37. fundur 19. maí 2025 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Á vorfund Odda mæta einnig:
Sigrún Björk Benedikstdóttir embættismaður
Ingigerður Stefánsdóttir embættismaður
Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
Ragna Magnúsdóttir embættismaður
Hrafnhildur Andrésdóttir áheyrnarfulltrúi
Fríða Björg Þorbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristín Ósk Ómarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Bjarki Eiríksson áheyrnarfulltrúi
Jóhanna Hlöðversdóttir áheyrnarfulltrúi

1.Skólaþjónustan

2404154

Upplýsingar um starfssemi skólaþjónustunnar.
Á fundinn mæta Halldóra G. Helgadóttir og Svava Davíðsdóttir frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu og gera grein fyrir þjónustu skólaþjónustunnar við skóla Odda bs.

Stjórn þakkar Halldóru og Svövu fyrir upplýsingarnar.

2.Árskýrslur skólanna 2024-2025

2505037

Skóla- og aðstoðarskólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig.

Lagt til að vorfundur Odda bs staðfesti skýrslur skólastjóranna.

Vorfundur Odda bs vill færa skólastjórnendum og starfsfólki þakkir fyrir góð störf á skólaárinu.

Samþykkt samhljóða.

3.Skóladagtöl 2025-2026

2503079

Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Lagt hefur verið upp með að samræma starfsdaga innan skólahverfa eins og mögulegt er í samræmi við ákvæði í skólastefnu Odda bs.

Lagt er til að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2025-2026.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.