40. fundur 19. mars 2025 kl. 08:30 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Efra-Sel 1H. Landskipti og sameining við Mið-Sel L199841.

2503025

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Efra-Seli 1H L164970, lóð sem yrði um 3,1 ha að stærð, fengi tímabundið heitið Efra-Sel 1HM og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Úllu R. Pedersen dags. 12.2.2025. Efra-Sel 1H verður 19,0 ha eftir skiptin og Mið-Sel verður 56,8 ha og leiðréttist skráning í landeignaskrá skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Landnotum dags. 12.2.2025.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Stóru Vellir lóð og Tjarnarlundur. Sameining lóða og staðfest afmörkun

2503044

Eigandi Stóru Valla lóða og Tjarnarlundar óskar eftir að fá að sameina lóðina Stóru-Vellir lóð, L200048 ásamt skika úr Stóru-Völlum lóð, L178724 við Tjarnarlund, L194568. Eftir verða þá tvær lóðir sem verða afmarkaðar og stærðir uppfærðar. Merkjalýsing frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur, dags. 6.3.2025. Engin breyting verður á landnotkun lóðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Á fundinn mættu fulltrúar Eigna- og framkvæmdanefndar, Eggert Valur Guðmundsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Tómas Haukur var fjartengdur.

3.Umferðarmál. Staða mála

2310087

Umferðaröryggismál. Staða framkvæmda.
Farið yfir verkferla við ákvarðanir um umferðaröryggismál.
Fulltrúar Eigna- og framkvæmdanefndar yfirgefa fundinn.

4.Staða skipulagsmála

2411052

Samantekt á stöðu skipulagsmála tengdum aðkomu sveitarfélagsins.
Farið yfir stöðu einstakra skipulagsmála. Lagt fram til kynningar.

5.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Farið yfir stöðu lóðamála í sveitarfélaginu.
Fundarfólki kynnt staða lóðamála. Lagt fram til kynningar.

6.Hrafnaskjól OG Kaldakinn. Deiliskipulag

2503001

Eigendur Hrafnaskjóls, spildu úr landi Köldukinnar, Köldukinnar 2 og Köldukinnar 2C, óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Á Hrafnaskjóli verði gert ráð fyrir byggingu allt að 5 gistiskála fyrir allt að 10 gesti, einbýlishúsi, þjónustuaðstöðu og samkomusal. Á Köldukinn 2 og 2C verði gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og gestahúsi á hvorri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Lunansholt 2 land 1. Deiliskipulag

2502052

Deiliskipulag fyrir Lunansholt 2 land 1 (landnr. 164991) tekur til hluta afmörkunar á 31,7 ha jörð undir byggingarreit fyrir íbúðarhús, 3 gestahús og skemmu. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Fyrirhugað er að byggja upp í samræmi við byggingarheimildir á landbúnaðarlandi, þá allt að 1250 m2 heildarbyggingarmagn. Skipulagssvæðið tekur yfir einn byggingarreit og aðkomu að svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Rangárbakkar 8, Breyting á deiliskipulagi

2503034

Lóðarhafi Rangárbakka 8a, 8b og 8c óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 11.10.2012. Bætt verði við allt að sjö gistiskálum á svæði A, svæðið B og C verða óbreytt, fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu á svæði D og núverandi gistiskálar látnir halda sér. Á svæði E verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á tveimur hæðum með grunnfleti allt að 2000 m². Allt að 75 herbergi, fundaraðstaða og matsalur. Að auki verði bætt við aðstöðu fyrir starfsfólk í allt að 390 m² húsi á einni hæð. Tillaga að breytingu frá Ragnari Magnússyni, i62 ehf, dags. 7.3.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin áréttar að núverandi kvöð um lagnir og umferðarrétt að hreinsivirki sveitarfélagsins verði viðhaldið og að göngustígur meðfram árbakka skerðist ekki við fyrirliggjandi áform.

9.Dynskálar 40-50. Breyting á deiliskipulagi

2503041

Lóðarhafi lóða við Dynskála 40-48 óskar eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi. Fyrirhugað er stækkun á mannvirkjum á lóð sláturhúss Reykjagarðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir, aukinni athafnastarfsemi vegna slátrunar hænsnfugla og framleiðslu matvæla til neytenda og framleiðslueldhúsi, s.s. til eldunar og framleiðslu máltíða fyrir mötuneyti, skóla, heimaþjónustu, o.þ.h. Einnig er nr. lóð 50 skipt upp, á nýrri lóð er heimild til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar starfsemi s.s. í matvælaiðnaði.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Birkivellir. Breyting á deiliskipulagi.

2503036

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Lóðinni verði skipt í tvær lóðir. Með breytingunni myndi lóðin Birkivellir (L226586) minnka niður í 5000 m2 og fá staðfangið Birkivellir 2. Skilgreind yrði ný 11,2 ha lóð sem fengi staðfangið Birkivellir og fengi hún nýtt landnúmer. Byggingarheimildir eru uppfærðar fyrir nýja lóð þar sem heimilt yrði að byggja íbúðarhús m bílskúr ásamt gestahúsi og skemmu. Upprunalóðin hefði heimild til að allt að 150 m². Gögn frá Eflu dags. 3.3.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Ármót. Breyting og niðurfelling á deiliskipulagi.

2503018

Í gildi er deiliskipulag fyrir Ármót, samþykkt 12.11.2020 og birt í B-deild 03.02.2021. Gildandi deiliskipulag tekur til um 40 ha af landi Ármóts. Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta, annan neðan (suðaustan) Landeyjavegar en hitt ofan (norðvestan) við veginn, þar sem bærinn Ármót stendur.

Gerð er breyting á deiliskipulagi þar sem hluti skipulags neðan (sauðaustan) við Landeyjarveg verður fellt út af skipulagi. Gerð er breyting á afmörkum og byggingarskilmálum fyrir byggingarreit B5. Reitur var áður afmarkaður fyrir íbúðarhús en með breytingunni verður skilgreind uppbygging á ferðaþjónustu. Samhliða breytingu deiliskipulagsins fyrir Ármót er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir neðra svæðið, Fróðhjoltshjáleiga. Gögn frá Eflu dags. 5.3.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Fróðholtshjáleiga L164480. Deiliskipulag.

2503019

Landeigandi óskar eftir að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Fróðholtshjáleigu L164480, þar sem gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og sumarhúsa ásamt geymslum og skemmum auk útihúsa á 6 lóðum. Um er að ræða skipulag sem var áður hluti af deiliskipulagi fyrir Ármót en hefur verið fellt út og gert að sérstöku skipulagi. Gögn frá Eflu dags. 5.3.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Steinkusel. Breyting á deiliskipulagi

2502070

Eigendur lóða innan Steinkusels, svæðis úr landi Efra-Sels, óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. september 2010. Lóðirnar sem um ræðir eru Kúfholt I L165021, Kúfholt II L220223, Kötlusel lóð F3 L220224, Fjallasel lóð F4 L220225 og Kúfholt III L220226. Breytingarnar eru þannig að stærðir lóða breytast og lóðunum fjölgar í 8 landspildur (stærð lóða 0,5-1,0 ha.), heiti á lóðum breytast einnig (að hluta til). Byggingarreitir afmarkast 10m frá lóðamörkum. Heimilt verði að byggja íbúðarhús með bílskúr, gestahús, skemmu/geymslu og gróðurhús. Samhliða óska landeigendur eftir að sækja um breytta landnotkun í aðalskipulagi, fara úr frístundabyggð og í íbúðabyggð í dreifbýli. Landeigendur stefna að því að hafa fasta búsetu á svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi frístundasvæði F29 í aðalskipulagi verði breytt í íbúðasvæði. Nefndin vill benda á að gæði vegar og vegtenginga uppfylli skilyrði Vegagerðarinnar um héraðsvegi.

14.Skólasvæðið deiliskipulag. Breyting vegna ljósamastra

2503033

Lögð er fram ttillaga að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu, dags. 31.1.2023. Breytingin felur í sér að í stað sex 9,5 metra hárra ljósmastra er óskað eftir að fá að koma fyrir fjórum 21 metra háum ljósmöstrum. Með því að hækka möstrin verður lýsingin nákvæmari og varnar glýju í nágrenninu. Tillaga frá Arkís dags. 11.3.2025.
Skipulags- og unmferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing verði sérstaklega gerð áberandi á heimasíðu sveitarfélagsins og tengdum miðlum þess, auk birtingar í skipulagsgátt og í staðarblaði.

15.Stóru-Skógar. Breyting á deiliskipulagi.

2503008

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem núverandi aðkoma að neðra efnistökusvæði verði felld út. Verið er að ganga frá námunni og verður aðkoman að lóðinni færð á aðkomuveginn að Sólstað.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en umsækjanda.

16.Grenjar 2 og Grenjabakki. Breyting á aðkomuvegi í deiliskipulagi

2501050

Landeigandi óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem aðkomuvegur að Grenjabakka verði skilgreindur. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 2.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en umsækjanda.

17.Búðarhálsvirkjun - Búðarhálslína. Minnkun skipulagssvæðis.

2503023

Landsvirkjun óskar eftir að breyta skipulagsmörkun núverandi deiliskipulags fyrir Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslínu, til að koma í veg fyrir skörun skipulagssvæða, þar sem svæðið minnkar um 52,6 ha næst Vaðölduveri, sem stækkar til samræmis.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan verði jafnframt kynnt Ásahreppi vegna tengsla við sveitarfélagamörk.

18.Galtalækjarskógur deiliskipulag

2503027

Landeigendur leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Galtalækjarskóg og Merkihvol land. Gert er ráð fyrir eftirfarandi uppbyggingu innan svæðis:

Reitir F43 og F82, Frístundasvæði: 51 frístundalóðir 0,2-0,5 ha að stærð. Gert verði ráð að byggð verði sumarhús, gestahús og geymsla á hverri lóð, stærðir skv. nýtingarhlutfalli.

Reitur VÞ7, Verslunar- og þjónustusvæði: Heimild er fyrir allt að 170 gistipláss, þ.e. í núverandi gistihúsi í Lönguhlíð auk hótels og lítilla gistiskála.

Gert verði ráð fyrir að Opið svæði, OP1, haldist óbreytt og óraskað.

Gert verði ráð fyrir tveimur leiksvæðum með tækjum og útivistaraðsöðu.

Aðkoma að svæðinu verður með tvennum hætti. Annars vegar frá núv. aðkomuvegi frá Landvegi og leiðir hún að frístundabyggðum og þjónustumiðstöð við Merkihvol. Ný aðkoma mun leiða frá Landvegi og að gistihúsi / hóteli við Lönguhlíð og smáhýsum.

Greinargerð og uppdráttur frá Landformi dags. 10.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Faxaflatir, breyting á deiliskipulagi.

2503029

Landsvirkjun vinnur að breytingu á deiliskipulagi fyrir Faxaflatir, þar sem lóð er bætt við á vestanverðu svæðinu. Lóðin fengi staðfangið Faxaflatir 2a og yrði 9.158 m². Á lóðinni er heimilt að reisa blandað skrifstofu og lagerhúsnæði á einni til tveimur hæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu fyrir lóð Landsvirkjunar en telur eðlilegast að breyting á deiliskipulaginu verði gerð samhliða fyrir lóð nr. 2b og óskar eftir að endanleg tillaga taki mið af því.

20.Bjargshverfi - Deiliskipulag

2311062

Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Lýsing hefur verið kynnt og hafa áherslur breyst lítillega síðan. Lögð er fram tillaga frá Basalt arkitektum dags. 14.3.2025
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Rangárflatir 4, 4b og 6. Breyting á deiliskipulagi.

2503047

Vegna yfirstandandi framkvæmda á lóð 6 við Rangárflatir hefur lóðarhafi verið inntur eftir tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Lögð er fram tillaga frá M11 sem sýnir áform um frekari uppbyggingu að vestanverðu með stökum gistiskálum ofan við hótelið ásamt áframhaldandi uppbyggingu gistiþjónustu á lóð 6. Dags skipulagsgagna 14.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fresta erindinu að sinni. Nefndin telur að skilgreina þurfi betur núverandi byggingar á svæðinu og aðkomuleiðir að fyrirhuguðum byggingum áður en hún verður auglýst. Samræma þarf fram lögð gögn í samræmi við núgildandi deiliskipulag og skipulagsreglugerð

22.Hverfisskipulag

2311053

Lögð er fram lýsing skipulagsáforma vegna vinnu við hverfisskipulag fyrir elsta bæjarhluta Hellu. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Leikskálum til suðurs, Ytri-Rangá til vesturs, lóðum við Ártún og Nestún til norðurs og lóðum við Hólavang til austurs. Hverfisskipulagið nær til elsta bæjarhluta Hellu en innan skipulagssvæðisins eru um 42 lóðir og eru flestar þeirra nú þegar byggðar. Lýsing frá Landformi dags. 17.2.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar og leggur til að hún verði auglýst skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningin standi frá og með 27. mars til og með 10. apríl og verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins auk þess að vera sett í Skipulagsgáttina.

23.Tungnaáreyrar. Efnistaka. Kæra 157 2024 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

2411027

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 13.11.2024, móttekin af nefndinni 11.11.2024. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 9. október 2024 um að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi til efnistöku úr E70 á Tungnaáreyrum. Niðurstaða liggur fyrir af hálfu Úrskurðarnefndar þar sem málinu hefur verið vísað frá Úrskurðarnefndinni.
Lagt fram til kynningar

24.Vaðölduver. Vegagerð. Kæra 103-2024 vegna ákvörðun sveitarstjórnar.

2409067

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið fyrir mál er varðar kæru dags. 25.9.2024, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 11. september 2024 um að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi til lagningar á vegum á Vaðöldu. Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun Rangárþings ytra frá 11. september 2024 um að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi til vegagerðar vegna Búrfellslundar, 120 MW vindorkuvers við Vaðöldu.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:30.