23. fundur 21. janúar 2020 kl. 08:15 - 09:05 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir lið 1. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Rekstraryfirlit jan-des 2019
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit Odda bs miðað við áramót 2019/2020.

2.Umsókn um námsstyrk til náms í leikskólafræðum.

1609035

Fyrirspurnir varðandi leikskólatengt nám.
Fyrirspurnir hafa borist frá starfsfólki á leikskólum Odda bs hvort að BA nám í Sálfræði og BA nám í Þroskaþjálfun teljist styrkhæft skv. "Átaki til eflingar leikskólastigsins". Reglur Odda bs. um námsstyrkina miðast við leikskólafræði og það er niðurstaða stjórnar Odda bs að þetta nám falli ekki undir styrkhæft nám.

3.Skipulag forskólakennslu

1911025

Erindi frá Tónlistarskóla Rangæinga.
Málið hefur verið rætt við skólastjóra Grunnskóla Odda bs og gera þeir ekki athugasemd við að hópastærð í forskólakennslu miðist við 5 nemendur. Stjórn Odda bs samþykkir því samhljóða að hópastærðin verði miðuð við 5 nemendur enda er kostnaðaraukning óveruleg og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

4.Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla - yfirlit 2018

2001029

Frá Sambandi Íslenska Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?