110. fundur 03. apríl 2017 kl. 09:00 - 12:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ártún 4A, stofnun lóðar

1703033

Landeigendur að spildu sem skilin var eftir við kaup sveitarfélagsins á Nesi, landnr. 164533 árið 1973, óska eftir að sveitarstjórn staðfesti afmörkun spildunnar eins og hún er sett fram á uppdrætti frá Landnotum dags. 14.3.2017. Eftir staðfestingu mun lóðin verða stofnuð og fengi nafnið Ártún 4A.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun spildunnar og leggur til að gengið verði frá stofnun lóðarinnar skv. meðfylgjandi uppdrætti.

2.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Tillaga að breyting hefur verið auglýst og var tillaga að deiliskipulagi auglýst samhliða. Frestur til athugasemda rann út þann 30. mars og bárust eftirfarandi athugasemdir: Áréttað er að allar athugasemdir eru birtar sem fylgiskjöl fundarins og því er hér einungis um grófa upptalningu að ræða.
1. Guðmundur Ólafsson formaður sumarhúsafélagsins Vatnshóla gerir athugasemd við stærðir húsa og vill fá frekari upplýsingar um áformaðan verslunarrekstur. Einnig hefur hann miklar áhyggjur af vatnsmálum og óskar eftir svari um hvernig sveitarfélagið hyggst tryggja nægilegt vatnsmagn á svæðið. Hann óskar eftir fyrir hönd landeigenda í Vatnshólum og sumarhúsafélagsins Vatnshóla að frestur til athugasemda verði framlengdur til 1. maí 2017.
2. Íbúi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hafði áhyggjur af með hvaða hætti reiðstígur yrði gerður meðfram Árbæjarvegi ef þessi áform yrðu að veruleika.
3. Guðrún S. Gísladóttir, eigandi að lóð í Vatnshólum, nærliggjandi frístundasvæði, gerir athugasemdir við að breyta eigi núverandi beitarlandi í verslunar- og þjónustusvæði. Einnig mótmælir hún harðlega þeirri málsmeðferð að teknu tilliti til þess stutta tíma sem gefst til athugasemda.
4. Magnús Baldursson lögmaður, fyrir hönd Kvista ehf og eiganda Kvista Gunther Rolf Weber, mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum og leggur fram athugasemdir í 5 liðum.
a. Gerð er athugasemd við kynningu á fyrirhuguðum breytingum í aðalskipulagi.
b. Athugasemdir gerðar við nálægð íbúðarhússins að Kvistum.
c. Áformuð starfsemi og nálægð við Kvisti samrýmist ekki þeim áherslum sem tamningar hrossa, umsjón þeirra og velferð kalli á í rekstri hrossaræktar.
d. Kallað er eftir heildstæðri stefnu í uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu í stað þess að láta eftir hugdettum einstakra landeigenda á landbúnaðarsvæðum.
e. Gerð er athugasemd við að Rangárþing ytra hafi ekki fengið leyfi ráðherra til að taka umrætt land úr landbúnaðarnotum og vísað í Jarðalögin.
5. Andres Pétur Rúnarsson fyrir hönd Brekknaáss ehf, eiganda að sumarhúsi í Vatnshólum, gerir athugasemdir við að áform skildu ekki hafa verið kynnt nægilega til eigenda sumarhúsa á næstu lóð. Líst er yfir áhyggjum með byggingarmagn og einnig spurt með hvaða hætti sveitarfélagið ætli að útvega vatn í slíka starfsemi þegar ekki virðist nægilegt vatn til staðar í þau sumarhús sem þegar eru á svæðinu. Vitnað er í bréf sem framkvæmdaaðili sendi á nærliggjandi lóðarhafa og bent á misræmi í því gagnvart skipulagstillögunni. Sveitarfélagið er hvatt til að endurskoða ákvörðun sína.
6. Hilmar Binder fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Hlöðunnar ehf leggst alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum á skipulagi. Búist er við aukinni umferð um svæðið með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa, hrossaræktendur og eigendur sumarhúsa. Fleiri athugasemdir eru vegna hættu á aukinni umferð. Líst er yfir áhyggjum með útvegun á vatni. Spurt er út í hvaða íbúar eða ferðamenn það eru sem áformuð uppbygging á að þjóna. Áhyggjur eru settar fram vegna byggingarmagns og heimild til stærri bygginga í framtíðinni. Lagt er til að uppbygging ferðaþjónustu eigi frekar að vera á Gaddstaðaflötum við Hellu en ekki í dreifbýli. Sveitarfélagið er hvatt til að endurskoða ákvörðun sína.
7. Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrir hönd fjölskyldna að Vatnshólum 4, 4a og 4b leggs alfarið gegn breytingum á skipulagi svæðisins vegna nálægðar við þegar skilgreint frístundasvæði þeirra. Gagnrýnt er með hvaða hætti kynning á áformum hefur farið fram. Fyrirhuguð landnýting er sögð í ósamræmi við núverandi landnýtingu og staðsetning er óásættanleg. Gerð er athugasemd við staðsetningu bygginga og byggingarmagn. Vandséð er hvernig áformuð starfsemi mun uppfylla kröfur reglugerðar um hávaða. Lítið gert úr áhrifum þess í umhverfisskýrslu skipulagstillögunnar. Óljósar forsendur sveitarfélagsins um að umferð muni aukast lítillega. Mætti skilja greinargerð með tillögunni sem svo að starfrækja ætti upplýsingamiðstöð á svæðinu. Bent er á að staðsetning verslunar- og þjónustusvæðis svona nálægt frístundasvæði gæti verið þvert á reglugerð um fjarlægðir varðandi hávaða. Gerð er athugasemd við að veitur og innviðir á svæðinu beri ekki starfsemi sem þessa. Tillagan muni jafnframt hafa neikvæð áhrif á markaðsvirði aðliggjandi eigna. Ekki séu færð nein rök fyrir staðsetningu slíks þjónustkjarna utan þéttbýlis þar sem ekki sé nein þörf á frekari þjónustu við Árbæjarveginn. Val á staðsetningu slíkra svæða eigi að vera tekin með heildarhagsmuni í huga m.t.t. annarrar landnotkunar á aðliggjandi svæðum en eigi ekki að veljast eftir óskum einstakra landeigenda.
8. Fjórir aðilar fyrir hönd landeigenda og íbúa við Árbæjarveg gera athugasemdir við að breyta eigi landnotkun á svæðinu. Uppbygging ferðaþjónustu gerbreytir þeim foprsendum sem íbúar og landeigendur hafa gengið út frá. Líst er yfir áhyggjum af aukinni umferð um svæðið. Spurt er hvernig asveitarstjórn ætli að tengja saman reiðvegi og akvegi með aukinni umferð smábíla og rúta. Gerð er athugasemd varðandi texta um upplýsingagjöf og óskað eftir skýringum. Leiðrétta ber í texta að áætlunarferðir séu um Árbæjarveg á sumrin upp á hálendið. Spurt er hvort sveitarfélagið sé að tryggja aukna umferð á hálendið á veturna. Áætla mætti að ekki sé hægt að gera grein fyrir áhrifum af áformaðri starfsemi. Spurt er hvernig sveitarfélagið ætli sér að bregðast við aukningu um Árbæjarveg með nýrri tengingu yfir Þjórsá. Líst er áhyggjum af stöðvun faratækja ferðamanna við hrossahópa til að klappa þeim. Er tekið tillit til aukningar á umferð miðað við að Vatnshólasvæðið verði fullbyggt en þar vantar ennþá 27 sumarhús til að teljast fullbyggt. Efla þarf veitukerfið. Hvernig mun áformuð þjónusta þjóna íbúum og ferðamönnum? Ekki er talin frekari þörf á þjónustu við Árbæjarveg þar sem stutt er í alla þjónustu á Hellu. Miklar áhyggjur vegna aukinnar umferðar. Kallað er eftir því að uppbygging verði frekar á Hellu en í dreifbýli á stöðum sem þessum. Lagt er til að markaðsetja Hellu sem hjarta íslenska hestsins og að vera síðasti áfangastaður fyrir hálendi Íslands með tilheyrandi upplýsingamiðstöð og þjónustu fyrir ferðamenn. Undir þetta skrifa Telma Tómasson, Móa, Páll Briem, Víðibakka, Guðmundur Þorbjörnsson, Snjallsteinshöfða 1D og Gerður Pálsdóttir, Árbæjarhjáleigu I.
9. Ábúendur að Árbakka gera sams konar athugasemdir og hér næst að ofan og hvetja sveitarfélagið til að breyta ákvörðun sinni um að breyta landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði á þessum stað.
10. Guðrún Ólafsdóttir eigandi frístundalóðar að Vatnshólum 1a, 1b og 1c mótmælir þeim áformum sveitarstjórnar að breyta landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. vantar frekari kynningar til aðliggjandi aðila. Gerð er athugasemd við stærð bygginga og að þær séu úr takti við fyrirliggjandi byggingar í landi Vatnshóla. Einnig er gerð athugasemd við stærð byggingarreita og miðað við byggingarreiti í Vatnshólumj því til smanburðar. Mótmælt er staðsetningu svona nálægt mörkum Vatnshóla. Gerð er athugasemd við að Minjastofnun hafi ekki veitt umsögn sína. Spurt er hvað liggi til grundvallar þeirri fullyrðingu í greinargerð að samfélagsleg áhrif verði jákvæð. Lagt er til að haldinn verði íbúafundur með hagsmunaaðilum og áform kynnt frekar.
Skipulagsnefnd fór yfir fram komnar athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar.

3.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 leggja fram deiliskipulag af hluta úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Breyting á aðalskipulagi hefur einnig verið unnin samhliða. Tillagan var auglýst frá 13.2.2017 til og með 30.3.2017. Breyting á aðalskipulaginu var auglýst samhliða og bárust eftirfarandi athugasemdir: Áréttað er að allar athugasemdir eru birtar sem fylgiskjöl fundarins og því er hér einungis um grófa upptalningu að ræða.
1. Guðmundur Ólafsson formaður sumarhúsafélagsins Vatnshóla gerir athugasemd við stærðir húsa og vill fá frekari upplýsingar um áformaðan verslunarrekstur. Einnig hefur hann miklar áhyggjur af vatnsmálum og óskar eftir svari um hvernig sveitarfélagið hyggst tryggja nægilegt vatnsmagn á svæðið. Hann óskar eftir fyrir hönd landeigenda í Vatnshólum og sumarhúsafélagsins Vatnshóla að frestur til athugasemda verði framlengdur til 1. maí 2017.
2. Íbúi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hafði áhyggjur af með hvaða hætti reiðstígur yrði gerður meðfram Árbæjarvegi ef þessi áform yrðu að veruleika.
3. Guðrún S. Gísladóttir, eigandi að lóð í Vatnshólum, nærliggjandi frístundasvæði, gerir athugasemdir við að breyta eigi núverandi beitarlandi í verslunar- og þjónustusvæði. Einnig mótmælir hún harðlega þeirri málsmeðferð að teknu tilliti til þess stutta tíma sem gefst til athugasemda.
4. Magnús Baldursson lögmaður, fyrir hönd Kvista ehf og eiganda Kvista Gunther Rolf Weber, mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum og leggur fram athugasemdir í 5 liðum.
a. Gerð er athugasemd við kynningu á fyrirhuguðum breytingum í aðalskipulagi.
b. Athugasemdir gerðar við nálægð íbúðarhússins að Kvistum.
c. Áformuð starfsemi og nálægð við Kvisti samrýmist ekki þeim áherslum sem tamningar hrossa, umsjón þeirra og velferð kalli á í rekstri hrossaræktar.
d. Kallað er eftir heildstæðri stefnu í uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu í stað þess að láta eftir hugdettum einstakra landeigenda á landbúnaðarsvæðum.
e. Gerð er athugasemd við að Rangárþing ytra hafi ekki fengið leyfi ráðherra til að taka umrætt land úr landbúnaðarnotum og vísað í Jarðalögin.
5. Andres Pétur Rúnarsson fyrir hönd Brekknaáss ehf, eiganda að sumarhúsi í Vatnshólum, gerir athugasemdir við að áform skildu ekki hafa verið kynnt nægilega til eigenda sumarhúsa á næstu lóð. Líst er yfir áhyggjum með byggingarmagn og einnig spurt með hvaða hætti sveitarfélagið ætli að útvega vatn í slíka starfsemi þegar ekki virðist nægilegt vatn til staðar í þau sumarhús sem þegar eru á svæðinu. Vitnað er í bréf sem framkvæmdaaðili sendi á nærliggjandi lóðarhafa og bent á misræmi í því gagnvart skipulagstillögunni. Sveitarfélagið er hvatt til að endurskoða ákvörðun sína.
6. Hilmar Binder fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Hlöðunnar ehf leggst alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum á skipulagi. Búist er við aukinni umferð um svæðið með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa, hrossaræktendur og eigendur sumarhúsa. Fleiri athugasemdir eru vegna hættu á aukinni umferð. Líst er yfir áhyggjum með útvegun á vatni. Spurt er út í hvaða íbúar eða ferðamenn það eru sem áformuð uppbygging á að þjóna. Áhyggjur eru settar fram vegna byggingarmagns og heimild til stærri bygginga í framtíðinni. Lagt er til að uppbygging ferðaþjónustu eigi frekar að vera á Gaddstaðaflötum við Hellu en ekki í dreifbýli. Sveitarfélagið er hvatt til að endurskoða ákvörðun sína.
7. Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrir hönd fjölskyldna að Vatnshólum 4, 4a og 4b leggs alfarið gegn breytingum á skipulagi svæðisins vegna nálægðar við þegar skilgreint frístundasvæði þeirra. Gagnrýnt er með hvaða hætti kynning á áformum hefur farið fram. Fyrirhuguð landnýting er sögð í ósamræmi við núverandi landnýtingu og staðsetning er óásættanleg. Gerð er athugasemd við staðsetningu bygginga og byggingarmagn. Vandséð er hvernig áformuð starfsemi mun uppfylla kröfur reglugerðar um hávaða. Lítið gert úr áhrifum þess í umhverfisskýrslu skipulagstillögunnar. Óljósar forsendur sveitarfélagsins um að umferð muni aukast lítillega. Mætti skilja greinargerð með tillögunni sem svo að starfrækja ætti upplýsingamiðstöð á svæðinu. Bent er á að staðsetning verslunar- og þjónustusvæðis svona nálægt frístundasvæði gæti verið þvert á reglugerð um fjarlægðir varðandi hávaða. Gerð er athugasemd við að veitur og innviðir á svæðinu beri ekki starfsemi sem þessa. Tillagan muni jafnframt hafa neikvæð áhrif á markaðsvirði aðliggjandi eigna. Ekki séu færð nein rök fyrir staðsetningu slíks þjónustkjarna utan þéttbýlis þar sem ekki sé nein þörf á frekari þjónustu við Árbæjarveginn. Val á staðsetningu slíkra svæða eigi að vera tekin með heildarhagsmuni í huga m.t.t. annarrar landnotkunar á aðliggjandi svæðum en eigi ekki að veljast eftir óskum einstakra landeigenda.
8. Fjórir aðilar fyrir hönd landeigenda og íbúa við Árbæjarveg gera athugasemdir við að breyta eigi landnotkun á svæðinu. Uppbygging ferðaþjónustu gerbreytir þeim foprsendum sem íbúar og landeigendur hafa gengið út frá. Líst er yfir áhyggjum af aukinni umferð um svæðið. Spurt er hvernig asveitarstjórn ætli að tengja saman reiðvegi og akvegi með aukinni umferð smábíla og rúta. Gerð er athugasemd varðandi texta um upplýsingagjöf og óskað eftir skýringum. Leiðrétta ber í texta að áætlunarferðir séu um Árbæjarveg á sumrin upp á hálendið. Spurt er hvort sveitarfélagið sé að tryggja aukna umferð á hálendið á veturna. Áætla mætti að ekki sé hægt að gera grein fyrir áhrifum af áformaðri starfsemi. Spurt er hvernig sveitarfélagið ætli sér að bregðast við aukningu um Árbæjarveg með nýrri tengingu yfir Þjórsá. Líst er áhyggjum af stöðvun faratækja ferðamanna við hrossahópa til að klappa þeim. Er tekið tillit til aukningar á umferð miðað við að Vatnshólasvæðið verði fullbyggt en þar vantar ennþá 27 sumarhús til að teljast fullbyggt. Efla þarf veitukerfið. Hvernig mun áformuð þjónusta þjóna íbúum og ferðamönnum? Ekki er talin frekari þörf á þjónustu við Árbæjarveg þar sem stutt er í alla þjónustu á Hellu. Miklar áhyggjur vegna aukinnar umferðar. Kallað er eftir því að uppbygging verði frekar á Hellu en í dreifbýli á stöðum sem þessum. Lagt er til að markaðsetja Hellu sem hjarta íslenska hestsins og að vera síðasti áfangastaður fyrir hálendi Íslands með tilheyrandi upplýsingamiðstöð og þjónustu fyrir ferðamenn. Undir þetta skrifa Telma Tómasson, Móa, Páll Briem, Víðibakka, Guðmundur Þorbjörnsson, Snjallsteinshöfða 1D og Gerður Pálsdóttir, Árbæjarhjáleigu I.
9. Ábúendur að Árbakka gera sams konar athugasemdir og hér næst að ofan og hvetja sveitarfélagið til að breyta ákvörðun sinni um að breyta landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði á þessum stað.
10. Guðrún Ólafsdóttir eigandi frístundalóðar að Vatnshólum 1a, 1b og 1c mótmælir þeim áformum sveitarstjórnar að breyta landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. vantar frekari kynningar til aðliggjandi aðila. Gerð er athugasemd við stærð bygginga og að þær séu úr takti við fyrirliggjandi byggingar í landi Vatnshóla. Einnig er gerð athugasemd við stærð byggingarreita og miðað við byggingarreiti í Vatnshólumj því til smanburðar. Mótmælt er staðsetningu svona nálægt mörkum Vatnshóla. Gerð er athugasemd við að Minjastofnun hafi ekki veitt umsögn sína. Spurt er hvað liggi til grundvallar þeirri fullyrðingu í greinargerð að samfélagsleg áhrif verði jákvæð. Lagt er til að haldinn verði íbúafundur með hagsmunaaðilum og áform kynnt frekar.
Skipulagsnefnd fór yfir fram komnar athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar.

4.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra í samráði við Umhverfisstofnun og hagsmunaaðila hafa unnið að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Tillagan var auglýst frá 14.1.2017 til og með 2.3.2017 og bárust athugasemdir sem taldar eru upp í meðfylgjandi lista með fundargögnum:

Skipulagsnefnd fór yfir framkomnar athugasemdir og svaraði þeim. Nefndin telur að öllum athugasemdum hafi verið gerð góð skil og þakkar þær ábendingar sem bárust. Nefndin telur að lagfærð tillaga að teknu tilliti til athugasemda kalli ekki á endurauglýsingu. Allar athugasemdir sem bárust og svör við þeim verða birtar sem viðauki í lagfærðri tillögu. Nefndin vill árétta að hún telur tillöguna í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og að ekki sé nein þörf á breytingu í aðalskipulagi vegna uppbyggingar í Landmannalaugum. Nefndin felur jafnframt skipulagsfullltrúa að óska eftir undanþágu frá ráðuneyti frá skilmálum skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.14. sem snúa að fjarlægðum við ár og vötn.

5.Hlyngerði, Svínhagi RS-1, deiliskipulag

1608029

Landeigandi hefur fengið heimild til að gera deiliskipulag úr landi sínu. Skipulagðar verði 3 lóðir þar sem heimilt verði að byggja frístundahús. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Galtarholt, deiliskipulag bújarðar

1703027

Baldur Eiðsson fyrir hönd Stjörnumóts, eiganda að jörðinni Galtarholti á Rangárvöllum, Rangárþingi ytra, óskar eftir heimild til að deiliskipulegga jörð sína. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, vélaskemmu og útihúsum ásamt reiðhöll að viðbættum möguleika á uppbyggingu gistiþjónustu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Þjóðólfshagi 1, 222499, Deiliskipulag

1703043

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Þjóðólfshaga 1 lóð 2, landnr. 222499. Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 5-12 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og hesthúss.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

8.Klettholt land, 215820, Deiliskipulag

1703042

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Klettholt land, landnr. 215820.
Gert verði ráð fyrir 2-3 landspildum á stærðarbilinu 3-12 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar og/eða frístundabyggðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss/frístundahús, gestahúss og útihúss.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

9.Kaldakinn 165092, Deiliskipulag

1703041

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Köldukinn, landnr. 165092.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.
Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulagi á jörðinni verður breytt eða fellt úr gildi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

10.Stóru-Vellir deiliskipulag nokkurra jarða

1703067

Nokrir landeigendur spildna úr landi Stóru-Valla í Landsveit óska heimildar til að deiliskipuleggja lóðir sínar skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Brekkur II. Deiliskipulag

1703052

Þorgeir Örlygsson og Friðgeir Björnsson eigendur hluta úr jörðinni Brekkur II óska eftir heimild sveitarstjórnar til að mega deiliskipuleggja svæði í landi sínu. Deiliskipulagið nær yfir tvær lóðir og eru áform um byggingu íbúðarhúss og gestahúss á hvorri þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

12.Arctic Wings, byggingarleyfi fyrir skiltum.

1703046

Guðni Ragnarsson fyrir hönd félagsins Arctic Wings ehf óskar eftir leyfi til að setja upp skilti á tveimur stöðum innan þéttbýlisins á Hellu, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Afgreiðslu frestað.

13.Jarlsstaðir, beiðni um umsögn vegna matsskyldu.

1703048

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um matskyldu vegna áforma um byggingu alifuglabús á Jarlsstöðum.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdaraðili hafi brugðist vel við athugasemdum sem lúta að vernd umhverfis og mótvægisaðgerðum sé lýst vel í meðfylgjandi greinargerð. Nefndin telur að ekki sé um veruleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða og að framkvæmdin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill benda á að vanda hefði mátt framsetningu gagna varðandi áform um nýtingu úrgangs þar sem meðfylgjandi uppdráttur sýnir ekki rétta mynd af staðsetningu alifuglahússins.

14.Útskálar Vistgata

1701033

Ungmennaráð óskar eftir því að fá upplýsingar um stöðu skoðunar á umferðar- og öryggismálum í þéttbýlinu heildstætt og hvenær gert sé ráð fyrir að þeirri skoðun ljúki.

Ef hugmyndin um vistgötu fær góðan hljómgrunn væri æskilegt að þeirri aðgerð að breyta Útskálum í vistgötu og setja merkingar þar um sé lokið fyrir 10. maí 2017 en þá er bíllausi dagurinn haldinn á Hellu að frumkvæði Grunnskólans á Hellu.

Ungmennaráð vill leggja áherslu á það að því þykir þetta virkilega mikilvægt mál og er reiðubúið að koma á fund skipulags- og umferðarnefndar og tala fyrir málinu.
Skipulagsnefnd telur að þar sem sundlaug og íþróttamiðstöð tilheyra notkun almennings sé ekki tímabært að breyta notkun götunnar í vistgötu með þeim takmörkunum sem því fylgir, þar sem sú notkun gæti skapað falskt öryggi. Nefndin áréttar að bæta skuli merkingar við götuna og á svæðinu umhverfis skólana.

15.Landmannalaugar umsókn um stöðuleyfi og gerð skjólveggjar

1605028

Ferðafélag Íslands óskar eftir stöðuleyfi til að reisa 18 m² skýli yfir núverandi rafstöð á svæðinu. Einnig er sótt um að lagfæra skjólveggi við salernishús og stækka skjólsvæðið aðeins.
Skipulagsnefnd samþykkir að lagfærðir verði skjólveggir og að stöðuleyfi verði veitt fyrir skýli yfir rafstöð til allt að 18 m² til 30. september 2017.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?