1.Lækjarbraut við Rauðalæk. Ósk um hraðahindrun
2407029
Íbúi við Lækjarbraut óskar eftir viðbrögðum vegna mikils hraða á ökutækjum eftir götunni.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að sett verði hraðahindrun í götuna og leggur til að forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar verði falin nánari útfærsla á henni. Nefndin óskar eftir að tillaga liggi fyrir á næsta fundi í september.
2.Hagabraut í Holtum. Tilkynning framkvæmdaaðila
2406036
Vegagerðin kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir á rúmlega 7,4 km löngum kafla á Hagabraut (286), milli Landvegar (26) og Reiðholts í Holtum í Rangárþingi Ytra. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar. Lögð er fram niðurstaða Skipulagsstofnunar þar sem umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.
3.Fossabrekkur. Umsókn um framkvæmdaleyfi til framkvæmda við brú og palla.
2406057
Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra óskar eftir framkvæmdarleyfi til framkvæmda við brú og palla við Fossabrekkur.
Ráðgert er að fara í jarðvegsrannsóknir vegna brúarstöpla nú í sumar og í framhaldi af því verður hafinn undirbúningur á vinnuslóða / göngustíg að brúarstöplum og í framhaldi af því verður brú reist á milli stöpla.
Ráðgert er að fara í jarðvegsrannsóknir vegna brúarstöpla nú í sumar og í framhaldi af því verður hafinn undirbúningur á vinnuslóða / göngustíg að brúarstöplum og í framhaldi af því verður brú reist á milli stöpla.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um jarðtæknirannsóknir og uppbyggingu brúar yfir Ytri-Rangá við Fossabrekkur. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
4.Tindasel. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
2402003
Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Tillagan að breytingunum á aðalskipulaginu sem lögð var fram á síðasta fundi var samþykkt til auglýsingar af hálfu Skipulagsstofnunar. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á henni frá afgreiðslu stofnunarinnar sem ekki ættu að hafa áhrif á niðurstöðu stofnunarinnar en hún er lögð fram hér til kynningar áður en af auglýsingu verður ásamt vinnsluskjali til skoðunar. Megin breytingarnar fela í sér nýtt vatnsból og skilgreiningu á vatnsvernd ásamt því að afmarka verður skipulagssvæðið vegna stærðar þess.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar lagfæringar á tillögunni leiði ekki til þess að Skipulagsstofnun þurfi að endurafgreiða afstöðu sína til auglýsingar, en stofnunin hefur þegar samþykkt tillöguna til auglýsingar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
5.Háteigur Þykkvabæ. Breyting á landnotkun
2311068
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma vegna breytingarinnar á aðalskipulaginu og vegna deiliskipulagsins hefur verið kynnt. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við efnislega hluti í greinargerð fyrri tillögu en gerði ekki athugasemdir við auglýsingu þegar búið væri að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Tillaga var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024 og bárust engar athugasemdir en ábending frá Mílu um að hafa skuli samráð við allar framkvæmdir á svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
6.Snjallsteinshöfði 4. Ósk um heimild til deiliskipulags
2405084
Eigendur Snjallsteinshöfða 4 hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína í samræmi við fyrrspurn frá Eflu dags. 28.5.2024. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, 3 gesta-/frístundahúsum og skemmu innan lóðar. Aðkoma er af Árbæjarvegi (271) um vegslóða innan lóðar Snjallsteinshöfða vegsvæði (L235970) að lóð Snjallsteinshöfða 4. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 11.7.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Jarlsstaðir. Deiliskipulag frístundasvæðis
2002008
Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði greinargerðar sem þarf að lagfæra. Lögð er fram endurbætt tillaga frá ARKÍS dags. 7.2.2020 br. síðast 18.5.2021. Vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð var tillagan auglýst að nýju og stóð auglýsing frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem ranglega var farið með tilvísun í brottfallnar leiðbeiningar um rotþrær; frá Umhverfisstofnun sem bendir á að ekki sé rétt vísað í ákvæði laga um verndun hrauns og að auki hvort nálægð við eldishús geti haft áhrif á uppbyggingu; frá Landvernd sem gerir athugasemdir við að ekki séu gerðar rannsóknir á fuglalífi á svæðinu, að ekki sé hugað að samræmi eða látleysi við mannvirkjagerð og að svo virðist sem stjórnsýsla sveitarfélagsins hafi ekki metið umhverfið og náttúruna að verðleikum við meðferð málsins á fyrri stigum. Jafnframt óskar Landvernd eftir að jafn umfangsmiklar framkvæmdir ættu undantekningalaust að lúta ströngustu kröfum um umhverfismat. Að auki barst athugasemd frá landeigendum handan árinnar þar sem gagnrýnt er að ekki sé meira fjallað um fuglavernd í tillögunni og að ekki sé tekið tillit til hraunmyndana á svæðinu. Lagðar eru fram athugasemdir frá Fuglavernd síðan 2018 þegar breyting var gerð á landnotkun fyrir umrætt svæði.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin leggur fram samantekt af athugasemdum og viðbrögðum við þeim og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda í uppfærðri tillögu. Varðandi athugasemdir frá landeigendum handan Rangár og Fuglavernd telur nefndin að tekið hafið verið á þeim athugasemdum við gerð tilheyrandi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi frá árinu 2020. Núverandi tillaga sé því í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
8.Foss 2, L219040. Deiliskipulag
2405082
Lóðarhafi að Fossi L219040 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína eins og til var ætlast við stækkun hennar. Nýtt skipulag tekur til viðhalds núverandi mannvirkja og byggingar nýrra gestahúsa til útleigu. Skoðað verður með stofnun sérstakrar lóðar fyrir gamla húsið og gamla bæjarstæðið. Svæðið er skilgreint sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF8 í aðalskipulgi. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Engar athugasemdir bárust en ábendingar frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun um að hrauni á svæðinu verði ekki raskað að óþörfu. Uppfærð tillaga frá Eflu dags. 27.9.2024
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Hagaholt (Kotsholt) L230681. Deiliskipulag.
2403090
Eigendur Hagaholts L230681 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Með tillögunni mun verða afmarkaður byggingareitur fyrir íbúðarhús, frístundahús, hesthús og skemmu til frístundabúskapar á landareigninni, áætlaður búskapur er hrossabúskapur, skógrækt og matjurtarækt. Til lengri tíma litið eru uppi hugmyndir um að gera býlið að lögbýli enda er landareignin nægilega stór til að standa undir búskap og vel í sveit sett. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Sigöldustöð. Vinnubúðir verktaka. Deiliskipulag
2402054
Vegna fyrirhugaðrar stækkunar og aflaukningar Sigöldustöðvar er þörf á vinnubúðum fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að þurfi aðstöðu fyrir um 150 manns. Settir verða inn byggingareitir fyrir þær í námu sem er sunnan við Sigöldufoss í Tungnaá. Aðkoma verður um núverandi vegslóða að námunni. Mögulega verður efni úr námunni nýtt í framkvæmdir eða að efni verður haugsett í námunni. Náman verður innan deiliskipulagssvæðis og gerð grein fyrir efnistöku/haugsetningu og frágangi námunnar og svæðisins alls við lok framkvæmda. Einnig verður sett inn vatnsból og vatnsverndarsvæði umhverfis það. Breytingin nær einungis til svæðis innan Rangárþings ytra. Heimild var veitt af hálfu sveitarstjórnar þ. 13.3.2024. Tillaga var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Árbakki. Breyting á deiliskipulagi
2402037
Eigendur lóðanna Árbakki lóð 41 - L214332, Árbakki lóð 43 - L214332, Árbakki lóð 45 - L214335, Árbakki lóð 40 - L214331, Árbakki lóð 42 - L214333, Árbakki lóð 44 - L220921 og Árbakki lóð 46, L220922 hafa fengið heimild til að fá að gera minni háttar breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka frá árinu 2006 þar sem byggingareitir verði færðir til innan lóða, örlitlar leiðréttingar gerðar á afmörkun og stærðum lóða og vegakerfi uppfært í takt við núverandi legu vega innan svæðisins. Að auki er kvöð sett á lóðir nr. 40, 42, 44 og 46 um aðkomu að lóðum nr. 41, 43 og 45. Skipulagsgögn frá Landformum dags. 14.2.2024. Tillagan var auglýst frá og með 14.2.2024 til og með 25.4.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Mílu, Landsneti, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir. Lögð er fram ný og uppfærð tillaga vegna ábendinga frá nærliggjandi landeiganda þar sem fjarlægð milli byggingareita innan lóða nr. 43 og 45 hefur verið aukin.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Kaldakinn L165092. deiliskipulag
2309074
Eigandi Köldukinnar L165092 hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi af jörð sinni sem staðfest var 14.1.2021 m.s.br. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum byggingum og ný aðkoma gerð frá Árbæjarvegi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 27.9.2023. Tillagan var auglýst frá og með 18.10.2023 til og með 30.11.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sem gerði athugasemdir við nýjar tengingar og hafnaði þeim; frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir. Skipulagsstofnun minnti á að óska þurfi eftir undanþágu vegna fjarlægðar byggingareits frá vegi. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 26.7.2024 þar sem búið er að taka tillit til athugasemda og þar sem gerð er grein fyrir ástæðum þess að óska þurfi eftir undanþágu til ráðuneytis.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar milli byggingarreits og vegar.
13.Borg lóð, Þykkvabæ. Skipulagsmál
2211039
Veiðifélags Ytri-Rangár hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Borg lóð í Þykkvabæ. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þar sem umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir og frá Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við að byggingareitur væri of nálægt ánni. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 29.7.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.Unhóll 1A, lóðir D og E. Deiliskipulag
2405072
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar, Unhóll 1A, lóðir D og E. Gert verði ráð fyrir allt að 30 frístundalóðum á um 30 ha svæði sem skilgreint er sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 23.5.2024. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem gerði engar athugasemdir en bendir á nauðsyn þess að vegir innan svæðis þoli a.m.k. 30 tonna þunga; frá Mílu sem gerir engar athugasemdir en bendir á að samráð skuli haft við framkvæmdir á svæðinu; frá Landsneti sem gerir engar athugasemdir; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem telur að samnýta skuli hreinsivirki eins og kostur er, að varast skuli að veita ofanvatni beint í jarðveginn og að rekstur gististaða sé starfsleyfisskyld starfsemi; frá Umhverfisstofnun sem telur ekki þörf á umsögn og frá Vegagerðinni sem bendir á að flóttaleiðir skuli að öllu jöfnu vera lokaðar með ólæstu hliði. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 29.7.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Stóru-Skógar, breyting á deiliskipulagi.
2404173
Eigendur Stóru-Skóga (L230849) og Stóru-Skóga L (L234476) hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð. Jafnframt er gerð grein fyrir efnistöku úr E13 efnistökusvæði. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem gerði engar athugasemdir en bendir á nauðsyn þess að vegir innan svæðis þoli a.m.k. 30 tonna þunga; frá Landsneti sem vekur athygli á nálægð við Hellulínu 1; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem bendir á að skorti umfjöllun um efnistökusvæðið í greinargerð og að staðsetning rotþróa skuli ekki vera sýnd; frá Umhverfisstofnun sem telur ekki þurfa umsögn; frá Vegagerðinni sem bendir á að vanti málsetningar á veghelgunarsvæði og frá hagsmunaaðilum Hekluholts sem vilja að efnistökusvæðið E13 verði fellt út þar sem efnistaka hefur fyrir löngu uppfyllt ákvæði í aðalskipulagi og að byggingareitur B11 sé of nálægt lóðamörkum. Gerð er frekari grein fyrir athugasemdum og viðbrögðum við þeim í meðfylgjandi samantekt. Uppfærð tillaga lögð fram.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin leggur fram samantekt af athugasemdum og viðbrögðum við þeim og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010..
16.Nes land L164744. Umsókn um skipulag
2405037
Lóðareigendur hafa óskað eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 29.9.2023 þar sem bætt er við heimild til byggingar á íbúðarhúsi ásamt því að leyfi fáist til nýrrar vegtengingar inná lóðina. Ástæða nýrrar vegtengingar er að gríðarlegur hæðarmunur er innan lóðar og afar erfitt að komast að skilgreindum byggingareit þaðan sem vegtenging er sýnd í dag. Áform umsækjanda voru grenndarkynnt með fresti til athugasemda til og með 2.8.2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.
17.Grenjar 2. Breyting á deiliskipulagi.
2404172
Eigendur Grenja 2 L226585 hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fellst að bætt verður við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Engar athugasemdir bárust. Tillaga frá Eflu dags. 1.8.2024
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.Skaftárhreppur. Beiðni um umsögn vegna nýs aðalskipulags.
2407027
Skaftárhreppur hefur óskað eftir umsögn vegna nýs aðalskipulags.
Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Skaftárhrepps með gildistímann 2023-2043. Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem var síðast auglýst árið 2022 en hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á tillögunni frá áður auglýstri tillögu:
Þéttbýli:
? Stærra íbúðarsvæði við Skaftárvelli
? Íbúðarsvæði tekin út við Hæðargarð
? Breytingar á afmörkun miðsvæðis
? Íbúðarsvæði við Geirlandsveg
? Breytingar/lagfæringar á afmörkun svæða innan þéttbýlis.
Dreifbýli:
? Nýjar skilgreiningar á íbúðarbyggð innan verslunar- og þjónustusvæða
? Iðnaðarlitir sýndir undir Hólmsárvirkjun við Atley (ásamt varúðarsvæði)
? Ný verslunar- og þjónustusvæði í dreifbýli
? Farið yfir almenn ákvæði og skilmála á öllum svæðum
? Veglína um Austursíðu færð í samráði við landeigendur og Vegagerðina
? Farið yfir efnistökusvæði
? Gildistími aðalskipulags breyttur og hag- og lýðfræðitölur til samræmis.
Eldri umsagnir gilda ef breytingar á áður auglýstri tillögu hafa ekki áhrif á fyrri umsögn.
Í gögnum má einnig finna samantekt umsagna og viðbragða við áður auglýsta tillögu.
Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Skaftárhrepps með gildistímann 2023-2043. Um er að ræða endurauglýsingu á tillögu sem var síðast auglýst árið 2022 en hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á tillögunni frá áður auglýstri tillögu:
Þéttbýli:
? Stærra íbúðarsvæði við Skaftárvelli
? Íbúðarsvæði tekin út við Hæðargarð
? Breytingar á afmörkun miðsvæðis
? Íbúðarsvæði við Geirlandsveg
? Breytingar/lagfæringar á afmörkun svæða innan þéttbýlis.
Dreifbýli:
? Nýjar skilgreiningar á íbúðarbyggð innan verslunar- og þjónustusvæða
? Iðnaðarlitir sýndir undir Hólmsárvirkjun við Atley (ásamt varúðarsvæði)
? Ný verslunar- og þjónustusvæði í dreifbýli
? Farið yfir almenn ákvæði og skilmála á öllum svæðum
? Veglína um Austursíðu færð í samráði við landeigendur og Vegagerðina
? Farið yfir efnistökusvæði
? Gildistími aðalskipulags breyttur og hag- og lýðfræðitölur til samræmis.
Eldri umsagnir gilda ef breytingar á áður auglýstri tillögu hafa ekki áhrif á fyrri umsögn.
Í gögnum má einnig finna samantekt umsagna og viðbragða við áður auglýsta tillögu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en áskilur sér rétt til nánara samráðs um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis.
19.Akstursíþróttasvæðið. Tilkynning um mat á umhverfisáhrifum.
2407039
Þann 5. júní 2024 barst Skipulagsstofnun tilkynning frá Rangárþingi ytra um akstursíþróttasvæði við Hellu, Rangárþingi ytra, samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr. lið 11.01 í 1. viðauka laganna.
Skipulagsstofnun leitaði umsagna Rangárþings ytra, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Lands og Skóga,
Náttúrufræðistofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á
umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun leitaði umsagna Rangárþings ytra, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Lands og Skóga,
Náttúrufræðistofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á
umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 10:30.