Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

114. fundur 12. júní 2017 kl. 09:00 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ægissíða 1, lóð 4 og 5. Landskipti og sameining.

1705016

Ægissíða 1, lóð 4 og 5. Skipting lóðarinnar Ægissíða 1, lóð 5 í helming og sameining suðvestari helmings við lóð Ægissíða 1, lóð 4.
Ægissíða 1, lóð 4 er 13136,6 m² og lóð 5 er 12356,6 m² að stærð fyrir skipti. 6328,2 m² sameinast lóð 4 og verður hún því 19411,1 m² að stærð eftir skiptin. Ægissíða 1, lóð 5 verður 6328,4 m² eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Tobbakot 2, landskipti

1706011

Eigendur Tobbakots 2, landnr. 165428, óska eftir að skipta úr landi sínu, spildu merktri 'A' á meðfylgjandi uppdrætti. Spildan verður 21.158 m² að stærð og fær nafnið Tobbakot 3. Jörðin Tobbakot 2 er skráð 54,0 ha í Fasteignaskrá og minnkar sem nemur nýju lóðinni eftir stofnun hennar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Árbæjarhellir land 2 neðan Árbaæjarvegar, breyting á deiliskipulagi

1610057

Árbæjarhellir ehf, landeigandi að Árbæjarhelli landi 2, landnr. 198370, hefur fengið heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 10.3.2016. Breyting felur í sér skýrari afmörkun og leiðréttingu á afmörkun skipulagssvæðis ásamt því að lóðir innan svæðis eru jafnaðar að stærð. Farið var með málsmeðferð eins og um óverulega breytingu væri að ræða. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir. Undirskriftir nærliggjandi landeigenda liggja fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

4.Endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps

1604027

Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Flóahrepps. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í Flóahrepp árið 2006, þ.e. Hraungerðishrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Villingaholtshrepp, en með nýju aðalskipulagi verða svæðin sameinuð í eitt skipulag sem nær yfir allt land sveitarfélagsins. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 22. febrúar sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við einstaka hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn Flóahrepps tekur hana til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu.

5.Jarlsstaðir, Mat á umhverfisáhrifum.

1703048

Meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu kjúklingabúsins að Jarlsstöðum í Rangárþingi ytra. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000.
Lagt fram til kynningar

6.Brekkur II. Deiliskipulag

1703052

Þorgeir Örlygsson og Friðgeir Björnsson eigendur hluta jarðarinnar Brekkur II leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði í landi sínu. Deiliskipulagið nær yfir tvær lóðir og eru áform um byggingu íbúðarhúss og gestahúss á hvorri þeirra.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kaldakinn 165092, Deiliskipulag

1703041

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Köldukinn, landnr. 165092.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.
Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulag á jörðinni dags 30.1.2010 verður fellt úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Þjóðólfshagi 1, 222499, Deiliskipulag

1703043

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Þjóðólfshaga 1 lóð 2, landnr. 222499.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 5-12 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og hesthúss. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við efnislega framsetningu tillögunnar.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum skipulagsstofnunar eftir því sem efni standi til en áréttar að almennt sé deiliskipulag nýtt til að útfæra nánar skilmála um uppbygginu innan svæða. Unnið sé að endurbótum á vatnsveitu sveitarfélagsins og slíkt sé almennt ekki tíundað í aðalskipulagi en þar kemur þó fram að öll byggð skuli njóta nægs vatns og unnið sé markvisst að því að efla þjónustu vatnsveitunnar. Varðandi umferð um Árbæjarveg þá sé hann tengivegur þar sem von er á almennri umferð og að ekki standi til að ráðast í rannsóknir á umferðarflæði í tengslum við umrædda breytingu.
Nefndin telur þó rétt að óskað verði eftir að umrætt svæði verði leyst úr landbúnaðarnotum eins og farið er fram á og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því.

10.Ægissíða 1, lóð 4 deiliskipulag

1705018

Eigendur lóðarinnar Ægissíða 1, lóð 4 óska eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð sína. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 150 m² íbúðarhúss ásamt gestahúsi allt að 50 m². Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Hólar, deiliskipulag.

1706007

Haraldur Gísli Kristjánsson óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð úr landi Hóla undir íbúðarhús og skemmu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Gaddstaðir lóð 1, umsókn um breytingu á landnotkun.

1705052

Samúel Örn Erlingsson óskar eftir að sveitarstjórn geri nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi á landnotkun á lóð sinni nr. 1 við Gaddstaði. Áform eru um að setjast að á lóðinni í framtíðinni. Núverandi skilgreining á landnotkun er frístundanotkun skv. gildandi aðalskipulagi.
Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.

13.Vatnshólar við Árbæjarveg. Ósk um aðgerðir vegna girðinga á lóðamörkum innan svæðis sem ekki eru skv. skilmálum skipulags fyrir svæðið.

1705015

Eigandi að lóðum innan Vatnshóla, sem vill ekki láta nafn síns getið, óskar eftir því að lóðarhafar sem hafa girt kringum lóðir sínar í trássi við gildandi deiliskipulag af svæðinu, verði látnir fjarlægja þær og óskar eftir aðkomu sveitarstjórnar til þess. Byggingarfulltrúi sendi bréf til eins lóðarhafa í febrúar 2015 þar sem eiganda var gefinn frestur til að fjarlægja girðingar en engin viðbrögð hafa komið við því bréfi.
Skipulagsnefnd vill árétta að erindið gagnvart girðingum snýr að samþykktum sumarhúsafélagsins.

14.Laugaland í Holtum, Borun heitavatnsholu að Laugalandi í Holtum

1705013

Veitur ohf óska eftir framkvæmdaleyfi til borunar á nýrri heitavatnsholu á borplani sínu við Laugaland í Holtum. Ný gögn hafa komið fram í vinnslu málsins.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að borun heitavatnsholu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsfulltrúa er því falið að ganga frá útgáfu framkvæmdaleyfis.

15.Vestmannaeyjabær, beiðni um umsögn vegna aðalskipulags

1705057

Skipulagsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar.
Skipulagsnefnd telur að það eigi ekki við að Rangárþing ytra sé umsagnaraðili.

16.Hvammsvirkjun, Mat á umhverfisáhrifum

1705060

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Hvammsvirkjun skv. 10. gr. laga nr. 106/2000. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015. Í umsögn skal umsagnaraðili gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisðagerðum og vöktun.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdaraðili hafi brugðist vel við athugasemdum sem lúta að vernd umhverfis og mótvægisaðgerðum sé lýst vel í meðfylgjandi greinargerð. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á frekari rannsóknum.

17.Landmannalaugar, Stöðuleyfi skyndibitasala

1706002

Arnar Stefánsson og Elín Dögg Arnarsdóttir fyrir hönd Litla Tröllsins sf óska eftir leyfi til að staðsetja skyndibitastað í Landmannalaugum í sumar.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt heimild til stöðuleyfis í Landmannalaugum þar sem gerð deiliskipulags fyrir svæðið er í vinnslu.

18.Langalda 18, fyrirspurn um smáhýsi á lóð

1706008

Gunnar Theódór Hannesson óskar eftir að fá að staðsetja u.þ.b. 12 m² lítið hús á lóð sinni við langöldu 18. Húsið færi út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd samþykkir fram lögð áform lóðarhafa.

19.Gaddstaðir G-20, fyrirspurn um byggingarmagn

1706010

Sigurður Haukur Einarsson hefur áhuga á að kaupa lóðina G-20 við Hróarslæk. Hann leggur fram 3 spurningar varðandi skipulagsskilmála svæðisins.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðina þegar staðfesting á eignarhaldi hans liggur fyrir. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.

20.Öldur III, umsókn um lóðir við Skyggnisöldu, Snjóöldu og Sporðöldu.

1703005

Steinn Ólason, kt. 010358-4429, fyrir hönd óstofnaðs félags hefur fengið úthlutaðar 2 lóðir við Skyggnisöldu austan megin, 4 lóðir við Snjóöldu og 4 lóðir við Sporðöldu, til að byggja á þeim íbúðir til leigu og sölu á almennum markaði. Lóðirnar eru 10 talsins og er heimilt að byggja 20-26 íbúðir m.v. gildandi skipulag fyrir svæðið. Lögð eru fram áform umsækjanda um byggingu á allt að 40 íbúðum á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi til að mæta óskum um fjölda íbúða.

21.Álftavatn, veitingarekstur á lóð S-1

1706014

Bjarni Freyr fyrir hönd Stjörnunætur ehf óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar um að rekstur veitingastaðar samræmist skilmálum skipulags um starfsemi við Álftavatn.
Skipulagsnefnd telur að veitingarekstur samræmist þeim skilmálum sem settir eru fram í ákvæðum aðalskipulags sveitarfélagsins um starfsemi innan fjallaselja.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?