1611020
Bíokraft ehf 640812-1680 hefur fengið heimild til að hafin verði skipulagsmeðferð vegna áforma um að reisa allt að 13 vindmyllur til orkuframleiðslu á landi norðan við Þykkvabæ. Lýsing var kynnt frá 17.11.2016 til og með 1.12.2016. Lýsing var send til eftirfarandi umsagnaraðila: Minjastofnunnar, Umhverfisstofnunnar, Landgræðslunnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Orkustofnunnar, Samgöngustofu, Rangárþings eystra og Ásahrepps.
Umsagnir bárust frá Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Orkustofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Landgræðslunni þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við lýsinguna. Fleiri umsagnir bárust ekki.
Athugasemdir bárust með bréfi dags. 14. nóvember 2016 frá Veritas lögmönnum fyrir hönd sextíu og þriggja aðila þar sem þeir leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum áformum.
Veritas lögmenn óska eftir fundi með fulltrúum sveitarstjórnar til að gera betur grein fyrir sjónarmiðum umbjóðenda sinna.