31. fundur 03. október 2024 kl. 08:30 - 12:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Kvíarholt. Landskipti heildarjarðar.

2409045

Kvíarholt L165104 afmörkuð og hnitsett í fyrsta skipti. Einnig fara hér fram landskipti þar sem eigendur/erfingjar jarðarinnar skipta henni upp og verða stofnaðar alls 11 nýjar spildur á 8 nýjum landeiganúmerum. Ekki er gert ráð fyrir að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Kvíarholt L165104 verður áfram í sameign allra, heldur lögbýlisrétti og verður 5113 m² eftir skiptin. Önnur skipti verða:

Kvíarholt 1, Lxxxxxx, tvær aðskildar spildur 32007 m² og 29,7 ha að stærð, samtals 32,9 ha; Kvíarholt 3, Lxxxxxx, tvær aðskildar spildur 32089 m² og 29,7 ha að stærð, samtals 32,9 ha; Kvíarholt 4, Lxxxxxx, 33 ha að stærð; Kvíarholt 5, Lxxxxxx, 82562,3 m² að stærð; Kvíarholt 5a, Lxxxxxx, 24,7 ha að stærð; Kvíarholt 6, Lxxxxxx, 46145 m² að stærð; Kvíarholt 6a, Lxxxxxx, 28,3 ha að stærð; Kvíarholt 7, Lxxxxxx, tvær aðskildar spildur 14015 m² og 13,5 ha að stærð, samtals 14,9 ha.

Merkjalýsing frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 20.6.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin vill árétta að fyrirhugaðar aðkomur að spildum verða þó ekki staðfestar nema með gerð deiliskipulags.

2.Kaldakinn 2. Landskipti, Hrafnaskjól og Kaldakinn 2C

2409061

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr lóð sinni, Köldukinn 2, L227521, tveimur spildum. Annars vegar 4,0 ha spildu sem fengi heitið Hrafnaskjól með aðkomu af Árbæjarvegi (nr. 271) og Lxxxxxx og hins vegar 5,2 ha spildu sem fengi heitið Kaldakinn 2C með aðkomu gegnum Köldukinn 2 og Lxxxxxx. Gert er ráð fyrir óbreyttri landnotkun. Kaldakinn 2, L227521, yrði 5,2 ha að stærð eftir skiptin. Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin vill árétta að fyrirhugaðar aðkomur að spildum verða þó ekki staðfestar nema með gerð deiliskipulags.

3.Efra-Fjallaland 23. Landskipti

2410010

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, Leirubakka 2, L232306, 8711,7 m² spildu. Lóðin fengi heitið Efra-Fjallaland 23 og landeignanúmerið L238155. Gert er ráð fyrir óbreyttri landnotkun. Afmörkun lóðar er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Jörðin Leirubakki 2 minnkar sem nemur útskiptri lóð skv. merkjalýsingu frá Jóhönnu Sigurjónsdóttir hjá Eflu dags. 30.9.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Grenjar 2. Landskipti. Grenjabakki

2410012

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, Grenjum 2 L226585, 42.759 m² spildu. Lóðin fengi heitið Grenjabakki og landeignanúmerið L238152. Gert er ráð fyrir óbreyttri landnotkun. Breyting á deiliskipulagi er í lokaferli. Jörðin Grenjar 2 yrði 4830,1 m² eftir skiptin skv. merkjalýsingu frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 2.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Vaðölduver. Vegagerð. Kæra 103-2024 vegna ákvörðun sveitarstjórnar.

2409067

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 25.9.2024, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 11. september 2024 um að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi til lagningar á vegum á Vaðöldu.
Lagt fram til kynningar

6.Umferðarmál. Staða mála

2310087

Farið yfir stöðu umferðarmála 2024
Formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa, ásamt Sveini Rúnari yfirlögregluþjóni, fóru í skoðunarferð til að meta umferðaröryggismál í sveitarfélaginu þann 27. september 2024. Á grundvelli þeirrar skoðunar, leggur nefndin til að sveitarstjórn taki eftirfarandi atriði fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar með það fyrir augum að uppfæra framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins:

Gatnamót Heiðvangs og Þingskála
Setja upp hraðahindrun/gangbraut ásamt skilti við Þingskála neðan við Heiðvang.
Göngutenging við nýtt skipulag skólasvæðisins.
Setja biðskylduskilti á Freyvangi.

Langisandur við Dynskála
Setja hraðahindrun/gangbraut vegna hjólandi og gangandi umferðar á Langasand áður en komið er að gatnamótum Dynskála.

Baugöldu
Setja upp spegla við Baugöldu 7 og á milli Baugöldu 25 og 27.

Ártún á Hellu
Meta þörf á spegli við útkeyrslu frá Ártún.

Hámarkshraði við Útskála
Ræða hvort hægt sé að lækka hámarkshraða við Útskála úr 30 km/klst niður í 15 km/klst án þess að breyta götunni í vistgötu.

Umferðamerkingar á Laugalandi
Beina til Vegagerðarinnar að sett verði upp 50 km hámarkshraðaskilti þegar keyrt er niður Laugalandsveg.
Setja upp hraðahindrun við Laugalandsveg frá Nefsholti.
Setja biðskylduskilti við gatnamót Giljatanga og skólalóðar á Laugalandsvegi.

Spegill við Sporðöldu/Eyjasand
Ekki talin þörf á spegli að sinni.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn taki þessi atriði til umfjöllunar og rýningar í tengslum við framkvæmdaáætlun.

7.Búð 3, L236437. Deiliskipulag

2409020

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Búð 3. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss og tengdum byggingum. Um landbúnaðarsvæði er að ræða.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin vill árétta að Vegagerðin þarf að samþykkja fyrirhugaða tengingu við Háfsveginn.

8.Meiri-Tunga 4. Umsókn um deiliskipulag.

2409044

Landeigendur að Meiri-Tungu 4 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr jörð sinni. Ráðgert er að byggt verði einbýlishús með föstu aðsetri í huga.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Ásgeir Jónsson og Sigmar Metúsalemsson frá Eflu fara yfir áherslur við vinnslu málsins.

9.Flokkun landbúnaðarlands

2209079

Samkvæmt breytingum á jarðalögum frá árinu 2021 er gert ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun. Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að farið verði yfir verkefnið á sérfundum.
Ásgeiri og Sigmari þökkuð góð yfirferð

10.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2409043

Landsvirkjun óskar eftir því að Rangárþing ytra hefji að nýju vinnu við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Hvammsvirkjun á grundvelli umsóknar frá 14/12 2022 og fylgiskjala sem fylgdu þeirri umsókn með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að neðan:

Meðfylgjandi er uppfærð greinargerð dagsett 13/9 2024 sem kemur í stað eldri greinargerðar sem var dagsett 14/12 2022.

Meðfylgjandi er fylgiskjal 4c

Virkjunarleyfi sem kemur í stað eldra fylgiskjals 4c.

Meðfylgjandi er nýtt fylgiskjal 4d

Heimild Umhverfisstofnunar.

Í framkvæmdinni felst uppbygging á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Fyrirhuguð Hvammsvirkjun er vatnsaflsvirkjun staðsett er á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár þar sem í dag eru sjö vatnsaflsstöðvar og verður virkjunin áttunda og neðsta stöðin. Hvammsvirkjun mun nýta allt að 352 m3/s rennsli og 32 m fall Þjórsár á um 9 km kafla frá svokölluðu Yrjaskeri, rétt ofan við bæinn Haga, og niður fyrir Ölmóðsey, austan við Þjórsárholt. Virkjunin nýtir miðlað rennsli Þjórsár frá lónunum ofar á vatnasviðinu. Hvammsvirkjun er staðsett í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og verða flest mannvirki innan Rangárþings ytra. Gert er ráð fyrir að afl virkjunar verði 95 MW og árleg orkuvinnsla um 740 GWh. Með umsókninni er lögð fram tillaga greinargerðar um framkvæmdina, sem unnin er með vísan til 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021 þar sem tiltekið er að leyfisveitandi skuli taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem m.a. skal gerð er rökstudd grein fyrir samræmi framkvæmdarinnar við skipulagsáætlanir og við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar.

Skipulags- og umferðarnefnd telur framkvæmdina í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð og álit Skipulagsstofnunar. Leggur nefndin til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, gildandi deiliskipulags, umhverfismats framkvæmdarinnar, matsskýrslu framkvæmdaaðila auk annarra fyrirliggjandi gagna og upplýsinga og með vísan til framlagðrar greinargerðar sem unnin er í sameiningu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra, sbr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki greinargerðina sem umsögn sína við framlagða umsókn. Auk greinargerðar sveitarfélagsins er lögð fram greinargerð Landsvirkjunar vegna framkvæmdarinnar ásamt heimild Umhverfisstofnunar er varðar breytingu á vatnshloti Þjórsár. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma í skipulagi, úrskurði og áliti Skipulagsstofnunar og annarra stofnana og leyfisveitenda og gerð er nánar grein fyrir í framlagðri greinargerð, varðandi mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir að skipuð verði eftirlitsnefnd í samráði við framkvæmdaaðila og aðra leyfisveitendur. Eftirlitsnefndin mun hafa eftirlit með því að öllum skilyrðum sem framkvæmdinni hafa verið sett sé framfylgt. Eftirlitsnefndin mun, ásamt skipulagsfulltrúa, hafa eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum skv. 17. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin mun skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers áfanga framkvæmdarinnar. Sé settum skilyrðum ekki framfylgt, ásigkomulagi, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirliti framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi hætta af framkvæmdinni skal eftirlitsnefndin gera sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga grein fyrir frávikum og tilkynna framkvæmaaðila skriflega um frávik og kröfur til úrbóta.

11.Tungnaáreyrar. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr E70

2409050

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku á allt að 50.000 m³ á efnistökustað E70 á Tungnaáreyrum. Fyrirhuguð efnistaka er ætluð til framkvæmda við vindorkuverið við Vaðöldu.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd.

12.Norður-Nýibær. Deiliskipulag

2406054

Rangárþing ytra hefur samþykkt að stækkað verði verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður einnig gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi eins og verið hefur. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt að 8 íbúðum í rað- og/eða parhúsum. Möguleiki verði á allt að 20 kúluhúsum innan svæðis. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi er í auglýsingarferli. Tillaga deiliskipulags lögð fram af Eflu dags. 30.9.2024
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Oddspartur L204612. Ósk um heimild til Deiliskipulags

2405011

Rangárþing ytra hefur veitt heimild til skipulagsgerðar. Fyrir er veitingastaður og tvennar gistihvelfingar (kúluhús) til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 gistihvelfingar (kúluhús) og tvenn þjónustuhús ásamt stækkun núverandi húsnæðis veitingastaðar og íbúðarhúss. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti. Gert er ráð fyrir gistiplássi fyrir allt að 70 gesti. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 26.9.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Stóru-Skógar, breyting á deiliskipulagi.

2404173

Eigendur Stóru-Skóga (L230849) og Stóru-Skóga L (L234476) hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð. Jafnframt er gerð grein fyrir efnistöku úr E13 efnistökusvæði. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði og er lagfærð greinargerð lögð fram dags. 11.9.2024. Samantekt á viðbrögðum við athugasemdum er einnig lögð fram.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og tekið saman lista yfir viðbrögð við þeim. Nefndin telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðbrögð við athugasemdum verði send þeim sem gerðu athugasemdir.

15.Hrafnhólmi og Hrafntóftir. Breyting á deiliskipulagi

2409051

Landeigendur að Hrafntóftum óska eftir breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Hrafnhólma og Hrafntóftir 3, sem samþykkt var 8. mars 2023 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 18. apríl 2023. Breytingin felst í því að mörkum skipulagsins er breytt þannig að sá hluti deiliskipulagsins sem nær yfir lóðina Móholt 1, land nr. L205150, fellur út. Skipulagsgögn frá Kanon arkitektum dags. 16.9.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Minnivallanáma. Breyting í aðalskipulagi

2409065

Landeigendur Minni-Valla L164995 hafa samþykkt efnistöku úr Minni-Vallanámu E30. Framkvæmdin felst í áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 90.000 m³, en til þess þarf að stækka afmörkun námunnar. Með breytingunni stækkar efnistökusvæðið úr 1,0 ha í 6,8 ha, með allt að 90.000 m3 efnistöku. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m³ af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m³ . Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m³. Ákvörðun um matskyldu liggur fyrir þar sem Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagslýsing frá Efla dags. 25.9.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 10. október til og með 24. október 2024.

17.Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

2406055

Skipulags- og umferðarnefnd hefur lagt til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem sýnd aðkoma verði felld út úr Aldamótaskógi í þeirri mynd sem gildandi aðalskipulag sýnir. Að auki leggur nefndin til að vinna hefjist samhliða við breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem uppfylltar verði áður samþykktar breytingar fyrir lóðir nr. 34 og 35 annars vegar og fyrir lóð 48 hins vegar. Jafnframt skuli breyta skipulagsmörkum við núverandi aðkomu frá Suðurlandsvegi vegna skörunar við deiliskipulag Suðurlandsvegar. Kynning skipulagslýsingar frá Eflu dags. 30.8.2024. var kynnt með fresti til athugasemda til og með 26.9.2024. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Veitum, sem óska eftir samráði vegna legu stofnlagna á þeirra vegum meðfram Suðurlandsvegi; frá Umhverfisstofnun sem leggur áherslu á að fjallað verði um áhrif á vatn og vatnshlot ef við á og að ásýnd byggðar ætti að vera sér umhverfisþáttur og að auki bendir UST á að á svæðinu er mikilvægt fuglalíf sem taka eigi tillit til. UST vekur einnig athygli á aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum; frá Landsneti sem vekur athygli á Rimakotslínu 2, sem liggur meðfram Suðurlandsvegi og ber að taka tillit til við frekara skipulag; frá Þorsteini Kristinssyni sem leggur áherslu á mikilvægi þess að sett verði upp hringtorg á mótum Rangárvallavegar og Suðurlandsvegar; frá Skipulagsstofnun sem telur lýsinguna veita góða mynd af viðfangsefni skipulagsáformanna; frá Vegagerðinni sem gerir ekki athugasemdir en óskar eftir góðu samráði vegna staðsetningar og legu vegar og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir en bendir á að huga beri að hljóðvist innan svæðis að teknu tilliti til núverandi flugbrautar á svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka beri tillit til þeirra við gerð tillögunnar. Varðandi ábendingu um hringtorg á mótum Rangárvallavegar og Suðurlandsvegar vill nefndin benda á að vegna umferðaröryggis telur Vegagerðin ekki ákjósanlegt að staðsetja hringtorg á umræddum stað og hefur sveitarstjórn tekið fullt tillit til þess við vinnslu fyrirliggjandi skipulagsáætlunar.

18.Rangárbakkar (Suðurlandsvegur 2-4) Skipulagsmál

2311014

Farið yfir nýjar áherslur skipulagsmála vegna framtíðaráforma lóðareiganda Suðurlandsvegar 2-8.
Lagt fram til kynningar
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í hugmyndirnar. Nefndin leggur til að framkvæmdum á svæðinu verði áfangaskipt og forgangsraðað með áherslu á verslun á hluta skipulagsins. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að ásýnd og frágangur á svæði undir eldsneytisafgreiðslu verði til fyrirmyndar og að hugað verði að lágstemmdri lýsingu næst Suðurlandsveginum.

19.Undirgöng undir Suðurlandsveg

2408047

Til Landslaga hefur leitað handhafi lóðarréttinda að Rangárflötum 2 og 4 Rangárþingi ytra, Mosfell fasteign ehf., og falið Landslögum að gæta hagsmuna sinna, þar sem undirgöng á skipulagi hafa verið felld út.
Skipulags- og umferðarnefnd harmar þann misskilning sem lóðarhafi virðist hafa upplifað í samskiptum sínum við sveitarfélagið. Við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins voru umrædd undirgöng felld út af skipulagi og í kjölfarið var ráðist í breytingar á þeim deiliskipulagsáætlunum sem tengdust Suðurlandsveginum. Sú vinna hefur dregist verulega og er beðist afsökunar á því en á því eru ýmsar skýringar. Breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið sem samþykkt var af sveitarstjórn 9. september 2021 sýnir ekki umrædd undirgöng enda stendur til að gerð verði gangbraut rétt austan við gatnamót Freyvangs og Suðurlandsvegar í stað undirgangna. Nefndin telur ekki nokkurn vafa liggja á því að umrædd undirgöng hafi alla tíð frá gerð aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 verið skilgreind sem aflögð. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að þetta mál verði skoðað betur og metið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er á svæðinu.

20.Umsókn um lóðir fyrir raðhús

2409042

Reykjagarður hf sækir um tvær lóðir undir allt að 16 íbúðir í raðhúsum. Farið yfir stöðu mála. Erindi vísað frá 30. fundi Byggðaráðs
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem lóðirnar nr. 5 og 7 við Sandöldu verði sameinaðar í eina. Skoðað verði með frekari breytingar í kjölfarið.

21.Stóru-Vellir. Vegur um land Minni-Valla

2409068

Til Landslaga hafa leitað aðilar sem eru eigendur Stóru-valla og hinna ýmsu landspildna úr landi Stóru-Valla í Rangárþingi ytra. Greindir aðilar höfðuðu dómsmál til eiganda Minni-Valla, Rangárþingi ytra, landeignanúmer L164995, og kröfðust þess að viðurkenndur yrði óhindraður umferðarréttur um veg um land Minni-Valla, Rangárþingi ytra, sem liggur frá Landvegi nr. 26, suðvestan brúar yfir Minnivallalæk, meðfram Minnivallalæk og að landamerkjum Stóru-Valla, landeignanúmer L165011, um núverandi veg sem liggur í gegnum land Minni-Valla. Ágreiningur hafði verið við landeiganda Minni-Valla um umferðarréttinn og samkomulag ekki náðst á milli aðila.

Aðilar gerðu með sér dómssátt um legu nýs vegar sem fram kemur í texta dómsáttarinnar auk þess sem gróf lega vegarins var færð á uppdrátt. Nánari útfærsla vegar skyldi, skv. dómssáttinni, færð á hnitsettan uppdrátt í samráði við skipulagsyfirvöld og þinglýst sem kvöð.

Í samræmi við niðurstöðu dómssáttarinnar, sem jafngildir að lögum dómi í málinu, og í samræmi við framangreint er óskað eftir samþykki skipulagsyfirvalda og sveitarstjórnar fyrir greindri legu hins nýja vegar í samræmi við meðfylgjandi gögn frá Landnotum.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að erindinu verði frestað og álits leitað hjá lögmanni sveitarfélagsins um stöðu sveitarfélgsins gagnvart fyrirliggjandi dómssátt.

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 118

2407002F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 118 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

23.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 119

2408006F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 119 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

24.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 120

2409008F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 120 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

25.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 121

2409010F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 121 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:10.