1.Leynir 2 L224463. Landskipti. Leynir 4.
2508069
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr lóð sinni, leyni 2 L224463, lóð sem fengi heitið Leynir 4, yrði 210251,7 m² að stærð og fengi landeignanúmerið Lxxxxxx, skv. merkjalýsingu frá Hörpu Birgisdóttur dags. 25.8.2025. Um óbreytta landnotkun er að ræða. Leynir 2 yrði 40000 m² að stærð eftir skiptin og hugsuð undir núverandi tjaldsvæði og tengda starfsemi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
2.Norður Nýibær 2. Landskipti
2508070
Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörðum sínum, Norður Nýibær 2 L219861 og Norður Nýibær L165410. Norður-Nýibær 2 L219861 minnkar um 1214,5 m² og fer mismunurinn inn í Norður-Nýjabæ L165410.
Stofna á 2 lóður úr Norður-Nýja bæ 2 L219861. Norður-Nýibær 3, 2524,8 m² og landeignanúmerið Lxxxxxx og Norður-Nýibær 4, 2579,6 m² og Lxxxxxx.
Stofna á 4 lóðir úr Norður-Nýjabæ L165410. Norður-Nýibær 1, 6254,5 m² og Lxxxxxx, Norður-Nýibær 1B, 2674,5 m² og Lxxxxxx, Norður-Nýibær 1C, 12626,5 m² og Lxxxxxx og Norður-Nýibær4B, 16998,2 m² og Lxxxxxx.
Norður-Nýibær 2, L219861 verður 2378,5 m² eftir breytingu.
Norður-Nýibær L165410 verður 50,6 ha eftir breytingu.
Stofna á 2 lóður úr Norður-Nýja bæ 2 L219861. Norður-Nýibær 3, 2524,8 m² og landeignanúmerið Lxxxxxx og Norður-Nýibær 4, 2579,6 m² og Lxxxxxx.
Stofna á 4 lóðir úr Norður-Nýjabæ L165410. Norður-Nýibær 1, 6254,5 m² og Lxxxxxx, Norður-Nýibær 1B, 2674,5 m² og Lxxxxxx, Norður-Nýibær 1C, 12626,5 m² og Lxxxxxx og Norður-Nýibær4B, 16998,2 m² og Lxxxxxx.
Norður-Nýibær 2, L219861 verður 2378,5 m² eftir breytingu.
Norður-Nýibær L165410 verður 50,6 ha eftir breytingu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
3.Hagi Hallandi 2 landskipti vegsvæði
2508073
Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Haga Hallanda 2, L235867, óskar eftir að fá að skipta út 316 m2 undir vegsvæði vegna Hagabrautar skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 16.4.2024. Ný spilda fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og heitið Hagi Hallandi 2 vegsvæði. Hagi Hallandi 2 er 4.797,3 m² og verður því 4.481,3 m² eftir skiptin. Merkjalýsing frá Helgu Bryndísi Björnsdóttur dags. 11.4.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
4.Árbæjarhellir land 2, L198670. Landskipti. Skjólvegur 7
2509002
Landeigendur óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Árbæjarhellir land 2 L198670, lóð sem yrði 6814,3 m² að stærð, fengi heitið Skjólvegur 7, L240036, og er í samræmi við deiliskipulag og merkjalýsingu frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur dags. 21.8.2025. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðanna en þær eru á skilgreindu íbúðarsvæði i aðalskipulagi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
5.Heiðvangur 6 og 8. Staðfesting á lóðamörkun
2508060
Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 6 og 8 við Heiðvang Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 26.8.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
6.Heiðvangur 4 og 6. Staðfesting á lóðamörkum
2507040
Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 4 og 6 við Heiðvang Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 26.8.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
7.Gaddstaðir lóð 6a. Krafa um afturköllun byggingarleyfis. Kæra 126
2508052
Brynjar Lúðviksson einn eiganda að Gaddstöðum lóð 6a, krefst þess að byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við gestahús Halldórs Lúðvíkssonar verði afturkallað. Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var lögð fram af hálfu Brynjars. Meðfylgjandi eru athugasemdir Rangárþings ytra vegna umræddrar stjórnsýslukæru nr. 126/2025. Gögn málsins hafa þegar verið lögð fram til nefndarinnar með athugasemdum v. stöðvunarkröfu í sama máli. Úrskurður liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar
8.Hvammsvirkjun. Kæra 130_2025 vegna veitingu framkvæmdaleyfis.
2508039
Meðfylgjandi er greinargerð sveitarfélagsins vegna framkominnar stöðvunarkröfu í ofangreindu máli.
Lagt fram til kynningar
9.Hvammsvirkjun. Kæra nr. 131_2025
2508059
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 20.8.2025, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun Rangárþingi ytra hinn 18. ágúst 2025 um útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.
Lagt fram til kynningar
10.Hvammsvirkjun. Kæra nr. 134_2025 vegna veitingar framkvæmdaleyfis.
2508064
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 22.8.2025, móttekin af nefndinni sama dag. Kærandi dregur fyrri kæru sína nr. 129/2024 til baka. Samhliða er kærð ákvörðun Rangárþingi ytra hinn 18. ágúst 2025 um útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.
Lagt fram til kynningar
11.Hvammsvirkjun. Kæra nr. 132_2025 og 133_2025 vegna veitingu framkvæmdaleyfis.
2508062
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 21.8.2025, móttekin af nefndinni sama dag. Kærandi dregur fyrri kæru sína nr. 127/2024 til baka. Samhliða er kærð ákvörðun Rangárþingi ytra hinn 18. ágúst 2025 um útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.
Lagt fram til kynningar
Jón Ragnar situr fyrir svörum undir þessu erindi
12.Umferðarmál 2025. Staða mála
2505035
Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Farið yfir uppfærða stöðu verkefna. Bæta þarf í vinnuskjal umferðarmála stöðunni á uppsetningu hraðamerkinga, bæði á Hellu og í Þykkvabæ. Skoða þarf ástand í Þykkvabæ varðandi umferðarmerkingar almennt.
Jóni Ragnari þökkuð góð yfirferð
13.Fúsaróló - hugmynd um nýtingu
2507044
Markaðs,- menningar- og jafnréttismálanefnd óskar eftir að skipulags- og umferðarnefnd taki þetta mál fyrir til umsagnar á næsta fundi.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur vel í hugmyndina um lystigarð eða fjölskyldulund á Fúsaróló og telur hana rúmast innan skipulagsskilmála. Lagt er til að skipulagsfulltrúa og markaðs- og kynningarfulltrúa verði falið að fullvinna tillöguna í samráði við Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd, kynna hana nærliggjandi lóðarhöfum og setja inn í vinnu við yfirstandandi hverfisskipulag.
14.Bjallavað. Deiliskipulag áningarstaðar
2503056
Náttúruverndarstofnun hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir áningarstað við Bjallavað, á mörkum Friðlands að Fjallabaki. Gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðafólk með gerð bílastæða, kamra, skilta og stígakerfis. Skipulagsgögn frá Landmótun dags. 13.3.2025. Tillagan var auglýst frá og með 23.7.2025 til og með 3.9.2025. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Náttúruverndarstofnun, Veðurstofu Íslands, sem gerðu engar athugasemdir, frá Vegagerðinni sem gerir athugasemdir við að bílastæði geti verið of nálægt vegi; frá Landsneti sem gerir engar athugasemdir en bendir á að á svæðinu liggi háspennulína, Sigöldulína 4, sem sýna þarf aðgát við allar framkvæmdir; frá Náttúrufræðistofnun sem gerir athugasemdir við að í greinargerðinni kemur hvergi fram hver verður rekstrar- og þjónustuaðili svæðisins.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Dynskálar 48. Framkvæmdaleyfi vegna færslu hitaveitulagnar
2508072
Veitur óska eftir framkvæmdarleyfi við færslu á hitaveitulögn. Núverandi lega lagnar er meðfram Suðurlandsvegi og beygir upp á milli húsa 46 og 48. Samkvæmt hönnun mun lögnin eftir framkvæmd liggja á milli húsa 48 og 50 og verður þá ekki undir byggingarreit.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til umsækjanda á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið.
16.Hagi v Selfjall 2. Breyting á landnotkun í landbúnað
2506043
Eigendur lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði föst búseta og byggingarheimildir uppfærðar skv. því. Óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði til samræmis við fram lögð áform. Lýsing skipulagsáforma var kynnt í Skipulagsgátt undir máli nr. 818/2025 ásamt máli nr. 899/2025, á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði. Jafnframt var lýsingin grenndarkynnt til sömu aðila og gerðu athugasemdir við síðustu áform lóðarhafa. Lögð er fram tillaga að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundalóð yrði breytt í landbúnaðarlóð.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins og að kynning standi fram til lok dags 9. september.
17.Rafstrengur við Laufafell. Tilkynning um matskyldu
2507051
Rafstrengur við Laufafell, nr. 1043/2025. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu lögð fram.
Lagt fram til kynningar
18.Kjarralda 1.Umsókn um lóð
2508049
Ástríkur ehf. sækir um lóð nr. 1 við Kjarröldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2026 Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.
Nefndin fjallar um umsókn Ástríks ehf., dags. 11. ágúst 2025, um lóð nr. 1 við Kjarröldu undir byggingu raðhúss. Fram kemur í umsókn að æskilegur byrjunartími framkvæmda sé á árinu 2026 og að áætlaður byggingartími sé eitt ár.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
19.Kjarralda 3.Umsókn um lóð
2508048
Ástríkur ehf sækir um lóð nr. 3 við Kjarröldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2026. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.
Nefndin fjallar um umsókn Ástríks ehf., dags. 11. ágúst 2025, um lóð nr. 3 við Kjarröldu undir byggingu raðhúss. Fram kemur í umsókn að æskilegur byrjunartími framkvæmda sé á árinu 2026 og að áætlaður byggingartími sé eitt ár.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
20.Lyngalda 3. Umsókn um lóð
2508047
Ástríkur ehf sækir um lóð nr. 3 við Lyngöldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2026 Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.
Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindi umsækjanda þar sem sveitarfélagið hefur áform um að ráðstafa lóðinni undir félagslegt leiguhúsnæði.
21.Lyngalda 2. Umsókn um lóð
2508046
Ástríkur ehf sækir um lóð nr. 2 við Lyngöldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2026 Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.
Nefndin fjallar um umsókn Ástríks ehf., dags. 11. ágúst 2025, um lóð nr. 2 við Lyngöldu undir byggingu raðhúss. Fram kemur í umsókn að æskilegur byrjunartími framkvæmda sé á árinu 2026 og að áætlaður byggingartími sé eitt ár.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin áréttar að samkvæmt samþykktum úthlutunarreglum lóðar í Rangárþingi ytra, sem samþykktar voru 8. janúar 2025, skal umsækjandi tilgreina með glöggvum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða við innsendingu umsóknar.
Einnig kemur fram í reglum að við úthlutun lóða skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóð ekki vera lengri en 8 mánuðir frá því að viðkomandi hverfi eða hverfishluti er tilbúinn til framkvæmda.
Nefndin telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram með umsókninni uppfylli ekki skilyrði um nægilega skýra tímasetningu framkvæmda. Það er ekki talið nægjanlegt að tilgreina einungis að „æskilegur byrjunartími framkvæmda sé 2026“, þegar umsókn er tekin til afgreiðslu í september 2025.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um framkvæmdaáform og tímasetningu framkvæmda áður en tekin verður endanleg afstaða til umsóknarinnar á næsta fundi nefndarinnar.
22.Sleppnisflatir 8. Umsókn um lóð
2509003
G.G. tré ehf sækir um lóð nr. 8 við Sleipnisflatir til að byggja á henni iðnaðarhús úr stáli. Umsókn barst 29.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er október 2025. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 3 mánuðir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsókn aðila og telur að hún uppfylli meginskilyrði samþykktra úthlutunarreglna til afgreiðslu. Nefndin samþykkir að lóðinni Sleipnisflötum 8 verði úthlutað til G.G. trés ehf til að byggja á henni iðnaðarhús úr stáli í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
23.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 151
2508002F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 151 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
24.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 152
2508009F
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 152 er að ræða.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 10:30.