræðu á haustfundi Odda bs.

Fundi slitið - kl. 10:15.