5. fundur 01. september 2015 kl. 17:30 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Egill Sigurðsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Elín Grétarsdóttir
  • Karl Ölvisson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson
  • Brynja Jóna Jónasdóttir
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Heimir Hafsteinsson
  • Magnús H. Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson/Nanna Jónsdóttir
Fundinn sat Reynir Daníel Gunnarsson verkefnisstjóri.

1.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 15

1506009

Fundargerð frá 26062015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

2.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16

1508008

Fundargerð frá 25082015
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16 RDG kynnti drög að samþykktum fyrir eitt deildskipt byggðasamlag í fræðslumálum. Næstu skref eru að kynna drögin fyrir sveitarstjórnum, fræðslunefnd og skólastjórnendum. Bókun fundar RDG kynnti drög að samþykktum fyrir Byggðasamlag í fræðslumálum. Mikilvægt er að kynna drögin vel og fá um þau frekari umræðu í framhaldinu. Drögin verða kynnt á fræðslunefndarfundi í þessari viku. Ákveðið að viðræðunefnd hittist næsta föstudag og leggi drög að næstu skrefum, tímasetja þarf vinnuna í framhaldinu, kynningar fyrir starfsfólki og íbúum.
  • Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16 RDG kynnti drög að samþykktum fyrir Lund bs og einnig drög að skipulagsskrá fyrir gjafasjóð Lundar. Næstu skref eru að kynna drögin fyrir sveitarstjórnunum og stjórn Lundar. Bókun fundar RDG kynnti tillögur að samþykktum fyrir Lund bs. og sérstakri skipulagsskrá fyrir s.k. Gjafasjóð Lundar. RDG falið að kynna tillögurnar, með þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu á fundinum, fyrir stjórn Lundar nú síðar í vikunni.
  • Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16 Lagður var fram listi með þeim þjónustusamningum sem ganga þarf frá milli sveitarfélaganna um einstök verkefni. Sveitarstjórar munu vinna tillögur að þessum samningum og leggja fyrir næsta fund. Í framhaldi yrðu tillögurnar kynntar fyrir stjórnum viðkomandi byggðasamlaga.

    Samþykkt að óska eftir fundi í samráðsnefnd þriðjudaginn 1. september kl. 17:00.
    Bókun fundar 2.1 Holtamannaafréttur
    RDG kynnti tillögur að endurskoðun á samvinnu sveitarfélaganna um Holtamannaafrétt. Tillagan gengur út á einföldun á núverandi fyrirkomulagi þannig að áfram starfi hefðbundin Fjallskilanefnd en Samráðsnefnd sveitarfélaganna sjái um önnur sameiginleg málefni sem tilheyra afréttinum.

    2.2 Þjónustusamningar
    Sveitarstjórar kynntu yfirlit um þá samstarfssamninga sem eru í gildi milli sveitarfélaganna og þá þjónustusamninga sem ganga þarf frá um margvísleg verkefni sem ekki hafa verið til formlegir samningar um. Gert er ráð fyrir að þessir samningar liggi fyrir í drögum sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?