33. fundur 21. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir Rangárbakkar landskipti undir reiðhöll

2306034

Um er að ræða landskipti úr Gaddstöðum L164482 þar sem spilda hefur verið afmörkuð og hnitsett í samræmi við uppdrátt frá landnotum dags. 25.4.2023. Lóðin fengi heitið Rangárbakkar 2B, yrði 5898,9 m² að stærð og Lxxxxxx. Ráðgert er að lóðin sameinist öðrum lóðum á svæðinu síðar. Um er að ræða makaskipti á landi en áformað er að Rangárflatir 10, L236569, verði eign Rangárþings ytra í staðinn fyrir umrædda lóð ásamt lóðunum Rangárbakka 1, L164958, Rangárbakka 2, L214948, og Rangárbakka 3, L231854.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Landmannaafréttur landskipti. Veiðivötn

2411035

Rangárþing ytra og Forsætisráðuneytið vinna saman að stofnun lóðar undir starfsemina í Veiðivötnum. Stofna þarf nýja lóð úr þjóðlendunni Landmannaafrétti og færa núverandi mannvirki undir nýtt landeignanúmer. Lögð er fram merkjalýsing frá Margréti Róbertsdóttur, dags. 12.11.2024. Engin áform eru um breytingu á landnotkun lóðarinnar en hún er skilgreind sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Lýtingsstaðir L165121. Landskipti

2410084

Landeigandi Lýtingsstaða L165121 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 42.330,7 m² spildu. Spildan á að sameinast Lýtingsstöðum 6, L237081 sem verður 60.826,4 m² eftir sameiningu. Lýtingsstaðir L165121 minnkar sem nemur útskiptri spildu. Áform um uppbyggingu verða í samræmi við núverandi landnotkun. Merkjalýsing frá Adam Hoffritz, dags. 23.10.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Skammbeinsstaðir 3. Landskipti

2411041

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Skammbeinsstöðum 3, L165159, lóð sem yrði 3341,9 m² að stærð, fengi heitið Skammbeinsstaðir M1 og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 4.11.2024. Ekki liggja fyrir áform um breytingu á landnotkun frá því sem nú er, en lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Klara Viðarsdóttir fór yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næsta ár.

5.Gjaldskrá skipulags- og umhverfismála

2411010

Farið yfir áherslur í gjaldskrám sveitarfélagsins sem snúa að skipulags- og umferðarmálum. Samhliða var farið yfir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur rýnt gjaldskrá sveitarfélagsins hvað varðar skipulags- og framkvæmdaleyfisgjöld ásamt drögum að fjárhagsáætlun fyrir lið 09 fyrir árið 2025. Fjárhagsáætlun sem viðkemur umferðarmálum ásamt afgreiðslu á gjaldskrá bíður afgreiðslu til næsta fundar.
Klöru þökkuð góð yfirferð.

6.Umferðarmál. Staða mála

2310087

Farið yfir stöðu umferðarmála
Lagt fram til kynningar.

7.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Farið yfir stöðu lóðamála í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar

8.Bjargshverfi - hugmyndasamkeppni um götuheiti

2411016

Hugmyndasamkeppni um götuheiti í Bjargshverfi.

Heimilt var að skila inn tillögum til og með 19. nóvember og bárust tillögur frá alls 28 aðilum.
Skipulags- og umferðarnefnd þakkar þeim sem sendu inn tillögur. Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað að sinni og niðurstöður nefndarinnar liggi fyrir á fundi sveitarstjórnar í desember.

9.Nefsholt 2 land. Framkvæmdaleyfi til borunar á hitaveituholu.

2411013

Veitur ohf óska eftir framkvæmdaleyfi til borunar á heitavatnsholu í landi Nefsholts 2 lands, L224064. Aðstaða og geymslusvæði fyrir verktaka verður innan borstæðis meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að hefja borframkvæmd í desember 2024 og er áætlað að verkið taki um 6 vikur í framkvæmd og verði lokið í febrúar. Plangerð mun þó hefjast fyrr eða um leið og framkvæmdaleyfi fæst. Lagt er fram ítarlegt áhrifamat til mats á þeim áhrifum sem þessar framkvæmdir gætu haft á magnstöðu og efna- og eðlisfræðilega gæðaþætti þess vatnshlots sem framkvæmdin lendir innan.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um borun eftir heitu vatni í landi Nefsholts lands. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt liggur fyrir ítarlegt áhrifamat frá framkvæmdaaðila. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur til að umsækjandi kynni framkvæmdir fyrir nærliggjandi nágrönnum.

10.Langalda. Enduropnað efnistökusvæði

2401054

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með breytingunni er gert ráð fyrir enduropnun efnistökusvæðis í Langöldu sem m.a. verður nýtt fyrir framkvæmdir við gerð vindlundar við Vaðöldu ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir allt að 250.000 m3 efnistöku fram til ársins 2030. Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 eru framkvæmdirnar, sem fyrirhuguð skipulagsbreyting mun taka til, tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Fyrirspurn um matsskyldu er unnin samhliða skipulagsáætlunum. Lýsing skipulagsáforma var í kynningu til 29. febrúar og bárust umsagnir frá umsagnaraðilum sem tillagan tók mið af. Tillagan var auglýst frá og með 25.9.2024 til og með 13.11.2024. Umsagnir bárust frá Forsætisráðuneytinu, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir; frá Landsneti sem bendir á að nálægð efnistökusvæðisins við helgunarsvæði háspennulína geti valdið takmörkunum; frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem bendir á að mikilvægt sé að hlífa þeim svæðum sem innihalda vistgerðir með verndargildi, að hrauni verði ekki raskað meira en orðið er og að vandað skuli til efnistökunnar með tilliti til ásýndar að henni lokinni og frá Umhverfisstofnun sem bendir á að hraunið njóti sérstakrar verndar og beri að fjalla meira um það í tillögunni, að fjallað verði meira um ferðaþjónustu og útivist, að fjalla þurfi betur um tíðni og lengd áhrifa vegna rykmengunar, að hugað skuli að loftslagsmálum og að fjallað skuli efnislega um áhrif framkvæmdarinnar á vatn og vistkerfi þess. Lögð er fram samantekt á umsögnum og viðbrögðum við þeim ásamt uppfærðri tillögu frá Eflu dags. 15.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

11.Lerkiholt og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404176

Rangárþing ytra hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu. Skipulagslýsing frá Eflu dags. 24.4.2024. Lýsing skipulagsáforma voru kynnt með fresti til athugasemda til og með 23. maí sl. Tillagan var auglýst frá og með 25.9.2024 til og með 13.11.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun sem benti á tengsl við vatnaáætlun og að vakað skuli yfir líffræðilegum fjölbreytileika; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir; frá Landsneti sem bendir á að meðfram Hringvegi liggi Lækjartúnslína 2 sem valdið geti takmörkunum á áformum og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir. Í lok auglýsingar hætti eigandi Lerkiholts við áform sín um að breyta landnotkun og er því einöngu tekið á viðbrögðum gagnvart Minna-Hofi. Lögð er fram samantekt á umsögn og viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á landnotkun vegna Minna-Hofs og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Nefndin staðfestir að breyting á landnotkun vegna Lerkiholts verði afturkölluð og að lóðin verði áfram skilgreind sem landbúnaðarsvæði.

12.Gunnarsholt land L164499. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404112

Félagið Gbest ehf hefur fengið heimild til að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Svæðið sem breytingin nær til er Gunnarsholt land (L164499). Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi Rangárþing ytra. Gert er ráð fyrir að um 60 hekturum verði breytt í athafnasvæði. Fyrirhugað er að framleiða skógarplöntur á spildunni í gróðurhúsum og innan skjólveggja. Heimilað verður að byggja skemmur og einnig verður starfsmannaaðstaða til viðveru og gistingar innan svæðis. Gert er ráð fyrir að plantað verði trjám umhverfis starfsemina, í um 20-30 hektara svæði, þ.e. sem skjólbelti innan lóðarmarka. Tillaga var kynnt frá og með 25.9.2024 til og með 13.11.2024 og bárust eftirtaldar umsagnir: Frá Umhverfisstofnun sem ítrekar að samræma skuli skipulagsáætlanir vatnaáætlun, að byggingar falli að landi eins og kostur er, að farið verði í mótvægisaðgerðir vegna áhrifa á vistgerðir og búsvæði fugla og að hugað verði að sjónrænum áhrifum vegna skógræktar; frá Minjastofnun sem gerði engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem bendir á að skógrækt megi ekki vera innan veghelgunarsvæðis og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir. Lögð eru fram uppfærð gögn frá Eflu dags. 14.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

13.Foss 2, L219040. Deiliskipulag

2405082

Lóðarhafi að Fossi L219040 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína eins og til var ætlast við stækkun hennar. Nýtt skipulag tekur til viðhalds núverandi mannvirkja og byggingar nýrra gestahúsa til útleigu. Skoðað verður með stofnun sérstakrar lóðar fyrir gamla húsið og gamla bæjarstæðið. Svæðið er skilgreint sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF8 í aðalskipulagi. Tillagan var auglýst frá og með 12.6.2024 til og með 25.7.2024. Engar athugasemdir bárust en ábendingar frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun um að hrauni á svæðinu verði ekki raskað að óþörfu. Eftir afhendingu gagna til skipulagsstofnunar bárust athugasemdir vegna fjarlægðamarka og að setja ætti byggingareit á tjaldsvæði. Uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 9.9.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Áfangagil. Deiliskipulag

2401048

Rekstraraðilar í Áfangagili hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu. Áætlað er að byggja upp meiri aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu. Núverandi fjallaskálar, tjaldstæði, sturta og salernishús verða áfram í notkun. Skilarétt fyrir Landmannaafrétt er einnig á skipulagssvæðinu. Gönguleiðin Hellismannaleið liggur um hlaðið í Áfangagili og er Áfangagil einn af gististöðunum á þeirri leið. Þá er talsverð umferð hestahópa í Áfangagili og m.a. skipulagðar hestaferðir um Fjallabakssvæðið og er þá gist í Áfangagili.

Tillaga var auglýst frá og með 18.9.2024 til og með 31.10.2024. Umsagnir bárust frá eftirtöðldum aðilum: Landsneti, sem gerði engar athugasemdir; frá Umhverfisstofnun sem bendir á að svæðið liggur á mörkum svæðis á náttúrminjaskrá og skuli því tekið tillit til þess, að tekið verði tillit til vistgerða á svæðinu, að fráveita verði í samræmi við reglur þar um og að breyta skuli ástandi vatnshlotsins Tungnaárhrauns í óþekkt í stað góðs; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði athugasemdir við að leiðbeinandi staðsetning hreinsivirkja er sýnd á uppdrætti en engin umfjöllun í greinargerð um eiginlegt fyrirkomulag fráveitu, að vanti heildarfjölda gesta og að ekkert sé fjallað um tjaldsvæðið. Lögð er fram samantekt á umsögnum og viðbrögðum við þeim ásamt uppfærðum skipulagsgögnum frá Eflu dags. 1.11.2024
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og telur að deiliskipulag í Áfangagili sé ekki tilkynningaskylt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem þegar er búið að skilgreina viðkomandi svæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. AF10 í greinargerð aðalskipulagsins en þar segir:
„Skálasvæði á afrétti. Á staðnum er gangnamannahús og fjárrétt. Rekin gistiþjónusta á sumrin fyrir göngu- og hestamenn. Gisting er fyrir 38 manns. Hestagerði og heysala. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu á gistiaðstöðu, gisting verði fyrir allt að 80 gesti. Stærð svæðis er um 3 ha“. Að auki er svæðið ekki innan verndarsvæða á náttúruminjaskrá, heldur liggur á mörkum þess.
Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

15.Hallstún L165088. Deiliskipulag

2411028

Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni og hefur breyting á landnotkun í aðalskipulagi tekið mið af því. Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 6.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Lúnansholt III og IV. Breyting á deiliskipulagi

2411015

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 7.4.2014. Svæðið sem áður var skilgreint sem frístundabyggð verður skilgreint sem íbúðarbyggð skv. breytingu á aðalskipulagi.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

· Byggingarreitir á öllum lóðum eru stækkaðir til þess að veita meira svigrúm um staðsetningu bygginga innan reita

· Nýtingarhlutfall, hækkar í samræmi við breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og verður 0,05. Hámarks byggingamagn getur þó aldrei orðið meira en 1.500 m2

· Gerð er sér lóð utan um gamla hlöðu og fjárhús sem liggur í jaðri lóðar D2, samhliða minnkar stærð lóðar D2. Skipulagsgögn frá Nordic Office of Architecture dags. 6.11.2024
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Stóru-Skógar, breyting á deiliskipulagi.

2404173

Eigendur Stóru-Skóga (L230849) og Stóru-Skóga L (L234476) hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð. Jafnframt er gerð grein fyrir efnistöku úr E13 efnistökusvæði.

Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun þar sem bent var á efnisleg atriði sem þarfnast frekari skoðunar. Lögð er fram samantekt þeirra athugasemda ásamt viðbrögðum við þeim ásamt uppfærðri tillögu frá Eflu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 126

2411006F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 126 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 127

2411010F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 127 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?