52. fundur 02. október 2025 kl. 08:30 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Þjóðólfshagi 27, L192307, Þjóðólfshagi 28, L192308. Landskipti og afmarkanir

2509089

Eigandi lóðanna Þjóðólfshagi 27 og 28 óskar eftir að breyta afmörkun lóða sinna. Þjóðólfshagi 27, L192307, er með skráða stærð 8070 m² skv. fasteignaskrá HMS. Stofnuð er millispilda úr Þjóðólfshaga 27 sem síðar sameinast Þjóðólfshaga 28. Þjóðólfshagi 27 minnkar um 3353,9 m² og verður 4666,9 m² Þjóðólfshagi 28, L192308, er með skráða stærð 8660 m² skv. fasteignaskrá HMS. Þjóðólfshagi 28 stækkar um 3353,9 m² og verður 12014,5 m². Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur dags. 26.09.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Áfangastaðaáætlun Suðurlands

2101023

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu.
Farið var yfir fyrirliggjandi lista yfir áfangastaði í sveitarfélaginu.

3.Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2025

2509063

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Lagt fram til kynningar

4.Hraðahindranir. Tegundir og staðsetning

2508017

Farið yfir stöðu hraðahindrana og lagðar til úrbætur þar sem þess er þörf.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir stöðu hraðahindrana á Hellu. Nefndin telur að skipulag í kringum hraðahindranir sé verulega ábótavant og skortir heildarsýn til framtíðar. Nefndin leggur áherslu á að gott skipulag í kringum hraðahindranir sem hefur bein áhrif á öryggi vegfarenda eigi að vera sveitarfélaginu til sóma og skapa góðan bæjarbrag.

5.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Farið yfir stöðu umferðarmála 2025
Farið yfir stöðuna frá síðasta fundi. Nefndin telur brýna þörf á að göngustígar milli gatna í Öldum og Söndum verði upplýstir og að hugað verði sérstaklega að bættari lýsingu gönguleiða barna á leið til og frá skóla.
Skipulags- og umferðarnefndin telur afar brýnt að ráðist verði í gerð umferðaröyggisáætlunar fyrir þéttbýlin í sveitarfélaginu og að gert verði ráð fyrir slíku við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

6.Frumvarp til br á lögum 30_2023

2509080

Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál

Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagðar breytingar.

7.Þjóðólfshagi 1, L165164. Ósk um heimild til deiliskipulags

2509087

Eigandi Þjóðólfshaga 1 óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert er ráð fyrir að setja upp allt að 10 smáhýsi, hvert um 30 m² að stærð, á 7 hektara svæði á jörðinni Þjóðólfshaga 1. Húsin verða ætluð til ferðaþjónustu/gistirekstrar og staðsett með tilliti til landslags og náttúru, í jarðtónum og með hóflegum ummerkjum. Verkefnið er í samræmi við starfsemi á nærliggjandi jörðum þar sem þegar er rekin gisting og/eða skipulögð smáhýsi.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.

8.Krikakot - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2508027

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Íslandsturna ehf um uppsetningu á fjarskiptamastri á lóðinni Krikakot úr landi Köldukinnar í samræmi við aðaluppdrætti frá Bjarka Guðmundssyni dags. 28.7.2025.

Forsmíðað heitgalvanhúðað stálmastur (röramastur) er fest á staðsteypta undirstöðu með festiboltum. Undirstöður eru gerðar á þjappað undirlag með jarðfyllingu ofan á steypufæti. Steyptur hnallur undir mastur og búnað verður sýnilegur í frágengnu landi. Málið var grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynningu lauk 22.09.2025. Athugasemd barst frá nærliggjandi eiganda lands þar sem gerðar voru athugasemdir við áformaða staðsetningu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur yfirfarið þær athugasemdir sem bárust á tímabili grenndarkynningar. Nefndin telur að fyrirhuguð staðsetning sé ekki besta lausnin og óskar því eftir við umsækjanda að hann leggi fram nýja tillögu að staðsetningu á þessu svæði.
Svanhildur Gunnlaugsdóttir frá Landformi fer yfir stöðu verkefnisins.

9.Hverfisskipulag

2311053

Kynnt hefur verið lýsing skipulagsáforma vegna vinnu við hverfisskipulag fyrir elsta bæjarhluta Hellu. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Leikskálum til suðurs, Ytri-Rangá til vesturs, lóðum við Ártún og Nestún til norðurs og lóðum við Hólavang til austurs. Hverfisskipulagið nær til elsta bæjarhluta Hellu en innan skipulagssvæðisins eru um 42 lóðir og eru flestar þeirra nú þegar byggðar. Lögð eru fram drög að húsakönnun og staðan á verkefninu kynnt.
Staða verkefnisins kynnt.
Svanhildi þökkuð góð yfirferð.

10.Norður Nýibær Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag.

2505009

Landeigandi hefur fengið heimild til breytingar á núverandi landnotkun á hluta landareignar Norður-Nýibær L165410. Heildarstærð svæðis er um 25 ha og hluti þess verður skilgreindur sem íbúðabyggð. Fyrirhugað er að hluti íbúðarlóða verði 1 - 1,5ha að stærð hver og að heimilt verði að reisa íbúðarhús og bílskúr auk gestahúsa til útleigu allt árið um kring fyrir ferðamenn. Heimild yrði til lítilsháttar reksturs innan svæðis. Gert er ráð fyrir aðkomu að norðanverðu inn á spilduna af Þykkvabæjarvegi. Lýsing skipulagsáforma var kynnt til og með 1.10.2025. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Frá Mílu sem gerði engar athugasemdir; frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem óskar eftir að burðarþol vega innan væðis verði 32 tonn og að gróður hindri ekki aðgengi slökkvibíla; frá Veitum sem gerði angar athugasemdir; frá Skipulagsstofnun sem minnir á að sveitarstjórn þurfi að taka rökstudda afstöðu til ákvæða jarðalaga þegar skipt er út landbúnaðarsvæðum, að gert verði ráð fyrir nægum bílastæðum þar sem uppi eru áætlanir um atvinnustarfesmi á svæðinu og að skýra heimildir til húsdýrahalds; frá Náttúruverndarstofnun sem vill að tekið verði tillit til neikvæðra áhrifa mannlegra framkvæmda á fuglastofna, breytinga á vatnshloti og að metið verði hvort tilefni sé til endurtekningar á skráningu fornleifa innan svæðisins; frá Vegagerðinni sem hafnar tengingu við Þykkvabæjarveginn nema gerðar verði breytingar á tengingum á móti.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Með tilvísun í yfirlitsuppdrátt frá Vegagerðinni sem sýnir fyrirhugaðar tengingar á svæðinu telur nefndin að gera þurfi nauðsynlegar breytingar á tengingum á umræddu svæði. Nefndin leggur til að tenging inná Djúpárbakka verði færð um 200 metra nær Þykkvabæ, eða í samræmi við áður samþykkt gögn tengdum vinnu við deiliskipulag fyrir Djúpárbakka. Túntenging fyrir ofan skurð norðan Djúpárbakka skuli færast um 200 metra norðar ef og þegar af framkvæmdum verður á svæðum tengdum þeirri tengingu. Ef þetta verður að veruleika gerir nefndin engar athugasemdir við að tenging inná Norður-Nýjabæ verði af Þykkvabæjarvegi á sama stað og núverandi Ástarbraut tengist honum. Öðrum landeigendum sem tengjast þeirri tengingu verði heimiluð notkun þeirrar tengingar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Steinkusel og fl lóðir. Breyting á landnotkun í íbúðasvæði

2506075

Landeigendur lóðanna Kúfholts 1 L165021, Kúfholts II L220223, Kúfholts III L220226, Kötlusels F3 L220224 og Fjallasels lóðar F4 L220225 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Breytingarnar eru þannig að stærðir lóða breytast og lóðunum fjölgar í 8 landspildur (stærð lóða 0,5-1,0 ha.), heiti á lóðum breytast einnig (að hluta til). Byggingarreitir afmarkast 10m frá lóðamörkum. Heimilt verði að byggja íbúðarhús með bílskúr, gestahús, skemmu/geymslu og gróðurhús. Samhliða óska landeigendur eftir að sækja um breytta landnotkun í aðalskipulagi, fara úr frístundabyggð og í íbúðabyggð í dreifbýli. Landeigendur stefna að því að hafa fasta búsetu á svæðinu. Sömu áform hafa verið kynnt undir máli nr. 2505002 í málakerfi sveitarfélagsins og 664/2025 í skipulagsgáttinni og var lýsing kynnt til og með 31. maí sl. Umsagnir bárust frá Mílu, Veitum, Vegagerðinni, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirlitinu, Rarik og Skipulagsstofnun sem gerðu engar athugasemdir. Eftir kynningu lýsingarinnar var áherslum breytt lítillega og er lögð fram tillaga til auglýsingar frá Eflu dags. 23.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um umsagnir vegna lýsingarinnar. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins.

12.Bjargshverfi - Deiliskipulag

2311062

Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Tillagan var auglýst frá og með 28.3.2025 til og með 14.5.2025. Umsagnir bárust frá alls 8 aðilum. Frá Náttúruverndarstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir; frá Veitum sem benda á að með þéttingu byggðar þar þarf að og byggja upp nýtt dreifikerfi; frá Vegagerðinni sem hafnar nýjum tengingum við Hringveg og leggur áherslu á mikilvægi þess að göngubrýr verði komnar yfir Rangá áður en uppbygging vestan ár eykst; frá eigendum Ægissíðu 3 sem mótmæla fram lögðum hugmyndum að tengingum við Hringveginn; frá eigendum lóðarinnar Ægissíðu 1, L199935, sem mótmæla kvöðum um byggingarmagn á lóðum og vilja minnka það verulega; frá eigendum Árbyrgis sem mótmæla að nýr vegur verði gerður frá Árbæjarvegi; frá eigendum Auðkúlu sem mótmæla nýrri aðkomu að Auðkúlu gegnum Bjargshverfið og frá Landsneti sem ítrekar fyrri umsögn sína vegna helgunarsvæðis Hellulínu 1.

Lögð er fram samantekt umsagna og drög að viðbrögðum við þeim. Drög að svarbréfi til Vegagerðarinnar lagt fram til yfirferðar. Breyttur uppdráttur sem sýnir nýja aðkomu frá Árbæjarvegi inná svæðið.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Breytingar frá lýsingunni taka mið af umsögnum og eru m.a. þær að ný aðkoma er sett inn frá Árbæjarveginum, uppdrætti breytt þar sem lóðir eru færðar til vegna legu jarðstrengsins frá Landsneti og bílastæði við Holtabjarg og Hellubjarg færð til. Gerð verður sérstök grein fyrir afstöðu sveitarfélagsins til umsagnar Vegagerðarinnar með fram lögðu bréfi. Nefndin telur ekki ástæðu til að auglýsa tillöguna að nýju. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

13.Hella þéttbýli. Skilgreindar reiðleiðir

2509030

Farið yfir og kortlagðar staðfestar reiðleiðir og sett í samræmi við aðalskipulag. Mikið misræmi er á sýndum reiðleiðum í kortasjá og í aðalskipulagi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að kallað verði til samráðs við hestamannafélagið um legu reiðleiða í og við þéttbýlið á Hellu.

14.Heiðvangur 17 og Rangárþing ytra. Staðfesting á lóðamörkum.

2509045

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 17 við Heiðvang og sveitarfélagsins úr landi Gaddstaða L164482. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 03.06.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

15.Heiðvangur 16 og Rangárþing ytra. Staðfesting á lóðamörkum

2509020

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 16 við Heiðvang og sveitarfélagsins úr landi Gaddstaða L164482. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 03.06.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

16.Heiðvangur 15 og Rangárþing ytra. Staðfesting á lóðamörkum

2509042

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 15 við Heiðvang og sveitarfélagsins úr landi Gaddstaða L164482. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 03.06.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

17.Heiðvangur 16 og 18. Staðfesting á lóðamörkum

2508081

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 16 og 18 við Heiðvang. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags.25.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

18.Heiðvangur 17 og 19. Staðfesting á lóðamörkum.

2509046

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr.17 og 19 við Heiðvang. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 03.06.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

19.Heiðvangur 18 og 20. Staðfesting á lóðamörkum

2509049

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 18 og 20 við Heiðvang. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 25.6.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:15.