31. fundur 06. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Björk Grétarsdóttir varamaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðardóttir fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 1-4.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir jan.-sept. 2024. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun.

2.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2024. Viðaukar

2408022

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Odda bs. 2024
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir tillögu að viðauka 2 fyrir Odda bs.

Lagður fram viðauki 2 við rekstraráætlun Odda bs 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 9.600.000.

Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlagi frá Rangárþingi ytra að fjárhæð kr. 44.893.041 en lækkun framlaga frá Ásahreppi um kr.35.293.041.

Gert er ráð fyrir leiðréttingu framlaga sveitarfélaganna vegna uppfærslu á raunfjölda nemenda frá hvoru sveitarfélagi.

Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

3.Gjaldskrá Odda bs. 2025

2410071

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2025. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á gjaldskrá leikskólana í kjölfar tillagna stýrihóps um þróun leikskólastarfs. Markmiðið með breytingum á gjaldskrá er m.a. að reyna að koma til móts við ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnutímans og bæta rekstrarumhverfi leikskólanna.

Þar er verið að taka upp stigskipta gjaldskrá eftir vistunartíma. Jafnframt er verið að gera tillögu um leikskólarnir loki kl. 14:00 á föstudögum en boðið verði upp á sérskráningar eftir kl. 14:00 á föstudögum. Þá verði leikskólar lokaðir í jólafríi grunnskóla og dimilviku en í boði verði upp á sérskráningar í jólafríi og í dimbilviku en tekið sérstakt gjald fyrir.

Þá er lagt til að gjöld vegna fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun og gjald fyrir að sækja börn of seint í leikskóla hækki.

Gert er ráð fyrir að fæðisgjöld og gjöld vegna skóladagheimila hækki um 3,5% í samræmi við tilmæli kjarasamninga en gert er einnig ráð fyrir að skóladagheimli loki kl. 14:00 á föstudögum.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2025.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2025

2409017

Lögð er fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2025 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt vinnufund m.a. með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.729.402.000 sem er 12% hækkun frá áætlun síðasta árs. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.531.924.469 og hlutur Ásahrepps kr. 197.477.531. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2024 sem er 270 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 148,7 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2025 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

5.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

6.Þátttaka í farsímakostnaði

2401010

Lögð fram beiðni frá skólastjórum grunnskóla Odda bs um að þáttaka í farsímakostnaði gildi einnig um aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra grunnskólana.

Lagt til að reglur Rangárþings ytra um þátttöku í farsímakostnaði gildi einnig um aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra í grunnskólum Odda bs. Kostnaður vegna þessa fellur undir fjárhagsáætlun skólanna.

Samþykkt samhljóða.

7.Námsleyfi starfsmanna leik- og grunnskóla

2311065

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til nema í leikskólafræðum á starfssvæði Odda bs. og drög að reglum um styrki til nema í grunnskólafræðum í grunnskólum á starfssvæði Odda bs.

Lagt til að vísa málinu til næsta fundar stjórnar í tengslum við umfjöllum um starfsmannastefnu Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

8.Stytting vinnuviku 1. nóv. 2024

2409019

Lagt fram minnisblað vegna fundar með grunn- og leikskólastjórum um útfærslur á styttingu vinnutímans í kjölfar kjarasamninga.

Á fundinn mætir Saga Sigurðardóttir, launafulltrúi, og skólastjórar grunnskólana og gera grein fyrir stöðunni.

Lagt til að samþykkja þær útfærslur sem lagt er til í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða.

9.Bara Tala - stafrænn íslenskukennari

2410066

Lagðar fram upplýsingar um forritið Bara Tala sem er hugsað sem starfrænn íslenskukennari fyrir starfsfólk sem er með annað móðurmál en íslensku.

Á fundinn mætir Saga Sigurðardóttir, launafulltrúi, og gerir grein fyrir möguleikum forritsins og kostnað tengdum notkun þess.

Lagt til að taka upp forritið Bara Tala til að stuðla að íslenskunámi starfsfólks í skólum Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um greiðslur vegna aksturs til og frá vinnu

2410075

Lagðar fram til upplýsingar greiðslufyrirkomulag skv. kjarasamningum til starfsmanna skóla Odda bs. í dreifbýli.

Á fundinn mætir Saga Sigurðardóttir, launafulltrúi, og gerir grein fyrir stöðu málsins.

Lagt til að fela framkvæmdastjóra að uppfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og kjarasamningum.

Samþykkt samhljóða.

11.Foreldrafélag Heklukots

2410021

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar foreldrafélags Heklukots ásamt skýrslu stjórnar og lög félagsins.

12.Íslenska æskulýðsrannsóknin

2410065

Lagt fram til kynningar upplýsingarpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna íslensku æskulýðsrannskóknarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?