39. fundur 06. mars 2025 kl. 08:30 - 09:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skinnar land, L192282. Landskipti. Klöpp

2502067

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, Skinnum landi L192282, lóð sem yrði 10,0 ha að stærð, fengi heitið Klöpp og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 30.12.2024. Skinnar land L192282 er nú þegar tvær spildur og er afmörkun þegar þekkt. Skinnar land var skráð 85,0 ha fyrir skiptin en verður 75,0 ha eftir skiptin. Fyrri spildan verði 59,5 ha en seinni spildan verði 18,4 ha. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna. Aðkoma að spildunni er sýnd frá Þykkvabæjarvegi meðfram óskiptri sameign í Austurbæjarmýri.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin vill árétta að umrædd tenging við Þykkvabæjarveginn skuli janframt nýtast öðrum lóðum svo hægt verði að uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar um fjarlægðir milli tenginga.

2.Gunnarsholt L164495. Landskipti. Miðgarður

2502068

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Gunnarsholti L164495, lóð sem yrði 3052,0 m² að stærð, fengi heitið Miðgarður og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Ásu Margréti Einarsdóttur dags. 4.2.2025. Á nýju lóðina færast eftirtaldar eignir: Mhl35 0101 Starfsmannahús og mhl41 0101 Skrifstofa. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðarinnar en hún er á skilgreindu svæði S8, Samfélagsþjónusta.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Landmannahellir. Stöðuleyfi fyrir íbúðagám.

2502062

Náttúruverndarstofnun óskar eftir stöðuleyfi fyrir íbúðagám við húsnæði sitt í Landmannahelli. Húsið verði frá 15. júní til 15. september 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði tímabundið stöðuleyfi fyrir viðkomandi húsnæði í Landmannahelli.

4.Umferðarmál tengt Heiðvangi, Þingskálum og Freyvangi

2502080

Framkvæmda- og eignanefnd hefur beint því til skipulags- og umferðarnefndar að nefndin fari yfir umferðaröryggismál varðandi gangandi vegfarendur frá Þingskálum að nyrðri enda Freyvangs. Samþykkt á fundi nefndarinnar þann 10.2.2025.

Skipulags- og umferðarnefnd lagði til á síðasta fundi nefndarinnar að kannað verði meðal íbúa í Heiðvangi og Freyvangi hvort og með hvaða hætti íbúar vilja auka umferðaöryggi í götunum. Í þeirri könnun verði spurt sérstaklega hvort og hvernig íbúar í nyrðri hluta Freyvangs vilja standa að aðgengi gangandi vegfarenda í þeim hluta götunnar þar sem ekki er gangstétt. Einnig verði kynnt áform um að leggja gangstétt norðan Þingskála að skólasvæði í tengslum við gangstíg á milli Freyvangs 14 og 16. Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar verði falið að vinna málið áfram og setja grenndarkynningu af stað. Lagðar eru fram spurningar til skoðunar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að öllum íbúum við áður nefndar götur ásamt Þingskálum verði sendar viðkomandi spurningar ásamt viðeigandi uppdrætti. Frestur til athugasemda skuli vera a.m.k. 4 vikur.

5.Umferðarmál. Staða mála

2310087

Framkvæmda- og eignanefnd hefur beint því til skipulags- og umferðarnefndar að farið verði yfir útfærslur og forgangsröðun framkvæmda í umferðaröryggismálum vegna sumarsins 2025. Framkvæmdalisti lagður fram.
Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir að listi verði uppfærður og lagður fram á næsta sameiginlega fundi með Framkvæmda- og eignanefnd.

6.Tjaldsvæði við Skógafoss. Deiliskipulag

2502065

Rangárþing eystra hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

Tjaldsvæði við Skógafoss, nr. 0164/2025: Auglýsing tillögu (Nýtt deiliskipulag).

Deiliskipulagstillagan nær til afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF53) við Ytri-Skóga. Tillagan tekur til 7,5 ha tjaldsvæðis, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðuhúsi, bílastæðum fyrir húsbíla, leiksvæðum og salernisaðstöðu. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðum við Skógarfossveg 2 til 7 (Fosstún í deiliskipulagstillögunni) auk þess að ferðþjónustulóðir sunnan við félagsheimili Fossbúðar verði felld úr gildi og í staðinn er gert ráð fyrir stækkun á núverandi bílastæði.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.

7.Hvammsvirkjun. Breyting á skipulagi vegna stækkunar efnistökusvæða

2501063

Landsvirkjun vinnur nú að lokaundirbúningi fyrir Hvammsvirkjun og tengdar framkvæmdir í og við Þjórsá í Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi ytra. Ýmsar hönnunarforsendur hafa breyst og við endanlega verkhönnun hefur komið í ljós að efnisþörf er nokkuð meiri en reiknað var með í upphafi, einkum vegna mikilla fyllinga í tengslum við nýjan Þjórsárdalsveg. Til að mæta þessari viðbótarefnisþörf hyggst Landsvirkjun óska eftir stækkun á núverandi efnistökusvæði í Hvammslóni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og innan Rangárþings ytra. Núverandi heimildir í skipulagi heimila að tekið sé allt að 950.000 m3 af efni, þar af 500.000 m3 í efnistökusvæði E26 sem er í lónstæði Hvammsvirkjunar og mun svæðið fara undir vatn að framkvæmdum loknum. Í heild verður viðbótarefnismagn 350.000 m3 innan beggja sveitarfélaga. Öll fyrirhuguð viðbótarsvæði verða einnig í lónsstæðinu og hverfa því í lónið að framkvæmdum loknum. Samanlögð stærð allra svæðanna er um 25 ha, en efnistakan er hins vegar öll innan framkvæmdasvæðis og lónsstæðis Hvammsvirkjunar, á svæði sem er búið að heimila að raska nú þegar. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar frá Eflu dags. 21.2.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt. Lýsing skal kynnt í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði auk skipulagsgáttar, eða nánar tiltekið frá 19. mars til og með 2. apríl. Nefndin telur jafnframt að umrædd aukning á efnismagni sé ekki þess eðlis að hún sé háð mati á umhverfisáhrifum.

8.Breyting á sveitarfélagamörkum við Þverá

2502079

Sveitarfélögin Rangárþing ytra og eystra leggja fram tillögu að samræmingu á sveitarfélagamörkum frá Uxahrygg í austri að Eystri Rangá í vestri. Fylgt verður eignarlínum lóða og jarða. Lóðamörk einstakra svæða breytast ekki.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gerð verði breyting á sveitarfélagamörkum í samræmi við meðfylgjandi tillögu. Nefndin leggur til að öllum aðliggjandi lóðar- og jarðareigendum sem að mörkunum koma verði send tillagan og verði um grenndarkynningu að ræða.

9.Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034. Verk- og matslýsing

2502066

Landsnet vill vekja athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerðar kerfisáætlunar 2025-2034. Sveitarfélög eru kvött sérstaklega til þess að nýta tækifærið og upplýsa um stöðu á aðalskipulagi og fyrirhugaða landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.

Lýsingin er í kynningu til 7. mars 2025.

Áætlað er að kerfisáætlunin sjálf og mat á umhverfisáhrifum komi í kynningu fyrir páska.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við lýsinguna en áskilur sér rétt til frekari viðbragða á síðari stigum ef tilefni verður til þess. Nefndin telur rétt að yfirlitskort af landinu sýni sveitarfélagamörk svo unnt verði að átta sig betur á staðsetningu viðkomandi uppbyggingarsvæða.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?