91. fundur 07. mars 2016 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Nefsholt II, Landskipti

1602074

Rangárþing ytra óskar eftir afgreiðslu landskipta þar sem svæðið vestan við veginn að Laugalandi í Holtum verði skipt úr Nefsholti 2, landnr. 192474. Ný lóð fengi nafnið Nefsholt 2 land og yrði 10.01 ha að stærð. Landnr. nýrrar spildu er 224064. Lóðir undir íbúðarhúsum við Giljatanga og lóð fyrir stöðvarhús Mílu er innan svæðisins en á sínum landnúmerum áfram.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Snjallsteinshöfði, Umsókn um stofnun lóðar

1602069

Hrafnkell Óðinsson óskar eftir að stofna 56 m² lóð úr landi sínu, Snjallsteinshöfða 1, landnr. 165008 undir spennistöð frá Rarik. Lóðin fær landnr. 224059 og heitir Snjallsteinshöfði 1, spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.

3.Stúfholt 2 Austurbær, stofnun nýrrar lóðar

1602065

Höskuldur H. Kjartansson og Guðrún Kjartansdóttir, eigendur Stúfholts 2 Austurbæjar óska eftir að stofna 38.781 m² lóð úr jörð sinni skv. uppdrætti frá Steinsholti. Ný lóð fær landnr. 224076 og heitir Stúfholt 2, lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson skipulagsráðgjafar stýra umræðum undir þessum lið.

4.Endurskoðun aðalskipulags.

1305001

Rangárþing ytra hefur samþykkt að ráðast í endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Fyrir liggur að fara yfir þær áherslur sem tilheyra fyrirhuguðum breytingum.
Farið var yfir helstu liði og lögð fram drög að skipulagslýsingu. Helstu áherslur ræddar. Vinnufundur skipulagsnefndar áformaður 4. apríl nk. kl. 9.00.
Fulltrúar Steinsholts sf víkja af fundi.

5.Heysholt Breyting á deiliskipulagi

1602043

Guðmundur Björnsson hefur óskað eftir að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 7.6.2013 fyrir Heysholt. Í stað lóðar undir þyrpingu frístundahúsa og lóðar undir þjónustuhús verða þær lóðir sameinaðar í eina þar sem gert er ráð fyrir hótelbyggingu. Einnig er um nokkrar minniháttar breytingar að ræða.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Á svæðinu er gert ráð fyrir verslun, veitingastað, sjoppu, bensínstöð, gistingu og ýmis konar þjónustu við íbúa og ferðamenn. Göngu- og reiðleiðir verða aðlagaðar að breyttu skipulagi ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum götum og vegtengingu af Suðurlandsvegi. Breyting hefur orðið á staðsetningu áformaðrar uppbyggingar og mun opið svæði O7 verða breytt í verslunar- og þjónustusvæði í stað þess að Athafna- og Iðnaðarsvæði verði breytt eins og áður hefur verið samþykkt. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna með þeirri breytingu að Athafna- og Iðnaðarsvæði verði einnig gert að Þjónustusvæði og leggur til að lýsingin skuli kynnt Skipulagsstofnun, umsagnaraðilum og almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Lyngás. Breyting á deiliskipulagi vegna byggingarlóða á opnu svæði

1506028

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir Lyngás. Tillagan var auglýst frá 20.1.2016 til 2.3.2016. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni þar sem lögð var áhersla á að fyrir liggi útreikningur á hljóðvist meðfram Suðurandsvegi. Sambærileg athugasemd barst frá Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd telur að útreikningar á hljóðvist skuli liggja fyrir. Þar sem útreikningur hefur ekki borist frá framkvæmdaraðila leggur nefndin til að afgreiðslu verði frestað þar til sýnt hefur verið fram á að hljóðvistarkröfum sé uppfyllt.

8.Hallstún, landnr. 203907, deiliskipulag

1310045

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi úr landi Hallstúns. Deiliskipulagið var endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagslögum. Tillagan var auglýst frá 20.1.2016 til 2.3.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

9.Neðra-Sel 1d, deiliskipulag

1509005

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir Neðra-Sel 1d. Tillagan var auglýst frá 20.1.2016 til 2.3.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Sel 202401, Deiliskipulag

1512013

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir Sel 202401. Tillagan var auglýst frá 20.1.2016 til 2.3.2016. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeigendum vegna afmörkunar á skipulagssvæðinu. Einnig barst athugasemd frá Umhverfisstofnun vegna fjarlægðar frá Bjallalæk.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda og að ekki sé ástæða til frekari meðferðar. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Strútslaug, deiliskipulag

1303018

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar á svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa skála á svæðinu ásamt salernis- og búningsaðstöðu.
Í athugasemdarferli tillögunnar barst athugasemd frá Skaftárhreppi um að mörk sveitarfélaga væru röng á uppdrætti. Hafði það áhrif á hvort um sameiginlegt deiliskipulag yrði að ræða eða eingöngu innan Rangárþings ytra. Eftir rannsókn skipulagsfulltrúa kom í ljós að skurðpunktur sá sem myndast frá línu úr Strúti að laugasvæðinu og sker sjónhendingu að Torfajökli, lendir austan við manngerðu laugina og því er framkvæmdasvæðið allt innan Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði tillagan send sveitarstjórn Skaftárhrepps til umsagnar.

12.Múli í Landsveit, deiliskipulag

1508040

Lögð hefur verið fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Múla í Landsveit. Gert er ráð fyrir 7 lóðum innan 13 ha svæðis. Íbúðarhús sem tilheyrir jörðinni Múla er einnig innan svæðis. Tillagan var auglýst samhliða breytingum sem gerðar voru á aðalskipulagi. Athugasemdir við feril breytingar aðalskipulagsins leiddu í ljós að auglýsa þarf deiliskipulagstillöguna að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Landsskipulagsstefna 2015-2026

1408007

Ráðgjafarfyrirtækið Capacent hefur, að beiðni Skipulagsstofnunar, unnið úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Markmið úttektarinnar er að afla upplýsinga sem geta nýst til að styrkja og bæta ferlið við mótun næstu landsskipulagsstefnu, afla upplýsinga um upplifun þátttakenda í ferlinu og að greina hvernig tekist hafi til við að móta heildstæða framtíðarsýn um skipulagsmál á landsvísu.
Lagt fram til kynningar.

14.Haukadalur 219110, deiliskipulag

1602049

Magnús Hafsteinsson óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir 2 ha spildu úr landi sínu Haukadalur 219110. Gert verði ráð fyrir tveimur frístundalóðum þar sem heimilt verði að byggja sumarhús, gestahús og geymslu.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Öldur 3, breyting á deiliskipulagi vegna lóðar undir spennistöð

1602067

Rarik óskar eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur 3 á Hellu. Komið verði fyrir lóð undir spennistöð fyrirtækisins norðan við lóð nr. 18 við Langöldu. Lóðin mun fá númerið 16a.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Pula, breyting á deiliskipulagi

1603014

Eigendur Pulu spildu 202918 óska eftir að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæði sitt. Gildandi deiliskipulag er síðan 7. júlí 2011. Breytingin tekur til aukins byggingarmagns á lóðum ásamt breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og rotþróa.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.Þar sem breytingin varðar ekki aðra en umsækjendur og sveitarfélagið telur nefndin að ekki sé þörf á grenndarkynningu. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Helluvað 2 og Nes, vatnsvernd

1603020

Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps óskar eftir að breytingar verði gerðar á afmörkun vatnsverndar norðan þéttbýlis á Hellu. Óskað er jafnframt eftir því að afmörkun verði uppfærð í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Framlögð er skýrsla frá Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, til stuðnings breyttri afmrökun.
Skipulagsnefnd leggur til að umræddar breytingar verði gerðar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

18.Freyvangur 23, byggingarleyfi stækkun bílgeymslu

1602072

Haraldur Gunnar Helgason óskar eftir leyfi til að stækka við bílgeymslu á lóð sinni nr. 23 við Freyvang.
Skipulagsnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt skv. gr. 5.9.2 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Nefndin telur hagsmunaaðila vera íbúar nærliggjandi lóða í götunni. Freyvangur 19, 20, 21, 22 og 24.
Fylgiskjöl:

19.Landsnet, endurnýjun strengs við Árbæjarveg

1603022

Landsnet fyrirhugar að leggja nýjan 66 kV jarðstreng (HE1) frá endamastri við Árbæjarveg og að tengivirki Landsnets við Hellu um 1400 m leið. Sótt er um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði leyfi til umræddrar framkvæmdar með skilyrði um að lagnaleið liggi meðfram Árbæjarvegi að Suðurlandsvegi og þaðan að tengivirki.

20.Breytingar á skipulagslögum 123/2010

1602053

Í febrúarmánuði samþykkti Alþingi lög nr. 7/2016 um breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010. Markmið breytinganna er að rýmka og skýra ákvæði um grenndarkynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?