47. fundur 08. ágúst 2025 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stokkalækur L164554. Landskipti Stokkalækur 1D.

2507038

Landskipti þar sem einni nýrri spildu, Stokkalæk 1D, er skipt frá landi Stokkalækjar L164554 Rangárþingi ytra. Engin breyting gerð á landnotkun en ekki liggja fyrir upplýsingar um uppbyggingaráform. Merkjalýsing frá Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur dags. 3.7.2025.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Hnakkholt L198903. Stækkun lóðar. Landskipti

2507048

Eigendur Haga lands 178738 og Hnakkholts 198903 óska eftir landskiptum þar sem afmörkun og stærð Hnakkholts breytist. Hnakkholt sem nú er 20.000 m² að stærð verði 37.109 m² eftir breytingu. Stærð Haga lands 178738 verður um 126,3 ha að stærð eftir breytingu. Eldra lóðablað fyrir Hnakkholt frá árinu 2004 fellur úr gildi með tilkomu þessarra skipta. Engin breyting er fyrirhuguð á landnotkun. Merkjalýsing frá Adam Hoffritz dags 20.01.2025
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Hagi-Kiðholt L165210. Sameining lóða L173386, L165210, L178633 og L237300

2507047

Eigendur Haga-lóðar L173386, L165210, L178633 og Haga vatnsbakka L1237300 hafa óskað eftir að sameina þessar lóðir: Hagi lóð (L173386) er skráð 15997,3 m2/ í fasteignaskrá HMS. Hagi lóð (L165210) er skráð 12482,4 m2/ í fasteignaskrá HMS. Hagi lóð (L178633) er skráð 2666,8 m2/ í fasteignaskrá HMS. Hagi vatnsbakki (L237300) er skráð 2111,3 m2/ í fasteignaskrá HMS. Eftir sameiningu verður lóðin 33257,8 m2/. Staðfangi lóðarinnar verður breytt í Hagi-Kiðholt og mun lóðin hafa landeignarnúmerið L165210. Sameinuð lóð mun halda skilgreiningu frístundasvæðis eins og verið hefur. Merkjalýsing frá Hugrúnu Hörpu Björnsdóttur dags 16.07.2025.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á sameinaðri lóð og leggur til að sameining lóðanna verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

4.Giljatunga L214314. Landskipti

2507046

Landeigandi hefur óskað eftir að fá að sameina jarðirnar Giljatunga L214314 og Giljatunga 2, L236052. Lóðin fær heitið Giljatunga og verður 109.354, 4 fm að stærð. Merkjalýsing frá Stefáni Jónssyni dags. 07.07.2025.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á sameinaðri lóð og leggur til að sameining lóðanna verði samþykkt.
Gunnar Aron vék af fundi við meðferð og afgreiðslu erindisins.

5.Hvammur 1, L164983, Hvammur 3, L164984, Hvammur 3 lóð, L190286, Hvammur 3-Brekka. Landskipti og afmarkanir

2508006

Jarðirnar Hvammur 1 L164983 og Hvammur 3 L164984 ásamt Hvammi 3 lóð L190286 eru afmarkaðar og hnitsettar.

Einnig er lóðin Hvammur 3 - Brekka LXXXXXX stofnuð úr jörðinni Hvammur 3, L164984. Stærð hennar er 11910,1 m². Landnotkun verður óbreytt. Um samsetta aðgerð er að ræða. Merkjalýsandi er Jóhanna Siugrjónsdóttir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Gunnar Aron kemur aftur á fund

6.Hóll vestan við Stracta. Hjólaleiðir.

2507022

Diego Pinero óskar eftir heimild til að plægja fyrir hjólastíg í hólinn vestan við hótel Stracta í samræmi við meðfylgjandi yfirlitskort.
Skipulags- og umferðarnefnd þakkar fyrir erindið en tekur ekki afstöðu til þess að sinni. Nefndin leggur til að hafin verði vinna við að skilgreina göngu-, reið- og hjólaleiðir á Hellu og í nærliggjandi svæðum með það að markmiði að koma þeim inn á deiliskipulag og skapa þannig sameiginlega framtíðarsýn um framkvæmd þeirra.

Sérstök áhersla er lögð á að tengja saman helstu útivistarsvæði, sérstaklega Aldamótaskóg og Melaskóg, og stuðla að auknu aðgengi og öryggi. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hafa samráð við hagaðila.

Nefndin leggur til að mál þessa efnis verði tekið fyrir á næsta reglulega fundi nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

7.Vaðölduver. Samþykki Forsætisráðuneytisins vegna framkvæmda

2507023

Samþykki forsætisráðuneytisins fyrir framkvæmda- og byggingaleyfisskyldum framkvæmdum við vindorkuver við Vaðöldu í Rangárþingi ytra.
Lagt fram til kynningar

8.Vonarskarð - Stjórnunar- og verndaráætlun

2507058

Náttúruverndarstofnun vekur athygli á því að nú stendur yfir kynningarferli á breytingatillögu við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna umferðar um Vonarskarð ásamt vöktunaráætlun. Frestur til að gera athugasemdir er 6 vikur eða til 3. september 2025.

Öll gögn má nálgast hér: https://www.nattura.is/frettir/vonarskard--stjornunar--og-verndaraaetlun
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra ítrekar fyrri umsögn sína þar sem hún telur rétt að heimiluð verði stýrð umferð vélrænna ökutækja.

9.Lækjargata C, flugskýli. Litur á útveggjum.

2508001

Borist hefur ábending frá eigendum sumarhúss í nágrenni við flugskýlin að rangur litur hafi verið notaður á útveggi nýjasta skýlisins. Hann sé hvítur og sé því ekki í samræmi við skipulagsskilmála og fellur því afskaplega illa að umhverfi Haukadals og Haukdalsmela, flugskýlinu sem fyrir var og sumarhúsabyggðinni.
Í aðdraganda fundarins bárust svör frá eiganda og seljanda þar sem kom fram að um ranga afgreiðslu á einingum útveggja var að ræða og því verði útveggir málaðir í gráum lit í samræmi við skilmála skipulagsins og byggingarleyfisins.
Ekki er því lengur óskað eftir aðkomu nefndarinnar. Lagt fram til kynningar

10.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Engin breyting frá síðasta fundi.

11.Hraðahindrun í Þykkvabæ

2508003

Íbúi að Hábæ 2a í Þykkvabæ óskar eftir að fá hraðahindrun á Háfsveg fyrir framan húsið sitt, sambærilegt og sú hraðahindrun sem hefur verið sett við krkjuna.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir áhyggjur íbúa og telur að endurskoða þurfi núverandi staðsetningar á hraðahindrunum og hraðamerkingar auk þess að þörf er á að meta tegundir hindrana gagnvart umhverfi sínu.
Fylgiskjöl:
Gunnar Aron væek af fundi við meðferð og afgreiðslu þessa erindis.

12.Hvammsvirkjun. Framkvæmdaleyfi byggt á virkjanaleyfi 2025

2508005

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar og farið yfir næstu skref.
Lagt fram til kynningar
Gunnar kemur aftur á fundinn.

13.Gunnarsholt 164495 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2501059

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Barna- og foreldrastofu um leyfi til breytingar á núverandi húsnæði til að hýsa neyðarvistun fyrir ungmenni. Framkvæmd fellst í að mæta kröfum brunahönnunar og aðlaga að neyðarvistun fyrir ungmenni og er skv. aðaluppdráttum frá Batteríinu, dags. 21.1.2025. Byggingaráform voru samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa með slökkvistjóra 30.1.2025. Í júní barst erindi frá lögfræðingi eins nágranna þar sem óskað var svara við nokkrum spurningum sem snéru að afstöðu sveitarfélagsins og málsmeðferð. Gagnrýnt var að áformin skildu ekki hafa verið grenndarkynnt í það minnsta.
Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast í þeirri stöðu sem komin er upp að áform Barna- og fölskyldustofu um að breyta núverandi notkun skrifstofuhúsnæðis í meðferðarheimili fyrir ungmenni verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur umrædd áform í fullu samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi utan þéttbýlis. Nefndin telur að kynning skuli send íbúum við skilgreinda íbúðagötu í Gunnarsholti ásamt Landi og Skógi.

14.Heysholt og Landborgir. Breyting á deiliskipulagi

2507034

Landeigendur í Heysholti Guðmundur Björnsson kt. 030537-3199 og Guðrún Lóa Kristinsdóttir kt. 270139-2809 eigendur eigna með landeignanúmer L164975 og L216515 og Landborga kt: 580581-0569 eigandi eignar með landeignanúmer L216516 er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Heysholts sem samþykkt var með auglýsingu í B-deild 7.6.2013.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst að

? Mörk skipulagssvæðis stækkar til norðurs.

? Afmörkuð er ný 3.300 m² lóð fyrir rotþró.

? Lóð nr. 8 minnkar úr 4.110 m² í 2.600 m². Byggingarreitur á lóð 8 minnkar.

? Samhliða breytingunni var lóðastærð lóðar til síðari nota lagfærð til samræmis við mæliblað úr 57.935 m² í 62.043 m².

? Lóð til síðari nota fyrir frístundabyggð stækkar úr 57.935 m² (62.043m²) í 65.343 m².

? Byggingarreitur hótels færist til á lóð. Með snúningi byggingarreits næst betra útsýni og húsið situr betur gagnvart sólu.

? Staðsetning spennistöðvar lóðar færist til til samræmis við landeignaskrá.

Ný lóð fyrir Rotþró 3.300 m², sem tekin er úr landi Heysholts með landeignanúmeri L164975 verður í eigu Landborga og mun tilheyra landeignanúmeri L216516 eftir breytingu. Lóð til síðari nota fyrir frístundabyggð L216515 mun stækka um 3.300 m²
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Lautir, Álfaborgir 5, Deiliskipulag.

2507053

Landeigandi óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, hluta úr Álfaborgum 5 eða svæði sem mun fá heitið Lautir. Lautir eru hluti af Álfaborgum en staðsett sunnan Húsagarðsvegar. Áform eru að skilgreina Lautir sem lögbýli. Á jörðinni er fyrirhugað að stunda grænmetisræktun og sjálfbæra vöruþróun. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og að hluti núverandi útihúsa verði nýttur sem vinnustofur fyrir myndlist og vöruhönnun. Útleiga og gisting verður tengd þeirri skapandi og sjálfbæru starfsemi sem fram fer á staðnum. Lögð er fram skipulagslýsing frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur M11 arkitektum dags. júlí 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin leggur til að lýsingin skuli kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði kynnt á heimasíðu sveitarfelagsins ásamt í skipulagsgátt, undir sínu máli.

16.Leynir 2. Deiliskipulag.

2508002

Í gildi er deiliskipulag fyrir Leyni, dags. B-deildar auglýsingar 28. jan. 2021. Í því skipulagi var heimild fyrir nokkuð umfangsmikilli gistingu og þjónustu við ferðamenn. Með nýju deiliskipulagi er dregið verulega úr umfangi starfsemi. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Nýtt deiliskipulag nær yfir um 4 ha af landi Leynis 2. Leynir 2 er skráð 25 ha að stærð skv. fasteignaskrá HMS. Gert er ráð fyrir gistingu í þjónustuhúsi og minni gestahúsum (kúluhúsum) fyrir allt að 50 gesti, skv. flokki II. Þá verður áfram heimilt að reka tjaldsvæði. Sett er fram skipulagslýsing frá Eflu dags. 28.7.2025 í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin leggur til að lýsingin skuli kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt í skipulagsgátt, undir sínu máli. Nefndin áréttar að eldra deiliskipulag fellur úr gildi við gildistöku þess nýja.

17.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Deiliskipulag

2412017

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss, vélageymslu og tengdra útihúsa. Tillagan var auglýst frá og með 13.2.2025 til og með 3.4.2025. Umsagnir bárust frá Náttúruverndarstofnun, Veitum, Landsneti og Mílu sem gerðu engar athugasemdir; frá Brunavörnum sem gera kröfu um 32 tonna öxulþunga og að trjágrðour hindri ekki aðkomuleiðir skökkviliðs; frá Vegagerðinni sem gerir athugasemdir við að fjarlægðir milli vegtenginga skuli ekki sýndar á uppdrætti; frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir athugasemdir við að sjá ekki í hverju starfsemi innan svæðis sé fólgin og að ekki sé gerð nein grein fyrir áhrifum á vatnshlot og frá Önnu Sigrúnu Guðmundsdóttur, eiganda að 25% eignarhlutar í jörðinni Háfshóli, sem gerir athugasemdir við að eignarhald og afmörkun lóðanna sé ekki í samræmi við áður samþykkt gögn og að samráð við aðra landeigendur hafi ekki verið sinnt. Lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 14.5.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar jafnframt til fyrri bókana vegna sama máls og vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi.

18.Lyngás. Breyting á deiliskipulagi

2410080

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 25.3.2010. Breytingin tekur til tveggja nýrra lóða, vegtengingar og hljóðmanar. Stærð svæðis er um 1,6 ha og verða lóðir 11 í stað 9 áður. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 28.10.2024. Tillaga var auglýst frá og með 13.11.2024 til og með 1.1.2025. Vegna óverulegra breytinga sem gerðar voru á skilmálum í aðalskipulagi eftir auglýsingu tillögunnar þarf að taka hana fyrir á nýjan leik.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2507054

Þorkell Jónsson fyrir hönd landeigenda Bjálmholts L165072 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á framleiðslu- og þjónustuhúsi til að framleiða og selja afurðir sínar, ásamt því að taka á móti ferðamönnum til að kynna starfsemi bæjarins. Lögð er fram tillaga frá M11 arkitektum dags. 5.8.2025.

Fallið hefur því verið frá uppbyggingu nær Landvegi og tilheyrandi málum því lokað, bæði í málakerfinu og í skipulagsgáttinni.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Svínhagi SH-19. Leiðrétting á skipulagsmörkum.

2507043

Breyting gerð á skipulagsmörkum til samræmis við rétta skráningu og afmörkun lóðarinnar Svínhagi SH-19. Uppdráttur frá Landmótun dags. ágúst 2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin er einungis gerð til að samræmast áður samþykktum lóðamörkum.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur jafnframt ekki ástæðu til grenndarkynningar.
Fylgiskjöl:

21.Rangárflatir 2-6. Breyting á skipulagsmörkum að Suðurlandsvegi

2508008

Gerð er breyting á skipulagsmörkum sem snúa að skipulagsmörkum Suðurlandsvegar og að auki sett inn kvöð um legu jarðstrengs á Rangárflötum 2.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem tillagan hefur engin áhrif á aðra en sveitarfélagið sjálft.

22.Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á skipulagsmörkum við Suðurlandsveg.

2508007

Gerð er breyting á deiliskipulagi Gaddstaða þar sem skipulagsmörk sköruðust við skipulagsmörk í deiliskipulagi Suðurlandsvegar.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem tillagan hefur engin áhrif á aðra en sveitarfélagið sjálft.

23.Suðurlandsvegur gegnum Hellu. Deiliskipulag

2301069

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun þess eðlis að skipulagsmörk sköruðust við aðrar aðliggjandi skipulagsáætlanir og því þurfi að breyta. Lögð er fram ný tillaga frá Eflu dags. 28.7.2025 þar sem skipulagsmörkin hafa verið samræmd.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst að nýju þar sem of langur tími hefur liðið frá síðustu auglýsingu. Tillagan skuli því endurauglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en af auglýsingu verður þarf að samræma mörk í deiliskipulagi Rangárflata og fyrir Gaddstaði íbúðasvæði.

24.Giljanes. Deiliskipulag

2405012

Eigendur lóðarinnar Giljanes L165242 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru um byggingu frístundahúss, gestahúss, bílskúrs og lítils gróðurhúss. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Lögð eru fram uppfærð gögn eftir auglýsingu tillögunnar þar sem vegtengingar að Hallstúni spildu og Giljanesi eru samþykktar með fyrirvara um að núverandi túntenging að Lýtingsstöðum landi 1 L223208 verði ekki samþykkt fyrir aðra starfsemi.
Dregist hefur að afgreiða tillöguna þar sem ekki náðist samkomulag um tengingar inná spilduna frá Hagabraut. Með samþykkt Vegagerðarinnar er litið svo á að samkomulag liggi fyrir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Hallstún spilda L203254. Deiliskipulag

2408057

Eigandi Hallstúns spildu L203254 hefur lagt fram tillöggu að deiliskipulagi af lóð sinni samhliða breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi landnotkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustunot. Fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónsutu fyrir allt að 20 gesti. Lögð eru fram uppfærð gögn eftir auglýsingu tillögunnar þar sem vegtengingar að Hallstúni spildu og Giljanesi eru samþykktar með fyrirvara um að núverandi túntenging að Lýtingsstöðum landi 1 L223208 verði ekki samþykkt fyrir aðra starfsemi.
Dregist hefur að afgreiða tillöguna þar sem ekki náðist samkomulag um tengingar inná spilduna frá Hagabraut. Með samþykkt Vegagerðarinnar er litið svo á að samkomulag liggi fyrir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Norður Nýibær Fyrirspurn Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag.

2505009

Landeigandi hefur fengið heimild til breytingar á núverandi landnotkun á hluta landareignar Norður-Nýibær L165410. Heildarstærð svæðis er um 25 ha og hluti þess verður skilgreindur sem íbúðabyggð. Fyrirhugað er að hluti íbúðarlóða verði 1 - 1,5ha að stærð hver og að heimilt verði að reisa íbúðarhús og bílskúr auk gestahúsa til útleigu allt árið um kring fyrir ferðamenn. Heimild yrði til lítilsháttar reksturs innan svæðis. Gert er ráð fyrir aðkomu að norðanverðu inn á spilduna af Þykkvabæjarvegi. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 29.7.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Hagi v Selfjall 2. Breyting á landnotkun í landbúnað

2506043

Eigendur lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði föst búseta og byggingarheimildir uppfærðar skv. því. Óskað er samhliða eftir að landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði til samræmis við fram lögð áform. Lýsing skipulagsáforma var kynnt í Skipulagsgátt undir máli nr. 818/2025 ásamt máli nr. 899/2025, á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði. Jafnframt var lýsingin grenndarkynnt til sömu aðila og gerðu athugasemdir við síðustu áform lóðarhafa. Teknar eru saman umsagnir sem bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um fram komnar umsagnir við kynningu á lýsingu skipulagsáforma vegna breytinga á landnotkun og fór yfir viðbrögð við þeim. Nefndin gerir engar athugasemdir við að lögð verði fram tillaga að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi auk þess að tillaga að deiliskipulagi verði lögð fram og auglýst samhliða.

28.Rafstrengur við Laufafell. Tilkynning um matskyldu

2507051

Öryggisfjarskipti ehf leggur fram matstilkynningu vegna tilkynningaskyldrar framkvæmdar á verndarsvæði í þjóðlendu. Framkvæmdin felur í sér lagningu rafstrengs í jörð á tæplega 4 km leið frá stöðvarhúsinu við rætur Laufafells í fjarskiptamastur á toppi Laufafells. Gert er ráð fyrir að strengurinn liggi frá stöðvarhúsinu

og að fjallveginum Fjallabaksleið syðri þar sem strengurinn þverar veginn. Þaðan liggur hann áfram eftir rótum Laufafells meðfram Laufahrauni í átt að Laufavatni en þaðan er hann lagður upp öxl í

fellinu að mastrinu. Núverandi strengur verður aflagður og fluttur á brott.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir tilkynningu matsaðila. Niðurstaða nefndarinnar er að endurnýjun á rafstreng við Laufafell sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin vill ítreka að ný lega rafstrengsins skuli færð inná deiliskipulag þegar rétt lega hans liggur fyrir.

29.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 149

2506008F

Umsóknir um byggingarleyfi og beiðnir um umsagnir vegna leyfismála sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 149 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

30.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 150

2507007F

Umsóknir um byggingarleyfi og beiðnir um umsagnir vegna leyfismála sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 150 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:30.