112. fundur 08. maí 2017 kl. 08:00 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Þjóðlendur. Úthlutun lóða á hálendi

1704051

Rangárþing ytra hefur auglýst til útlutunar og nýtingar nokkrar lóðir innan Rangárvallaafréttar skv. fyrirmælum Forsætisráðuneytis sbr. skilmála í þjóðlendulögum. Frestur til að sækja um lóðir var til 28. apríl 2017 og bárust umsóknir í allar lóðir.
> Krókur.
Króksmenn ehf sækja um allar 3 lóðirnar innan Króks. Þeir eru rekstraraðilar á lóð Þ1
> Hungurfit.
Lúðvík Bergmann sækir um lóð nr. Þ1 undir afréttar- og gististarfsemi. Hann er rekstraraðili á þeirri lóð.
Fitjamenn ehf sækja um lóðir nr. Þ2 og Þ3 undir gististarfsemi. Þeir eru rekstraraðilar á lóð Þ2.
> Hvanngil.
Ferðafélag Íslands sækir um lóðir S-1, S-2, V-1, WC-1 og WC-2. Félagið er með rekstur á öllum lóðunum og óskar jafnframt eftir áframhaldandi heimild til reksturs tjaldsvæðis í Hvanngili.
> Álftavatn.
ferðafélag Íslands sækir um lóðir S-2, S-3, V-1 og WC-1 í Álftavatni. Félagið er með rekstur á öllum lóðunum og óskar jafnframt eftir áframhaldandi heimild til reksturs tjaldsvæðis í Álftavatni.
Skipulagsnefnd leggur til að allir umsækjendur fái úthlutað þeim lóðum sem þeir sóttu um. Nefndin leggur til að í lóðarleigusamningi fyrir lóðir undir salerni verði einnig tekið á rekstri tjaldsvæða þeim tengdum.

2.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir úppbyggingu þjónustusvæðis sunnan Suðurlandsvegar. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Tillagan var auglýst frá 16.3.2017 - 27.4.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Vegagerðin sendi frá sér meðfylgjandi öryggismat sem haft skal til hliðsjónar vegna tengingar inná Suðurlandsveginn. Framkvæmdaaðilar leggja einnig fram svör við spurningum í öryggismatinu.
Skipulagsnefnd telur að með svörum framkvæmdaaðila sé komið til móts við áherslur Vegagerðarinnar að fullu. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að senda endanlega tillögu til skipulagsstofnunar og telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.

3.Vöðlar deiliskipulag

1702016

Rangárþing ytra lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Vöðla úr landi Snjallsteinshöfða. Tillagan var tekin til afgreiðslu fyrst árið 2005 en ferli lauk aldrei. Tillagan var auglýst frá 16.3.2017 - 27.4.2017. Engar athugasemdir bárust á augklýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til afgreiðslu skipulagsstofnunar.

4.Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag

1212022

Lárus Einarsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi í landi sínu Ketilhúshagi, lóð nr. 47, landnr. 218198. Tillagan var endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagslögum frá 16.3.2017 til og með 27.4.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til afgreiðslu skipulagsstofnunar.

5.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Rangárþing ytra vinnur að endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Vart hefur orðið misræmis í afmörkun sveitarfélagamarka gagnvart aðliggjandi sveitarfélögum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita samráðs við aðliggjandi sveitarfélög um lausnir.

6.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Hvammsvirkjun, tillaga að deiliskipulagi. Sameiginleg lýsing beggja sveitarfélaganna var kynnt frá 14.1. til og með 1.2.2017. Endurbætt tillaga var kynnt á sameiginlegum íbúafundi í Árnesi 30. mars ásamt kynningu í blöðum frá 23.3.2017 til og með 31.3.2017.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Öldur III seinni hluti, deiliskipulag íbúðarsvæðis

1703009

Rangárþing ytra skoðar möguleika á stækkun íbúðarsvæðis á Öldum III. Lagðar eru fram hugmyndir.
Lagðar fram hugmyndir til kynningar.

8.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Tillaga að breytingu hefur verið auglýst og var tillaga að deiliskipulagi auglýst samhliða. Frestur til athugasemda rann út þann 30. mars og bárust nokkrar athugasemdir. Fjallað var um allar athugasemdir á síðasta fundi og ákveðið að fresta afgreiðslu þar til svör hefðu verið sett upp í greinargerð. Svör hafa nú verið tekin saman og lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Afgreiðsla skipulagsnefndar verður send öllum þeim sem gerðu athugasemdir og skal áréttað að um sömu svör eru að ræða við breytingu á aðalskipulagi og við tillögu að deiliskipulagi. Nefndin telur að lagfæringar, að teknu tilliti til fram kominna athugasemda, séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. skipulagslögum.

9.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 leggja fram deiliskipulag af hluta úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Breyting á aðalskipulagi hefur einnig verið unnin samhliða. Tillagan var auglýst frá 13.2.2017 til og með 30.3.2017. Frestur til athugasemda rann út þann 30. mars og bárust nokkrar athugasemdir. Fjallað var um allar athugasemdir á síðasta fundi og ákveðið að fresta afgreiðslu þar til svör hefðu verið sett upp í greinargerð. Svör hafa nú verið tekin saman og lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

10.Geitasandur, deiliskipulag iðnaðarsvæðis

1704050

Matthías H. Guðmundsson fyrir hönd Reykjagarðs óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja 5 ha iðnaðarsvæði, merkt I2 í aðalskipulagi, undir eldi alifugla.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu.
Fylgiskjöl:

11.Svínhagi SH-18, Hekluborgir, deiliskipulag

1705006

Björgvin Sigmar Stefánsson óskar eftir að deiliskipuleggja lóð sína til uppbyggingar á allt að 18 frístundahúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Lóðin, sem er um 5,1 ha að stærð, er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
Jafnframt óskar umsækjandi eftir því að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi þar sem umrætt svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðarsvæðis nú.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 og áform umsækjanda falla því ekki að skilmálum slíkrar landnotkunar.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Óskað er eftir að áform verði grenndarkynnt til aðliggjandi lóðarhafa.

12.Vindorkugarður Þykkvabæ, beiðni um umsögn vegna laga um MÁU

1610005

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða tillögu Biokraft að matsáætlun. Stofnunin fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

13.Landsnet, Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2017-2026

1705005

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með matslýsingu áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

14.Laugaland í Holtum, BORUN HEITAVATNSHOLU AÐ LAUGALANDI Í HOLTUM

1705013

Veitur ohf óska eftir framkvæmdaleyfi til borunar á nýrri heitavatnsholu á borplani sínu við Laugaland í Holtum skv. fram lögðum gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til Veitna ohf og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því m.t.t. meðfylgjandi gagna frá framkvæmdaraðila.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?