11. fundur 02. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár var samþykkt samhljóða að bæta við dagskránna liðum 3. Erindi frá leikskólastjórum varðandi starfsdag og 4. Erindi frá leikskólastjóra á Laugalandi.

1.Ársreikningur Odda bs 2018

1903058

Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
Lagður fram ársreikningur 2018 fyrir Byggðasamlagið Odda bs og hann samþykktur samhljóða.

2.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Endurskoðun samþykktanna.
Stjórn Odda bs leggur til að fyrri endurskoðun á samþykktum fyrir byggðasamlagið verði látin standa og ekki verði gerðar frekari breytingar að sinni. Tryggt verði að allir sveitarstjórnarfulltrúar, bæði aðal- og varamenn hafi aðgang að öllum fundagögnum stjórnar Odda bs í gegnum fundagáttina. Stjórn Odda bs samþykkir samhljóða að fulltrúa E-lista í sveitarstjórn Ásahrepps verði boðið að sitja stjórnarfundi Odda bs með málfrelsi og tillögurétt frá og með næsta stjórnarfundi sem áætlaður er 23. apríl n.k. Þetta fyrirkomulag verði til reynslu í eitt ár.

3.Erindi frá leikskólastjórum varðandi starfsdag

1904003

Beiðni um að fá að setja inn auka starfsdag á skóladagatal næsta árs.
Lagt fram til kynningar. Óskað eftir því að leikskólastjórar komi til næsta fundar í stjórn Odda bs til að fara yfir málið. Afgreiðslu frestað.

4.Erindi frá leikskólastjóra á Laugalandi

1904004

Varðandi ráðningu aðstoðarleiksólastjóra.
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar í stjórn Odda bs.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?