51. fundur 18. september 2025 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Faxaflatir Landskipti. Faxaflatir 2a.

2505039

Landeigandi hefur skipt úr landi sínu, Faxaflötum L225962, lóð 9185,1 m² að stærð, fékk heitið Faxaflatir 2a og L239526 í samræmi við merkjalýsingu frá Hörpu Birgisdóttur dags. 13.5.2025. Vegna legu lagna á lóðamörkum var lóðin færð til austurs, en engar breytingar gerðar á stærð hennar nema lóðin Faxaflatir L225962 minnkar sem því nemur. Engar breytingar verða gerðar á landnotkun lóðarinnar en hún er á skilgreindu svæði VÞ22, Verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við breytta legu lóðanna og leggur til að sveitarstjórn samþykki umrædd áform.

2.Heiðvangur 14 og Rangárþing ytra. Staðfesting á lóðamörkum

2509019

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 14 við Heiðvang og sveitarfélagsins úr landi Gaddstaða L164482. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 26.8.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Farið yfir stöðuna frá síðasta fundi. Skipulags- og umferðarnefnd ítrekar að góðar merkingar séu við hraðahindranir svo komið verði í veg fyrir skemmdir utan vega.

4.Laufafell. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs.

2509008

Öryggisfjarskipti sækir um framkvæmdaleyfi til endurnýjunar og nýlagnar á rafstreng fyrir fjarskiptastöðina við Laufafell. Ákvörðun um matskyldu liggur fyrir þar sem Skipulagsstofun leit svo á að frmkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Umsögn Forsætisráðuneytisins liggur fyrir.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar og nýlagnar á rafstreng í Laufafelli sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er framkvæmdin í samræmi við skipulagsáætlanir. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum. Nefndin leggur áherslu á að haft skuli samráð við Vegagerðina vegna þverunar á vegi og að kallað verði eftir aðkomu Minjastofnunar áður en framkvæmdir hefjast. Jafnframt skuli gerðar breytingar á gildandi deiliskipulagi áður en framkvæmdir hefjast.

5.Framkvæmdaleyfi vegna efnisflutninga í tengslum við uppbyggingu Landvegar.

2509040

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi skv. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til handa fyrirtækinu fyrir notkun núverandi námuvegar fyrir flutning á efni frá Sultartangaskurði. Landsvirkjun vinnur þar að frágangi í kjölfar framkvæmda sem voru þar á sínum tíma. Efni verður flutt eftir fyrr nefndum námuvegi meðfram Þjórsá og að Landvegi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna enduruppbyggingar á gömlum námuvegi sbr. framlagðan uppdrátt og önnur gögn málsins verði samþykkt enda er framkvæmdin í samræmi við skipulagsáætlanir. Umsögn Forsætisráðuneytisins liggur fyrir þar sem ekki voru gerðar neinar athugasemdir. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið og hafa eftirlit með framkvæmdunum.

6.Langalda að Tungnaá. Framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara og rafstreng.

2509017

Orkufjarskipti óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs og ljósleiðara frá Langöldu og yfir Tungnaá og að rafmagnsskáp Búðarháls (Ásahrepp). Lengd lagnar innan Rangárþings ytra er um 900 metrar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Rangárþings ytra. Mælist nefndin til þess að áður en leyfið verður samþykkt til útgáfu verði leitað umsagnar forsætisráðuneytisins þar sem um svæði á þjóðlendu er að ræða. Sett verði fram skilyrði fyrir útgáfu leyfisins á grundvelli þeirra umsagna sem berast vegna málsins. Að auki er það niðurstaða nefndarinnar að lagning ljósleiðara á umræddu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum

7.Hekluskarð. Breyting á deiliskipulagi.

2509026

Verið er að breyta afmörkun deiliskipulagssvæðisins þar sem aðkoma að Hekluskarði 1 (L205145) er ekki lengur um afleggjara út frá þjóðveg nr. 26 (landvegur að Leirubakka) heldur hefur aðkoman verið færð á nýjan afleggjara út frá vegi að Stóru-Völlum. Afmörkunin breytist einnig að norð-vestan verðu svo hún nái yfir lóð B4 L209909, sem skipta á upp í 4 skika, Hekluskarð 2, 3, 4 og 5. Innan byggingarreita er heimilt að reisa 1 íbúðarhús að hámarki 150 m2. Húsið má vera ein hæð og ris. Hámarksmænishæð 6,5 m, mælt frá efri brún gólfplötu og upp á mæni. Þar að auki er heimilt að byggja gestahús að hámarksstærð 40 m2 innan byggingarreitsins. Þakform er frjálst. Skipulagsgögn frá Landslagi dags. 5.9.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi sem birt var með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 26.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Austvaðsholt 2. Deiliskipulag

2509025

Eigendur jarðarinnar Austvaðsholt 2 óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar. Í undirbúningi er bygging á nýju íbúðarhúsi á jörðinni fyrir barn eigenda og er ætlunin að skipta út landskika fyrir hann þar sem hann gæti byggt íbúðarhús,bílskúr, skemmu, gestahús, gróðurhús og etv. hús til útleigu fyrir ferðamenn í samræmi við gildandi ákvæði aðalskipulags.

Eigendur jarðarinnar ætla að búa áfram í húsi þeirra á jörðinni en vilja útbúa lóð fyrir það og geta byggt gróðurhús og skemmu ásamt gestahúsi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að áform umsækjanda samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar.
Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við að skipt verði út lóðum í samræmi við áherslur deiliskipulagsins.

9.Fjallaland 38. Aukning á byggingarmagni

2509024

Eigandi lóðar nr. 38 í Fjallalandi óskar eftir að byggingarheimild hækki úr 250 m² sem er skv. gildandi deiliskipulagi í 400 m². Lóðin er 1 ha að stærð og er hornlóð.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarmagn verði aukið á þeim lóðum sem upp á það bjóða en telur rétt að áformin verði frekar útfærð af hálfu sumarhúsafélagsins á staðnum, ef aðrir lóðarhafar myndu vilja ráðast í sambærilegar breytingar. Nefndin leggur því til að óskað verði eftir umsögn sumarhúsafélagsins um áform umsækjanda og að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir tilheyrandi svæði ef vilji er til þess.

10.Stekkhólar L165069. Deiliskipulag

2509014

Landeigendur Stekkhóla L165069 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þremur byggingarreitum, þar sem heimit verði að byggja íbúðarhús, frístundahús, hesthús með reiðhöll og skemmu. Aðkoma að jörðinni er frá Árbæjarvegi og um vegi innan jarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Hverfisskipulag

2311053

Kynnt hefur verið lýsing skipulagsáforma vegna vinnu við hverfisskipulag fyrir elsta bæjarhluta Hellu. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Leikskálum til suðurs, Ytri-Rangá til vesturs, lóðum við Ártún og Nestún til norðurs og lóðum við Hólavang til austurs. Hverfisskipulagið nær til elsta bæjarhluta Hellu en innan skipulagssvæðisins eru um 42 lóðir og eru flestar þeirra nú þegar byggðar. Lögð eru fram drög að húsakönnun og staðan á verkefninu kynnt.
Staða verkefnisins kynnt.

12.Byggingar reistar á hamfarasvæðum.

2509036

Áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að standa vörð um og tryggja að áhættumat náttúruvár, sérstaklega vegna vatnsflóða, sé uppfært og skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Kallað verði eftir samráði með almannavörnum við mat á hættusvæðum innan sveitarfélagsins.

13.Hvammsvirkjun. Kæra 130_2025 vegna veitingu framkvæmdaleyfis.

2508039

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir frá sér bráðabirgðaúrskurð í máli vegna kæru nr. 130/2025, þar sem hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda.

Lögð er fram uppfærð greinargerð leyfisveitanda.
Lagt fram til kynningar

14.Hvammsvirkjun. Kærur nr. 131_2025 til og með 134_2025

2508059

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendi afrit kæru dags. 20.8.2025, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun Rangárþingi ytra hinn 18. ágúst 2025 um útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun. Lögð er fram greinargerð leyfisveitanda sem send hefur verið til Úrskurðarnefndar. Greinargerðin er vegna kæra nr. 131-134.
Lagt fram til kynningar

15.Tungnaáreyrar E70 og Ferjufit E122. Stækkun efnistökusvæða. Breyting á aðalskipulagi

2509009

Landsvirkjun óskar eftir því að fá að hefja breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 með það í huga að stækka tvö efnistökusvæði sem eru á núverandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Efnistökusvæðin eru eftirfarandi:

Tungnaáreyrar E70- á aðalskipulagi 50.000m³ upp í 100.000m³

Ferjufit E122- á aðalskipulagi 10.000m³ upp í 100.000 m³.

Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 5.9.2025.
Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir bæði efnistökusvæðin.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til að eftir kynningu lýsingarinnar skuli tillaga unnin fyrir hvort svæði um sig.

16.Gaddstaðaeyja. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2401044

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í Gaddstaðaeyju, þar sem gert verði ráð fyrir breytingu á landnotkun þar sem núverandi Óbyggt svæði verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Lýsing skipulagsáforma var kynnt til og með 14. júní sl. Alls bárust 11 umsagnir. Lögð er fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim. Tillaga lögð fram frá Eflu dags. 11.9.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust í kynningu lýsingarinnar og telur að brugðist hafi verið við ábendingum sem þar komu fram við gerð tillögunnar. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins og í skipulagsgátt.

17.Mosar deiliskipulag

2210013

Sett er fram ný tillaga að deiliskipulagi fyrir Mosa (landnr. 227577) þar sem gert er ráð fyrir 15 frístundalóðum. Settir eru skilmálar um byggingar og yfirbragð á lóðunum. Mosar eru við Bjallaveg (nr. 272) og er aðkoma af honum að svæðinu. Skipulagssvæðið er 15,3 ha að stærð. Eldra mál nr. 991/2023 í Skipulagsgátt verður fellt út.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Ytri-Skógar, breytingar á gamla héraðsskólanum, br á dsk

2509015

Rangárþing eystra óskar eftir umsögn vegna breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Skóga dags. 6.2.2013. Deiliskipulagsbreytingin tekur til Skólavegs 1, L163674 þar sem áður var héraðsskóli Skóga. Með breytingunni er gert ráð fyrir að hámarks byggingarmagn á lóðinni verði 8.700 m² á allt að þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 78 bílastæðum.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagða tillögu.

19.Faxaflatir, breyting á deiliskipulagi.

2503029

Landsvirkjun vinnur að breytingu á deiliskipulagi fyrir Faxaflatir, þar sem lóð er bætt við á vestanverðu svæðinu. Lóðin fengi staðfangið Faxaflatir 2a og yrði 9.185 m². Á lóðinni er heimilt að reisa blandað skrifstofu og lagerhúsnæði á einni til tveimur hæðum. Afmörkun lóðarinnar hefur verið breytt án breytingar á stærð hennar. Tilfærslan gerir það að verkum að heildarlóðin minnkar að sama skapi.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem umrædd breyting hefur engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið.

20.Sælusel (Efra-Sel 1H og Efra-Sel 1 land). Breyting á deiliskipulagi.

2505083

Eigandi Efra-Sels 1 lands L217098 og Efra-Sels 1H L232832 hefur fengið heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 15. maí 2009. Breyting A var samþykkt 10. mars 2022 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 22. ágúst 2022.

Tillagan var auglýst frá og með 22.7.2025 til og með 6.9.2025. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Frá Mílu, Veitum, Vegagerðinni, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Náttúruverndarstofnun, Landsneti og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Aldamótaskógur - Melaskógur. Deiliskipulag

2509041

Rangárþing ytra hefur samþykkt að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir Aldamótaskóg og Melaskóg. Svæðið er hugsað sem útivistarsvæði til almennrar notkunar og snýst deiliskipulagið um að skipuleggja fjölbreyttar útivistarleiðir og áningarstaði. En einnig tryggja íbúum og almenningi gott aðgengi að útivistarsvæði. Lögð eru fram drög að tillögu frá Eflu dags. 12.9.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd líst vel á fram komnar hugmyndir en telur að skilgreina þurfi betur áningarstaði og göngu- og reiðhjólaleiðir. Jafnframt þurfi aðkomu reiðhjólafólks og hestamanna og að auki mætti kalla til fulltrúa úr grunnskólanum til að yfirfara áherslur í Melaskógi.

22.Hvammsvirkjun. Breyting á skipulagi vegna stækkunar efnistökusvæða

2501063

Landsvirkjun tilkynnir um stöðvun skipulagsáforma við stækkun efnistökusvæða vegna Hvammsvirkjunar. Mál nr. 335/2025 í skipulagsgátt.
Lagt fram til kynningar. Búið er að ljúka máli nr. 335/2025 í skipulagsgáttinni og senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar.

23.Faxaflatir 4. Fyrirspurn um stækkun lóðar.

2509044

Óskað er eftir að stækka lóðina Faxaflatir 4 til suðurs. Unnið er að samkomulagi við verslunarkeðju sem kallar á stærra húsnæði en nú er gert ráð fyrir á reitnum. Samhliða er óskað eftir að staðsetning á húsnæði færist sunnar sem stækkun nemur til að koma fyrir fleiri bílastæðum fyrir framan í tengslum við verslunarkeðjuna. Núverandi stærð lóðar og stærð á byggingarreit takmarka þessar forsendu breytingar og eru því lykilatriði í þeirri framþróun sem fyrirhuguð er.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur vel í erindi umsækjanda en telur rétt að viljayfirlýsing liggi til grundvallar stækkun lóðarinnar.
Þar sem viljayfirlýsing liggur ekki fyrir telur nefndin ekki grundvöll til stækkunar lóðarinnar að svo stöddu og frestar því erindinu.

24.Gunnarsholt 164495 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2501059

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Barna- og foreldrastofu um leyfi til breytingar á núverandi húsnæði til að hýsa meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Framkvæmd fellst í að mæta kröfum brunahönnunar og aðlaga að neyðarvistun fyrir ungmenni og er skv. aðaluppdráttum frá Batteríinu, dags. 21.1.2025. Byggingaráform voru samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa með slökkvistjóra 30.1.2025. Í júní barst erindi frá lögfræðingi eins nágranna þar sem óskað var svara við nokkrum spurningum sem snéru að afstöðu sveitarfélagsins og málsmeðferð. Gagnrýnt var að áformin skildu ekki hafa verið grenndarkynnt í það minnsta.

Áformin voru grenndarkynnt og var frestur til athugasemda til 12. september sl. Umsagnir bárust frá nágranna og frá Landi og Skógi.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur yfirfarið þær athugasemdir sem bárust á tímabili grenndarkynningar.

Hin kynntu áform felast í því að húsnæðið Miðgarður í Gunnarsholti sem áður var nýtt sem starfsmanna- og skrifstofuhúsnæði Lands og skóga mun eftirleiðis hýsa langtímameðferð fyrir skjólstæðinga Barna- og fjölskyldustofu. Af hálfu Lands og skóga hefur verið lýst yfir stuðningi við að Miðgarður verði nýttur undir fyrirhugaða starfsemi Barna- og fjölskyldustofu. Á kynningartíma barst einnig erindi frá einstaklingi á svæðinu sem telur að fyrirhuguð hagnýting Miðgarðs brjóti í bága við grenndarhagsmuni hans og að málsmeðferð sé ekki í samræmi við skipulags- og stjórnsýslulög.

Húsnæðið Miðgarður í Gunnarsholti er í dag á skilgreindu samfélagssvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Áformuð hagnýting hússins er því að fullu í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir. Nefndin telur að áformin séu að öðru leyti í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi utan þéttbýlis.

Skipulags- og umferðarnefnd vill árétta að fyrirhuguð starfsemi Barna- og fjölskyldustofu er úrræði fyrir einstaklinga sem lokið hafa greiningu og meðferð á Stuðlum í Reykjavík. Eina neyðarvistunarúrræði Barna- og fjölskyldustofu er staðsett á Stuðlum og ekki stendur til að flytja slíkt úrræði í Gunnarsholt.

Skipulags- og umferðarrnefnd hafnar með öllu staðhæfingum um að brotið hafi verið gegn málsmeðferðarreglum í ferlinu. Umfram skyldu fór fram grenndarkynning af hálfu sveitarfélagsins í því skyni að kynna áformin sem best fyrir nágrönnum og öðrum hlutaðeigandi aðilum. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi ef nauðsynlegt reynist til að klára standsetningu húsnæðisins í Miðgarði.

25.Lyngalda 3. Umsókn um lóð

2509029

Bjarg íbúðafélag hses. sækir um lóð nr. 3 við Lyngöldu til að byggja á henni 5 íbúða raðhús úr timbri. Umsókn barst 8/8.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er vor 2026. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsókn aðila og telur að hún uppfylli meginskilyrði samþykktra úthlutunarreglna til afgreiðslu. Nefndin samþykkir að lóðinni Lyngalda 3 verði úthlutað til Bjargs íbúðafélags til að byggja á henni 5 íbúða raðhús í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

26.Kjarralda 3.Umsókn um lóð

2508048

Ástríkur ehf sækir um lóð nr. 3 við Kjarröldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er apríl 2026. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár. Óskað var eftir frekari upplýsingum á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsókn aðila og telur að hún uppfylli meginskilyrði samþykktra úthlutunarreglna til afgreiðslu. Nefndin samþykkir að lóðinni Kjarralda 3 verði úthlutað til Ástríks ehf til að byggja á henni 5 íbúða raðhús í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

27.Kjarralda 1.Umsókn um lóð

2508049

Ástríkur ehf. sækir um lóð nr. 1 við Kjarröldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er apríl 2026. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár. Óskað var eftir frekari upplýsingum á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsókn aðila og telur að hún uppfylli meginskilyrði samþykktra úthlutunarreglna til afgreiðslu. Nefndin samþykkir að lóðinni Kjarralda 1 verði úthlutað til Ástríks ehf til að byggja á henni 4 íbúða raðhús í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

28.Lyngalda 2. Umsókn um lóð

2508046

Ástríkur ehf sækir um lóð nr. 2 við Lyngöldu til að byggja á henni raðhús úr timbri/steini. Umsókn barst 11.08.2025. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er apríl 2026. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár. Óskað var eftir frekari upplýsingum á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsókn aðila og telur að hún uppfylli meginskilyrði samþykktra úthlutunarreglna til afgreiðslu. Nefndin samþykkir að lóðinni Lyngöldu 2 verði úthlutað til Ástríks ehf til að byggja á henni 5 íbúða raðhús í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Fundi slitið - kl. 10:30.