1.Vaðalda að Þjórsá. Lagning rafstrengs og ljósleiðara.
2501079
Orkufjarskipti hf. óska eftir framkvæmdaleyfi til að leggja rafstreng og ljóslögn um Vaðöldu, frá vinnubúðum meðfram Þjórsárdalsvegi og áfram yfir Þjórsá að spenni við Hólaskóg. Heildarlengd lagnarinnar er um 8,9 km, þar af eru um 6,3 km innan Rangárþings ytra. Umsókn og fylgigögn bárust 29.1.2025.
2.Sigöldustöð. Framkvæmdaleyfi fyrir athafnasvæði.
2501066
Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir athafnasvæði í tengslum við stækkun Sigöldustöðvar. Framkvæmdir þær sem umsóknin tekur til eru í Rangárþingi ytra og Ásahreppi og er þessi umsókn sameiginleg fyrir bæði sveitarfélögin.
Gert er ráð fyrir vinnuaðstöðu vegna uppbyggingar virkjunar og dvalaraðstöðu starfsfólks, mötuneyti o.fl. Þar að auki verður svæði fyrir sprengiefnageymslu, steypustöð, skemmur/verkstæði og haugsvæði fyrir mögulega efnislosun. Áætlað er að um 140 starfsmenn verði í vinnubúðunum þegar mest lætur. Vinnubúðir verða annars vegar á vegum verktaka, um 120 starfsmenn, og hins vegar á vegum Landsvirkjunar, um 20 starfsmenn. Gert er ráð fyrir framkvæmdatíminn verði allt að 4 ár. Greinargerð frá Eflu dags. 19.12.2024.
Gert er ráð fyrir vinnuaðstöðu vegna uppbyggingar virkjunar og dvalaraðstöðu starfsfólks, mötuneyti o.fl. Þar að auki verður svæði fyrir sprengiefnageymslu, steypustöð, skemmur/verkstæði og haugsvæði fyrir mögulega efnislosun. Áætlað er að um 140 starfsmenn verði í vinnubúðunum þegar mest lætur. Vinnubúðir verða annars vegar á vegum verktaka, um 120 starfsmenn, og hins vegar á vegum Landsvirkjunar, um 20 starfsmenn. Gert er ráð fyrir framkvæmdatíminn verði allt að 4 ár. Greinargerð frá Eflu dags. 19.12.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna uppsetningu vinnubúða vegna stækkunar Sigölduvirkjunar sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er framkvæmdin í samræmi við skipulagsáætlanir. Kallað skuli eftir umsögn frá Forsætisráðuneytinu þar sem efnistökusvæðið er innan þjóðlendu. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum. Nefndin vill jafnframt árétta að uppsetning tilheyrandi mannvirkja, s.s. vinnubúða, er háð byggingarleyfi og skuli sækja um það sérstaklega.
3.Langalda. Framkvæmdaleyfi til efnistöku
2501070
Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku á allt að 250.000 m³ á efnistökustað E124 í Langöldu. Fyrirhuguð efnistaka er ætluð til framkvæmda við vindorkuverið við Vaðöldu og er reiknað með að framkvæmdatíminn verði til loka árs 2030. Efnistökusvæðið er innan þjóðlendunnar Landmannaafréttur. Greinargerð með umsókninni um framkvæmdaleyfið er unnin af Sigurgeiri Birni Geirssyni fyrir hönd umsækjanda.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna efnistöku á allt að 250.000 m³ á efnistökustað E124 við Langöldu sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er efnistakan í samræmi við skipulagsáætlanir. Kallað skuli eftir umsögn frá Forsætisráðuneytinu þar sem efnistökusvæðið er innan þjóðlendu. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum.
4.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Deiliskipulag
2412017
Óskað er eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss, vélageymslu og tengdra útihúsa. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Arghus dags. 2.12.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á aðalskipulagi.
2406055
Erindi vísað frá Byggðaráði 26.6.2024 þess efnis að fela Skipulags- og umferðarnefnd að ræða mögulegar breytingar á aðkomuvegi inn í hverfið.
Breytingin tekur til frístunda- og íbúðasvæðis, þar sem fjöldi lóða og aðkomuvegur að ÍB29 og F63 er endurskoðaður þar sem núverandi aðkoma var aðeins ætluð til bráðabirgða. Ný aðkoma að svæðinu verður meðfram Suðurlandsvegi (1) að sunnanverðu, frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð.
Núverandi aðkoma að svæðinu sem er um Aldamótaskóg verður felld úr gildi. Í samræmi við breytingu á legu aðkomuvegar verða lóðarmörk endurskoðuð og fyrirhugað er að fjölga heimiluðum lóðum svæðanna í aðalskipulagi. Lýsing var kynnt til og með 26.9.2024. Lögð er fram greinargerð frá Eflu dags. 26.9.2024.
Breytingin tekur til frístunda- og íbúðasvæðis, þar sem fjöldi lóða og aðkomuvegur að ÍB29 og F63 er endurskoðaður þar sem núverandi aðkoma var aðeins ætluð til bráðabirgða. Ný aðkoma að svæðinu verður meðfram Suðurlandsvegi (1) að sunnanverðu, frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð.
Núverandi aðkoma að svæðinu sem er um Aldamótaskóg verður felld úr gildi. Í samræmi við breytingu á legu aðkomuvegar verða lóðarmörk endurskoðuð og fyrirhugað er að fjölga heimiluðum lóðum svæðanna í aðalskipulagi. Lýsing var kynnt til og með 26.9.2024. Lögð er fram greinargerð frá Eflu dags. 26.9.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
Svavar Leópold Torfason vék af fundi við kynningu á þessu máli.
6.Suðurlandsvegur Árbæjarvegur og Þykkvabæjarvegur tengingar
2501072
Vegagerðin hefur vakið athygli á eldri hugmyndum frá 2021 um tengingar Árbæjarvegar og Þykkvabæjarvegar við Suðurlandsveg, ásamt hugmyndum að tengingu íbúðarlóðanna við Lyngás.
Skipulags- og umferðarnefnd telur heppilegast að unnið verði með útgáfur nr. 4 og 5. Nefndin leggur til að skoðað verði heildarsamhengið gagnvart tengingum við nánasta umhverfi þjóðvegarins á þessum vegakafla. Nefndin leggur til að Vegagerðin vinni áfram með tilheyrandi útgáfur í samráði við sveitarfélagið.
Svavar kom aftur inn á fundinn.
7.Hvammsvirkjun. Breyting á skipulagi vegna stækkunar efnistökusvæða
2501063
Landsvirkjun vinnur nú að lokaundirbúningi fyrir Hvammsvirkjun og tengdar framkvæmdir í og við Þjórsá í Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi ytra. Ýmsar hönnunarforsendur hafa breyst og við endanlega verkhönnun hefur komið í ljós að efnisþörf er nokkuð meiri en reiknað var með í upphafi, einkum vegna mikilla fyllinga í tengslum við nýjan Þjórsárdalsveg. Til að mæta þessari viðbótarefnisþörf hyggst Landsvirkjun óska eftir stækkun á núverandi efnistökusvæði í Hvammslóni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og innan Rangárþings ytra.
Núverandi heimildir í skipulagi heimila að tekið sé allt að 950.000 m3 af efni, þar af 500.000 m3 í efnistökusvæði E26 sem er í lónstæði Hvammsvirkjunar og mun svæðið fara undir vatn að framkvæmdum loknum.
Í heild verður viðbótarefnismagn 350.000 m3 innan beggja sveitarfélaga. Öll fyrirhuguð viðbótarsvæði verða einnig í lónsstæðinu og hverfa því í lónið að framkvæmdum loknum. Samanlögð stærð allra svæðanna er um 25 ha, en efnistakan er hins vegar öll innan framkvæmdasvæðis og lónsstæðis Hvammsvirkjunar, á svæði sem er búið að heimila að raska nú þegar.
Núverandi heimildir í skipulagi heimila að tekið sé allt að 950.000 m3 af efni, þar af 500.000 m3 í efnistökusvæði E26 sem er í lónstæði Hvammsvirkjunar og mun svæðið fara undir vatn að framkvæmdum loknum.
Í heild verður viðbótarefnismagn 350.000 m3 innan beggja sveitarfélaga. Öll fyrirhuguð viðbótarsvæði verða einnig í lónsstæðinu og hverfa því í lónið að framkvæmdum loknum. Samanlögð stærð allra svæðanna er um 25 ha, en efnistakan er hins vegar öll innan framkvæmdasvæðis og lónsstæðis Hvammsvirkjunar, á svæði sem er búið að heimila að raska nú þegar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til nauðsynlegra breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar aukna efnistöku. Nefndin leggur líka mikla áherslu á að samræma sveitarfélagamörk og leggur til að haft verði fullt samráð við viðkomandi landeigendur ef um er að ræða aðra en sveitarfélagið. Nefndin leggur til að Efla verði fengin til að sjá um slíkt samráð og ganga frá réttum mörkum í kjölfarið.
Að auki er það niðurstaða nefndarinnar að aukning á efnismagni sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Að auki er það niðurstaða nefndarinnar að aukning á efnismagni sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
8.Hallstún L165088. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi og deiliskipulag
2408056
Landeigandi óskar eftir breytingum á landnotkun jarða sinna ásamt heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag í kjölfarið. Svæðin sem breytingin nær til eru Hallstún (L165088), Hallstún land (L203602) og Hallstún land (203908). Heildarstærð svæðanna er 34,3 ha. Frístundabyggð F72 er skilgreint á hluta Hallstúns og Hallstúni landi (203602). Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju.
Tillaga var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ásamt drögum að viðbrögðum við þeim auk uppfærðra skipulagsgagna.
Tillaga var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ásamt drögum að viðbrögðum við þeim auk uppfærðra skipulagsgagna.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
9.Hallstún L190888. Breyting á landnotkun og deiliskipulag
2412060
Landeigandi óskar eftir að breyting verði gerð á landnotkun jarðar sinnar, Hallstúns L190888, þar sem núverandi frístundabyggð minnkar um 4,4 ha en landbúnaður stækkar til sama vegar. Sveitarstjórn samþykkti niðurstöðu Skipulags- og umferðarnefndar en nefndin telur að breytingin á landnotkun hafi engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið sjálft og verði því farið um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 23.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Oddspartur Loki, L204612. Breyting á aðalskipulagi
2405083
Fyrirhugað er breyta landnotkun á hluta svæðis Oddsparts Loka í Þykkvabæ í verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir er veitingastaður og tvenn kúluhús til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 kúluhús og tvenn þjónustuhús. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti. Tillaga var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim ásamt uppfærðri greinargerð.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
11.Minnivallanáma. Breyting í aðalskipulagi
2409065
Landeigendur Minni-Valla L164995 hafa samþykkt efnistöku úr Minni-Vallanámu E30. Framkvæmdin felst í áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 90.000 m³, en til þess þarf að stækka afmörkun námunnar. Með breytingunni stækkar efnistökusvæðið úr 1,0 ha í 6,8 ha, með allt að 90.000 m3 efnistöku. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m³ af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m³ . Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m³. Tillaga var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur þær ekki gefa tilefni til breytingar á auglýstri tillögu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
12.Flokkun landbúnaðarlands
2209079
Samkvæmt breytingum á jarðalögum frá árinu 2021 er gert ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun. Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika.
Hér slóð á vefsjá: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/instant/portfolio/index.html?appid=76a1da7b73c34effbc9843202059386e
Hér slóð á vefsjá: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/instant/portfolio/index.html?appid=76a1da7b73c34effbc9843202059386e
Skipulags- og umferðarnefnd fór yfir fram komnar áherslur einstakra svæða. Nefndin leggur til að flokkun landbúnaðarlands skv. fram lögðum gögnum frá Eflu verði kynnt landeigendum ásamt því að kallað verði eftir umsögnum búnaðarráðunauts. Nefndin leggur til að fundað verði með fulltrúum Lands og Skógar og Eflu til að samræma verklag.
Fundi slitið - kl. 10:35.
Að auki er það niðurstaða nefndarinnar að lagning rafstrengs og ljósleiðara á umræddu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.