Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

96. fundur 22. ágúst 2016 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Leynir, landskipti

1608007

Kristján Árnason og Inger Nielsen óska eftir landskiptum úr landi sínu, Leyni 217813. Til verði lóð um 33,5 ha að stærð sem fengi landnr. 224463 og nafnið Leynir 2. Eftir stendur 26,5 ha sem héldi réttindum jarðarinnar. Ræktað land nýrrar spildu verður 29 ha en ræktað land upprunajarðar verður 8,5 ha.
Mannvirki sem flytjast munu á nýja lóð verða mhl. 04, 05, 07, 12 og 13 skv. landskrá fasteigna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Hraukur 165396, Landskipti

1608020

Landeigendur Hrauks í Þykkvabæ óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma sinna um landskipti. Jörðin Hraukur er 69,7 ha að stærð í 6 spildum. Spilda "B" er mæld 4.251 m², fær nafnið Bakkaflöt, landnr. 224483. Stærð Hrauks eftir skipti verður um 69,3 ha í 5 spildum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Minna-Hof, Landskipti

1608019

Landeigendur óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma þeirra um landskipti úr jörð sinni, Minna Hofi landnr. 164532. Útskipt spilda verður 16,5 ha að stærð og fær nafnið Hof og landnr. 224494.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
Fylgiskjöl:

4.Þykkvabæjarskóli, afmörkun lóðar og breyting á heitum lóða.

1608025

Rangárþing ytra hefur sameinað í eina lóð þær spildur sem tilheyrt hafa Þykkvabæjarskóla og svæði tengdu honum. Lóðin heitir Þykkvabæjarskóli og er um 2,6 ha að stærð. Afmörkuð hefur verið lóð undir skólann út úr heildarsvæðinu. Finna þarf heiti nýrra lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að stærð lóðar undir skólann. Skipulagsnefnd telur að heiti nýrra lóða eigi að vera eftir heiti vegarins, Ásvegar. Upprunalóðin eigi að heita Ásvegur 1 og lóðin undir skólann Ásvegur 3.

5.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra vinnur að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar. Kynning lýsingar rann út þann 18. ágúst sl. og bárust ábendingar frá Skipulagsstofnun og frá Ferðafélagi Íslands.
Farið var yfir ábendingar umsagnaraðila. Skipulagsnefnd telur að framkomnar ábendingar við lýsingu skuli leggja fyrir stýrihóp til umfjöllunar og til hliðsjónar við gerð eiginlegrar tillögu.

Skipulagsnefnd leggur til að íbúafundur og kynning skipulagsáforma verði haldinn fyrir lok september í samráði við ráðgjafa.

6.Vindorkubú við Þykkvabæ

1410031

Bíokraft ehf 640812-1680 hefur óskað eftir að hafin verði skipulagsmeðferð vegna áforma um að reisa allt að 13 vindmyllur til orkuframleiðslu á landi fyrirtækisins norðan við Þykkvabæ. Meðfylgjandi er yfirlit yfir svæðið. Skýrsla matsáætlunar er til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

7.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 3.500 m² að stærð. Að kröfu Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps var ferilefnarannsókn sett af stað á vegum ÍSOR til að meta grunnvatnsrennsli á svæðinu m.t.t. mengunarhættu frá áformuðum rekstri alifuglahússins. Niðurstaða úr þeirri rannsókn sýndi að ekki er talin hætta á mengun í grunnvatn. Athugasemdir hafa borist frá eftirtöldum aðilum í ferli skipulagstillögunnar:
Umhverfisstofnun með bréfi dags. 27.11.2015,
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands með bréfi dags. 24.11.2015.
Atli Pálsson og Atli Atlason með bréfi dags. 21.3.2016
Kristín Jóhanna Eiríksdóttir, Gerður Jensdóttir, Anna Birna Jensdóttir og Eiríkur Bragi Jensson með bréfi dags. 18.3.2016.
Þröstur Elliðason með tölvupósti dags. 22.3.2016.
Unnsteinn Gísli Oddsson með bréfi dags. 29.3.2016.
Umhverfisstofnun með bréfi dags. 31.3.2016
Ingvar Þór Magnússon með bréfi dags. 31.3.2016 og aftur með leiðréttu bréfi dags. 3.5.2016.
Heilbrigðiseftirlitð með bréfi dags. 21.7.2016.
Farið yfir athugasemdir sem borist hafa.
Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við framkomnar athugasemdir sem snúa að mengunar- og umhverfismálum. Vegna athugasemda sem snúa að ásýnd og útliti alifuglahússins vill nefndin beina því til framkvæmdaraðila að haga litavali þannig að sem minnst beri á húsinu. Fyrirhuguð staðsetning hússins er að öðru leyti vel innan marka reglugerða um fjarlægðir og telur nefndin því að ekki sé tilefni til annars en að heimila umsækjanda að halda áfram gerð deiliskipulagsins. Gerð er sú krafa að í greinargerð deiliskipulagsins komi fram skilmálar og tilvísanir í lög og reglugerðir sem lúta að frágangi og nýtingu á úrgangi frá stöðinni.

Umsækjandi hefur jafnframt lagt til að alifuglahúsið verði fært enn neðar í landið, eða um 150 metra til suðausturs. Í áliti frá fulltrúa ÍSOR kemur fram að sú breyting hafi engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar.

Skipulagsnefnd telur ekki þörf á endurauglýsingu tillögunnar og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

8.Haukadalur 219699, vatnsból sett inná aðalskipulag.

1305023

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda hefur óskað eftir því að vatnsveita verði sett inná skipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna þar sem áform landeigenda eru að auka við veitusvæði vatnsbólsins. Lýsing skipulagsáforma var auglýst. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum ofan við vatnsbólið, við auglýsingu tillögunnar, þar sem staðsetningu vatnsveitunnar var mótmælt.
Skipulagsnefnd telur að í ljósi þess að ekki hefur náðst samkomulag á milli aðila um afmörkun vatnsverndar fyrir tiltekið vatnsból, geti nefndin ekki fallist á stækkun vatnsverndar gegn vilja eigenda nærliggjandi lands.

9.Fagurhóll, Breyting á deiliskipulagi

1607008

Landeigendur Fagurhóls hafa fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fagurhól frá 14.10.2014. Tillagan felur í sér nýja aðkomu að Fagurhóli frá Árbæjarvegi í stað sameiginlegrar aðkomu Fagurhóls og Grásteins. Vegagerðin með tölvupósti 19.7.2016 lýsir sig andsnúna nýrri tengingu inná Árbaæjarveginn og bendir á aðrar mögulegar leiðir. Viðbrögð skipulagsráðgjafa voru á þann veg að ekki væri gerlegt að fara þá leið sem Vegagerðin leggur til.
Skipulagsnefnd telur að öllum kröfum Vegagerðarinnar um fjarlægðir á milli tenginga inná Árbæjarveginn séu uppfylltar. Nefndin samþykkir því tillöguna og þar sem ný aðkoma hefur engin neikvæð áhrif á umhverfi eða nærliggjandi jarðir verði um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsfulltrúa er því falið að ganga frá málinu til Skipulagsstofnunar.

10.Snjallsteinshöfði 1d, deiliskipulag

1604017

Eigendur spildu nr. 1d úr landi Snjallsteinshöfða hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt. Á landinu er fyrirhugað að byggja allt að 300 m² íbúðarhús ásamt bílskúr, allt að 50 m² gestahús, allt að 35 m² geymslu og allt að 400 m² hesthús. Tillagan var auglýst og send til umsagnaraðila. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem ekki er gerð athugasemd við skipulagstillöguna að öðru leyti en því, að ekki er samþykkt að lóðin nái inn á og yfir vegsvæði 271 Árbæjarvegar.
Mörk landspildunnar Snjallsteinshöfði 1D, landnr. 223329, eru í fullu samræmi við þinglýst og staðfest eignamörk eins og þau eru í gagnagrunni FMR. Skipulagsnefnd telur að deiliskipulagið hafi engin áhrif á nýtingarrétt Vegagerðarinnar á því landi sem fer undir Árbæjarveg.

Áform landeiganda með gerð deiliskipulags á hluta úr landi sínu hafi því engin áhrif á eignarhald undir Árbæjarvegi.

Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

11.Syðri Rauðalækur, deiliskipulag

1608014

Landeigendur Syðri Rauðalækjar óska heimildar til að leggja fram deiliskipulag þar sem áformað er að nota hluta jarðarinnar undir allt að 15 gistiskála, 20-40 m² að stærð, til útleigu til ferðamanna.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Ægissíða 2, deiliskipulag

1608021

Landeigandi óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja úr landi sínu, Ægissíðu 2. Gert er ráð fyrir að skipt verði úr jörðinni allt að 1 ha lóð fyrir frístundabyggð. Lóðin bætist við núverandi frístundabyggð við Rangárstíg þar sem þegar eru 8 frístundalóðir án gildandi deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að byggja megi frístundahús, geymslu o.þ.h. á nýrri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

Nefndin telur jafnframt að þar sem ekki hefur verið gengið frá deiliskipulagi fyrir núverandi lóðir á svæðinu, verði skilmálar uppfærðir við gerð þessa deiliskipulags.

13.Hlyngerði, Svínhagi RS-1, deiliskipulag

1608029

Landeigandi óskar heimildar til að gera deiliskipulag úr landi sínu. Skipulagðar verði 4 lóðir þar sem heimilt verði að byggja frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

14.Dynskálar 10-18, byggingarleyfi stækkun á gistiálmu

1608003

Helgi Bjarni Óskarsson fyrir hönd Gilsár ehf sækir um byggingarleyfi til að byggja við núverandi gistihús sitt að Dynskálum 10. Viðbygging færi yfir á lóðina nr. 18 við Dynskála, sem umsækjandi hefur þegar fengið úthlutað. Stærð viðbyggingar er 652,8 m² og er á tveimur hæðum. Skoða þarf aðkomu að gistihúsi og framtíðaráform á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir áform umsækjanda með fyrirvara um að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi.

15.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur

1608024

Forsætisráðuneytið sendi frá sér tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur til umsagnar áður en drögin verða kynnt á heimasíðu ráðuneytisins. Óskað er eftir ábendingum eða athugasemdum fyrir 1. september 2016.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn vinnur að gerð skipulags fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir frá Skipulagsstofnun.

Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Því er talin þörf á frekari uppbyggingu til að bæta þjónustu við ferðafólk.

Breyting opins svæðis til sérstakra nota í verslunar- og þjónustusvæði hefur jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Hellu þar sem nokkur eftirspurn er eftir svæðum til verslunar- og þjónustu. Nú þegar er allumfangsmikill iðnrekstur í þéttbýlinu og aukin áhersla á þjónustu og verslun við ferðafólk eykur fjölbreytni í atvinnulífi og skapar auknar tekjur fyrir íbúa og sveitarfélagið. Þrátt fyrir nauðsynlega skerðingu á opnu svæði sem nýtt hefur verið þá mun áfram verða gott landrými fyrir tjöld á mótum á Gaddstaðaflötum auk þess sem áfram verður gert ráð fyrir tjaldsvæði á Þ8. Athafna- og iðnaðarsvæði minnka talsvert en áfram er þó gert ráð fyrir rúmum svæðum fyrir slíka starfsemi á Hellu auk þess sem hægt verður að vera með hreinlega athafnastarfsemi í bland við þjónustustarfsemi á Þ10.

Færsla göngu- og reiðleiða hefur lítil áhrif enda hafa fæstar leiðir verið lagðar og eru því lítið farnar. Þar sem vegur þverar göngu- og reiðleið þarf að tryggja öruggar leiðir, m.a. leggja mat á þörf fyrir göng undir veginn. Þá þarf að tryggja örugga vegtengingu við Suðurlandsveg en væntanleg tenging mun verða á milli tveggja hringtorga, annað þeirra nú þegar komið og hitt áætlað austan Þ9. Því ætti umferðarhraði ekki að vera mikill við nýja vegtengingu.

Breytingin styður við það markmið sveitarstjórnar að byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn og styrkja atvinnulíf á svæðinu öllu samhliða því að efla Gaddstaðaflatir sem mótssvæði. Aukin starfsemi styður við atvinnustarfsemi á svæðinu.

Skipulagsnefnd telur því ljóst að framkomin tillaga að breytingu á aðalskipulagi falli vel að hugmyndum sveitarfélagsins að bættri og aukinni þjónustu við samfélagið og leggur því til að tillagan verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu.

17.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, gegnt Reykjagarði. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?