89. fundur 11. janúar 2016 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Árbæjarhjáleiga I, landskipti

1601004

Eigendur Árbæjarhjáleigu I, landnr. 165065, Ástríður Jónsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir í umboði db. Kristínar Einarsdóttur, Gerður Pálsdóttir í umboði db. Þorvaldar Einars ragnarssonar og Kristinn Guðnason í umboði Marjolijn Tiepen, óska eftir landskiptum úr jörðinni Árbæjarhjáleiga I. Tvær spildur verða stofnaðar, Árbæjarhjáleiga I fjárhús, fær landnr. 223766 og verður 4.940 m² að stærð og Árbæjarhjáleiga IA, fær landnr. 223767 og verður 36,1 ha að stærð. Árbæjarhjáleiga I verður því 38,1 ha að stærð eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Bjálmholt, land 216675, landskipti

1601005

Magnús Reynir Ástþórsson eigandi Bjálmholts 216675 óskar eftir landskiptum úr landi sínu. Stofnuð verði spildan Bjálmholt land 3 sem fær landnr. 223897 og verður 37.249 m² að stærð. Bjálmholt land 216675 verður 11,4 ha eftir skiptin.
Einnig er lögð fram staðfesting á afmörkun og stærðum Beindalsholts 194943 og Beindalsholts 2, 194944 á sama uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Hrafntóftir I, Landskipti

1601009

Eigendur Hrafntófta I, landnr. 165392 óska eftir að fá að skipta spildu úr landi sínu. Spildan fær nafnið Hrafntóftir Ia og verður 24,5 ha að stærð með landnr. xxxxxx.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Stóru-Vellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna Stóru-Valla. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Tillagan hefur verið auglýst frá 29. október til og með 10. desember. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

5.Merkurhraun, Efnisnáma, breyting á aðalskipulagi 2010-2022

1301015

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna efnistöku í Merkurhrauni. Tillagan hefur verið auglýst frá 29. október til og með 10. desember. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

6.Múli í Landsveit, breyting á aðalskipulagi

1507007

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna Múla í Landsveit. Breyting verði úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Tillagan hefur verið auglýst frá 29. október til og með 10. desember. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

7.Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

1309029

Vegna óska landeigenda að Keldum hefur verið rannsakað áhrifasvæði vatnsverndasvæðis. Fyrir liggur skýrsla frá ÍSOR sem unnin var að beiðni sveitastjórnar Rangárþings ytra fyrir hönd Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Stjórn vatnsveitunnar tók erindið til skoðunar á fundi sínum þann 13. nóvember 2012 þar sem samþykkt var að beina því til sveitastjórnar Rangárþings ytra að gera breytingar á aðalskipulagi í samræmi við tillögu ÍSOR. Lýsing var gerð og hefur verið kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Lýsingin var einnig kynnt nærliggjandi sveitarfélagi, Rangárþingi eystra, og voru ekki gerðar neinar athugasemdir við lýsinguna. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við að tillagan yrði send til auglýsingar.
Skipulagsnefnd telur að þrátt fyrir langan tíma frá kynningarferli lýsingarinnar sé ekki þörf á endurkynningu hennar, þar sem ekki bárust neinar efnislegar athugasemdir við lýsinguna.

Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún send Skipulagsstofnun skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hallstún, landnr. 203907, deiliskipulag

1310045

Þorsteinn J. Karlsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt úr landi Hallstúns. Deiliskipulagið tekur til um 3 ha svæðis úr landnr. 203907. Skipulagið tekur til byggingarreita fyrir tvö frístundahús auk byggingarreits fyrir skemmu.
ferli tillögunnar lauk á árinu 2014 en vegna tímamarka í skipulagslögum þarf að endurauglýsa tillöguna áður en hún öðlast gildistöku með birtingu í B-deild stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Beindalsholt, deiliskipulag

1511001

Landeigandi að Beindalsholti landnr. 194943, hefur lagt fram deiliskipulag af um 1,8 ha svæði úr landi sínu. Gert verði ráð fyrir fimm byggingareitum og verða tveir af þeim fyrir útihús og skemmur. Einn verði fyrir núverandi íbúðarhús og síðustu tveir fyrir smáhýsi/gestahús, allt að átta á öðrum og fjórum á hinum. Tillagan var auglýst frá 18.11.2015 til og með 30.12.2015. Athugasemd barst vegna nálægðar fyrirhugaðrar skemmu á lóð Ú2 við lóðamörk. Einnig barst ábending frá Umhverfisstofnun þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að framkvæmdir verði felldar að umhverfinu svo forðast megi neikvæð sjónræn áhrif. Lögð er fram breytt tillaga þar sem búið er að taka tillit til framkominnar athugasemdar.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og að ekki sé þörf á að auglýsa tillöguna aftur vegna framkominna athugasemda. Nefndin leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Lyngás. Breyting á deiliskipulagi vegna byggingarlóða á opnu svæði

1506028

Bergur Sveinbjörnsson hefur fengið heimild til að fá að nýta óbyggt svæði næst Suðurlandsvegi fyrir 2-3 íbúðarhúsalóðir. Umrætt svæði er skilgreint sem opið svæði í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið vegna fjarlægðartakmarkana í skipulagsreglugerð. Undanþága hefur verið veitt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með fyrirvara um að gerðar verði ráðstafanir vegna hljóðvistar gagnvart umferð um Suðurlandsveg. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi síðan 25. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 3.500 m² að stærð. Lögð er fram ný tillaga að staðsetningu alifuglabússins þar sem fyrri staðsetningu var hafnað af sveitarstjórn. Fyrir liggur álit frá verkfræðistofunum Eflu og Mannviti um fyrirhugaða staðsetningu gagnvart vatnsverndarsvæðum.
Málinu frestað. Nefndin óskar eftir að vatnsveitustjóri kynni fyrir nefndinni, greinargerð frá ÍSOR merkt 16003 dags 7.1.2016, ásamt afstöðu Vatnsveitunnar á næsta fundi. Skipulagsfulltrúa falið að boða vatnsveitustjóra á næsta fund nefndarinnar.

12.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, gegnt Reykjagarði. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Lögð er fram lýsing í formi greinargerðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og samþykkir jafnframt framlagða lýsingu. Nefndin telur að breyta þurfi landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi Iðnaðarsvæði I3 og Athafnasvæði A5 verði breytt í Verslunar- og Þjónustusvæði (VÞ).

13.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn vinnur að gerð skipulags fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Lögð er fram tillaga að skipulagi lóða og aðkoma sunnan við Suðurlandsveginn.
Nefndin telur að breyta þurfi landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi Iðnaðarsvæði I3 og Athafnasvæði A5 verði breytt í Verslunar- og Þjónustusvæði (VÞ) og nái að Gaddstaðavegi að vestan.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulagsfulltrúa að hefja formlega vinnu við breytinguna á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi að undangenginni kynningu til vegagerðarinnar vegna tengingar svæðisins frá Suðurlandsvegi.

14.Neðra-Sel 1d, deiliskipulag

1509005

Eigendur spildu úr landi Neðra-Sels, nefnt Neðra-Sel 1d, einnig Jörvi, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi. Spildan sem um ræðir er 11,3 ha að stærð og verðu nýtt til landbúnaðar. Heimild verði til að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu eða gripahús. Tillagan var auglýst frá 19. október til og með 25. nóvember. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun um að auglýstur tímafrestur hefði verið of skammur og því þurfi að auglýsa tillöguna að nýju. Einnig vekur stofnunin athygli á afmörkun byggingareits og að gera þurfi betur grein fyrir áhrifum á umhverfi, s.s. ásýnd, vali á efni og litum.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Skipulagsstofnunar og leggur til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Landsvirkjun vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafa sameinast um gerð skipulagslýsingar og matslýsingar. Lýsing hefur verið kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leitað hefur verið eftir umsögnum umsagnaraðila. Óskað var umsagnar Skipulagsstofnunar um skipulagslýsinguna og matslýsinguna, samhliða. Jafnframt var óskað eftir ákvörðun stofnunarinnar um endurskoðun matsskýrslu Hvammsvirkjunar. Með tölvupósti frá Skipulagsstofnun dags. 19. nóvember 2015 var tilkynnt að umsögn yrði gefin um matslýsinguna þegar ákvörðun um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar lægi fyrir. Lögð er fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun matsskýrslu Hvammsvirkjunar. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að endurskoða þurfi hluta matsskýrslu um Hvammsvirkjun og nánar tiltekið þá hluta sem varða áhrif á landslag og ásýnd lands og einnig þá hluta sem snúa að áhrifum á ferðaþjónustu og útivist. Að öðru leyti telur stofnunin ekki forsendur til að krefjast endurskoðunar á matsskýrslu um Hvammsvirkjun skv. 12. gr. laga nr. 106/2000.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ákvörðun stofnunarinnar varðandi endurskoðun á matsskýrslu fyrir Hvammsvirkjun.

Nefndinni hefur ekki borist umsögn Skipulagsstofnunar um skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögninni.

16.Strútslaug, deiliskipulag

1303018

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar á svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa skála á svæðinu ásamt salernis- og búningsaðstöðu.
Lýsing á áformum ásamt tillögu hefur verið kynnt sveitarstjórn Skaftárhrepps og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leita skal samhliða eftir umsögn Forsætisráðuneytisins vegna uppbyggingar innan þjóðlendu.

Einnig leggur nefndin til að Hálendisnefnd Rangárþings ytra verði send tillagan til umsagnar.

17.Sel 202401, Deiliskipulag

1512013

Hannes Guðmundsson fyrir hönd Sólveigar Halblaub, eiganda að Seli 202401, hefur fengið heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af landi Sólveigar. Fyrirhugað er að skipta landinu upp í fjórar lóðir ásamt sameign allra. Umrætt land er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Öldur III austan Langöldu. Deiliskipulag smáhúsabyggðar

1601003

Björn Jóhannsson arkitekt óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði austan við Langöldu fyrir smáhúsabyggð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

19.Fjallafang, Landmannalaugar, stöðuleyfi

1512018

Guðjón Sívertsen fyrir hönd Fjallafangs óskar eftir stöðuleyfi til reksturs sölubíla í Landmannalaugum, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.
Skipulagsnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt stöðuleyfi frá 15. júní til 30. september 2016.

20.Baugalda 33, Umsókn um lóð

1512026

Hjördís Pétursdóttir, kt. 220886-3449, sækir um að fá að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 33 við Baugöldu.
Jafnframt fer umsækjandi fram á að innkeyrsla verði færð frá núverandi staðsetningu á skipulagi að suðurhlið lóðarinnar, nær Eyjasandi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við færslu innkeyrslunnar og telur ekki þörf á að gera þurfi breytingu á gildandi deiliskipulagi vegna þess.

21.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Lögð er fram tillaga að aðkomu kringum skóla og íþróttamannvirki.
Lagt fram til kynningar.

22.Vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga - 3

1512005

Fundargerð 3. fundar Vinnuhóps um framtíðarskipulag Landmannalauga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?