4. fundur 10. júní 2015 kl. 13:00 - 13:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Egill Sigurðsson
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Sigdís Oddsdóttir
  • Karl Ölvisson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson
  • Brynja Jóna Jónasdóttir
  • Tyrfingur Sveinsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson/Nanna Jónsdóttir
Fundinn sátu einnig Daníel Gunnarsson undir lið 1.1 og Guðmundur Daníelsson undir lið 1.2

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Yfirferð með verkefnisstjóra áfanga II og samvinna í ljósleiðaramálum.
1.1 Endurskoðun samstarfssamninga sveitarfélaganna.

Daníel Gunnarsson (DG) ráðgjafi og verkefnastjóri í áfanga II sat fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir þá vinnu sem hann hefur unnið fram að þessu og kynnti nokkra minnispunkta sína. Hann hefur fyrst og fremst hugað að samstarfi í fræðslumálunum fram til þessa en einnig unnið í málefnum Hjúkrunarheimilisins Lundar.



DG greindi frá því að hann hafi rætt við skólastjórnendur og sveitarstjórnarfólk um þá möguleika sem bent er á í Áfangaskýrslu I, bæði um leiðandi sveitarfélag og mismunandi útfærslur á byggðasamlagi. Fram kom í máli DG að leiðandi sveitarfélag þykir almennt ekki kostur. Ljóst er að hugmyndin um eitt byggðasamlag um fræðslu-, íþrótta- og menningarstarf gengur lengst hugmynda um slíkt rekstrarform. Tillaga DG á fundinum var að það form yrði greint ítarlega og áhersla lögð á að fá fram þau tækifæri og hindranir sem gætu fylgt slíkri leið.



Tillagan borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum (YKJ og MHG sátu hjá)





1.2 Samvinna um fjarskiptamál

Guðmundur Daníelsson ráðgjafi sveitarfélaganna beggja í ljósleiðaramálum sat fundinn undir þessum lið. GD skýrði út þá samlegðarmöguleika sem felast í samstarfi sveitarfélaganna í þessum málum.



Fyrir liggja útfærðar tillögur í 8 liðum um samstarf til framtíðar milli Rangárþings ytra og Ásahrepps þar sem leitað er hagkvæmustu lausna við bætt fjarskipti í sveitarfélögunum báðum. Tillaga um að sveitarfélögin gangi til samninga um slíka útfærslu og sveitarstjórum falið að ganga frá slíku samkomulagi í samráði við ráðgjafa og lögfræðinga sveitarfélaganna.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?