32. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stekkatún 1. Landskipti. Stekkatún 2 og 3

2410057

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Stekkatúni 1, tveimur spildum. Annars vegar Stekkatún 2, stærð 264 m² og Lxxxxxx og hins vegar Stekktún 3, stærð 77 m² og Lxxxxxx. Núverandi matshluti 02 færist yfir á Stekkatún 2 og verður þar mhl 01 og núverandi mhl 17 færist yfir á Stekktún 3 og verður þar mhl 01.

Spildurnar verða áfram í skilgreiningu verslunar- og þjónustunota. merkjalýsing frá Hildi Bjarnadóttur dags. 10.9.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Meiri-Tunga 4, landskipti Meiri-Tunga 8

2410073

Landeigendur óska eftir að fá skipta úr jörð sinni, lóð undir íbúðrhús og tengdar byggingar. Lóðin verður 10.000 m² að stærð, fengi heitið Meiri-Tunga 8 og L238301. Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 25.10.2024
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

3.Kaldakinn L165092, landskipti Kaldakinn 1B

2410077

Landeigandi hefur óskað eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 6069,9 m² lóð sem fengi heitið Kaldakinn 1B og Lxxxxxx. Gert er ráð fyrir að uppbygging verði í formi íbúðarnotkunar og er breyting á gildandi deiliskipulagi í ferli til samræmis. Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 25.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Helluvað. Landskipti íþróttasvæði

2410076

Rangárþing ytra leggur fram skjöl vegna landskipta úr Helluvaði L164505 þar sem landsvæði undir íþróttastarfsemi er skipt út úr jörðinni. Svæðið sem um ræðir er 12,94 ha að stærð, fengi heitið Helluvað íþróttasvæði og Lxxxxxx. Merkjalýsing frá Stefáni Jónssyni dags. 28.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Efra-Sel 1. Landskipti og afmörkun jarðar

2410085

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta þremur spildum úr jörð sinni ásamt því að staðfesta afmörkun jarðarinnar. Jörðin mælist 84,9 ha. Skipta á út spildu sem verður 64.338,2 m² að stærð, fengi heitið Efra-Sel 1F og Lxxxxxx, spildu sem verður 73.299,4 m² að stærð, fengi heitið Efra-Sel 1G og Lxxxxxx og spildu sem verður 22,1 ha að stærð, fengi heitið Efra-Sel 1H og Lxxxxxx. Eftir landskiptin verður Efra-Sel 1 L164970 49,0 ha að stærð. Merkjalýsing frá Kristjönu Ó Valgeirsdóttur dags. 26.9.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

6.Hraunvegur 1. Breyting á afmörkun

2410082

Landeigandi hefur óskað eftir að fá að breyta afmörkun lóðarinnar vegna legu aðkomuvegar að henni. Stærð lóðarinnar breytist ekki frá skráðri stærð og heldur sér í 6500 m². Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 17.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða breytingu á afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

7.Hvammsvirkjun. Kærur 127-129-136-138-140-142 og 144-2024.

2410059

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 23.10.2024, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun Rangárþings ytra, framkvæmdaleyfi dagsett 16. október 2024 til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Um eru að ræða kærur nr. 127, 129, 136, 138, 140, 142 og 144/2024.
Lagt fram til kynningar

8.Hvammsvirkjun. Kærur nr. 132-133- og 134-2024.

2410061

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 24.10.2024, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun Orkustofnunar, virkjunarleyfi dagsett 12. september 2024, ákvörðun Rangárþings ytra, framkvæmdaleyfi dagsett 16. október 2024 og framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkt á fundi sveitarstjórnar hinn 24. október 2024, til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Um eru að ræða kærur nr. 132, 133 og 134/2024.
Lagt fram til kynningar

9.Búðafossvegur

2410067

Kynning á framkvæmd
Lagt fram til kynningar

10.Selbrún í landi Brekkna L193184. Framkvæmdaleyfi til skógræktar

2410022

Land og skógur sækir hér með um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 178 ha á sandorpnum hraunum, svokölluðum Selbrúnum, í landi Brekkna. Alls er hið afmarkaða svæði 193 ha er úrtök innan þess 15 ha. Brekkur er í eigu íslenska ríkisins og umsjá Lands og skógar. Svæðið er innan Skógræktar- og landgræðslusvæðis SL9 í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í aðdraganda fyrirtöku málsins barst fyrirspurn frá VÍN, Vinum Íslenskrar Náttúru. Leitast var eftir svörum frá umsækjanda og liggja þau hér fyrir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfi sitt og sé því ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna umræddrar framkvæmdar.

11.Tungnaáreyrar. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr E70

2409050

Landsvirkjun hefur óskað eftir breytingum á umsókn sinni um framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn hafði áður samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli umsóknar, sbr. beiðni 5. nóvember 2024. Málið er því endurupptekið að beiðni Landsvirkjunar á grundvelli nýrra gagna og upplýsinga en breytingin felur í sér að framkvæmdasvæði er minnkað verulega og efnistakan minnkuð um 10.000 m³. Landsvirkjun óskar því eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku á allt að 40.000 m³ á efnistökustað E70 á Tungnaáreyrum á 2,4 ha svæði sbr. framlagðan uppdrátt. Fyrirhuguð efnistaka er ætluð til framkvæmda við vindorkuverið við Vaðöldu. Framkvæmdin er ekki matsskyld.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna efnistöku á allt að 40.000 m³ á efnistökustað E70 á Tungnaáreyrum á afmörkuðu 2,4 ha svæði sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er efnistakan í samræmi við skipulagsáætlanir. Nefndin telur ekki þörf á að kalla eftir umsögnum að nýju enda felur breytingin á framkvæmdaleyfisumsókninni í sér að dregið er úr þeim framkvæmdum sem voru fyrirhugaðar. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum.

12.Stóru-Vellir. Vegur um land Minni-Valla

2409068

Til Landslaga hafa leitað aðilar sem eru eigendur Stóru-valla og hinna ýmsu landspildna úr landi Stóru-Valla í Rangárþingi ytra. Greindir aðilar höfðuðu dómsmál eiganda Minni-Valla, Rangárþingi ytra, landeignanúmer L164995, og kröfðust þess að viðurkenndur yrði óhindraður umferðarréttur um veg um land Minni-Valla, Rangárþingi ytra, sem liggur frá Landvegi nr. 26, suðvestan brúar yfir Minnivallalæk, meðfram Minnivallalæk og að landamerkjum Stóru-Valla, landeignanúmer L165011, um núverandi veg sem liggur í gegnum land Minni-Valla. Ágreiningur hafði verið landeiganda Minni-Valla um umferðarréttinn og samkomulag ekki náðst á milli aðila.

Aðilar gerðu með sér dómssátt um legu nýs vegar sem fram kemur í texta dómsáttarinnara auk þess sem gróf lega vegarins var færð á uppdrátt. Nánari útfærsla vegar skyldi, skv. dómssáttinni, færð á hnitsettan uppdrátt í samráði við skipulagsyfirvöld og þinglýst sem kvöð.

Í samræmi við niðurstöðu dómssáttarinnar, sem jafngildir að lögum dómi í málinu, og í samræmi við framangreint er óskað eftir samþykki skipulagsyfirvalda og sveitarstjórnar fyrir greindri legu hins nýja vegar í samræmi við meðfylgjandi gögn frá Landnotum. Skipulags- og umferðarnefnd með staðfestingu sveitarstjórnar frestaði erindi umsækjanda þar sem samþykkt var að leitað skildi eftir áliti frá lögmanni sveitarfélagsins.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur leitað álits hjá lögmanni sveitarfélagsins um stöðu þess gagnvart fyrirliggjandi dómsátt, sbr. bókun nefndarinnar á fundi dags. 3. október sl. Samkvæmt álitinu er sveitarfélagið ekki bundið af dómsátt í máli eigenda Minni-Valla og Stóru-Valla enda ekki aðili að því máli. Þá er óljóst á hvaða lagagrundvelli ósk landeigenda byggist um samþykki sveitarfélagsins á þann uppdrátt sem fylgdi erindi þeirra til sveitarfélagsins.

Nefndin telur að fyrirhuguð lagning vegstæðis á landi Minni-Valla kunni að vera háð gerð deiliskipulags og eftir atvikum samþykkis Vegagerðarinnar vegna vegtengingar. Ekki liggja fyrir nákvæmar hönnunarforsendur vegstæðisins. Auk þess er óljóst hvort landeigendur Stóru-Valla áformi að framhald skuli vera á vegstæðinu í landi Stóru-Valla.

Að svo stöddu telur nefndin ekki forsendur til að sveitarfélagið veiti umbeðið samþykki sitt á uppdrátt landeigenda. Komi fram ósk frá landeigendum um heimild til handa þeim til gerðar deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, verður slík beiðni tekin til nánari afgreiðslu.

13.Minni Vellir. Deiliskipulag

2411002

Landeigendur lóðanna Óskasteins og Ásavalla óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Skipulagssvæðið er í Landsveit og samanstendur af 6 lóðum. Lóðirnar eru skilgreindar á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Lóðirnar eru nú þegar stofnaðar og koma upprunalega úr landi Minni-Valla L164995. Aðkoma er frá Landvegi (nr. 26) um Laugaveg (nr. 2880). Lóðirnar eru: Minni-Vellir lóð 5 L194212, Minni-Vellir lóð 6 L197838, Minni-Vellir lóð 7 L197839, Lækjarvellir L230921, Ásavellir L235326 og Óskasteinn L230923. Aðliggjandi lóðir eru Iðavellir, MinniVellir lóð 9 og Minni-Vellir lóð 1. Lögð er fram tillaga frá Eflu í formi greinargerðar og uppdráttar, dags. 31.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera grenndarkynnt til þeirra lóðarhafa sunnan lækjarins sem nýta viðeigandi vegtengingar.

14.Lyngás. Breyting á deiliskipulagi

2410080

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 25.3.2010. Breytingin tekur til tveggja nýrra lóða, vegtengingar og hljóðmanar. Stærð svæðis er um 1,6 ha og verða lóðir 11 í stað 9 áður. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 28.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins sbr. ÍB2 í greinargerð þess og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Ægissíða 1 landspilda A. Breyting á deiliskipulagi

2411001

Landeigandi óskar eftir að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir íbúðasvæðið við Árbæjarveginn, vestan Ytri-Rangár. Um fjölgun lóða er að ræða þar sem skipt verður út tveimur lóðum út úr lóðinni Ægissíða 1 landspilda 1. Byggingarheimildir verða uppfærðar til samræmis við stærð lóða. Núverandi tenging frá Árbæjarvegi verður samnýtt með nýjum lóðum. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 31. okt. 2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins sbr. ÍB33 í greinargerð þess og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun

2312037

Eigendur Lúnansholts III og IV óska eftir að fá að breyta landnotkun á svæðum sínum úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Áform eru um fast aðsetur á svæðinu ef breytingar verða að veruleika. Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun sem óskar eftir að fjalla þurfi um ástand vatnshlota, að setja þurfi stefnu um vernd fuglasvæða og að á svæðinu er votlendi sem nýtur sérstakrar verndar; frá Vegagerðinni sem gerir engar athugasemdir; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir og frá Minjastofnun sem gerir engar athugasemdir. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 1.11.2024 ásamt samantekt á athugasemdum og viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir umsagnaraðila og telur að uppfærð tillaga taki mið af þeim. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

17.Heimahagi. Breyting á aðalskipulagi

2310049

Heimahagar hrossarækt ehf, eigandi Heimahaga L206436, hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271. Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Umsagnir bárust frá Landsneti, sem gerði engar athugasemdir, frá Umhverfisstofnun sem benti á að fjalla þyrfti um ástand grunnvatnshlotsins, að setja þurfi stefnu um vernd fuglasvæða og að votlendi á svæðinu njóti sérstakrar verndar; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem bendir á að setja skuli sérstaka skilmála vegna hljóðvistar á svæðinu; frá Náttúrufræðistofnun sem óskasr eftir að gerð verði frekari grein fyrir áhrifum vegna nálægðar við votlendi og vanti frekari umfjöllun um gróður og fugla og frá Landi og Skógi sem hvetur til þess að votlendi verði hlíft og glati ekki verndargildi sínu og frá Minjastofnun sem gerir engar athugasemdir. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 7.10.2024 ásamt samantekt á athugasemdum og viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir umsagnaraðila og telur að uppfærð tillaga taki mið af þeim. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

18.Reyðarvatn 5 K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2401040

Lóðarhafi með samþykki eigenda hefur óskað eftir að skipta úr lóð L164770 Reyðarvatn K5 litlum skika og sameina við Reyðarvatn L164544 að nýju. Að auki að fella niður og sameina lóðir L219683 (Reyðarvatn K3) og L219684 (Reyðarvatn K4) við Reyðarvatn K5 L164770. Sameinaðar lóðir munu halda landnúmerinu L164770 og breyting verður á nafni landareignar úr Reyðarvatn K5 í Austasta Reyðarvatn. Samhliða landskiptunum var óskað eftir að breyting yrði gerð á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði minnkað sem nemur breytingum á tilteknum lóðum og fært í landbúnaðarnot að nýju. Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Umsagnir bárust frá Landsneti, sem gerði engar athugasemdir en bendir á nálægð skipulagssvæðis við Hellulínu 1; frá Umhverfisstofnun sem benti á að ástand grunnvatnshlotsins sé óþekkt en ekki gott eins og segir í greinargerð, að setja þurfi stefnu um vernd fuglasvæðis og að hraun á svæðinu sé innan verndar; frá Vegagerðinni sem gerir engar athugasemdir; frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir og frá Minjastofnun sem gerir ekki athugasemdir en bendir á að virða skuli tilvist garðlags á svæðinu við framkvæmdir. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 7.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir umsagnaraðila og telur að uppfærð tillaga taki mið af þeim. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

19.Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun

2402079

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundum sínum, annars vegar þann 13.4.2023 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Háasel og hins vegar á fundi 13.9.2023 fyrir Aðalsel, Mósel, Sel og Vestursel, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði fyrir öll svæðin. Tillaga var auglýst frá og með 15.8.2024 til og með 2.10.2024. Umsagnir bárust frá Landsneti, sem gerði engar athugasemdir, frá Umhverfisstofnun sem benti á að ástand grunnvatnshlotsins Gíslholtsvatna sé óþekkt en ekki gott eins og segir í greinargerð, frá Minjastofnun sem gerir engar athugasemdir, frá Vegagerðinni sem gerir engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 21.10.2024 ásamt samantekt á athugasemdum og viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir umsagnaraðila og telur að uppfærð tillaga taki mið af þeim. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

20.Minnivallanáma. Breyting í aðalskipulagi

2409065

Landeigendur Minni-Valla L164995 hafa samþykkt efnistöku úr Minni-Vallanámu E30. Framkvæmdin felst í áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 90.000 m³, en til þess þarf að stækka afmörkun námunnar. Með breytingunni stækkar efnistökusvæðið úr 1,0 ha í 6,8 ha, með allt að 90.000 m3 efnistöku. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m³ af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m³. Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m³. Lýsing var kynnt frá 10. október til og með 24. október 2024. Umsagnir bárust frá Mílu sem gerði engar athugasemdir; frá Veitum sem gerði engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir; frá Umhverfisstofnun sem vísar til verndar á Þjórsárhrauni, að tillagan geti haft áhrif á vatn og vatnshlot og að fjallað verði um loftgæði í tillögunni; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir og frá Landsneti sem vekur athygli á staðsetningu Búrfellslínu 2 og nálægð við fyrirhugað efnistökusvæði. Að auki barst umsögn frá Skipulagsstofnun sem taldi lýsinguna gefa góða mynd af viðfangsefni skipulagsbreytingarinnar. Tillaga lögð fram frá Eflu dags. 31.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

21.Stekkatún Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2410033

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. skrá HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrirhugað er að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging verða gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis eykst úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 9.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins eða nánar tiltekið frá 14. - 28. nóvember 2024.

22.Hallstún L165088. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi og deiliskipulag

2408056

Landeigandi óskar eftir breytingum á landnotkun jarða sinna ásamt heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag í kjölfarið. Svæðin sem breytingin nær til eru Hallstún (L165088), Hallstún land (L203602) og Hallstún land (203908). Heildarstærð svæðanna er 34,3 ha. Frístundabyggð F72 er skilgreint á hluta Hallstúns og Hallstúni land (203602). Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju.

Lýsing skipulagsáforma fyrir bæði breytingar á aðalskipulagi og vegna deiliskipulagsins var kynnt til og með 26.10.2024 og bárust eftirfarandi umsagnir:

Frá Veitum sem gerðu engar athugasemdir; frá Skipulagsstofnun sem gerði engar athugasemdir; frá Landsneti sem gerði engar athugasemdir; frá Umhverfisstofnun sem bendir á tengsl við vatnaáætlun í meðferð skipulagsmála hjá sveitarfélögum; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir. Tillaga lögð fram frá Eflu dags. 1.11.20242.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

23.Hallstún spilda L203254. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2410003

Eigandi Hallstúns spildu L203254 hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni samhliða breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi landnotkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustunot. Fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu fyrir allt að 20 gesti. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 1.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins eða nánar tiltekið frá 14. - 28. nóvember 2024.

24.Giljanes. Ósk um heimild til deiliskipulags.

2405012

Eigendur lóðarinnar Giljanes L165242 hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru um byggingu frístundahúss, gestahúss, bílskúrs og lítils gróðurhúss. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulagsgögn frá Landhönnun dags. 30.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill árétta að lóðarhafar í kring samnýti vegtengingar eins og kostur er en Vegagerðin þarf að samþykkja fyrirhugaða tengingu við Hagabrautina.

25.Meiri-Tunga 4. Umsókn um deiliskipulag.

2409044

Landeigendur að Meiri-Tungu 4 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja lóð úr jörð sinni. Ráðgert er að byggt verði einbýlishús með föstu aðsetri í huga. Samhliða skipulagi verður lóðinni skipt úr landi Meiri-Tungu 4 og er gert ráð fyrir að heiti lóðarinnar verði Meiri-Tunga 8. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 16.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2310076

Landeigandi Bjálmholts L165072 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Tillagan var auglýst frá og með 11.4.2024 til og með 23.5.2024. Umsagnir sem bárust urðu til þess að gerðar voru smávæglegar breytingar á tillögunni og var ný tillaga lögð fram frá M11 dags. 28.5.2024.

Að beiðni umsækjanda er hér óskað eftir að frekari breytingar verði gerðar á tillögunni, þar sem bætt verði við skilgreiningu á framleiðslu í brugghúsi, byggingarmagn verði aukið um 1000 m² og bætt verði við kjallara, byggingarreitur stækkaður, hreinsistöð staðsett innan byggingareits og texta breytt í greinargerð undir liðum 1.1 og 2.2. þessu til samræmis. Lögð er fram tillaga frá M11 dags. 4.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að þær breytingar sem hér um ræðir séu það umfangsmiklar að þær kalli á endurauglýsingu tillögunnar. Nefndin samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að nærliggjandi landeigendum verði kynnt tillagan sérstaklega.

27.Hái-Rimi 5, 6 og 7. Deiliskipulag.

2404094

Eigendur lóðanna Háa-Rima 5, 6 og 7 hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Ráðgert er að byggja sumarhús og tengd mannvirki. Tillaga lögð fram frá Vigfúsi Halldórsssyni, dags. 19.9.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Grenjar 2. Breyting á deiliskipulagi.

2404172

Eigendur Grenja 2 L226585 hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fellst að bætt verður við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna nýtingarhlutfalls og byggingarmagns. Breytt tillaga frá Eflu dags. 11.9.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Hagi v Selfjall 2. Breyting á deiliskipulagi

2402077

Eigandi lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, hefur fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði áform um útleigu gistingar í flokki II ásamt rekstri til leiðtoga- og heilsuþjálfunar. Breyting á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi er í ferli þar sem landnotkun verði breytt úr frístundasvæði í Verslunar- og þjónustusvæði til samræmis við fram lögð áform. Lögð er fram tillaga deiliskipulags frá Svövu Björk Jónsdóttur arktitekt, dags. 20.10.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera grenndarkynnt til þeirra lóðarhafa sem samnýta viðeigandi vegtengingar.

30.Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

2406055

Unnið er að breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar vegtengingar og breytingar á vegakerfi og lóðum í Gaddstaðahverfi. Farið yfir hugmyndir.
Lagt fram til kynningar

31.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 122

2410002F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 122 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

32.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 123

2410010F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 123 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

33.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 124

2410012F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 124 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

34.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 125

2410018F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 125 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?