1.Hvammsvirkjun. Framkvæmdaleyfi byggt á bráðabirgða virkjanaleyfi 2025
2508005
Lögð er fram umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna undirbúningsframkvæmda vegna Hvammsvirkjunar, dags. 11. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum.
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í neðanverðri Þjórsá norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 ? Hvammsvirkjun. Fyrirhugað inntakslón virkjunarinnar, Hagalón, er áætlað í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli.
Framkvæmdaleyfisumsókn Landsvirkjunar tekur einungis til undirbúningsframkvæmda virkjunarinnar sem þegar eru hafnar og hafa ekki áhrif á vatnshlot sbr. virkjunarleyfi til bráðabirgða, dags. 11. ágúst 2025. Undirbúningsframkvæmdirnar felast í gerð aðkomuvegar og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerðs, þ.m.t. efnisvinnslu fyrir Búðafossveg, auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Efnisvinnsla felur í sér sprengingar og forskurð á bergi í efsta hluta fyrirhugaðs frárennslisskurðar. Framkvæmdaleyfisumsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Framkvæmdum er nánar lýst í greinargerð Landsvirkjunar og öðrum fylgigögnum umsóknar.
Eftirtalin gögn eru lögð fram hjá nefndinni:
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi, dags. 11. ágúst 2025.
Greinargerð Landsvirkjunar með umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum, dags. 11.8.2025.
Teikningar og yfirlitsmynd af framkvæmd
Deiliskipulag Hvammsvirkjunar
Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla
Skipulagsuppdráttur 1:12.500
Skipulagsuppdráttur 1:2.500
Umhverfismatsskýrsla, dags. apríl 2003
Úrskurður Skipulagsstofnunar, dags. 19. ágúst 2003
Úrskurður umhverfisráðherra, dags. 27. apríl 2004
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun matsskýrslu, dags. 16. desember 2015
Endurskoðað umhverfismat, dags. október 2017
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar, dags. 12. mars 2018
Leyfi Minjastofnunar Íslands, dags. 26. nóvember 2021
Leyfi Fiskistofu, dags. 14. júlí 2022
Virkjunarleyfi til bráðabirgða frá Umhverfis- og orkustofnun, dags. 11. ágúst 2025
Umsögn Náttúruverndarstofnunar, dags. 12. ágúst 2025.
Minnisblað Landsvirkjunar, dags. 13. ágúst 2025 vegna umsagnar Náttúruverndarstofnunar.
Greinargerð í samræmi við 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdarinnar, dags. 13.8.2025
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í neðanverðri Þjórsá norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 ? Hvammsvirkjun. Fyrirhugað inntakslón virkjunarinnar, Hagalón, er áætlað í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli.
Framkvæmdaleyfisumsókn Landsvirkjunar tekur einungis til undirbúningsframkvæmda virkjunarinnar sem þegar eru hafnar og hafa ekki áhrif á vatnshlot sbr. virkjunarleyfi til bráðabirgða, dags. 11. ágúst 2025. Undirbúningsframkvæmdirnar felast í gerð aðkomuvegar og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerðs, þ.m.t. efnisvinnslu fyrir Búðafossveg, auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Efnisvinnsla felur í sér sprengingar og forskurð á bergi í efsta hluta fyrirhugaðs frárennslisskurðar. Framkvæmdaleyfisumsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Framkvæmdum er nánar lýst í greinargerð Landsvirkjunar og öðrum fylgigögnum umsóknar.
Eftirtalin gögn eru lögð fram hjá nefndinni:
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi, dags. 11. ágúst 2025.
Greinargerð Landsvirkjunar með umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum, dags. 11.8.2025.
Teikningar og yfirlitsmynd af framkvæmd
Deiliskipulag Hvammsvirkjunar
Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla
Skipulagsuppdráttur 1:12.500
Skipulagsuppdráttur 1:2.500
Umhverfismatsskýrsla, dags. apríl 2003
Úrskurður Skipulagsstofnunar, dags. 19. ágúst 2003
Úrskurður umhverfisráðherra, dags. 27. apríl 2004
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun matsskýrslu, dags. 16. desember 2015
Endurskoðað umhverfismat, dags. október 2017
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar, dags. 12. mars 2018
Leyfi Minjastofnunar Íslands, dags. 26. nóvember 2021
Leyfi Fiskistofu, dags. 14. júlí 2022
Virkjunarleyfi til bráðabirgða frá Umhverfis- og orkustofnun, dags. 11. ágúst 2025
Umsögn Náttúruverndarstofnunar, dags. 12. ágúst 2025.
Minnisblað Landsvirkjunar, dags. 13. ágúst 2025 vegna umsagnar Náttúruverndarstofnunar.
Greinargerð í samræmi við 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdarinnar, dags. 13.8.2025
Skipulags- og umferðarnefnd hefur kynnt sér framkvæmdaleyfisumsóknina og önnur framlögð gögn og telur framkvæmdina sem lýst er í umsókn og framlögðum skjölum vera í samræmi við skipulagsáætlanir, matsskýrslu, úrskurði og ákvarðanir vegna umhverfismats framkvæmdanna og önnur fyrirliggjandi gögn þ.m.t. greinargerð Landsvirkjunar með framkvæmdaleyfisumsókn um nánar tilteknar undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Þá liggur fyrir greinargerð í samræmi við 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdarinnar, dags. 13.8.2025. þar sem fram koma skilyrði og mótvægisaðgerðir vegna framkvæmdarinnar auk þess að eftirlitsnefnd verði skipuð. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi greinargerð skv. 13. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdarinnar verði samþykkt sem umsögn sveitarstjórnar um framkvæmdaleyfisumsóknina og að fallist verði á útgáfu framkvæmdaleyfis vegna undirbúningsframkvæmda vegna Hvammsvirkjunar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn Landsvirkjunar og önnur fyrirliggjandi gögn. Nefndin telur að framkvæmdaaðili hafi sýnt fram á að brýna nauðsyn beri til framkvæmdanna vegna mikilvægra almannahagsmuna með vísan til fyrirsjáanlegs orkuskorts í landinu sbr. orkuspá Umhverfis- og orkustofnunar og raforkuspá Landsnets, til þess að tryggja raforkuöryggi í landinu og framboð af orku til orkuskipta. Einnig að í fyrirliggjandi gögnum sé næg grein gerð fyrir framkvæmdum við Hvammsvirkjun umfram aðra valkosti.
Fundi slitið - kl. 09:30.