1. fundur 11. desember 2014 kl. 15:15 - 16:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
  • Sigdís Oddsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Egill Sigurðsson
  • Elín Grétarsdóttir
  • Renate Hannemann
  • Nanna Jónsdóttir
  • Karl Ölvisson
  • Björgvin G. Sigurðsson
  • Ágúst Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Samstarfsverkefnin Ásahrepps og Rangárþings ytra eru m.a. Vatnsveita, Húsakynni, Menningarmiðstöð, Laugalandsskóli, Leikskólinn Laugalandi, Holtamannaafréttur, Gámavöllur, Vinnuskóli og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lundur.
Nú eru liðin ríflega 12 ár frá því að þrjú sveitarfélög af fjórum í vestanverðri Rangárvallasýslu sameinuðust í sveitarfélagið Rangárþing ytra. Hið nána samstarf sem áður var hefur haldið áfram milli Rangárþings ytra og Ásahrepps með margvíslegum samningum. Í slíku samstarfi er mikilvægt að meta með ákveðnu millibili hvernig til hefur tekist og hvort eitthvað megi betur fara. Á þessum tímapunkti hafa því sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps ákveðið að taka til endurskoðunar öll samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Flestir samstarfssamningar milli Rangárþings ytra og Ásahrepps eru frá því um sameiningu eða fyrir þann tíma og mikilvægt að taka þá til endurskoðunar í ljósi reynslunnar. Markmið þessarar endurskoðunar er að meta árangur og gera þetta samstarf skýrara og árangursríkara. Eins er markmiðið að greina hvort færi séu til að efla og auka samstarfið enn frekar báðum aðilum til hagsbóta.



Lagt er til að hvor sveitarstjórn skipi þrjá menn í sérstaka viðræðunefnd sem fari yfir alla samstarfsfleti og komi fram með tillögur að endurnýjuðum samstarfssamningi. Stefna ber að því að tillögur liggi fyrir ekki síðar en 1. mars 2015.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?