Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps

2. fundur 15. nóvember 2021 kl. 16:00 - 18:07 á Laugalandi
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
 • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
 • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
 • Elín Grétarsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Gíslason aðalmaður
 • Egill Sigurðsson aðalmaður
 • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst SIgurðsson og Valtýr Valtýsson sveitarstjórar
Oddvitar sveitarfélaganna buðu fundarmenn velkomna og stýrðu síðan fundi í sameiningu. Haraldur Eiríksson forfallaðist og ekki vannst tími til að boða varamann.

1.Lundur - stjórnarfundur 9

2110137

Uppgreiðsla yfirdráttar vegna búnaðarkaupa í viðbyggingu.
VV fór yfir minnisblað með samantekt um kaup á búnaði og frágangi lóðar sem hefur fallið á byggingarreikning Lundar en útlagður kostnaður er 49.402.090 kr. Fjármagnskostnaður er að auki 4.143.749 kr. Fram kom að reynt hafi verið að fá ríkisvaldið til að koma að þátttöku í fjárfestingu í búnaði og lóðarfrágangi en það hefur ekki gengið eftir enn sem komið er þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir yfirstjórnar Lundar og fulltrúa sveitarfélaganna. Málið var rætt og ákveðið að vísa minnisblaðinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórnunum.

Samþykkt samhljóða.

2.Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra 2021

2111009

Ákvörðun varðandi fyrirkomulag samráðsfunda þar sem gefið hefur verið yfirlit um sameiginleg verkefni og þjónustusamninga.
Rætt um fyrirkomulag samráðsfunda. Samþykkt samhljóða að halda slíka samráðsfundi með svipuðu sniði og hefur verið. Áætlað er að halda fund 22. febrúar 2022 kl 16:00 fyrir árin 2019-2020 og síðan 3. maí 2022 kl. 16:00 þegar ársreikningar fyrir árið 2021 liggja fyrir.

3.Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahreppur

2111010

Ábendingar um lagfæringar á samþykktum og endurskoðun kostnaðar vegna þjónustusamninga.
ÁS fór yfir tillögu þess efnis að uppreikna þjónustugjöld vegna þjónustusamninga miðað við 80% launavísitölu og 20% neysluverðsvísitölu og var ekki gerð athugasemd við þá breytingu. Jafnframt var ákveðið að fara í endurskoðun á Rammasamningi Rangárþings ytra og Ásahrepps og að þeirri endurskoðun verði lokið fyrir samráðsfund 22. febrúar 2022. Hreppsnefnd Ásahrepps hefur þegar skipað þrjá fulltrúa í slíkan vinnuhóp. Óskað er eftir að sveitarstjórn Rangárþings ytra tilnefni þrjá fulltrúa einnig. Stefnt er að því að nefndin hittist mánudaginn 3. janúar 2022.

Samþykkt samhljóða.

4.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Umræður um sameiginlegar eignir
HT ræddi um framtíð skólastjórahússins og fór yfir minnisblað frá stjórn Húsakynna bs. Fyrir liggur að komið er að ákveðnum tímamótum varðandi framtíð hússins og rétt að velta fyrir sér hvað sé best að gera. Mögulega mætti stofna lóð og selja húsið. Þá kemur til greina að húsið verði rifið eða þá gert upp til framtíðar. Ákveðið að óska eftir því við stjórn Húsakynna bs að vinna málið áfram að leggja fram gögn og eftir atvikum útfærða tillögu fyrir sveitarstjórnir. Fram kom að endurnýjun á gólfi Íþróttahússins er á rekstraráætlun Húsakynna bs 2022. Þá kom fram að nú stendur yfir vinna Húsakynna bs með skólastjórnendum á Laugalandi varðandi innra skipulag í skólabyggingunum á Laugalandi. ÁBÓ ræddi hesthús í Þóristungum sem þarfnast orðið aðhlynningar. Stjórn Húsakynna bs. falið að greina möguleika í stöðunni og leggja fram tillögu um aðgerðir í málinu.

5.Önnur mál

1903004

MHG bar fram fyrirspurn varðandi mögulega sjálfseignarstofnun um rekstur á Hjúkrunarheimilinu á Lundi. VV greindi frá því að málið sé áfram í vinnslu en niðurstaða liggur ekki ennþá fyrir. Tryggvi Gunnarsson lögfræðingur hefur verið fenginn til ráðgjafar í málinu.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?