Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

101. fundur 07. nóvember 2016 kl. 12:30 - 15:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Sævar Jónsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Litli Klofi lóð 2a, landskipti

1605032

Hafdís Sverrisdóttir hefur óskað eftir landskiptum úr lóð sinni. Lóð 2a verður skipt í tvennt og fær hvor lóðin nafnið Litli-Klofi 2a-A og 2a-B. Hvor lóðin verður 41.390 m² að stærð. Ný aðkoma hefur verið staðfest af vegagerðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
Steingrimur Erlingsson, eigandi Biokrafts ehf, og Einar Sveinbjörnsson, ráðgjafi Biokrafts ehf kynna fundarmönnum fyrirhuguð áform fyrirtækisins.

2.Vindorkubú i Þykkvabæ, breyting á aðalskipulagi

1611020

Bíokraft hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem snýr að breytingu á landnotkun undir fyrirhugaðar vindmyllur norðan þéttbýlis Þykkvabæjar. Lögð er fram lýsing á verkefninu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Biokrafts ehf víkja af fundi. Formaður þakkar góða kynningu.

3.Árbæjarhellir land 2, breyting á deiliskipulagi

1610057

Árbæjarhellir ehf, landeigandi að Árbæjarhelli landi 2, landnr. 198370, óskar eftir heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 10.3.2016. Við stofnun lóða skv. uppdrætti kom í ljós misræmi í stærðum í samræmi við þinglýst skjöl. Breyting felur í sér skýrari afmörkun og leiðréttingu á afmörkun skipulagssvæðis ásamt því að lóðir innan svæðis eru jafnaðar að stærð.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.

Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt aðliggjandi hagsmunaaðilum á svæðinu.

4.Lýtingur, óveruleg breyting á deiliskipulagi.

1608023

Landeigendur óska eftir að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 26.5.2011 með breytingum 3.6.2014. Núverandi breyting gerir ráð fyrir rýmkandi byggingarheimildum.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.

Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur þó ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa.

5.Ægissíða 2, deiliskipulag

1608021

Landeigandi óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja úr landi sínu, Ægissíðu 2. Gert er ráð fyrir að skipt verði úr jörðinni allt að 1 ha lóð fyrir frístundabyggð. Lóðin bætist við núverandi frístundabyggð þar sem þegar eru 8 frístundalóðir án gildandi deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að byggja megi frístundahús, geymslu o.þ.h. á nýrri lóð. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að öllum lóðarhöfum áaamt veiðifélaginu skuli send tillagan til umsagnar á auglýsingatíma.

6.Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Hólsbakka

1610066

Erindi frá Soffíu Bragadóttur og Sigurði J. Daníelssyni um stofnun lögbýlis á lóð sinni Unhóli 1A. Lóðin muni bera nafnið Hólsbakki. Erindi sent frá Byggðaráði 26.10.2016.
Nefndin leggur til að lóðin verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði og að breyting verði gerð á aðalskipulagi vegna þess.

7.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Fundargerð síðasta fundar stýrihóps lögð fram.
Skipulagsnefnd fór yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar við auglýsta lýsingu.

8.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 óska eftir heimild til að deiliskipuleggja hluta úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar-og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma.
Skipulagsnefnd telur að áform í deiliskipulagi kalli á nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?