106. fundur 06. febrúar 2017 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ölversholtshjáleiga, landskipti

1701018

Filippus Björgvinsson og Gunnar A. Jóhannsson óska eftir að skipta upp landi sínu í tvennt. Eystri hlutinn sem kallast mun áfram Ölversholtshjáleiga mun halda upprunalandnúmeri og lögbýlisrétti sem fyrir er á jörðinni. Eystri hlutinn verður um 134,0 ha eftir skiptin. Vestari hlutinn, landnr. XXXXXX mun fá nafnið Ölver og verða um 142,8 ha eftir skiptin. Óskað verður eftir lögbýlisrétti á þann hluta eftir skipti. Núverandi sumarbústaður, matshluti 04, færist á nýju spilduna, verður hluti Ölvers.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi áform um landskipti.

2.Hungurfit, Umsókn um stofnun lóða

1504004

Að beiðni forsætisráðuneytisins hafa verið stofnaðar 3 lóðir í Hungurfitjum. Lóðirnar bera nöfnin Hungurfit lóð Þ1, Þ2 og Þ3. Fyrir liggja drög að lóðarleigusamningum við rekstraraðila á svæðinu um lóðir Þ1 og Þ2 og var óskað eftir heimild forsætisráðuneytisins við gerð þeirra. Lagt fram álit ráðuneytis þar sem krafist er auglýsingar á nýtingu umræddra lóða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Krókur, umsókn um stofnun lóða

1504005

Að beiðni forsætisráðuneytisins hafa verið stofnaðar 3 lóðir í Króki á Rangárvallaafrétti. Lóðirnar bera nöfnin Krókur lóð Þ1, Þ2 og Þ3. Fyrir liggja drög að lóðarleigusamningi við rekstraraðila á svæðinu um lóð Þ1 og var óskað eftir heimild forsætisráðuneytisins við endanlega gerð hans. Lagt er fram álit ráðuneytis þar sem krafist er auglýsingar á nýtingu umræddra lóða.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar-og þjónustusvæði. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir kynningarferli tillögunnar. Lagfærð tillaga lögð fram.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram lagðar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 leggja fram deiliskipulag af hluta úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Tillaga lögð fram samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf leggur fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, austan Gaddstaðavegar. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi frá 10.11.2016 til og með 22.12.2016. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun í lokaferli tillögunnar þar sem gerð er athugasemd við efnislega framsetningu varðandi byggðamynstur og útlit bygginga ásamt því að gera þarf frekari grein fyrir samgöngukerfi innan lóðanna.
Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir skipulagsstofnunar og tekur undir með stofnuninni að auglýsa þurfi tillöguna að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga þegar búið er að taka tillit til athugasemda stofnunarinnar.

7.Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

1309029

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á afmörkun vatnsverndarsvæðis ofan við Keldur á Rangárvöllum. Samráð hefur verið haft við Rangárþing eystra og liggur nú fyrir skýrsla frá ÍSOR þar sem nýjar áherslur eru lagðar fram. Samræmdar áherslur ÍSOR taka tillit til afmörkunar vatnsverndarsvæða beggja sveitarfélaga.
Skýrsla ÍSOR lögð fram til kynningar. Nefndin telur að kynna eigi skýrslu ÍSOR fyrir fulltrúum Rangárþings eystra ásamt landeigendum og stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps áður en af endanlegri afgreiðslu verður.

8.Uxahryggur I, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1608033

Rangárþing ytra vinnur að gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2022 þar sem um breytingu úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Uxahryggjar er að ræða. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna skorts á þarfagreiningu á stöðu ferðaþjónustunnar, bæta þarf stefnu um umfang og yfirbragð mannvirkja og komið var inná staðsetningu uppbyggingarsvæðisins m.t.t. fjarlægðar frá Þverá og þjóðvegi.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram lagðar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hraun, Erindi vegna stofnunar lögbýlis

1609024

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagti í landi Hrauns og Leirubakka, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnað að nýju. Lýsing hefur verið kynnt og bárust ábendingar frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd fjallaði um ábendingar skipulagsstofnunar við lýsinguna og telur að í meðfylgjandi tillögu hafi verið tekið fullt tillit til þeirra. Nefndin leggur því til að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði jafnframt kynnt hagsmunaaðilum með auglýsingu í staðarblaði og á heimasíðu sveitarfélagsins.

10.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Ábending barst í gegnum íbúagáttina þess efnis að sett verði biðskyldumerki við útkeyrslu frá Lundi inn á Helluvaðsveg og að Bogatún verði merkt sem botngata. Sent til afgreiðslu frá Byggðaráði.
Nefndin samþykkir að bæta skuli merkingar á þessum stöðum og leggur til að Þjónustumiðstöðinni verði falið verkefnið.

11.Útskálar Vistgata

1701033

Tillaga frá Ungmennaráði Rangárþings ytra þess efnis að skoðað verði hvort Útskálar geti orðið Vistgata. UngRy telur að það sé virkilega mikilvægt til þess að tryggja öryggi allra sem um svæðið fara. Sent til afgreiðslu frá Byggðaráði.
Lagt fram til kynningar. Vísað til skoðunar á umferðar- og umferðaröryggismálum í þéttbýlinu heildstætt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?