104. fundur 12. desember 2016 kl. 09:00 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Haukadalur land, 219699, landskipti

1611067

Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Haukadal landi 219699, 3.915 m² spildu. Ný spilda ber nafnið Vatnsból Haukadal, landnr. 224725.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi afmörkun vatnsverndar ef fyrirhugað er að nýta vatnsbólið frekar en gert er í dag.

2.Stóru Vellir, Hrosshóll, landskipti

1612016

Óðinn Pálsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Stóru-Völlum landnr. 165011. Um er að ræða spildu 39.334,4 m² að stærð. Lóðin fær nafnið Stóru Vellir Hrosshóll og landnr. XXXXXX.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Uxahryggur I, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1608033

Rangárþing ytra vinnur að gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2022 þar sem um breytingu úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Uxahryggjar er að ræða. Lýsing var kynnt til og með 4. nóvember. Ábendingar bárust frá Rangárþingi eystra varðandi mörk sveitarfélaganna á umræddu svæði og einnig frá Skipulagsstofnun sem tekið hefur verið tillit til í meðfylgjandi tillögu.
Við nánari skoðun skipulagsfulltrúa hefur komið í ljós misræmi í afmörkun sveitarfélagamarka á umræddu skipulagssvæði. Mörk sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra ber ekki saman á uppdráttum aðalskipulaga beggja sveitarfélaga. Nefndin telur þó ekki ástæðu til að fresta umræddri breytingu á landnotkun, þar sem umfang breytingarinnar er langt innan marka þess að nákvæm afmörkun verði gerð á uppdrætti og að væntanleg breyting á mörkum sveitarfélaganna muni ekki hafa nein áhrif á áformaða landnotkun. Nefndin vill þó árétta að ekki verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir viðkomandi svæði fyrr en að loknu samráðsferli um mörk sveitarfélaganna tveggja.

Nefndin leggur því til að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu verði send Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

4.Vindorkubú i Þykkvabæ, breyting á aðalskipulagi

1611020

Bíokraft ehf 640812-1680 hefur fengið heimild til að hafin verði skipulagsmeðferð vegna áforma um að reisa allt að 13 vindmyllur til orkuframleiðslu á landi norðan við Þykkvabæ. Lýsing var kynnt frá 17.11.2016 til og með 1.12.2016. Lýsing var send til eftirfarandi umsagnaraðila: Minjastofnunnar, Umhverfisstofnunnar, Landgræðslunnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Orkustofnunnar, Samgöngustofu, Rangárþings eystra og Ásahrepps.

Umsagnir bárust frá Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Orkustofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Landgræðslunni þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við lýsinguna. Fleiri umsagnir bárust ekki.

Athugasemdir bárust með bréfi dags. 14. nóvember 2016 frá Veritas lögmönnum fyrir hönd sextíu og þriggja aðila þar sem þeir leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum áformum.

Veritas lögmenn óska eftir fundi með fulltrúum sveitarstjórnar til að gera betur grein fyrir sjónarmiðum umbjóðenda sinna.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn og skipulagsnefnd fundi með fulltrúum Veritas lögmanna þar sem farið verði yfir sjónarmið umbjóðenda þeirra.

5.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir á kynningartíma. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun sem tekið hefur verið tilit til í gerð tillögunnar. Tillaga hefur jafnframt verið kynnt. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 leggja fram tillögu að deiliskipulagi úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 er það niðurstaða nefndarinnar að áformuð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þegar afgreiðsla Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

7.Rangárbakkar 1-3, deiliskipulag þjónustusvæðis

1605009

Framkvæmdahópur á vegum Kaupfélags Skagfirðinga leggur fram tilögu að deiliskipulagi fyrir Rangárbakka 1-3 á Hellu. Í auglýsingu tilögunnar komu fram athugasemdir frá Skipulagsstofnun um framsetningu efnis og skilmála í tillögunni. Einnig telur Skipulagsstofnun að tillagan samræmist ekki aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem ný lóð fyrir verslun- og þjónustu sé aðeins að hluta til á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði.
Búið er að minnka verulega umfang framkvæmdaáforma og fella niður síðari áfanga í fyrri tillögu. Því telur nefndin að búið sé að lagfæra tillöguna að teknu tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar og telur ekki nauðsynlegt að tillagan verði auglýst að nýju. Skipulagsnefnd áréttar að fyrirhuguð vegtenging að austanverðu skuli einnig nýtast til aðkomu að svæðinu austan lóðarinnar.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda endanlega tillögu til Skipulagsstofnunar.

8.Hjallanes 1, 164977, deiliskipulag

1609058

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af þremur lóðum undir frístundahús á jörð sinni, Hjallanesi 1 í Rangárþingi ytra. Tillagan var auglýst frá 20.10.2016 til og með 1.12.2016. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um skýrari afmörkun vatnsverndar umhverfis vatnsból á uppdrætti.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

9.Vindás, Lágaból, deiliskipulag

1608034

Eigendur Vindáss 165015 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr landi sínu. Afmörkuð er lóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 200 m² íbúðarhús og bílskúr, allt að 60 m² gestahús og allt að 200 m² skemmu. Tillagan var auglýst frá 20.10.2016 til og með 1.12.2016 og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag

1212022

Lárus Einarsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi sínu Ketilhúshagi, lóð nr. 47, landnr. 218198. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst síðast á árinu 2014. Breyting hefur verið gerð á fram lagðri tillögu þess efnis að fjarlægðarmörk hafa verið leiðrétt skv. athugasemd Umhverfisstofnunar ásamt því að byggingarmagn hefur verið minnkað til muna. Ábending barst einnig frá Skipulagsstofnun um að eðlilegra hefði verið að auglýsa tillöguna sem breytingu á gildandi deiliskipulagi í stað nýs deiliskipulags fyrir einstaka lóð.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vekur jafnframt athygli á því að hún telur ekki ástæðu til þess, að þessu sinni, að fella umrætt svæði inní í gildandi deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gildandi deiliskipulag síðan 1987 tekur á mjög ólíkum atriðum bæði hvað varðar stærðir lóða og byggingarmagn.

11.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun var fyrst kynnt 2011 og aftur kynnt haustið 2015. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma að nýju.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Landsnet, tillaga að kerfisáætlun 2016-2025

1611056

Landsnet óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu sem lögð er fram samhliða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu.

13.Landmannalaugar, stöðuleyfi veitingasala

1611066

Bergur Sveinbjörnsson fyrir hönd Söluskálans Landvegamótum ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir u.þ.b. 60 m² timburhúsi ætlað til veitingasölu í Landmannalaugum. Óskað er eftir leyfi fyrir söluskálann frá 1. júní 2017 til 30. september 2017.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar.

14.Hraun, Erindi vegna stofnunar lögbýlis

1609024

Karl Axelsson áformar að sameina lönd sín að Hrauni og Leirubakka. Stofna lögbýli og flytja lögheimili sitt á staðinn. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemdir við áform umsækjanda og beinir því til skipulagsnefndar að undirbúa erindið áfram. Svæðið sem um ræðir er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Skipulagsnefnd leggur til að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem umræddar tvær lóðir umsækjanda verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði að nýju. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir umrætt svæði.

15.Stracta Hella ehf, byggingarleyfi fyrir skiltum

1611028

Stracta Hella ehf óskar eftir að fá að setja niður auglýsingaskilti á tiltekna tvo staði innan og utan við þéttbýlið á Hellu. Stærð skiltanna er áformuð um 2 X 3 metrar. Staðsetning er utan veghelgunarsvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir fram lagðar staðsetningar á skiltum til eins árs. Nefndin áréttar að skiltin verði höfð utan veghelgunarsvæðis og verði sett upp í fullu samráði við landeigendur.

Nefndin leggur til að mótuð verði stefna um auglýsingaskilti innan sveitarfélagsins.

16.Landmannahellir, Sómastaðir, byggingarleyfi aðstöðuhús

1611068

Tryggvi Baldursson fyrir hönd eigenda að gistiskála á lóðinni Sómastaðir í Landmannahelli óskar eftir leyfi til að byggja allt að 35 m² aðstöðuhús á lóðinni til viðbótar núverandi 62,7 m² gistiskála.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til aukins byggingarmagns á lóðinni og samþykkir því áform umsækjanda um allt að 35 m² viðbótarhús skv. meðfylgjandi gögnum. Nefndin áréttar að leitað skuli eftir umsögn forsætisráðuneytis um áformin áður en leyfi verður gefið út.

17.Fjallaland 38, byggingarleyfi

1612019

Birgir Sigurðsson eigandi lóðar nr. 38 í landi Fjallalands úr Leirubakka, óskar eftir að fá að byggja 30-35 m² geymslu á lóð sinni. Á lóðinni eru þegar byggð 150,2 m² sumarhús auk 50,3 m² bílskúrs/geymslu.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé verið að víkja um of frá skilmálum gildandi deiliskipulags og samþykkir því að veita umsækjanda leyfi til byggingar á allt að 35 m² geymslu á lóð sinni, með þeim skilyrðum að útlit og form verði ekki frábrugðið því sem þegar er byggt á lóðinni. Jafnframt þurfi skriflegt samþykki lóðarhafa á svæðinu að liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?