1. fundur 07. mars 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Elín Grétarsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir varamaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Í upphafi fundar komu fundarmenn sér saman um að Hjalti Tómasson myndi stýra fundi og Ágúst Sigurðsson myndi rita fundargerð. Steindór Tómasson forfallaðist og ekki náðist að boða varamann.Þá sat fundinn Nanna Jónsdóttir varamaður í stað Egils Sigurðssonar sem hafði boðað forföll.

1.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Umræða vegna endurskoðunar samþykktanna.
Farið var yfir samþykktirnar með því að lesa upp einstakar greinar þeirra og opna síðan á umræður. Umræður sköpuðust einkum um greinar 7 og 8 sem snúa að stjórn byggðasamlagsins og hvort breyta ætti fyrirkomulagi þar um. Einnig var fjallað almennt um fræðslumál, íþrótta- og tómstundastarf jafnhliða umræðu um einstakar greinar samþykktanna. Tillaga var lögð fram um að fela stjórn Odda bs að taka samþykktirnar aftur til skoðunar í ljósi þeirra umræðna sem sköpuðust í samráðsnefnd og leggja þær fyrir sveitarstjórnir á reglulegum fundi þeirra í apríl 2019. Samþykkt samhljóða.

2.Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra 2019

1903003

Undirbúningur fyrir samráðsfund ársins þar sem gefið er yfirlit um sameiginleg verkefni og þjónustusamninga.
Rætt var um hinn árlega samráðsfund og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi hans. Tillaga var lögð fram um að halda hinn árlega fund með svipuðu sniði og verið hefur þann 15. maí n.k. kl 13:00-15:00 í Menningarsalnum á Hellu. Einnig var tillaga um að samráðsnefnd stefni að því að koma saman 22. maí n.k. kl 16:30 á Laugalandi.
Samþykkt samhljóða.

3.Önnur mál

1903004

Umræður urðu um íþróttagólf á Laugalandi.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?