1704051
Rangárþing ytra hefur auglýst til útlutunar og nýtingar nokkrar lóðir innan Rangárvallaafréttar skv. fyrirmælum Forsætisráðuneytis sbr. skilmála í þjóðlendulögum. Frestur til að sækja um lóðir var til 28. apríl 2017 og bárust umsóknir í allar lóðir.
> Krókur.
Króksmenn ehf sækja um allar 3 lóðirnar innan Króks. Þeir eru rekstraraðilar á lóð Þ1
> Hungurfit.
Lúðvík Bergmann sækir um lóð nr. Þ1 undir afréttar- og gististarfsemi. Hann er rekstraraðili á þeirri lóð.
Fitjamenn ehf sækja um lóðir nr. Þ2 og Þ3 undir gististarfsemi. Þeir eru rekstraraðilar á lóð Þ2.
> Hvanngil.
Ferðafélag Íslands sækir um lóðir S-1, S-2, V-1, WC-1 og WC-2. Félagið er með rekstur á öllum lóðunum og óskar jafnframt eftir áframhaldandi heimild til reksturs tjaldsvæðis í Hvanngili.
> Álftavatn.
ferðafélag Íslands sækir um lóðir S-2, S-3, V-1 og WC-1 í Álftavatni. Félagið er með rekstur á öllum lóðunum og óskar jafnframt eftir áframhaldandi heimild til reksturs tjaldsvæðis í Álftavatni.