33. fundur 29. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir árið 2024. Reksturinn var í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum. Launakostnaður fór fram úr áætlun vegna samkomulags í tengslum við kjaraviðræður við kennara.

2.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit 2025.

2501053

Á fundinn mæta Kristinn Ingi Guðnason aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

3.Þróun grunnskólastarfs. Úttekt

2311033

Aðgerðaráætlanir. Staða.
Kristinn Ingi Guðnason aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi fóru stöðu á aðgerðaráætlunum skólanna sem unnar voru í kjölfar úttektar á þróun skólastarfs.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

4.Mannauðsstefna 2024

2410054

Lögð fram drög að mannauðsstefnu Odda bs. 2025-2030.

Lagt til að mannauðsstefnan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

5.Námsleyfi starfsmanna leik- og grunnskóla

2311065

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til nema í leikskólafræðum á starfssvæði Odda bs. og drög að reglum um styrki til nema í grunnskólafræðum í grunnskólum á starfssvæði Odda bs.

Lagt til að samþykkja reglurnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjarveruskráningar Odda 2024

2501032

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Fatastyrkur. Reglur.

2501036

Rætt var um reglur varðandi fatastyrki starfsmanna skv. kjarasamningum og mögulega samræmingu þeirra.

Lagt til að framkvæmdastjóra verði falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu fyrir næsta stjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundargerðabækur - tillaga um að leggja notkun þeirra niður

2501014

Lögð var fram tillaga að skoðað verði Oddi bs hætti að nota fundargerðarbækur til að skrá niður fundarsókn.

Lagt til að hætt verði að nota fundargerðarbækur til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabækur.

Samþykkt samhljóða.

9.Bygging á nýjum leikskóla á Hellu. Vinna leikskólastjóra

2501035

Lögð fram beiðni frá leikskólastjóra Heklukots að tekið verði tillit til þeirra aukavinnu sem felst í hönnun nýs leikskóla á Hellu.

Lagt til að fela framkvæmdastjóra að skoða leiðir til að koma á móts við óskir leikskólastjóra og leggja fram tillögu fyrir næsta stjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

10.Logo Odda bs

2501030

Rætt var um nauðsyn þess að Oddi bs. myndi láta hanna merki (lógó) fyrir byggðarsamlagið.

Lagt til að efna hönnunarsamkeppni á meðal nemenda og starfsmanna stofnana Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

11.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2024

2412042

Lagt fram til kynningar.

12.Orðsporið 2025. Ósk um tilefningar

2501054

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?