36. fundur 16. janúar 2025 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hvammur 3. Landskipti undir vegsvæði

2501026

Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Hvammi 3, L164984, óskar eftir að fá að skipta út 15.698,8 m2 undir vegsvæði skv. uppdrætti frá Eflu dags. 1.7.2024. Ný spilda fengi landeignanúmerið LXXXXXX og heitið Hvammur 3 vegsvæði. Hvammur 3 L164984 hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá en minnkar sem nemur úttekinni spildu. Merkjalýsing frá Ástu Guðrúnu Beck, dags. 23.12.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Efsta Sel 2d. Landskipti

2501027

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Efsta-Seli 2d, L218608, lóð sem yrði 6,27 ha að stærð. Fyrirhugað er að útskipt spilda sameinist Litluvík, L199843, eftir skiptin. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna.

Efsta-Sel 2d verður 5,45 ha eftir skiptin en Litlavík stækkar og verður 16,35 ha eftir skiptin og sameiningu.

Merkjalýsing frá Jónasi H. Vilhelmssyni, dags. 12.12.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Skipulags- og umferðarnefnd. Skipan varaformanns,.

2501021

Breytingar á nefndaskipan hafa verið samþykktar af sveitarstjórn þar sem Brynhildur Sighvatsdóttir verður aðalmaður í stað Steindórs Tómassonar sem jafnframt var varaformaður nefndarinnar. Nýr varamaður verður Magnús H. Jóhannsson.

Skipa þarf nýjan varaformann í stað Steindórs
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að Þórunn Dís Þórunnardóttir verði varaformaður nefndarinnar í stað Steindórs Tómassonar.
Nefndin þakkar Steindóri fyrir gott samstarf.

4.Handbók um uppbyggingu ferðamannastaða 2025

2501028

Markaðsstofa Suðurlands hefur í samstarfi við Ferðamálastofu unnið handbók sem á að auðvelda sveitarfélögum í stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Í handbókinni er leitast við að aðstoða sveitarfélög í að meta hvert hlutverk þeirra er í uppbyggingu áfangastaða, hver hagur þeirra er af ferðamannastöðum og til hvaða þátta þarf að líta í allri ákvarðanatöku. Efni bókarinnar byggir á samtölum við sveitarfélög og stofnanir um allt land. Á milli kafla má einnig finna dæmisögur af stöðum þar sem uppbygging þykir hafa gengið vel.
Lagt fram til kynningar

5.Bjargshverfi - hugmyndasamkeppni um götuheiti

2411016

Hugmyndasamkeppni um götuheiti í Bjargshverfi. Heimilt var að skila inn tillögum til og með 19. nóvember og bárust alls um 50 tillögur með rúmlega 400 heitum frá yfir 30 aðilum.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar tillögur og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn:
Aðalgatan beri heitið Bjargsbrún
Aðrar götur ættu að bera heiti sem enda á bjargi, t.d.
(eftir stafrófsröð)
Brekkubjarg, Heiðarbjarg, Heklubjarg, Hellubjarg, Holtabjarg, Rangárbjarg, Ægisbjarg
Þær götur sem byrja á H....bjarg ættu að vera ofan við aðalgötuna í stafrófsröð. Fyrir neðan ætti Brekkubjarg að vera fyrst, svo Rangárbjarg og Ægisbjarg næst Auðkúlu.
Skipulags- og umferðarnefnd vill þakka þeim sem sáu sér fært að senda inn tillögur.

6.Giljanes. Deiliskipulag

2405012

Eigendur lóðarinnar Giljanes L165242 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru um byggingu frístundahúss, gestahúss, bílskúrs og lítils gróðurhúss. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulagsgögn frá Landhönnun dags. 30.10.2024. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Umhverfisstofnun, Veitum, Landsneti, Rarik og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir en ítrekar að vegtenging verði sameiginleg með Hallstúni Spildu og frá brunavörnum Rangárvallasýslu sem gerði engar athugasemdir en bendir á að gróðursetning trjágróðurs við aðkomuveg megi ekki hindra aðkomu slökkvibíla.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu

7.Lækur við Gunnarsholt. Breyting á deiliskipulagi.

2412005

Eigandi lands óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Læk sem samþykkt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.11.1998. Fyrirhuguð er textabreyting í gildandi greinargerð deiliskipulags í kafla Girðingar á bls. 7, þar sem heimilað verði að girða af spildu og leigja hana til beitar. Forsenda breytingar er fyrirspurn um land til hrossabeitar í suðvesturhorni deiliskipulagsins sem áður var hluti af Læk 2 (L186677) en er núna hluti af jörðinni Brekkum. Tillaga frá Eflu dags. 27.11.2024. Erindi var grenndarkynnt og jafnframt auglýst frá og með 13.12.2024 með fresti til athugasemda til og með 9.1.2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hái-Rimi 5, 6 og 7. Deiliskipulag.

2404094

Eigendur lóðanna Háa-Rima 5, 6 og 7 hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Ráðgert er að byggja sumarhús og tengd mannvirki. Tillaga lögð fram frá Vigfúsi Halldórsssyni, dags. 19.9.2024. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Umhverfisstofnun, Veitum, Vegagerðinni, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Svínhagi L7A. Deiliskipulag

2211046

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L7A þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi 268. Eftir auglýsingu í apríl 2023 var tillagan uppfærð að teknu tilliti til umsagna sem bárust. Það láðist hins vegar að birta auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda og því þurfti að auglýsa tillöguna að nýju. Tillagan var því uppfærð að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust í fyrri auglýsingu og hún því endurauglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Minni Vellir. Deiliskipulag

2411002

Landeigendur lóðanna Óskasteins og Ásavalla óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Skipulagssvæðið er í Landsveit og samanstendur af 6 lóðum. Lóðirnar eru skilgreindar á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Lóðirnar eru nú þegar stofnaðar og koma upprunalega úr landi Minni-Valla L164995. Aðkoma er frá Landvegi (nr. 26) um Laugaveg (nr. 2880). Lóðirnar eru: Minni-Vellir lóð 5 L194212, Minni-Vellir lóð 6 L197838, Minni-Vellir lóð 7 L197839, Lækjarvellir L230921, Ásavellir L235326 og Óskasteinn L230923. Aðliggjandi lóðir eru Iðavellir, MinniVellir lóð 9 og Minni-Vellir lóð 1. Fyrirhugað er að reisa frístundahús á lóðum Óskasteins og Ásavalla. Lóðir Lækjarvalla og Minni-Valla 5, 6 og 7 verða óbyggðar að sinni en lóðamörkum þeirra breytt og tryggð aðkoma að þeim. Tillagan var grenndarkynnt til samliggjandi lóðarhafa. Engar athughasemdir bárust en ábending um orðalag vegna óbyggðra lóða. Tillagan var jafnframt auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Umsagnir bárust frá Veitum og Heilbrigðiseftirlitinu sem gerðu engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem óskar eftir að allar vegtengingar sem gætu haft áhrif á umsögn Vegagerðarinnar yrðu sýndar á uppdrætti ásamt því að málsetja skuli allar fjarlægðir milli tenginga; frá Umhverfisstofnun sem óskar eftir að sett verði skilyrði um verndun sjáanlegra hraunmyndana á svæðinu og frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem bendir á að vegir innan svæðis skuli þola 32 tonna öxulþunga og að trjágróður við aðkomuvegi megi ekki hindra aðkomu slökkvibíla. Lögð fram uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 6.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Meiri-Tunga 4. Deiliskipulag

2409044

Landeigendur að Meiri-Tungu 4 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja lóð úr jörð sinni. Ráðgert er að byggt verði einbýlishús með fastri búsetu í huga. Samhliða skipulagi verður lóðinni skipt úr landi Meiri-Tungu 4 og er gert ráð fyrir að heiti lóðarinnar verði Meiri-Tunga 8. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 16.10.2024. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Umhverfisstofnun, Veitum, Landsneti og Rarik sem gerðu engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem bendir á að allar vegtengingar sem gætu haft áhrif á umsögn skuli sýndar og að málsetja skuli allar fjarlægðir milli tenginga; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem bendir á að ekki komi fram í tillögunni með skýrum hætti hvaðan neysluvatn sé fengið og frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem bendir á að vegir innan svæðis skuli þola 32 tonna öxulþunga og að trjágróður við aðkomuvegi megi ekki hindra aðkomu slökkvibíla. Lögð eru fram uppfærð gögn frá Eflu dags. 10.1.2025 ásamt samantekt á athugasemdum umsagnaraðila og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Ægissíða 1 landspilda A. Breyting á deiliskipulagi

2411001

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir íbúðasvæðið við Árbæjarveginn, vestan Ytri-Rangár. Um fjölgun lóða er að ræða þar sem skipt verður út tveimur lóðum út úr lóðinni Ægissíða 1 landspilda 1. Byggingarheimildir verða uppfærðar til samræmis við stærð lóða. Núverandi tenging frá Árbæjarvegi verður samnýtt með nýjum lóðum. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum en Brunavarnir Rangárvallasýslu benda á að burðarþol aðkomuleiða skuli vera 32 tonn og að trjágróður við aðkomuvegi megi ekki hindra aðkomu slökkvibíla. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. br. 6.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Lyngás. Breyting á deiliskipulagi

2410080

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 25.3.2010. Breytingin tekur til tveggja nýrra lóða, vegtengingar og hljóðmanar. Stærð svæðis er um 1,6 ha og verða lóðir 11 í stað 9 áður. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 28.10.2024. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Veitum, sem gerðu engar athugasemdir; frá Rarik sem óskaði eftir að gert verði ráð fyrir spennistöð innan svæðisins; frá Landsneti sem vekur athygli á að Selfosslína 2 hefur verið tekin niður og því ekki lengur um helgunarsvæði að ræða tengt henni, auk þess sem Lækjartúnslína 2 hefur tekið við af henni og þyrfti því aðkomu í skipulagsgögnum og frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem bendir á að burðarþol aðkomuleiða þurfi að vera a.m.k. 32 tonn og að gróðursetning trjágróðurs við aðkomuveg megi ekki hindra aðkomu slökkvibíla. Lögð eru fram uppfærð gögn frá Eflu dags. 3.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Hagi v Selfjall 2. Breyting á deiliskipulagi

2402077

Eigandi lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, hefur fengið heimild til að kynna tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði áform um útleigu gistingar í flokki II ásamt rekstri til leiðtoga- og heilsuþjálfunar. Óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundasvæði í Verslunar- og þjónustusvæði til samræmis við fram lögð áform. Í afgreiðslu nefndarinnar á síðasta fundi var samþykkt að áform aðila skyldu grenndarkynnt þeim sem hagsmuni gætu átt. Grenndarkynning fór fram í upphafi lögbundinnar auglýsingar á tillögunni og var frestur gefinn til 12. desember 2024 til viðbragða við henni. Lögbundinn frestur skv. auglýsingu rann út 1. janúar nk. Þeir sem fengu grenndarkynningu voru lóðarhafar sem tengjast aðkomu að lóðinni sem hér er til kynningar. Umsagnir bárust frá fjórum aðilum þar sem fyrirhuguðum áformum er harðlega mótmælt. Í ljósi umsagna hafa umsækjendur minnkað áform sín verulega og jafnframt breytt legu aðkomuvegar. Lögð er fram samantekt á fram komnum athugasemdum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum á svæðinu að nýju að teknu tilliti til uppfærðra gagna málsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.