1703041
Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær spildur, annarsvegar Köldukinn, landnr. 165092 og hins vegar Klettholt, landnr. 215820.
Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og útihúsa ásamt byggingu frístundahúsa. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulag á jörðinni fellur úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017.
Athugasemdir bárust frá Minjastofnun þess eðlis að setja þarf staðsetningu minja á uppdráttinn. lagfærður uppdráttur lagður fram.