98. fundur 26. september 2016 kl. 09:00 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti sf, ráðgjafar við endurskoðun aðalskipulagsins, fara yfir helstu atriði.

1.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Nokkur atriði sem þarf að lagfæra við endurskoðun aðalskipulags eftir kosningar til sveitastjórnar 2014.

1. Lýsing skv. 30. gr. skipulagslaga (123/2010) ? sjá einnig gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013

? Áherslur sv.stjórnar (kafli 4.1)

? Stefnumörkun í aðalskipulagi (kafli 4.2)

? Verkáætlun (kafli 8)

Í samræmi við kynningu lýsingar (gr. 4.2.4. í skip.reglugerð) þá skal taka lýsingu fyrir í sv.stjórn áður en hún er kynnt almenningi og send til Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila.2. Kaflar ? greinargerð. Förum í þetta eftir því sem tími vinnst til.

? Iðnaðarsvæði ? dreifbýli.

? Önnur byggð í dreifbýli ? stök mannvirki.

Farið var yfir helstu áhersluatriði og breytingar frá núverandi greinargerð. Nefndin telur nauðsynlegt að stefnumörkun vegna orkuvinnslu verði sett af stað og unnin í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins. Samþykkt var að kynna áhersluatriði skipulagsáforma á almennum kynningarfundi sem haldinn verður miðvikudaginn 28. september nk. hér á Hellu.

Næsti fundur er áformaður 17. október nk.
Ráðgjafar ljúka yfirferð sinni.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?