Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

99. fundur 10. október 2016 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Sævar Jónsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Snjallsteinshöfði 1a, landskipti.

1609060

Landeigendur Snjallsteinshöfða 1a óska eftir að skipta úr landi sínu. Ný lóð fær nafnið Snjallsteinshöfði 1F, verður 10.796 m² að stærð og með landnr. 224593.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Höfðahraun 6. Sameining lóðanna Höfðahrauns 6, 8, 10 og 12 í Höfðahraun 6.

1606032

Bergþóra Jósefsdóttir óskar eftir að allar lóðir í eigu þeirra hjóna í landi Svínhaga verði sameinaðar í eina lóð, Höfðahraun 6. Sameinuð lóð heldur landnúmeri Höfðahrauns 6 og verður 34.097 m² að stærð eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða sameiningu lóða.

3.Skeiðvellir, sameining jarða og spildna

1610028

Eigendur Skeiðvalla ehf óska eftir að sameina Skeiðvelli 176857, Köldukinn 165093, Selás land 201035 og Holtsmúla 2 land 204508 í eina jörð, Skeiðvelli landnr. 176857. Heildarstærð tiltekinna spildna var skráð 422,8 ha í Landskrá fasteigna fyrir sameiningu. Með síðari mælingum og skv. meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti verður jörðin í heild þó 354,8 ha að stærð og leiðréttist hér með þessum gjörningi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

4.Grásteinn, staðfesting á stærð og afmörkun jarðar

1610002

Eigendur Grásteins óska eftir að sveitarstjórn staðfesti stærð jarðarinnar skv. meðfylgjandi uppdrætti frá október 2006 og stimplaður er af embætti byggingarfulltrúa 19.1.2007.
Skipulagsnefnd telur sér ekki fært að taka afstöðu til meðfylgjandi landamerkja.

5.Meiri Tunga 4, útskipting spildu og samruni við Meiri Tungu 6

1610033

Tyrfingur Hafsteinsson óskar eftir að skipta út úr jörð sinni Meiri Tungu 4, landnr. 165132, 859,6 m² sem sameinast mun Meiri Tungu 6, landnr. 220751. Meiri Tunga 6 verður 5.883,4 m² eftir samruna lóðanna skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Steinsholti ehf.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

6.Uxahryggur I, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1608033

Rangárþing ytra vinnur að gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2022 þar sem um breytingu úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Uxahryggjar er að ræða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Skjólkvíjar, stofnun lóðar

1608041

Á árinu 1995 var hafin vinna við skipulag svæðis í Skjólkvíum undir skála og aðstöðu fyrir ferðafólk hjá Heklu. Skipulagið tók ekki gildi. Veitt var byggingarleyfi fyrir skála og grunnur gerður að honum og er útgáfa leyfisins dags. 24.1.1996. Byggingarleyfishafi var Kristján Árnason frá Klofa. Stofna þarf lóð undir aðstöðuna svo unnt verði að skrá mannvirkið á réttan eiganda.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í samráði við Forsætisráðuneytið. Gerður verði lóðarleigusamningur við eiganda mannvirkisins.

8.Vindorkugarður Þykkvabæ, beiðni um umsögn vegna laga um MÁU

1610005

BIOKRAFT hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tillögu að matsáætlun um áform fyrirtækisins um að reisa allt að 13 vindmyllur í landi fyrirtækisins norðan Þykkvabæjar, skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra um hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem taka til umræddrar framkvæmdar í tillögu að matsáætlun. Nefndin gerir þó eftirfarandi athugasemdir:

1.Í kaflanum um hljóðvist er hvergi sagt frá nærliggjandi skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin bendir á að umrætt frístundasvæði merkt F2 í greinargerð aðalsipulagsins er í um 500 metra fjarlægð frá áformuðum vindmyllum ef marka má mynd á bls. 2.

2. Í upptalningu á þeim leyfum sem framkvæmdin kallar á í kafla 1.5 á bls. 5 er sagt frá því að leyfi frá byggingarfulltrúa þurfi vegna hávaða frá atvinnustarfsemi. Nefndin bendir á að samkvæmt 11. gr. reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 séu það Heilbrigðisnefndir undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar sem hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaða.

3. Á bls. 1 er sagt að virkjunarsvæðið sé 357 ha að stærð. Nefndin telur að hér sé um misræmi í stærðum að ræða þar sem í kafla 1.6. á bls 7 er talað um að ekki sé lengur gert ráð fyrir Austurbæjarmýrinni undir framkvæmdasvæði virkjunarinnar.

4. Skipulagsnefnd óskar eftir að betur verði gerð grein fyrir efnistöku í tengslum við framkvæmdina í frummatsskýrslu.

5. Skipulagsnefnd telur að taka þurfi afstöðu til nálægðar við núverandi norðurljósamöstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem eru á suðurmörkum Austurbæjarmýrar.

9.Heysholt, beiðni um umsögn vegna hótels

1610004

ARKÍS hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um áform Landborga til uppbyggingar hótels og gistireksturs í landi Heysholts, skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra um hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um neikvæð áhrif að ræða.

Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun.

10.Rangárbakkar 1-3, deiliskipulag þjónustusvæðis

1605009

Framkvæmdahópur á vegum Kaupfélags Skagfirðinga hefur lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir þjónustusvæði við Rangárbakka á Hellu. Tillagan var auglýst frá 3. ágúst til og með 14. september. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni vegna skorts á samgönguleiðum og bílastæðum innan svæðisins. Jafnframt bendir Vegagerðin á að æskilegt væri að skipulagsvinna sunnan þjóðvegarins við Hellu væri unnin heildstætt fyrir svæðið í heild í stað þess að vinna að skipulagsgerð í bútum eins og virðist raunin. Ekki bárust frekari athugasemdir.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og telur að brugðist hafi verið við þeim í meðfylgjandi tillögu. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

11.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson hefur lagt fram deiliskipulag úr landi sínu undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 3.500 m² að stærð. Farið hefur verið yfir allar framkomnar athugasemdir og þeim sem gerðu athugasemdir hefur verið svarað. Skipulagsstofnun sendi frá sér athugasemdir með bréfi dags. 3.10.2016 þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð ásamt framsetningu og efni deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir framlagða tillögu þar sem tekið hefur verið fullt tillit til athugasemda og gögnum breytt með tilliti til þeirra. Tillagan verði því send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar meðferðar.

Svör við athugasemdum stofnunarinnar: (Svör eru byggð í meginatriðum á áliti skipulagsnefndar, skýringum framkvæmdaraðila, ISOR og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands).1. Ekki var haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang á áherslur í umhverfismati og stofnuninni var heldur ekki send tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu til skoðunar skv. lögum um umhverfismat áætlana.

Framkvæmdaraðili sér um að tilkynna til Skipulagsstofnunar um framkvæmd sem lendir í flokki B í viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Þauleldi skv. lið 1.10 í umræddum viðauka gerir ráð fyrir þessu. Framkvæmdaaðili sendi inn tilkynningu um framkvæmd þann 4. nóvember 2015. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir 18. nóvember 2015, við úrvinnslu þeirra komu í ljós athugasemdir vegna staðsetningar ofl. við deiliskipulag og því var ákveðið að bíða niðurstöðu í því áður en uppfærð tilkynning væri send inn. Hún hefur verið send. Í lögunum kemur fram að samráð skuli haft við Skipulagsstofnun þegar tekin er ákvörðun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfisskýrslunni. Í skipulagslýsingu var sett fram matslýsing í þessum tilgangi. Skipulagsnefnd féll frá lýsingu þar sem skipulagstillagan var talin falla að stefnu aðalskipulags á fundi sínum þann 12.10.2015. Líklega hefur láðst að senda Skipulagsstofnun matslýsingu þegar skipulagslýsingin var felld út. Matslýsing hefur verið send Skipulagsstofnun.2. Upplýsingar um hvort þeim sem gerðu athugasemdir hafi verið svarað efnislega.

Eftir síðustu umfjöllun í skipulagsnefnd dags. 22.8.2016 og eftir að sveitarstjórn hafði staðfest afgreiðslu skipulagsnefndar, var öllum þeim sem sendu athugasemdir við auglýsta tillögu send svör skipulagsnefndar.3. Ekki er í deiliskipulagi fjallað um breytingu á aðalskipulagi sem tók gildi 2015, þar sem m.a. er sýnt nýtt vatnsból á landi Jarlsstaða.

Við vinnslu deiliskipulags var unnið samkvæmt gildandi aðalskipulagi, þar með talið umræddri breytingu. Uppdrættir hafa verið uppfærðir skv. því.4. Ekki er sérstaklega getið um alifuglaeldi í stefnu Aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022, fyrir utan ætlað alifuglaeldi að Geitasandi, 5ha. sem skilgreint var sem nýtt iðnaðarsvæði, I2. Útskýringu vantar á því af hverju sambærilegt alifuglaeldi að

Jarlsstöðum skuli falla undir skilgreiningu landbúnaðarsvæða en ekki iðnaðarsvæði eins og að Geitasandi.

Þegar heimild var veitt fyrir gerð deiliskipulags á fundi dags. 12.10.2015 var ákveðið að fallið yrði frá lýsingu skipulagsáætlunar þar sem tiltekin áform um byggingu alifuglahúss voru metin þannig að þau samræmdust stefnu í aðalskipulagi. Stuðst var við ákvæði í gildandi aðalskipulagi:

"Landbúnaður verði áfram stundaður á bújörðum, með eðlilegum þróunarmöguleikum ýmissa atvinnugreina sem henta á slíkum svæðum.

Styrkja þarf stöðu landbúnaðar sem atvinnugreinar og leita leiða til uppbyggingar stoðgreina hans. Með því er stefnt að þróun hefðbundinna búgreina í sátt við umhverfi sitt".5. Misræmi er í gögnunum hvað varðar endanlega staðsetningu alifuglabúsins. Fjarlægð milli alifuglabúsins og vatnsverndar-svæðisins er skv. greinagerð og umhverfisskýrslu 1800m, en samkvæmt uppdráttum virðast vera 900m milli búsins og grannsvæðis vatnsbólanna Kerauga og Tvíbytnulæks.

Í ferlinu hefur staðsetning deiliskipulagsreitsins verið færð til nokkrum sinnum. Láðst hefur að uppfæra ofangreindar fjarlægðir í umhverfisskýrslu. Þetta hefur nú verið leiðrétt og inn á skýringaruppdrátt færðar fjarlægðir í næstu byggingar, frístundahús og slíkt ásamt fjarlægðum að nálægum verndarsvæðum. HES og ISOR hafa fjallað um nýja staðsetningu búsins með tilliti til hættu á mengun og eru upplýst um rétta staðsetningu og fjarlægðir í mörk vatnsverndar.6. Ekki er ljóst hvar hreinsivirki fyrir fráveitu skuli staðsett og umfjöllun vantar um hugsanleg umhverfisáhrif af því að beina siturlögn að Minnivallalæk. Eins vantar umfjöllun um hugsanleg umhverfisáhrif á nýtt vatnsból skv. síðustu aðalskipulagsbreytingu.

Hreinsivirki fyrir fráveitu eru sýnd á skýringarmynd. Við samráð við heilbrigðiseftirlit kom í ljós að láðst hefur að geta þess að um tvö hreinsivirki er að ræða, annarsvegar fyrir frárennsli frá starfsmannaaðstöðu og hinsvegar þvottavatn frá húsinu og er því ekki um mengaðan úrgang að ræða. Slíkur úrgangur fer í sérstaka hauggeymslu sem skilgreind er í ákvæðum um góða búskaparhætti og þarf að samræmast ákvæðum í starfsleyfi.

Vegna landhalla og stefnu grunnvatnsstrauma komu engar áhyggjur fram á vinnslutíma skipulagsins um Minnivallalæk og vatnsból Jarlsstaða. Engu að síður var óskað eftir svörum ISOR vegna þessara atriða. Eftirfarandi eru svör ISOR:

„Skipulagsstofnun spyr hvort mögulegt hreinsivirki (siturlögn) frá fyrirhuguðu Alifuglabúi að Jarlsstöðum geti haft áhrif á Minnivallalæk.

Svar: Mælingar sýna að vatn sem rennur um Minnivallalæk á svæðinu frá Fellsenda og a.m.k. niður fyrir Minnivelli sígur að hluta til í hraunið. Þannig minnkar vatnsmagnið í læknum eftir því sem neðar dregur á þessari leið. Vatn streymir sem sagt úr læknum til grunnvatnsins í hrauninu. Þar af leiðandi er ekki hætta á að siturlögn frá umræddu alifuglabúi hafi áhrif á Minnivallalæk.

Einnig er spurt um möguleg áhrif Alifuglabúsins á nýtt vatnsból í landi Jarlsstaða sem var sett inn á síðasta aðalskipulag. Hvort búið geti á einhvern hátt haft áhrif á það?

Svar: Alifuglabúið mun ekki hafa áhrif (þ.e. mengandi áhrif) á vatnsbólið. Borholan, sem er vatnsból Jarlsstaða, er í hrauninu um kílómetra norðaustur af fyrirhuguðu Alifuglabúi og liggur hærra í landi. Vatnafarskort og vatnsfarslíkan Landsvirkjunar sýna að grunnvatn í hrauninu kringum Alifuglabúið streymir til suðvesturs. Grunnvatn streymir því í átt frá vatnsbólinu til búsins undir náttúrulegum kringumstæðum. Til að snúa grunnvatnsstraumnum við þyrfti gríðarmikla og langvarandi dælingu úr djúpri borholu.

Engar áætlanir eru um slíkt.“

Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur einnig fram um vatnsverndarsvæði: Að mati stofnunarinnar er nauðsynlegt áður en lengra er haldið að skilgreina fjarsvæði fyrir vatnsverndarsvæði.

Leitað var álits ISOR vegan þessarra athugasemda.

"1. Komi svo til að búið lendi innan fjarsvæðis miðað við fyrirhugaða staðsetningu hefur það áhrif á fyrri niðurstöðu Ísor um að í lagi sé að byggt sé á fyrirhugaðri staðsetningu"?

Svar ISOR: Athuganir og niðurstöður ÍSOR varðandi mengunarhættu frá alifuglabúinu eru óháðar því hvort fjarsvæði hefur verið formlega skilgreint eður ei.

"2. Komi svo til að búið lendi innan fjarsvæðis miðað við fyrirhugaða staðsetningu. Er leyfilegt að dreifa húsdýraáburði á fjarsvæði"?

Svar ISOR: Í gildandi reglugerð um fjarsvæði og varnir gegn mengun vatns er húsdýraáburður ekki nefndur þar sem hættuleg efni eru talin upp. Víða um land hafa fjarsvæði vatnsbóla verið skilgreind þannig að bújarðir og byggðarlög lenda innan þeirra. Þar hafa ekki verið lagðar hömlur á notkun búfjáráburðar.

Skipulagsnefnd telur að fjarsvæði vatnsverndar skuli skilgreind í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í vinnslu.7. Skilmála vantar um stærð hauggeymslu.

Bætt hefur verið inn í skilmála greinargerðar lágmarksstærð hauggeymslu, sjá undirstrikaðan texta.

“Innan byggingarreits skal vera vönduð og þétt hauggeymsla skv. reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri nr. 804/1999. Skal rúmmál hauggeymslu vera nægjanlega mikið til að taka við mestu hugsanlegu birgðum af skít sem þarf að geyma á þeim tíma sem óæskilegt eða bannað er að dreifa búfjáráburði. Gera skal ráð fyrir að hauggeymsla geti tekið við allt að 7 mánaða úrgangi frá búinu eða a.m.k. 450 m³.8. Hvorki kemur fram til hvaða svæða sé litið fyrir dreifingu á úrgangi né neinar takmarkanir tilgreindar sem við geta átt, svo sem vegna vatnsverndar, jarðvegsgerðar eða nágrannasvæða. Stofnunin bendir á að deiliskipulag er grundvöllur starfsleyfis og þurfa ákvarðanir um nauðsynlegar takmarkanir að koma fram í deiliskipulaginu.

Samráð hefur verið haft við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um þetta atriði. Ferilefnarannsókn var gerð á vegum ÍSOR til að meta grunnvatnsrennsli á svæðinu m.t.t. mengunarhættu frá áformuðum rekstri alifuglahússins. Niðurstaða úr þeirri rannsókn sýndi að ekki er talin hætta á mengun í grunnvatn. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu skilaði HES inn endurnýjaðri umsögn um skipulagið þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir HES í uppfærðri útgáfu skipulagsins. Skipulagsnefnd fjallaði um hana á fundi sínum þann 22.8.2016. Skipulagsstofnun hefur fengið álit ISOR vegna þeirrar rannsóknar.

ÚRGANGUR

Úrgangur frá fuglum verður meðhöndlaður samkvæmt Starfsreglum um góða

búskaparhætti, sem settar eru skv. reglugerð 804/1999 og í samræmi við reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr.737/2003 og reglugerðum varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri nr. 804/1999. Annar úrgangur verður meðhöndlaður í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda.

DREIFING ÁBURÐAR

Rekstraraðili kjúklingabúsins skal vinna áætlun um nýtingu áburðar á jörðinni til fimm ára í senn í samvinnu við Landgræðslu Ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Forðast ber að dreifa á svæði þar sem jarðvegsdýpt nær ekki 30 sentimetrum og sprungur eru í

berggrunninum. Einnig skal ekki dreifa áburði nær vatnsbólum en 50m og ekki nær sumarhúsabyggð eða íbúðarhúsum en 300m.9. Staðsetja þarf kaldavatnsholu fyrir búið.

Kaldavatnshola sem fyrir er á jörðinni og var sett inná aðalskipulag með aðalskipulagsbreytingu sem staðfest var 11.2.2015, verður nýtt fyrir búið. Staðsetning hennar kemur fram á uppdrætti deiliskipulagsins.10. Aðkomuvegur að búinu þarf að vera innan deiliskipulagsins.

Þetta hefur verið lagfært og skipulagsmörk sett meðfram vegi.11. Umsögn Minjastofnunar Íslands þarf að liggja fyrir m.t.t. endanlegrar staðsetningar byggingareits og nýrra aðkomuleiðar.

Umsögn Minjastofnunar hefur borist, dags. 5. október 2016. Minjavörður gerir engar athugasemdir við skipulagið.

12.Heysholt Breyting á deiliskipulagi

1602043

Guðmundur Björnsson hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi frá 7.6.2013 fyrir Heysholt. Í stað lóðar undir þyrpingu frístundahúsa og lóðar undir þjónustuhús verða þær lóðir sameinaðar í eina þar sem gert er ráð fyrir allt að 3.ja hæða hótelbyggingu. Tillagan var auglýst frá 3. ágúst til og með 15. september 2016. Ekki bárust athugasemdir á auglýsingatíma. Ábendingar umsagnaraðila hafa verið teknar í skipulagsferlið.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum ábendingum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

13.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Opið svæði austan við Gaddstaðaveg verði gert að Verslunar- og þjónustusvæði. Iðnaðarsvæði I3 og Athafnasvæði A5 átti einnig að falla undir þá breytingu. Á samráðsfundi með Skipulagsstofnun komu fram athugasemdir um umfang breytingarinnar. Gerðar eru breytingar á uppdrætti þess efnis að A5 og I3 verða óbreytt en bíða umfjöllunar í endurskoðun. Núverandi tjaldsvæði sunnan við tiltekið svæði verður áfram innan O7.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju. Frekari breytingar verði í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Vindás, Lágaból, deiliskipulag

1608034

Eigendur Vindáss 165015 óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar úr landi sínu. Afmörkuð er lóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 200 m² íbúðarhús og bílskúr, allt að 60 m² gestahús og allt að 200 m² skemmu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi til yfirferðar.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Hjallanes 1, 164977, deiliskipulag

1609058

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af þremur lóðum undir frístundahús á jörð sinni, Hjallanesi 1 í Rangárþingi ytra. Tillaga er meðfylgjandi.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Freyvangur 23, byggingarleyfi stækkun bílgeymslu

1602072

Haraldur Gunnar Helgason óskar eftir leyfi til að stækka við bílgeymslu á lóð sinni nr. 23 við Freyvang. Grenndarkynning fór fram dagana 7. mars til og með 17. apríl og bárust athugasemdir frá tveimur umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé gengið á rétt nágranna þó bygging bílgeymslu fari út að gangstíg. Jafnframt telur nefndin að útlit samræmist núverandi byggingum. Nefndin samþykkir því áform umsækjanda.

17.Gatnagerð við Rangárflatir

1609016

Stracta Hótel ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við Rangárflatir þannig að götulýsing og gangstétt færist yfir götuna. Erindu vísað til meðferðar hjá skipulags- og umferðarnefnd frá Byggðarráði.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

18.Eyjasandur 2, breyting á lóðum tengdum Samverki

1610001

Að ósk eigenda Samverks verði lóðir á svæðinu tengdar glerverksmiðjunni Samverki sameinaðar í eina lóð, Eyjasandur 2. Lóðir nr. 1, 2, 4, 5 og 7 verði sameinaðar í Eyjasandur 2. Eyjasandur 6 heldur sér en minnkar um 4 metra á suðurhlið. Eyjasandur 9 verði óbreytt. Aðkoma að Eyjasandi 3 verði frá Geitasandi. Aðrar aðkomur óbreyttar. Lóðin Eyjasandur 2 verði 10.220 m² að stærð eftir breytingar. Lóðin Eyjasandur 6 verði xxxx m² en aðrar lóðir breytast ekki.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform

lóðarhafa.

19.Vindás, landskipti, Lágaból

1608035

Bragi Guðmundsson óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Vindási landnr. 165015, 49.155 m² spildu. Spildan fær landnr. 224523 og nafnið Lágaból.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

20.Stóru-Vellir landskipti, Stóru-Vellir lóð 14

1609059

Óðinn Pálsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Stóru-Völlum landnr. 165011. Um er að ræða spildu 2,4 ha að stærð. Lóðin fær nafnið Stóru-Vellir lóð 14 og landnr. 224620.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeigenda.

21.Stóru-Vellir landskipti, Arnarhóll.

1610027

Óðinn Pálsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Stóru-Völlum landnr. 165011. Um er að ræða spildu 1,6 ha að stærð. Lóðin fær nafnið Stóru Vellir Arnarhóll og landnr. 224621.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?