46. fundur 03. júlí 2025 kl. 08:30 - 12:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Jón Ragnar Örlygsson Aðstoðarmaður Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hagi lóð L165221. Landskipti undir vegsvæði.

2506031

Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Haga lóð, L165221, óskar eftir að fá að skipta út 961 m² spildu undir vegsvæði vegna enduruppbyggingar Hagabrautar skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 27.11.2023. Ný spilda fengi landeignanúmerið LXXXXXX og heitið Hagi lóð vegsvæði. Hagi lóð er skráð 5.600 m² að stærð og minnkar sem nemur úttekinni spildu. Merkjalýsing frá Helgu Bryndísi Björnsdóttur, dags. 11.4.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Birkivellir. Landskipti Birkivellir 2

2506055

Landeigandi hefur óskað eftir að fá að skipta út lóð úr landi sínu. Ný lóð er stofnuð úr Birkivöllum, L226584. Lóðin fær heitið Birkivellir og verður 11,2 ha að stærð. Birkivellir minnkar sem því nemur og verður 5000,0 m² og breytir um staðfang og verður Birkivellir 2. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur dags. 19.5.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Rangárslétta 10. Landskipti

2506086

Eigendur Rangársléttu, L229419, óska eftir að fá að stofna lóð úr jörð sinni. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi dags. 3.3.2021, yrði 22.406 m² að stærð, fengi landeignanúmerið LXXXXXX og heitið Rangárslétta 10. Merkjalýsing frá Kára Gunnarssyni dags. 226.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Rangárslétta 11. Landskipti.

2506087

Eigendur Rangársléttu, L229419, óska eftir að fá að stofna lóð úr jörð sinni. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi dags. 3.3.2021 m.s.br., yrði 3,4 ha að stærð, fengi landeignanúmerið LXXXXXX og heitið Rangárslétta 11. Merkjalýsing frá Kára Gunnarssyni dags. 22.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Meiri-Tunga 8. Minnkun lóðar og tilfærsla.

2506084

Meiri-Tunga 8, L238301 er með skráða stærð 10.000 m² í fasteignaskrá HMS. Afmörkun lóðarinnar er samkvæmt hnitsettum uppdrætti unnin af EFLU, dags. 25.10.2024.

Lóðin minnkar um 1123,8 m² og verður 8876,2 m², mismunurinn fer inn í Meiri-Tungu 4, L165132, sem stækkar um það sem því nemur. Aðkoma er frá Ásvegi (nr. 275) og þaðan um aðkomu veg um upprunalandið Meiri-Tungu 4. Kvöð er á Meiri-Tungu 4 um aðkomu að Meiri-Tungu 8. Merkjalýsing er unnin af Hörpu Birgisdóttur, dags. 24.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti sem snúa að tilfærslu og minnkun lóðar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin vill árétta að gerð verði tilsvarandi breyting á deiliskipulagi í kjölfarið.

6.Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi

2506027

Vinir Íslenskrar náttúru, VÍN, leggja fram leiðpbeiningar um val á landi til skógræktar.
Lagt fram til kynningar.

7.Þykkvabæjarvegur. Mögulegar tengingar

2506052

Lagt fram yfirlit frá Vegagerðinni um mögulegar tengingar inná og út af Þykkvabæjarvegi frá mörkum Unhóls 1A lóðar D að þéttýlismörkum Þykkvabæjar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að áformaðar tengingar verði skilgreindar betur við gerð deiliskipulaga fyrir tilheyrandi svæði. Nefndin telur brýnt að grenndarkynna hvert tilvik deiliskipulagsáforma frekar en að ráðast í heildarskipulag vegna tenginga, þar sem áform landeigenda eru afar misjöfn og liggja ekki endilega fyrir á þessari stundu. Nefndin telur skynsamlegt að halda því opnu að vegir innan lóða verði mun nær aðalvegi en sýnt er á hugmyndum Vegagerðarinnar.

8.Hoppubelgir Orkunnar - staðsetningar

2506064

Ærslabelgir að gjöf frá Orkunni. Mögulegar staðsetningar.
Skipulags- og umferðarnefnd fór yfir mögulegar staðsetningar á ærslabelg. Nefndin telur að besta staðsetning nýs ærslabelgs sé í austurhluta Hellu eða tengslum við tjaldsvæðið við Gaddstaðaflatir. Nefndin telur að það væri æskilegt að heilsu- íþrótta og tómstundanefnd, ásamt ungmannaráði taki málið til umfjöllunar.

9.Minnivallanáma. Framkvæmdaleyfi til efnistöku.

2506089

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til áframhaldandi efnistöku úr Minnivallanámu. Framkvæmdaleyfið tekur til áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 40.000 m3 til viðbótar en til þess þarf að stækka afmörkun námunnar. Fyrirhugað er að efnistakan muni fara fram innan núverandi námusvæðis, sem þegar er raskað, og á um 5,4 ha óröskuðu svæði suðvestan þess. Heildar flatarmál raskaðs svæðis kemur því til með að vera 6,8 ha að efnistöku lokinni og heildar vinnslu upp á 90.000 m3
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna efnistöku á allt að 90.000 m³ úr Minnivallanámu sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er efnistakan í samræmi við skipulagsáætlanir. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum. Nefndin óskar eftir mælanlegum gögnum um núverandi stöðu námunnar.

10.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Farið yfir ýmis mál sem tengjast umferðaröryggismálum. Verið er merkja gangbrautarþveranir víða um þorpið og verða skilti sett upp í kjölfarið.

11.Könnun um umferðaröryggi við Heiðvang, Freyvang og Þingskála

2506054

Spuningakönnun meðal íbúa við Heiðvang, Freyvang og Þingskála þar sem íbúar voru spurðir um umferðaröryggismál í hverfinu.
Skipulags- og umferðarnefnd þakkar íbúum á umræddu svæði fyrir þátttöku í spurningarkönnun um umferðaröryggi. Nefndin mun nú fara yfir niðurstöður spurningakönnuninnar og nýta þær til að forgangsraða úrbótum og leggja fram tillögur að markvissum aðgerðum til að auka umferðaröryggi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gangstéttir við austanverðan Freyvang verði einungis merktar á malbikið en ekki uppbyggðar eins og til stóð, þar sem hæð götunnar er sums staðar hærri en gólfkóti húsa og við uppbyggingu gangstéttar verði enn meiri hæðarmunur sem alls ekki er talið ásættanlegt.

12.Lóð undir lágvöruverðsverslun

2506071

Byggðarráð felur skipulags- og umferðarnefnd að koma með tillögur að hentugum lóðum sem kæmu til greina fyrir lágvöruverðsverslun og tengda starfssemi og einnig gera tillögu um næstu skref í skipulagsvinnu, ef þörf er á, svo að viðkomandi lóð/lóðir geti orðið hluti af framtíðarsýn um eflingu þjónustu við íbúa og ferðamenn í sveitarfélaginu.
Í kjölfar beiðni frá Byggðarráði hefur Skipulags- og umferðarnefnd farið yfir hugsanlegar staðsetningar fyrir lágvöruverðsverslun á Hellu. Nefndin telur mikilvægt að slík vinna taki mið af umfangi byggingar, fjölda bílastæða og kröfum um sýnileika og aðkomu. Einnig þarf að líta til skipulagsstöðu lóðar, stöðu gatnagerðar og áætlaðs framkvæmdatíma. Meðal þeirra lóða sem koma til greina eru m.a. Rangárbakkar/Suðurlandsvegur, Faxaflatir og Rangárflatir 2.

Berglind Kristinsdóttir fór af fundi eftir þennan lið

13.Lækjarbotnar Stekkjartún. Stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.

2506092

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir um 15m2 vinnuskúr vegna fyrirhugaðrar byggingar. Aðkoma er áætluð þar sem núverandi aðkoma er inn á svæðið og er hún tæplega 300m frá næsta aðkomuvegi sem liggur að Þúfu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við uppsetningu vinnuskúrs meðan á framkvæmdum stendur og leggur til að veitt verði tímabundið stöðuleyfi fram til loka júní 2026. Nefndin tekur ekki afstöðu til aðkomu í landi Lækjarbotna 2, L239301 sem er háð samþykki Vegagerðarinnar.

14.Landmannalaugar. Stöðuleyfi fyrir geymslu smáhýsi

2506049

Ferðafélag Íslands sækir um leyfi til að setja niður, tímabundið, smáhýsi ? 12 ? 15 fm timburhús, við hlið salernishúss í Laugum, þar sem nú er steyptur grunnur / veggir. Ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hafa óskað eftir geymslu fyrir farangur / mat. Einfalt mál er að flytja húsið af svæðinu í lok tímabils.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við uppsetningu umræddrar geymslu og leggur til að veitt verði tímabundið stöðuleyfi fram til loka september 2025.

15.Nes land L164744. Ósk um breyting á aðkomu.

2506093

Eigendur óska eftir að fá að útbúa betri aðkomu að lóð sinni en fyrir liggur. Ógerningur virðist vera að hafa áður samþykkta aðkomu sökum mikils landhalla.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins fram að næsta fundi.

16.Sorporkuver á Strönd. Kynning matsáætlunar.

2506094

Uppi eru áform um að koma upp sorporkustöð með orkuvinnslu (sorporkuveri) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra. Stöðin kemur til með að brenna úrgangi í ákveðnum flokkum og varminn sem fæst með brennslunni verður nýttur til að efla hitaveituna á svæðinu.

Lögð er fram matsáætlun til kynningar. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra og er frestur til að skila inn umsögn til og með 29.7.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða matsáætlun.

17.Tunguvirkjun í landi Keldna. Breyting á aðalskipulagi.

2506047

Afl og Orka ehf. kt. 520624-0580 óskar eftir því að sveitarfélagið Rangarþing ytra taki til meðferðar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar í landi Keldna.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um virkjun á umræddu svæði. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem svæðið verði gert að iðnaðarsvæði.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi samhliða vinnu við breytinguna á aðalskipulagi. Það er mat nefndarinnar að stofna eigi lóð utan um svæðið og felur skipulagsfulltrúa að vinna að því máli með landeiganda og framkvæmdaaðila.

18.Bjallavað. Deiliskipulag áningarstaðar

2503056

Náttúruverndarstofnun óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir áningarstað við Bjallavað, á mörkum Friðlands að Fjallabaki. Gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðafólk með gerð bílastæða, salernisaðstöðu, skilta og stígakerfis. Skipulagsgögn frá Landnmótun dags. 13.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar skipulagsáforma þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Það er mat nefndarinnar að stofna eigi lóð utan um svæðið og felur skipulagsfulltrúa að vinna að því máli með Forsætisráðuneytinu þar sem svæðið er innan þjóðlendu.

19.Meiri-Tunga 8. Breyting á deiliskipulagi.

2506083

Lóðareigendur óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Meiri-Tungu 8, dags. 11.3.2025, þar sem lóðin verði minnkuð og færð til.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur jafnframt að grenndarkynning sé óþörf þar sem fyrir liggur samþykkt nærliggjandi landeigenda.

20.Bjargshverfi - Deiliskipulag

2311062

Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Umsagnir bárust frá alls 8 aðilum. Frá Náttúruverndarstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir; frá Veitum sem benda á að með þéttingu byggðar þar þarf að og byggja upp nýtt dreifikerfi; frá Vegagerðinni sem hafnar nýjum tengingum við Hringveg og leggur áherslu á mikilvægi þess að göngubrýr verði komnar yfir Rangá áður en uppbygging vestan ár eykst; frá eigendum Ægissíðu 3 sem mótmæla fram lögðum hugmyndum að tengingum við Hringveginn; frá eigendum lóðarinnar Ægissíðu 1, L199935, sem mótmæla kvöðum um byggingarmagn á lóðum og vilja minnka það verulega; frá eigendum Árbyrgis sem mótmæla að nýr vegur verði gerður frá Árbjæarvegi; frá eigendum Auðkúlu sem mótmæla nýrri aðkomu að Auðkúlu gegnum Bjargshverfið og frá Landsneti sem ítrekar fyrri umsögn sína vegna helgunarsvæðis Hellulínu 1.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins fram til næsta fundar.

21.Efri-Rauðalækur land L205549. Deiliskipulag

2504038

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi til byggingar á íbúðarhúsi ásamt vélaskemmu og tengdum mannvirkjum. Tillagan var auglýst frá og með 23.4.2025 til og með 11.6.2025. Alls bárust umsagnir frá 7 umsagnaraðilum. Vegagerðin gerði athugasemdir við að loka þyrfti fyrir tengingu að Lyngási 12 til að ný tenging að Efri_rauðalæk landi geti orðið samþykkt. Landsnet bendir á að gera þurfi grein fyrir háspennulínum á svæðinu og helgunarsvæði þeirra.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin vill árétta að í tillögu að deiliskipulagi fyrir Lyngás hefur umrædd tenging sem Vegagerðin gerir athugasemd við verið felld út og því ekki tilefni til breytinga á tillögunni hvað það varðar. Jafnframt hafa skipulagsmörk verið samræmd milli tillagna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Skammbeinsstaðir 1D. Breyting á deiliskipulagi.

2504040

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 28.1.2021. Á uppdrætti bætist við ný 12.601 m2 lóð ásamt byggingarreit B4. Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 138 m2 íbúðarhús með sambyggðum eða stakstæðum bílskúr, ásamt 60 m2 gestahúsi og allt að 180 m2 skemmu/geymslu. Aðkoma verður óbreytt. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 28.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 23.4.2025 til og með 11.6.2025. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá alls 7 umsagnaraðilum. Ábendingar bárust frá Landsneti um að gera þurfi grein fyrir háspennulínum á svæðinu og helgunarsvæði þeirra.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Deiliskipulag á Strönd

2409058

Auglýst hefur verið tillaga að endurskoðaðu deiliskipulagi fyrir Strönd. Stjórn sorpstöðvarinnar samþykkti drögin og ákvað að málið skildi fara í formlegan skipulagsferil. Tillaga var auglýst frá og með 23.4.2025 til og með 11.6.2025 og bárust engar athugasemdir en alls bárust umsagnir frá 9 umsagnaraðilum. Ábendingar bárust þess efnis að gera þurfi betur grein fyrir áhrifum á frárennsli frá plönum og byggingum á byggingareitum I1 og I2 og æskilegt væri að setja manir eða skjólbelti umhverfis svæðið.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að framkomnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin óskar eftir því að gerð verði grein fyrir því hvar aðgengi að slökkvivatni verði staðsett.

24.Breyting á sveitarfélagamörkum við Þverá

2502079

Sveitarfélögin Rangárþing ytra og eystra leggja fram tillögu að samræmingu á sveitarfélagamörkum frá Uxahrygg í austri að Eystri Rangá í vestri. Fylgt verður eignarlínum lóða og jarða. Lóðamörk einstakra svæða breytast ekki. Grenndarkynning fór fram 12. maí og var í kynningu til og með 9. júní 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að sveitarfélagamörk verði samræmd milli sveitarfélaganna Rangárþings ytra og eystra, þar sem ekki voru gerðar neinar athugasemdir af hálfu landeigenda.

25.Gaddstaðaeyja. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2401044

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í Gaddstaðaeyju, þar sem gert verði ráð fyrir breytingu á landnotkun þar sem núverandi Óbyggt svæði verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing skipulagsáforma var kynnt til og með 14. júní sl. Alls bárust 11 umsagnir. Lögð er fram saman tekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

26.Rangárslétta. Breyting á deiliskipulagi

2505005

Landeigandi hefur fengið heimild til að gera minni háttar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangársléttu dags. 3.3.2021, þar sem lóðin Rangárslétta 11 stækkar að umfangi og byggingarreitur einnig, fyrirhuguðu leiksvæði hnikað til um nokkra metra og aðkoma að lóð 10 færist til. Aðkoma er óbreytt. Skipulagsgögn frá Landformi dags. 29.4.2025. Tillagan var grenndarkynnt og var frestur til athugasemda til og með 20. júní 2025. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

27.Galtalækjarnáma E57. Merkurnáma. Ósk um aukna heimild til efnistöku.

2506015

Landeigendur hafa óskað eftir aukinni heimild til efnistöku úr Galtalækjarnámu E57. Fyrirhugað er að stækka núverandi efnistökusvæði E57 í Merkurhrauni úr 2 ha í allt að 15 ha og auka heildar efnistökumagn upp í allt að 450.000 m³. Lýsing skipulagsáforma var kynnt með fresti til athugasemda til og með 26. júní sl. Umsagnir bárust frá 6 aðilum. Frá Mílu, Veitum, Rarik og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir; frá Vegagerðinni sem bendir á að ekki sé fjallað um akstursleiðir frá og að námunni og frá Náttúruverndarstofnun sem vill að gerð verði grein fyrir valkostum í samræmi við lög um umhverfismat frámkvæmda og áætlana, að sjónræn áhrif verði metin og að fara þurfi fram kortlagning og mat á verndargildi hraunsins. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 30.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins.

28.Langanes frístundasvæði. Beiðni um umsögn

2506074

Rangárþing eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Langanes, sem staðsett er rétt austan við Eystri-Rangá í Rangárþingi eystra. Skipulagssvæðið er um 80 ha að stærð. Á deiliskipulagi eru afmarkaðar 40 lóðir. Þar af 30 sem eru þegar byggðar. Hver lóð er á bilinu 0,25-1,15 ha að stærð. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 9.4.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna sem slíka en bendir á að samráð við rekstraraðila Hótels Rangár, en hótelið er staðsett á vesturbakka Eystri-Rangár, gegnt fyrirhuguðu skipulagssvæði, er afar mikilvægt hvað varðar mótvægisaðgerðir vegna ljósmengunar.

29.Steinkusel og fl lóðir. Breyting á landnotkun í íbúðasvæði

2506075

Landeigendur lóðanna Kúfholts 1 L165021, Kúfholts II L220223, Kúfholts III L220226, Kötlusels F3 L220224 og Fjallasels lóðar F4 L220225 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Breytingarnar eru þannig að stærðir lóða breytast og lóðunum fjölgar í 8 landspildur (stærð lóða 0,5-1,0 ha.), heiti á lóðum breytast einnig (að hluta til). Byggingarreitir afmarkast 10m frá lóðamörkum. Heimilt verði að byggja íbúðarhús með bílskúr, gestahús, skemmu/geymslu og gróðurhús. Samhliða óska landeigendur eftir að sækja um breytta landnotkun í aðalskipulagi, fara úr frístundabyggð og í íbúðabyggð í dreifbýli. Landeigendur stefna að því að hafa fasta búsetu á svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu fram til næsta fundar.

30.Tindasel. Breyting á deiliskipulagi.

2506088

Í gildi er deiliskipulag fyrir Tindasel, samþykkt í B-deild stjórnartíðinda þann 16.06.2025. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 manns á hóteli og gestahúsum, ásamt veitingasölu og afþreyingarþjónustu. Við nánari hönnun svæðis eftir gildistöku skipulagsins kom í ljós vænlegri staðsetning til uppbyggingar og byggingarreitir aðlagaðir að því. Gerð er breyting á uppdrætti og greinargerð. Byggingarreitur B3 færist til og eru byggingarheimildir færðar milli byggingarreita, frá B1 á B3. Heildarbyggingarmagn svæðis og gestafjöldi helst óbreyttur. Einnig er afmörkun minja á uppdrætti breytts svæðis uppfærðar í samræmi við nýja minjaskráningu, sem nú er í lokadrögum. RA281-055 (gömul leið) lendir innan byggingareits. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra skipulags.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en landeiganda.

31.Sælusel (Efra-Sel 1H og Efra-Sel 1 land). Breyting á deiliskipulagi.

2505083

Eigandi Efra-Sels 1 lands L217098 og Efra-Sels 1H L232832 óskar eftir heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 15. maí 2009. Breyting A var samþykkt 10. mars 2022 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 22. ágúst 2022.

Breytingin felur í sér að við upphaflegt deiliskipulag með breytingu árið 2022 er stækkað um 19,4 ha, en stefnt er að því að þær verði sameinaðar í eina landspildu. En í dag er stærra landið skráð sem 22,1 ha og er stefnt að því að suðvestur horn landsins verði sameinað aðliggjandi landspildu L199841. Stærð landsins sem deiliskipulagsbreytingin nær til tekur mið af þeirri breytingu, en þessar tvær landspildur liggja beint sunnan við þær landspildur sem eru í Deiliskipulagi Heklusels í landi Efra-Sels.

Upphaflega var lóðin í gildandi deiliskipulagi skilgreind sem Efra-Sel lóð L212202 sem er 19,84 ha og með stækkað árið 2021 um 15 ha með lóðinni Efra-sel 1 ? Land B. Heildarstærð deili-skipulagssvæðisins eru með tillögu að breytingu A árið 2022 varð 34,84 ha. Með þessari breytingu verður heildarstærð deiliskipulagsins 54,24 ha. Á landareigninni er skilgreindur byggingarreitur fyrir eitt íbúðarhús, gestahús, hesthús og inntakshús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Stekkatún ósk um breytingu á deiliskipulagi.

2405065

Eigendur Stekkatúns L165446 hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið frá 2023. Áform eru um að fjölga gistirýmum og bæta við þjónusturýmum til reksturs ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá og með 31.01.2025-19.03.2025. Umsagnir bárust alls frá 7 umsagnaraðilum. Frá Mílu, Náttúruverndastofnun, Vegagerðinni, Veitum, Brunavörnum Rangárvallasýslu og Rarik sem gerðu engar athugasemdir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að fjalla þurfi í skipulagstilögunni leyfilegt umfang og landnotkunarreit.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur erindið fyrir á síðasta degi umsagnarfrests. Nefndin leggur því til eftirfarandi afgreiðslu með fyrirvara um að ef umsagnir berast eftir afgreiðslu nefndarinnar skuli þær teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar.

Nefndin telur að bregðast þurfi við athugasemdum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands áður en málið er endanlega afgreitt af hálfu sveitastjórnar og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 145

2505008F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 145 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

34.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 146

2505013F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 146 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

35.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 147

2506002F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 147 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

36.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 148

2506006F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 148 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:30.