1.Faxaflatir Landskipti. Faxaflatir 2a.
2505039
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Faxaflötum L225962, lóð sem yrði 9185,1 m² að stærð, fengi heitið Faxaflatir 2a og Lxxxxxx í samræmi við merkjalýsingu frá Hörpu Birgisdóttur dags. 13.5.2025. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðarinnar en hún er á skilgreindu svæði VÞ22, Verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
2.Leirubakki 2 Landskipti. Efra Fjallaland 7, 15 og 17.
2505040
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Leirubakka 2 L232306, þremur lóðum. Fyrsta lóðin yrði 7319,3 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 7 og L239376, önnur lóðin yrði 7330,10 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 15 og L239377 og þriðja lóðin yrði 7971,3 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 17 og L239378 í samræmi við gildandi deiliskipulag og merkjalýsingu frá Hugrúnu Hörpu Björnsdóttur dags. 28.4.2025. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna en þær eru á skilgreindu svæði F40, Frístundasvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
3.Leirubakki 2 Landskipti. Efra Fjallaland 3, 5, 9, 11, 13, 19 og 21
2505041
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Leirubakka 2 L232306, sjö lóðum. Fyrsta lóðin yrði 8573,8 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 3 og Lxxxxxx, önnur lóðin yrði 7269,9m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 5 og Lxxxxxx, þriðja lóðin yrði 7238,0 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 9 og Lxxxxxx, fjórða lóðin yrði 7816,6 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 11 og Lxxxxxx, fimmta lóðin yrði 7137,6m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 13 og Lxxxxxx, sjötta lóðin yrði 7829,3m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 19 og Lxxxxxx og sjöunda lóðin yrði 8391,3 m² að stærð, fengi heitið Efra-Fjallaland 21 og Lxxxxxx, í samræmi við gildandi deiliskipulag og merkjalýsingu frá Hugrúnu Hörpu Björnsdóttur dags. 29.4.2025. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna en þær eru á skilgreindu svæði F40, Frístundasvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
4.Meiri-Tunga 3 Landskipti. Sandhóll 1
2505044
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Meiri-Tungu 3 L165131, lóð sem yrði 7000,0 m² að stærð, fengi heitið Sandhóll 1 og Lxxxxxx, í samræmi við deiliskipulag og merkjalýsingu frá Margréti Róbertsdóttur dags. 7.5.2025. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðarinnar en hún er á skilgreindu landbúnaðarsvæði i aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
5.Marteinstunga Landskipti. Lýtingur 2, Langabarð og Stekkjartún millispilda
2505049
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta ur landi sínu, Marteinstungu L165127, þremur lóðum. Fyrsta lóðin yrði 31,0 ha að stærð, fengi heitið Lýtingur 2 og L239373, önnur lóðin yrði 22250,8 m² að stærð, fengi heitið Langabarð og L239374 og þriðja lóðin yrði 6326,1 m² að stærð, fengi heitið Stekkjartún millispilda og L239375 í samræmi við merkjalýsingu frá Hugrúnu Hörpu Björnsdóttur dags. 23.4.2025. Stekkjartún millispilda mun sameinast Stekkjartúni L220971. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna en þær eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
6.Stóra-Hof L164555 og Hofteigur L164518. Staðfesting á afmörkun
2505053
Eigandi jarðanna Stóra-Hofs L164555 og Hofteigs L164518 óskar eftir að fá staðfest útmörk jarða sinna gagnvart aðliggjandi jörðum og spildum. Stærð Stóra-Hofs er skráð 437 ha en verður 445,9 skv. meðfylgjandi uppdráttum. Stærð Hofteigs er skráð 200 ha en verður 200,5 ha. Þinglýstir eigendur aðliggjandi jarða samþykkja afmörkunina með undirritun sinni á merkjalýsinguna.
Merkjalýsing frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 12.12.2024.
Merkjalýsing frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 12.12.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðfesta afmörkun jarðanna og leggur til að merkjalýsingin verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða aðkomu Lands og Skógar.
7.Lagalegt álit um starfsleyfi fyrir jarðboranir
2505022
Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill af gefnu tilefni árétta að jarðboranir eru starfsleyfisskyld starfsemi og skal sækja um leyfi til heilbrigðisnefndar fyrir hverju borverkefni fyrir sig. Vísað er í meðfylgjandi bréf Umhverfisstofnunar (nú Umhverfis- og orkustofnun) dags. 26. janúar 2024 þar sem kemur fram lagalegt álit stofnunarinnar þar að lútandi.
Jafnframt er bent á álit Umhverfis- og orkustofnunar dags. 4. febrúar sl., er varðar svo kallaðar rannsóknarboranir þar sem farið er ítarlega yfir álitamál sem upp kunni að koma varðandi rannsóknarleyfi sem eru annars eðlis og gefin út á grundvelli auðlindalaga en ekki laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem krefjast starfsleyfis þar sem um mengunarhættu er að ræða auk ónæðis.
Jafnframt er bent á álit Umhverfis- og orkustofnunar dags. 4. febrúar sl., er varðar svo kallaðar rannsóknarboranir þar sem farið er ítarlega yfir álitamál sem upp kunni að koma varðandi rannsóknarleyfi sem eru annars eðlis og gefin út á grundvelli auðlindalaga en ekki laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem krefjast starfsleyfis þar sem um mengunarhættu er að ræða auk ónæðis.
Lagt fram til kynningar
8.Guðrúnartún 1. Byggingarreitur fyrir geymsluskúr
2503069
Lóðarhafi óskar eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem ætlunin er að koma fyrir byggingareitum fyrir geymsluskúra fyrir hverja íbúð. Erindið var grenndarkynnt með fresti til athugasemda til og með 13. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem heimild verði sett inn fyrir byggingu á smáhýsum utan byggingarreita. Nefndin leggur til að umsækjandi beri fullan kostnað vegna þeirrar breytingar.
Nefndin leggur mikla áherslu á að útlit verði samræmt útliti hússins og öll smáhýsin verði eins. Ákvæði um slíkt verði sett í skilmála deiliskipulagsins.
Nefndin leggur mikla áherslu á að útlit verði samræmt útliti hússins og öll smáhýsin verði eins. Ákvæði um slíkt verði sett í skilmála deiliskipulagsins.
9.Umferðarmál 2025. Staða mála
2505035
Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við mótun verklags- og vinnureglna fyrir framkvæmda- og eignasvið sveitarfélagsins sem nái til gatnagerðar í hverfum þar sem gildandi deiliskipulag liggur fyrir.
Reglurnar skulu byggja á því meginmarkmiði að tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við samþykkt deiliskipulag og þeim ljúki innan þess tíma sem eðlilegt þykir. Um væri að ræða verkþætti í gatnagerð s.s.; fullnaðarfrágangur gatna, kantsteina, gangstétta, ræsa, rampa, gangbrauta, gönguleiða, götulýsingar, hraðahindrana auk annarra þátta sem tryggja aðgengi, umferðaröryggi og heildstætt yfirbragð íbúðahverfa.
Með skýrum verklagsreglum skapast grundvöllur fyrir samræmt og gagnsætt verklag í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, betri yfirsýn fyrir nefndir, íbúa og stjórnsýslu.
Reglurnar skulu byggja á því meginmarkmiði að tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við samþykkt deiliskipulag og þeim ljúki innan þess tíma sem eðlilegt þykir. Um væri að ræða verkþætti í gatnagerð s.s.; fullnaðarfrágangur gatna, kantsteina, gangstétta, ræsa, rampa, gangbrauta, gönguleiða, götulýsingar, hraðahindrana auk annarra þátta sem tryggja aðgengi, umferðaröryggi og heildstætt yfirbragð íbúðahverfa.
Með skýrum verklagsreglum skapast grundvöllur fyrir samræmt og gagnsætt verklag í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, betri yfirsýn fyrir nefndir, íbúa og stjórnsýslu.
10.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2025
2505036
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar 20. febrúar 2025 var lögð fram tillaga að áformum sveitarfélagsins um aukið umferðaröryggi í tengslum við aðgengi að skólasvæði á Hellu. Áformin voru grenndarkynnt frá og með 28. mars til og með 27. apríl 2025. Barst ein athugasemd. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að misskilnings hafi gætt í kynningu erindins og vill árétta að gert var ráð fyrir gangstétt beggja megin á Þingskálum, en ekki að syðri gangstétt yrði lögð af. Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað og því vísað til vinnu við hverfisskipulag þar sem mótuð verði heildstæð sýn á þróun byggðar og umhverfis á viðkomandi svæði. Í vinnu við hverfisskipulag verði áfram gætt að samráði við íbúa og notendur.
Claudia Schenk, fulltrúi Eflu, kynnti möguleika til aukinnar gagnaþjónustu á kortasjá sveitarfélagsins
11.Gagnaland kynning.
2505034
Efla hefur verið að vinna að landupplýsingagrunni fyrir sveitarfélög. Hann inniheldur öll Landupplýsingagögn fyrir sveitarfélagið. Hugmyndin er að öll gögn séu tryggð og geymd og afrituð og gæði þeirra séu tryggð.
Helstu gögn sem unnið er með:
Lóðir og jarðir, Vegi, götur, stíga, Veitur, Hitaveita, Vatnsveita, Fráveita, Skipulag, Grunnkort, Snjómokstur, Kvaðir sem eru á landeignum, Eignarhald á landi, Friðuð svæði og náttúruminjar og fl.
Helstu gögn sem unnið er með:
Lóðir og jarðir, Vegi, götur, stíga, Veitur, Hitaveita, Vatnsveita, Fráveita, Skipulag, Grunnkort, Snjómokstur, Kvaðir sem eru á landeignum, Eignarhald á landi, Friðuð svæði og náttúruminjar og fl.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að óskað verði tilboðs frá Eflu um utanumhald á stafrænum grunni sveitarfélagsins og að bætt verði við möguleikum til auðveldari skoðunar á umferðaraðstæðum innan Hellu.
Claudiu Schenk þökkuð góð kynning.
12.Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029
2505047
Sóknaráætlun Suðurlands 2025?2029 er sértæk byggðaáætlun Suðurlands og sameiginleg stefna sveitarfélaga á Suðurlandi um sjálfbæra þróun. Hún er jafnframt leiðarljós fyrir störf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), byggðaþróunarfulltrúa og annarra hagaðila sem vinna að framþróun svæðisins.
Til kynningar eru drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til og með 28. maí.
Til kynningar eru drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til og með 28. maí.
Lagt fram til kynningar
13.Rangárslétta. Breyting á deiliskipulagi
2505005
Landeigandi óskar eftir að fá að gera minni háttar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangársléttu dags. 3.3.2021, þar sem lóðin Rangárslétta 11 stækkar að umfangi og byggingarreitur einnig, fyrirhuguðu leiksvæði hnikað til um nokkra metra og aðkoma að lóð 10 færist til. Aðkoma er óbreytt. Skipulagsgögn frá Landformi dags. 29.4.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu, lóðarhöfum við Rangársléttu 2, 3 og 9.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu, lóðarhöfum við Rangársléttu 2, 3 og 9.
14.Norður Nýibær Fyrirspurn Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag.
2505009
Landeigandi óskar eftir heimild til breytingar á núverandi landnotkun á hluta landareignar sinnar Norður-Nýjabæjar L165410. Heildarstærð svæðis er um 25 ha og hluti þess verði skilgreindur sem íbúðabyggð. Fyrirhugað er að íbúðarlóðir verði 1 - 1,5ha að stærð hver og að heimilt verði að reisa íbúðarhús og bílskúr auk gestahúsa til útleigu allt árið um kring fyrir ferðamenn. Heimild yrði til lítilsháttar reksturs innan svæðis. Gert er ráð fyrir aðkomu að norðanverðu inn á spilduna af Þykkvabæjarvegi.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna uppbyggingaráforma eiganda. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 en myndi breytast í íbúðasvæði vegna þéttleika fyrirhugaðra lóða.
Nefndin leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið á eigin kostnað. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Allur kostnaður verði í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og gildandi gjaldskrár.
Nefndin leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið á eigin kostnað. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Allur kostnaður verði í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins og gildandi gjaldskrár.
15.Árbakki Svæði 2. Breyting á deiliskipulagi.
2505007
Eigendur lóða á svæðinu óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem heimild verði sett inn til útleigu gistingar í flokki II. Allir lóðarhafa hafa sýnt fram á samþykki sitt. Skipulagsgögn frá Landformi dags. 16.5.2025.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt eigendum Bæjarholts þar sem um sama aðkomuveg er að ræða.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt eigendum Bæjarholts þar sem um sama aðkomuveg er að ræða.
16.Gunnarsholt land L164499. Deiliskipulag
2505038
Framkvæmdaaðili Gbest ehf sækir um að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir skógarplöntuframleiðslu. Gert er ráð fyrir framleiðslu skógarplantna í gróðurhúsum/léttum byggingum sem og utanhúss innan ræktaðra skjólbelta. Heimilað verður að byggja skemmur/gróðurhús og annan húsakost sem þarf til ræktunarinnar og einnig verður starfsmannaaðstaða til viðveru og gistingar. Starfsmenn eru að jafnaði allt að 10 en á álagstímum geta störf á svæðinu orðið allt að 60. Gert ráð fyrir að plantað verði trjám og skjólbeltum til að auka skjól og afmarka starfsemina. Skipulagsgögn frá Gunnlaugi Jónassyni dags. 14.5.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.Hrafnaskjól - Kaldakinn 2. Deiliskipulag
2503001
Eigendur Hrafnaskjóls, spildu úr landi Köldukinnar, Köldukinnar 2 og Köldukinnar 2C, óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Á Hrafnaskjóli verði gert ráð fyrir byggingu allt að 5 gistiskála fyrir allt að 10 gesti, einbýlishúsi, þjónustuaðstöðu og samkomusal. Á Köldukinn 2 og 2C verði gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og gestahúsi á hvorri lóð. Tillagan var auglýst frá og með til og með 14.5.2025. Umsagnir bárust frá alls 5 aðilum. Eftir auglýsingu breyttust forsendur þar sem Hrafnaskjól og Kaldakinn 2 víxluðust. Uppsetningu á uppdrætti hefur því verið breytt.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi
2007003
Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, óskaði á árinu 2020, eftir að gildandi deiliskipulag fyrir Landmannahelli verði endurskoðað í samráði við og með aðkomu sveitarfélagsins. Um er að ræða að gera bílastæði sem þörf er á á svæðinu ásamt því að gera áningasvæði við tjaldsvæðið með fræðslu og upplýsingaskiltum um friðlandið og gönguleiðir út frá Landmannahelli. Einnig er ráðgert að gera skipulag á tjaldsvæðinu sjálfu þar sem aðgreint verður svæði fyrir tjöld annars vegar og húsbíla og fellihýsi hinsvegar. Tillagan fór i auglýsingu á árinu 2022 en vegna fram kominna athugasemda varðandi vatnsverndarsvæði kringum vatnsból hefur dregist að halda áfram vinnunni við breytinguna. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 24.1.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.2.2025 til og með 16.4.2025. Umsagnir bárust frá 6 aðilum og er lögð fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.Borg lóð, Þykkvabæ. Skipulagsmál
2211039
Veiðifélags Ytri-Rangár hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Borg lóð í Þykkvabæ. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir og frá Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við að byggingareitur væri of nálægt ánni. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 29.7.2024. Tillagan var endurauglýst frá og með 4.3.2025 til og með 15.4.2025. Umsagnir bárust frá nokkrum aðilum en engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Jórkelda. Deiliskipulag
2501046
Landeigendur óska eftir heimild til leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Jórkeldu L237934. Áform eru um byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 20.1.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.2.2025 til og með 16.4.2025. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Mílu, Veitum, Náttúruverndarstofnun, Brunavörnum og Heilbrigðiseftirlitinu sem gerðu engar athugasemdir; frá Landnseti sem minnti á að setja þarf legu háspennulínu ásamt helgunarsvæði hennar inn á uppdrátt og frá vegagerðinni sem ítrekaði að öðrum verði heimilt að nýta vegtengingu að Landvegi.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.Búð 3, L236437. Deiliskipulag
2409020
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Búð 3. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss og tengdum byggingum. Um landbúnaðarsvæði er að ræða. Tillagan var auglýst frá og með 11.11.2024 til og með 29.1.2025. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun þar sem fjöldi frístundaloða samræmdist ekki ákvæðum í aðalskipulagi ásasmt því að laga þarf skilgreiningu á Háfsvegi. Lögð fram uppfærð gögn frá Eflu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.Leirubakki v Hraunvegar 1. Br á deiliskipulagi
2410052
Landeigandi hefur lagt fram tillögu að breytingu á afmörkun lóðarinnar nr. 1 við Hraunveg, vegna breytingar á staðsetningu aðkomuvegar. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 21.10.2024. Tillagan var grenndarkynnt frá og með 17. mars til og með 17. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.Svínhagi SH-19. Breyting á deiliskipulagi.
2502045
Landeigandi óskar eftir að fá að að auka byggingarmagn um 100 m² á lóð sinni. Gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi dags 29.10.2013. Engin breyting verður á afmörkun reita innan lóðarinnar. Áformin voru grenndarkynnt frá og með 17. mars til og með 17. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin vill árétta að skipulagsmörk einstakra svæða skari ekki aðrar lóðir.
Nefndin vill árétta að skipulagsmörk einstakra svæða skari ekki aðrar lóðir.
24.Lunansholt 2 land 1. Deiliskipulag
2502052
Deiliskipulag fyrir Lunansholt 2 land 1 (landnr. 164991) tekur til hluta afmörkunar á 31,7 ha jörð undir byggingarreit fyrir íbúðarhús, 3 gestahús og skemmu. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland. Fyrirhugað er að byggja upp í samræmi við byggingarheimildir á landbúnaðarlandi, þá allt að 1250 m2 heildarbyggingarmagn. Skipulagssvæðið tekur yfir einn byggingarreit og aðkomu að svæðinu. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Alls bárust 6 umsagnir. Vegagerðin benti á að öðrum verði mögulegt að samnýta tengingar við Landveg og frá Brunavörnum um burðarþol vegarins. Lögð er fram samantekt umsagna og drög að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.Dynskálar 40-50. Breyting á deiliskipulagi
2503041
Lóðarhafi lóða við Dynskála 40-48 hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi. Fyrirhugað er stækkun á mannvirkjum á lóð sláturhúss Reykjagarðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir, aukinni athafnastarfsemi vegna slátrunar hænsnfugla og framleiðslu matvæla til neytenda og framleiðslueldhúsi, s.s. til eldunar og framleiðslu máltíða fyrir mötuneyti, skóla, heimaþjónustu, o.þ.h. Einnig er nr. lóð 50 skipt upp, á nýrri lóð er heimild til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis til hreinlegrar starfsemi s.s. í matvælaiðnaði. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Umsagnir bárust og er lögð fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.Birkivellir. Breyting á deiliskipulagi.
2503036
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Lóðinni verði skipt í tvær lóðir. Með breytingunni myndi lóðin Birkivellir (L226586) minnka niður í 5000 m2 og fá staðfangið Birkivellir 2. Skilgreind yrði ný 11,2 ha lóð sem fengi staðfangið Birkivellir og fengi hún nýtt landnúmer. Byggingarheimildir eru uppfærðar fyrir nýja lóð þar sem heimilt yrði að byggja íbúðarhús m bílskúr ásamt gestahúsi og skemmu. Upprunalóðin hefði heimild til að allt að 150 m². Gögn frá Eflu dags. 3.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Engar athugasemdir bárust en ábending barst frá Brunavörnum um burðarþol vega.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.Ármót. Breyting og niðurfelling á deiliskipulagi.
2503018
Í gildi er deiliskipulag fyrir Ármót, samþykkt 12.11.2020 og birt í B-deild 03.02.2021. Gildandi deiliskipulag tekur til um 40 ha af landi Ármóts. Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta, annan neðan (suðaustan) Landeyjavegar en hitt ofan (norðvestan) við veginn, þar sem bærinn Ármót stendur.
Gerð er breyting á deiliskipulagi þar sem hluti skipulags neðan (suðaustan) við Landeyjarveg verður fellt út af skipulagi. Gerð er breyting á afmörkum og byggingarskilmálum fyrir byggingarreit B5. Reitur var áður afmarkaður fyrir íbúðarhús en með breytingunni verður skilgreind uppbygging á ferðaþjónustu. Samhliða breytingu deiliskipulagsins fyrir Ármót er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir neðra svæðið, Fróðhjoltshjáleiga. Gögn frá Eflu dags. 5.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ogdrögum að viðbrögðum við þeim.
Gerð er breyting á deiliskipulagi þar sem hluti skipulags neðan (suðaustan) við Landeyjarveg verður fellt út af skipulagi. Gerð er breyting á afmörkum og byggingarskilmálum fyrir byggingarreit B5. Reitur var áður afmarkaður fyrir íbúðarhús en með breytingunni verður skilgreind uppbygging á ferðaþjónustu. Samhliða breytingu deiliskipulagsins fyrir Ármót er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir neðra svæðið, Fróðhjoltshjáleiga. Gögn frá Eflu dags. 5.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum ogdrögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.Fróðholtshjáleiga L164480. Deiliskipulag.
2503019
Landeigandi hefur lagt fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Fróðholtshjáleigu L164480, þar sem gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og sumarhúsa ásamt geymslum og skemmum auk útihúsa á 6 lóðum. Um er að ræða skipulag sem var áður hluti af deiliskipulagi fyrir Ármót en hefur verið fellt út og gert að sérstöku skipulagi. Gögn frá Eflu dags. 5.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Lögð er fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29.Faxaflatir, breyting á deiliskipulagi.
2503029
Landsvirkjun vinnur að breytingu á deiliskipulagi fyrir Faxaflatir, þar sem lóð er bætt við á vestanverðu svæðinu. Lóðin fengi staðfangið Faxaflatir 2a og yrði 9.158 m². Á lóðinni er heimilt að reisa blandað skrifstofu og lagerhúsnæði á einni til tveimur hæðum. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.Galtalækjarskógur deiliskipulag
2503027
Landeigendur leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Galtalækjarskóg og Merkihvol land. Gert er ráð fyrir eftirfarandi uppbyggingu innan svæðis:
Reitir F43 og F82, Frístundasvæði: 51 frístundalóðir 0,2-0,5 ha að stærð. Gert verði ráð að byggð verði sumarhús, gestahús og geymsla á hverri lóð, stærðir skv. nýtingarhlutfalli.
Reitur VÞ7, Verslunar- og þjónustusvæði: Heimild er fyrir allt að 170 gistipláss, þ.e. í núverandi gistihúsi í Lönguhlíð auk hótels og lítilla gistiskála.
Gert verði ráð fyrir að Opið svæði, OP1, haldist óbreytt og óraskað.
Gert verði ráð fyrir tveimur leiksvæðum með tækjum og útivistaraðsöðu.
Aðkoma að svæðinu verður með tvennum hætti. Annars vegar frá núv. aðkomuvegi frá Landvegi og leiðir hún að frístundabyggðum og þjónustumiðstöð við Merkihvol. Ný aðkoma mun leiða frá Landvegi og að gistihúsi / hóteli við Lönguhlíð og smáhýsum.
Greinargerð og uppdráttur frá Landformi dags. 10.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Lögð er fram greinargerð þar sem viðbrögð við umsögnum koma skýrt fram.
Reitir F43 og F82, Frístundasvæði: 51 frístundalóðir 0,2-0,5 ha að stærð. Gert verði ráð að byggð verði sumarhús, gestahús og geymsla á hverri lóð, stærðir skv. nýtingarhlutfalli.
Reitur VÞ7, Verslunar- og þjónustusvæði: Heimild er fyrir allt að 170 gistipláss, þ.e. í núverandi gistihúsi í Lönguhlíð auk hótels og lítilla gistiskála.
Gert verði ráð fyrir að Opið svæði, OP1, haldist óbreytt og óraskað.
Gert verði ráð fyrir tveimur leiksvæðum með tækjum og útivistaraðsöðu.
Aðkoma að svæðinu verður með tvennum hætti. Annars vegar frá núv. aðkomuvegi frá Landvegi og leiðir hún að frístundabyggðum og þjónustumiðstöð við Merkihvol. Ný aðkoma mun leiða frá Landvegi og að gistihúsi / hóteli við Lönguhlíð og smáhýsum.
Greinargerð og uppdráttur frá Landformi dags. 10.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Lögð er fram greinargerð þar sem viðbrögð við umsögnum koma skýrt fram.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.Svínhagi SH-6. Deiliskipulag.
2501064
Landeigendur hafa fengið heimild til leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga Sh-6, L211017. Áform eru um byggingu sumarhúss og gestahúss ásamt tilheyrandi byggingum á landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst frá og með 28.2.2025 til og með 16.4.2025. Umsagnir bárust frá nokkrum aðilum. Lögð er fram uppfærð gögn frá Landhönnun dags. 27.1.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
32.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 141
2504009F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 141 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
33.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 142
2504014F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 142 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
34.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 143
2505002F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 143 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
35.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 144
2505005F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 144 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 11:30.