1.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2024
2408032
Vegna fyrirhugaðra endurbóta á Freyvangi þá leggur Framvkæmda- og eignanefnd til að skipulags- og umferðarnefnd fari yfir umferðaröryggismál varðandi gangandi vegfarendur frá Þingskálum að nyrðri enda Freyvangs. Samþykkt á fundi nefndarinnar þann 10.2.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að kannað verði meðal íbúa í Heiðvangi og Freyvangi hvort og með hvaða hætti íbúar vilja auka umferðaöryggi í götunum. Í þeirri könnun verði spurt sérstaklega hvort og hvernig íbúar í nyrðri hluta Freyvangs vilja standa að aðgengi gangandi vegfarenda í þeim hluta götunnar þar sem ekki er gangstétt. Einnig verði kynnt áform um að leggja gangstétt norðan Þingskála að skólasvæði í tengslum við gangstíg á milli Freyvangs 14 og 16. Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar verði falið að vinna málið áfram og setja grenndarkynningu af stað.
2.Umferðarmál. Staða mála
2310087
Framkvæmda- og eignanefnd leggur til að nefndin komi á fund skipulags- og umferðarnefndar þar sem farið verði yfir útfærslur og forgangsröðun framkvæmda í umferðaröryggismálum vegna sumarsins 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd fagnar öllu samráði varðandi umferðaröryggi og leggur til að Framkvæmda- og eignanefnd komi á næsta fund nefndarinnar í mars. Nefndin leggur til að framkvæmdalisti verði lagður fram með fundargögnum fyrir fundinn.
3.Landmannalaugar. Umsókn um stöðuleyfi
2502040
Fjallafang ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir 4 amerískar skólarútur til að nota sem verslunarvagn í Landmannalaugum L165018, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Tímabilið er frá 15. júní til 21. september 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum.
4.Svínhagi SH-6. Deiliskipulag.
2501064
Landeigendur óska eftir heimild til leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga Sh-6, L211017. Áform eru um byggingu sumarhúss og gestahúss ásamt tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar á kostnað umsækjanda og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Jórkelda. Deiliskipulag
2501046
Landeigendur óska eftir heimild til leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Jórkeldu L237934. Áform eru um byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 20.1.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar á kostnað umsækjanda og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Tindasel. Deiliskipulag
2408051
Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur lagt fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi hafa verið auglýstar. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Tillaga var auglýst frá og með 18.9.2024 til og með 31.10.2024. Uppfærð tillaga að teknu tilliti til umsagna sem bárust var send til yfirferðar skipulagsstofnunar. Í yfirferð stofnunarinnar komu fram efnisleg atriði sem þarfnast lagfæringar. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. br. 20.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Leirubakki v Hraunvegar 1. Br á deiliskipulagi
2410052
Landeigandi óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á afmörkun lóðarinnar nr. 1 við Hraunveg, vegna breytingar á staðsetningu aðkomuvegar. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 21.10.2024.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum nr. 3, 5 og 7 þar sem um sama svæði er að ræða.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum nr. 3, 5 og 7 þar sem um sama svæði er að ræða.
8.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi
2007003
Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, óskaði á árinu 2020, eftir að gildandi deiliskipulag fyrir Landmannahelli verði endurskoðað í samráði við og með aðkomu sveitarfélagsins. Um er að ræða að gera bílastæði sem þörf er á á svæðinu ásamt því að gera áningasvæði við tjaldsvæðið með fræðslu og upplýsingaskiltum um friðlandið og gönguleiðir út frá Landmannahelli. Einnig er ráðgert að gera skipulag á tjaldsvæðinu sjálfu þar sem aðgreint verður svæði fyrir tjöld annars vegar og húsbíla og fellihýsi hinsvegar. Tillagan fór i auglýsingu á árinu 2022 en vegna fram kominna athugasemda varðandi vatnsverndarsvæði kringum vatnsból hefur dregist að halda áfram vinnunni við breytinguna. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 24.1.2025 þar sem búið er að gera viðeigandi breytingar í texta.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Hallstún L165088. Deiliskipulag
2411028
Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni og hefur breyting á landnotkun í aðalskipulagi tekið mið af því. Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju. Lögð er fram samantekt á umsögnum ásamt drögum að viðbrögðum við þeim auk tillögu frá Eflu dags. 6.11.2024 br. 30.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Reiðholt 2. Deiliskipulag
2412006
Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi. Deiliskipulag fyrir Reiðholt (landnr. 237137) tekur til afmörkunar 3 ha landspildu til fastrar búsetu undir byggingarreiti fyrir tvö íbúðarhús, tvö gestahús og skemmu. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Skipulagssvæðið tekur yfir byggingarreiti og aðkomu að svæðinu. Innan lóðar er heimilt að byggja allt að 900 m2 í samræmi við byggingarheimildir á landbúnaðarlandi. Tillagan var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ásamt drögum að viðbrögðum við þeim auk tillögu frá Eflu dags. 26.11.2024 br. 30.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Búð 3, L236437. Deiliskipulag
2409020
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Búð 3. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss og tengdum byggingum. Um landbúnaðarsvæði er að ræða. Tillagan var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ásamt drögum að viðbrögðum við þeim auk tillögu frá Eflu dags. 28.11.2024 br. 30.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir innsendar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Heimahagi. Deiliskipulag
2408045
Hrossarækt ehf hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir. Vegagerðin telur að túnvegur sem liggur á móti aðkomunni að Heimahaga hafi áhrif á öryggi vegfarenda og skuli lokað. Nefndin áréttar að umræddur slóði skuli vera lokaður bílaumferð og verði því ekki skilgreindur í skipulagi sem vegur. Nefndin telur að með því sé búið að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Mosar deiliskipulag
2210013
Búið er að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Mosar, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta lóðinni upp í 8-16 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um nýjan aðkomuveg að Mosum. Vegna ákvæða í skipulagsreglugerð vegna fjarlægða milli bygginga og vega var sóst eftir undanþágu frá Innviðaráðuneytinu. Ráðuneytið sendi umsagnarbeiðni til Skipulagsstofnunar sem gat ekki mælt með að undanþágan yrði veitt þar sem rök sveitarstjórnar væru ekki nægilega sterk til að réttlæta megi umbeðna veitingu undanþágu. Ráðuneytið hefur veitt sveitarstjórn frest til 14. febrúar til að bregðast við þeim sjónarmiðum. Sýndur er uppdráttur með vísun í 100 metra línuna.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur ekki undir afstöðu Skipulagsstofnunar og ítrekar að verið er að sækjast eftir undanþágu fyrir 4 lóðir af þeim 16 sem skipulagðar eru. Frístundahús verða að jafnaði í a.m.k. 100m fjarlægð frá Bjallavegi, en þar sem færa þarf byggingar nær vegi, m.a. vegna legu lóðar í nálægð Bjallavegar eða aðstæðna innan lóðar s.s. sprungur eða óhentugt byggingastæði, skal sækja um undanþágu vegna fjarlægðar frá Bjallavegi, sem skal liggja fyrir við afgreiðslu byggingaleyfis en sótt er sameiginlega um undanþágu vegna lóða 1, 2, 4 og 8. Þar sem hægt er að byggja fjær 100 metrum þarf ekki að sækja um undanþágu.
Vegna nýs deiliskipulags í landi Mosa(L227577) í Rangárþing ytra hefur verið óskað eftir undanþágu til Innviðaráðuenytisins vegna fjarlægðar frá vegi sbr. lið d í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð. Deiliskipulagið nær yfir 16 frístundalóðir með aðkomu frá Bjallavegi (nr. 272) en ekki er heimilt að staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en sem nemur 100 metrum skv. ofangreindri grein reglugerðar. Samkvæmt deiliskipulagstillögu eru sex lóðir staðsettar við Bjallaveg og gert ráð fyrir byggingarreitum í 50 metra fjarlægð frá miðlínu vegar.
Deiliskipulagið er í samræmi við stefnu í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem gert er ráð fyrir að frístundalóðir séu á bilinu 0,5 - 2 ha að stærð. Svæðið er þekkt sprungusvæði og því settir skilmálar í deiliskipulagi um að óheimilt sé að byggja yfir þekktar sprungur. Með því að hafa stærri byggingarreit innan lóðar er meira svigrúm við staðsetningarval mannvirkja og einfaldara að koma í veg fyrir að byggt verði ofan á sprungum.
Ekki er talið að öryggi vegfarenda sé í hættu vegna undanþágunnar og er landeigandi upplýstur um mögulega hljóðmengun sem getur komið til vegna nálægðar við veginn. Þótt að Bjallavegur sé skilgreindur sem tengivegur skv. vegaskrá Vegagerðarinnar er hann malarborinn, með 80 km hámarkshraða og umferð fremur lítil miðað við tengiveg. Bent er á að hægt sé að setja manir og gróðurbelti meðfram lóðamörkum til að draga úr hljóðmengun og ásýndar áhrifum.
Með heimild til að byggja nær Bjallavegi er verið að bæta heildarnýtingu svæðisins, auka val um staðsetningu mannvirkja innan byggingareits og nýta þannig betur lóðirnar, sem stuðlar að hagkvæmari nýtingu lands, vega og veitna.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að þegar undanþága liggur fyrir skuli tillagan endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð.
Vegna nýs deiliskipulags í landi Mosa(L227577) í Rangárþing ytra hefur verið óskað eftir undanþágu til Innviðaráðuenytisins vegna fjarlægðar frá vegi sbr. lið d í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð. Deiliskipulagið nær yfir 16 frístundalóðir með aðkomu frá Bjallavegi (nr. 272) en ekki er heimilt að staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en sem nemur 100 metrum skv. ofangreindri grein reglugerðar. Samkvæmt deiliskipulagstillögu eru sex lóðir staðsettar við Bjallaveg og gert ráð fyrir byggingarreitum í 50 metra fjarlægð frá miðlínu vegar.
Deiliskipulagið er í samræmi við stefnu í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem gert er ráð fyrir að frístundalóðir séu á bilinu 0,5 - 2 ha að stærð. Svæðið er þekkt sprungusvæði og því settir skilmálar í deiliskipulagi um að óheimilt sé að byggja yfir þekktar sprungur. Með því að hafa stærri byggingarreit innan lóðar er meira svigrúm við staðsetningarval mannvirkja og einfaldara að koma í veg fyrir að byggt verði ofan á sprungum.
Ekki er talið að öryggi vegfarenda sé í hættu vegna undanþágunnar og er landeigandi upplýstur um mögulega hljóðmengun sem getur komið til vegna nálægðar við veginn. Þótt að Bjallavegur sé skilgreindur sem tengivegur skv. vegaskrá Vegagerðarinnar er hann malarborinn, með 80 km hámarkshraða og umferð fremur lítil miðað við tengiveg. Bent er á að hægt sé að setja manir og gróðurbelti meðfram lóðamörkum til að draga úr hljóðmengun og ásýndar áhrifum.
Með heimild til að byggja nær Bjallavegi er verið að bæta heildarnýtingu svæðisins, auka val um staðsetningu mannvirkja innan byggingareits og nýta þannig betur lóðirnar, sem stuðlar að hagkvæmari nýtingu lands, vega og veitna.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að þegar undanþága liggur fyrir skuli tillagan endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð.
BS situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
14.Lúnansholt III og IV. Breyting á deiliskipulagi
2411015
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 7.4.2014. Helstu breytingar eru eftirfarandi: · Byggingarreitir á öllum lóðum eru stækkaðir til þess að veita meira svigrúm um staðsetningu bygginga innan reita · Nýtingarhlutfall, hækkar í samræmi við breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og verður 0,05. Hámarks byggingamagn getur þó aldrei orðið meira en 1.500 m2 · Gerð er sér lóð utan um gamla hlöðu og fjárhús sem liggur í jaðri lóðar D2, samhliða minnkar stærð lóðar D2. Tillagan var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Veitum, Mílu, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og gerði enginn athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Svínhagi SH-19. Breyting á deiliskipulagi.
2502045
Landeigandi óskar eftir að fá að að auka byggingarmagn um 100 m² á lóð sinni. Gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi dags 29.10.2013. Engin breyting verður á afmörkun reita innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Breytingin er talin óveruleg þar sem einungis er verið að auka byggingarmagn um 100 m² á lóð sem er 13,9 ha að stærð og er skráð sem lögbýli og skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekki er gerð breyting á afmörkun byggingarreita og hefur þetta ekki áhrif á nágranna lóðir.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.
16.Vaðölduver. Breyting á deiliskipulagi
2502046
Landsvirkjun óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 28.5.2024. Unnið hefur verið nánar að útfærslu vindorkuversins og verður vindmyllum fækkað, meira byggingarmagn á lóð safnstöðvar heimilað, bætt verður við útsýnisstað og bílastæði við hann, vegtengingar og lega göngu- og reiðleiða er yfirfarin ásamt því að bætt er við vatnsbóli og vatnslögnum. Þá verða lóðir sem voru skilgreindar undir vindmyllur felldar út. Lögð er fram greinargerð og uppdráttur frá Eflu dags. 18.2.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.Rangárbakki 4. Umsókn um lóð
2502039
Húsvakur ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 4 við Rangárbakka til að byggja á henni hótel/gistihús í tengslum við samnýtingu starfsemi sinnar að Árhúsum, sbr. umsókn dags. 4.2.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er apríl 2025 og áætlaður byggingartími allt að 2 ár.
Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar þar sem áform umsækjanda samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og vísar málinu til sveitarstjórnar.
18.Lyngalda 2. Umsókn um lóð. Fyrirspurn um fjölgun íbúða í 4.
2502041
Naglafar ehf. óskar eftir lóð nr. 2 við Lyngöldu til að byggja á henni 4 íbúða raðhús
Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki tilefni til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi og hafnar erindi umsækjanda. Umsækjanda er bent á aðrar lóðir á svæðinu sem gætu hentað þessum áformum.
19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 128
2411011F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 128 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 129
2412002F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 129 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 130
2412004F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 130 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 131
2501003F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 131 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
23.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 132
2501005F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 132 er að ræða.
24.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 133
2501011F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 133 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
25.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 134
2501016F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 134 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 10:45.