35. fundur 03. janúar 2025 kl. 09:00 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ægissíða 1 landspilda A landskipti. Skuggasíða, Spóabreiða og Birkiholt

2412050

Landeigendur óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Ægissíðu 1 landspildu A, tveimur lóðum. Önnur lóðin yrði 9.122,1 m² að stærð, fengi heitið Skuggasíða og Lxxxxxx og hin lóðin yrði 9.354,7 m að stærð, fengi heitið Spóabreiða og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 11.11.2024. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna. Óskað er eftir því að heiti lóðarinnar Ægissíðu 1 landspildu A breytist samhliða og verði Birkiholt. Birkiholt verði 8.853,3 m² að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Hrafnaþing landskipti. Móholt 4

2412049

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Hrafnaþingi L233392, lóð sem yrði 19,3 ha að stærð, fengi heitið Móholt 4 og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 30.10.2024. Hrafnaþing er nú þegar tvær spildur og er afmörkun þegar þekkt. Hrafnaþing var skráð 20,3 ha fyrir skiptin en verður 10.000,1 m² eftir skiptin. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Hrafntóftir 3 landskipti. Móholt 3.

2412047

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Hrafntóftum 3 L233391, lóð sem yrði 14,5 ha að stærð, fengi heitið Móholt 3 og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 30.10.2024. Hrafntóftir 3 er nú þegar tvær spildur og er afmörkun þegar þekkt. Hrafntóftir 3 var skráð 16,9 ha fyrir skiptin en verður 24.365,9 m² eftir skiptin. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Hrafnhólmi L233390 landskipti. Móholt 2.

2412046

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Hrafnhólma L233390, lóð sem yrði 14,7 ha að stærð, fengi heitið Móholt 2 og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 30.10.2024. Hrafnhólmi er nú þegar tvær spildur og er afmörkun þegar þekkt. Hrafnhólmi var skráð 22,1 ha fyrir skiptin en verður 75.213,2 m² eftir skiptin. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Berglind Kristinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins

5.Bjargshverfi - hugmyndasamkeppni um götuheiti

2411016

Hugmyndasamkeppni um götuheiti í Bjargshverfi. Heimilt var að skila inn tillögum til og með 19. nóvember og bárust tillögur frá alls 28 aðilum.
Farið var yfir þær tillögur sem bárust. Alls bárust yfir 30 tillögur frá 23 aðilum. Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast að lista upp allar tillögur í eitt skjal og frestar afgreiðslu fram á næsta fund.
Berglind tekur aftur sæti á fundinum.

6.Úthlutunarreglur lóða. Endurskoðun

2412026

Farið yfir úthlutunarreglur lóða
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu að úthlutunarreglum lóða fyrir sveitarfélagið.

7.Erindisbréf Skipulags- og umferðarnefndar. Endurskoðun

2412024

Farið yfir erindisbréf nefndarinnar
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu að erindisbréfi fyrir Skipulags- og umferðarnefnd.

8.Hallstún L190888. Breyting á landnotkun og deiliskipulag

2412060

Landeigandi óskar eftir að breyting verði gerð á landnotkun jarðar sinnar, Hallstúns L190888, þar sem núverandi frístundabyggð minnkar um 4,4 ha en landbúnaður stækkar til sama vegar. Jafnframt er óskað eftir heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið frá árinu 2021. Þær 7 frístundalóðir sem nú eru til staðar haldast óbreyttar. Á syðstu lóðinni (15,9ha) er gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, heild samtals um 400m² með bílskúr og að auki verði byggð landbúnaðartengd hús, svo sem skemma og útihús.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðir sínar í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda og verði kostnaður innheimtur í samræmi við gildandi samþykktir þar um. Nefndin telur að breytingin á landnotkun hafi engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið sjálft og verði því farið um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hallstún spilda L203254. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2410003

Eigandi Hallstúns spildu L203254 óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni samhliða breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi landnotkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustunot. Fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu fyrir allt að 20 gesti. Lýsing skipulagsáforma var í kynningu til og með 28.11.2024 og bárust umsagnir frá eftirtöldum aðilum:

Frá Mílu og Veitum sem gerðu engar athugasemdir en óskuðu samráðs við framkvæmdir á svæðinu; frá Umhverfisstofnun sem bendir á að setja þurfi fram stefnu sveitarfélagsins um vatnamál og fuglalíf; frá Vegagerðinni þar sem gerð er krafa um að notuð verði sama tenging frá Hagaveginum og að Giljanesi; og Heilbrgðiseftirliti Suðurlands sem gerði engar athugasemdir og frá Skipulagsstofnun sem telur lýsinguna veita góða mynd af viðfangsefni fyrirliggjandi skipulagsáforma.

Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 20.12.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

10.Stekkatún Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2410033

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. skrá HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging yrðu gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis hefði aukist úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda til og með 28.11.2024. Nokkrar athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingarinnar sem gerðu það að verkum að umsækjendur hafa nú minnkað áform sín niður í að Verslunar- og þjónustusvæðið verður 12,6 ha í stað 44 ha áður, að hámarksfjöldi gesta verði allt að 54 í allt að 27 litlum gestahúsum / hvelfingum í stað 55 áður. Lögð er fram uppfærð greinargerð frá Eflu dags. 17.12.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við lýsingu skipulagsáforma. Þar sem áform aðila hafa minnkað umtalsvert frá auglýstri lýsingu telur nefndin rétt að fram komnar breytingar verði skilgreindar í tillögu og hún verði auglýst. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsagnaraðilum er bent á að hægt er að senda inn athugasemdir á auglýsingatíma ef ástæða þykir til þess.

11.Norður-Nýibær. Deiliskipulag

2406054

Rangárþing ytra hefur samþykkt að stækkað verði verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður einnig gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi eins og verið hefur. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 20 litlum íbúðum í rað- og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi bíður staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá og með 9.10.2024 til og með 27.11.2024. Lögð er fram samantekt á athugasemdum og ábendingum sem bárust og lögð fram drög að viðbrögðum við þeim. Uppfærð tillaga frá Eflu dags. 10.12.2024 lögð fram.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Berglind Kristinsdóttir vék af fundi.

12.Hrafntinnusker Breyting á deiliskipulagi

2406000

Ferðafélag Íslands óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi dags. 26.5.2010. Breytingin felst í breyttum lóðamörkum, þar sem lóð er stækkuð og gert er ráð fyrir einni lóð ásamt byggingarreit um núverandi byggingar á svæðinu. Tillaga var auglýst frá og með 9.10.2024 til og með 27.11.2024. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Frá Mílu, Veitum, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Vegagerðinni, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Rarik sem gerðu engar athugasemdir; frá Náttúrufræðistofnun sem gerir athugasemdir við að þær byggingar sem sýndar eru á skipulagsuppdrætti með breyttu deiliskipulagi hafi nú þegar verið reistar. Á skipulagsuppdrætti sé einnig gert ráð fyrir bílastæði en Náttúrufræðistofnun leggur til að umferð vélknúinna ökutækja að skálasvæðinu verði ekki aukin frá því sem nú er og að jafnframt þurfi að tryggja að við innviðauppbyggingu verði öllu raski haldið í lágmarki til að skerða ekki landslag, náttúruminjar og upplifun göngufólks og frá Umhverfisstofnun sem bendir á að fjalla þurfi betur um fráveitumál í ljósi aðgerða sem samþykktar og gerðar hafa verið á svæðinu, að gerð verði betur grein fyrir byggingarmagni og að hugað verði að álagsstýringu ferðamanna í tengslum við tjaldsvæðið og gistimöguleika til að koma í veg fyrir að innviðir svæðisins bregðist ekki.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu þar sem einungis er verið að hreyfa við lóðamörkum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2310076

Landeigandi Bjálmholts L165072 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Tillagan var auglýst frá og með 11.4.2024 til og með 23.5.2024. Umsagnir sem bárust urðu til þess að gerðar voru smávæglegar breytingar á tillögunni og var ný tillaga lögð fram frá M11 dags. 28.5.2024. Að beiðni umsækjanda er hér óskað eftir að frekari breytingar verði gerðar á tillögunni, þar sem bætt verði við skilgreiningu á framleiðslu í brugghúsi, byggingarmagn verði aukið um 1000 m² og bætt verði við kjallara, byggingarreitur stækkaður, hreinsistöð staðsett innan byggingareits og texta breytt í greinargerð undir liðum 1.1 og 2.2. þessu til samræmis. Uppfærð tillaga var grenndarkynnt til nærliggjandi landeigenda og bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill þó árétta að vegna nálægðar við áformaða gistiskála í landi Beindalsholts, skuli gæta allrar varúðar í byggingu og í rekstri viðkomandi þjónustuhúsnæðis, hvað varðar eldvarnir og sprengihættu.

14.Fiskivegur framhjá Tungufossi. Framkvæmdaleyfi

2412037

Fossdalir ehf óska eftir framkvæmdaleyfi til gerðar fiskivegar framhjá Tungufossi í Eystri Rangá. Fyrir ofan Tungufoss er um 25km langt vatnasvæði sem býður upp á mjög góð skilyrði fyrir hrygningu og búsvæði laxfiska. Verkefnið felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningar- og búsvæði. Fiskvegurinn verður byggður í landi Keldna, 40 metrum ofan við Tungufoss, með inntak um 66 m yfir sjávarmáli.
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra hefur fjallað um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fiskveg við Tungufoss í Eystri-Rangá, sem felur í sér að bæta aðgengi laxfiska að um 25 kílómetra vatnasvæði fyrir ofan fossinn.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins með vísan til 5. töluliðar 7. greinar Reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þar til leyfi liggur fyrir frá Fiskistofu og jákvæð umsögn frá viðkomandi veiðifélagi hefur borist. Að auki telur nefndin að heimild til fiskiræktar ofan við Tungufoss þurfi að liggja fyrir.

15.Slóðagerð í landi Keldna á Rangárvöllum. Framkvæmdaleyfi

2412056

Land og skógur óskar eftir leyfi Rangárþings ytra við lagningu slóða í svokölluðu Keldnahrauni til að bæta aðgengi að uppgræðslusvæðinu í Keldnagirðingunni. Umsókn barst 18.12.2024 og henni fylgdu yfirlitsuppdráttur og ljósmynd af sambærilegum slóða á svæðinu. Jafnframt fylgdu samskipti við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun frá aðdraganda umsóknar. Yirlitsuppdrátturinn sýnir staðsetningu allra skráðra minja á svæðinu en þær upplýsingar fengust hjá Minjastofnun.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til umsækjanda á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið. Nefndin telur að auki réttast að erindið skuli tekið fyrir í Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins áður en af veitingu leyfis verður.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?