90. fundur 08. febrúar 2016 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn vinnur að gerð skipulags fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Óskað var eftir við Vegagerðina að bæta við tengingu inná Suðurlandsveginn til að auka möguleika svæðisins til almennrar þjónustu. Vegagerðin, með tölvupósti dags. 1.2.2016, vísar í fyrri afstöðu sína frá 28.4.2015 þar sem Vegagerðin getur ekki fallist á fleiri tengingar við Suðurlandsveg á þessu svæði en þegar hafa verið ákveðnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingum á aðalskipulagi þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Samhliða verði lóðarhafa heimilt að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir lóðina.
Bjarni Jón Matthíasson vatnsveitustjóri situr fundinn undir þessum lið.

2.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson hefur lagt fram deiliskipulag af svæði undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 3.500 m² að stærð. Óskað var eftir áliti frá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps vegna hættu á mengun í nærliggjandi vatnsból.
Bjarni Jón skýrir frá afstöðu Vatnsveitunnar. Nauðsynlegt er að rannsaka grunnvatnsrennsli svæðisins og er þegar hafin ferilefnarannsókn, þar sem ákveðin ferilefni eru sett í jörðu á fyrirhuguðum stað alifuglahússins og við mörk núverandi grannsvæðis vatnsverndarinnar. Nefndin leggur til að samhliða áður nefndri rannsókn verði tillagan auglýst. Ekki verði tekin afstaða til tillögunnar fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir.
Bjarni Jón víkur af fundi. Fundarmenn þakka fyrir góða kynningu.

3.Strútslaug, deiliskipulag

1303018

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, hefur lagt fram deiliskipulag af svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa skála á svæðinu ásamt salernis- og búningsaðstöðu. Á kynningartíma tillögunnar komu fram athugasemdir frá Skaftárhreppi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að sveitarfélagamörk verði leiðrétt á uppdrættinum eins og dómur hæstaréttar frá 1989 segir til um. Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja því eftir að það verði gert með fullnægjandi hætti og leggja fyrir skipulagsnefnd þegar uppdráttur liggur fyrir.

4.Landsnet, Sprengisandslína MÁU, matsáætlum

1411001

Landsnet hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats fyrir Sprengisandslínu. Skipulagsstofnun óskaði eftir afstöðu sveitarstjórnar Rangárþings ytra um það hvort stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort að ráðast eigi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu með öðrum fyrirhuguðum framkvæmdum.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína vegna framlagðrar skýrslu frá Landsneti þar sem fram kemur að nefndin leggur til að skilyrt verði að samhliða matsáætlun fyrir Sprengisandslínu, verði einnig lögð fram matsáætlun vegna umhverfismats um varanlega veglagningu um Sprengisand.

5.Vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga - 4

1601014

Fundargerð 4. fundar vinnuhóps
Lagt fram til kynningar.

6.Endurskoðun aðalskipulags.

1305001

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að ráðast í takmarkaða endurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Hagi lóð 223438, breyting á deiliskipulagi.

1601030

Stefán Hannes Ægisson eigandi lóðar 223438 óskar eftir að fá að gera breytingar á deiliskipulagi lóðar sinnar, þar sem byggingareitur verði færður til innan lóðar. Samþykki nærliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til að um málsmeðferð fari sem óverulega breytingu. Jafnframt leggur nefndin til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á hagsmuni nágranna eða annarra og að nú þegar liggi fyrir samþykki næstliggjandi nágranna um færslu byggingareitsins.

8.Nefsholt, deiliskipulag tjaldsvæðis

1510032

Engilbert Olgeirsson hefur lagt fram deiliskipulag af svæði undir tjaldsvæði í Nefsholti. Tillagan var auglýst en vegna formgalla í tímasetningu þarf að auglýsa að nýju. Jafnframt komu fram athugasemdir frá Skipuagsstofnun sem snúa að því hvernig byggingaráform falli að ákvæðum í aðalskipulagi, gera þurfi grein fyrir núverandi byggingum, gera þurfi grein fyrir umhverfisáhrifum og að leita skuli umsagnar Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til framkominna athugasemd. Ekki er talin ástæða til að svara efnislega framkomnum athugasemdum þar sem leiðréttur uppdráttur verður auglýstur að nýju.

9.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag

1511003

Árbæjarhellir ehf, landeigandi að Árbæjarhelli 2, landnr. 198370, hefur lagt fram deiliskipulag af um 12 ha spildu úr landi sínu. Gert verði ráð fyrir fjórum lóðum undir frístundahús.
Tillagan var auglýst frá 17.12.2015 til og með 28.1.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

1309029

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á mörkum vatnsverndarsvæðis í landi Keldna á Rangárvöllum. Skipulagsstofnun hefur samþykkt að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði einnig send sveitarstjórn Rangárþings eystra til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?