Ingvar Pétur sat fundinn í fjarfundi.
1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024
2402043
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir jan.-okt. 2024. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun. Fyrir liggur samkomulag um launahækkanir kennara frá og með 1. júní sem mun hafa áhrif á endanlega rekstrarniðurstöðu.
2.Gjaldskrá Odda bs. 2025
2410071
Lögð fram uppfærð gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2025.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða og tekur gildi 1. janúar 2025.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða og tekur gildi 1. janúar 2025.
3.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2025
2409017
Lögð er fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2025 fyrir Odda bs. eftir breytingar sem gerðar voru á henni frá síðasta fundi stjórnar vegna hagræðingarkröfu.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.698.713.000. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.504.722.269 og hlutur Ásahrepps kr. 193.990.731. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2024 sem er 270 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 148,7 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2025 fyrir Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.698.713.000. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.504.722.269 og hlutur Ásahrepps kr. 193.990.731. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2024 sem er 270 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 148,7 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2025 fyrir Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
4.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.
2401049
Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og fara yfir stöðu mála í sínum skólum.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.
5.Námsleyfi starfsmanna leik- og grunnskóla
2311065
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til nema í leikskólafræðum á starfssvæði Odda bs. og drög að reglum um styrki til nema í grunnskólafræðum í grunnskólum á starfssvæði Odda bs.
Lagt til að vinna reglurnar áfram fram að næsta stjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að vinna reglurnar áfram fram að næsta stjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.
6.Mannauðsstefna 2024
2410054
Lögð fram drög að mannauðsstefnu til kynningar.
7.Námsvist utan Rvk 2024-2025
2411029
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
8.Grunnskólinn Laugalandi. Starfsmannamál
2411060
Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
9.Rekstrarkostnaður leikskóla 2023
2411056
Farið var yfir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstarkostnað leikskóla á Íslandi fyrir árið 2023. Þar kemur fram að nettórekstarkostnaður án innri leigu á heildagsígildi í Leikskólanum Heklukoti er kr. 3.619.545 (brúttó kr. 3.968.301), en var 2022 kr. 3.082.000 (brúttó kr. 3.357.000), og Leikskólanum Lauglandi kr. 3.603.564 (brúttó kr. 4.078.030), en var 2022 kr. 2.858.000 (brúttó kr. 3.201.000).
10.Rekstrarkostnaður Grunnskóla 2023
2411055
Farið var yfir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstarkostnað grunnskóla á Íslandi á árinu 2023. Þar kemur fram að nettórekstarkostnaður án innri leigu og áhrifa skólaaksturs á nemanda í Grunnskólanum á Hellu er kr. 2.646.103, (2022 kr. 2.585.000) og Laugalandsskóla kr. 2.754.623, (2022 kr. kr. 2.092.000).
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Gert er ráð fyrir að næsti fundur stjórnar Odda bs. verði miðvikudaginn 29. janúar 2025.
Fundi slitið - kl. 10:15.