117. fundur 11. september 2017 kl. 09:00 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Maríuvellir, landskipti

1707015

Eigendur Maríuvalla óska eftir landskiptum úr jörð sinni. Stofnaðar verða 6 lóðir fyrir frístundahús, samtals um 18 ha að stærð. Maríuvellir verða um 503 ha að stærð eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Oddhóll, landskipti

1707014

Eigendur Oddhóls óska eftir landskiptum á tveimur lóðum úr jörðinni til byggingar íbúðarhúsa. Önnur lóðin, Hrafnshóll, verður 6.840 m² að stærð og fær landnúmerið 225624. Hin lóðin, Stormhóll, verður 6.771 m² að stærð og fær landnúmerið 225623. Oddhóll, landnr. 164539, verður um 362,6 ha að stærð eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Hagi 2, landskipti

1707016

Eigandi Haga 2, landnr. 165087, óskar eftir landskiptum úr jörð sinni. Skipt verði út 23 ha spildu sem fær landnr. 225766 og nafnið Hagakrókur. Stærð Haga 2 verður 125,5 ha eftir skiptin. Staðfesting aðliggjandi eigenda jarða liggur fyrir um ytri mörk spildunnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Hnakkholt, stækkun lóðar, landskipti

1707017

Eigendur Haga lands 178738 og Hnakkholts 198903 óska eftir landskiptum þar sem afmörkun og stærð Hnakkholts breytist. Hnakkholt sem nú er 20.000 m² að stærð verði 37.109 m² eftir breytingu. Stærð Haga lands 178738 verður um 126,3 ha að stærð eftir breytingu. Eldra lóðablað fyrir Hnakkholt frá árinu 2004 fellur úr gildi með tilkomu þessarra skipta.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

5.Stóru-Vellir land 207661, landskipti

1707019

Eigandi Stóru-Valla lands 207661, Xtro ehf, óskar eftir landskiptum úr jörð sinni. Skipt verður út 64 ha spildu, sem fær nafnið Vellir og landnr. XXXXXX. Stóru-Vellir land 207661 verður 521 ha að stærð eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

6.Minna-Hof 199583, Landskipti

1709008

Ingi Ingvarsson fyrir hönd félagsins Litla-Hofs ehf, 420508-0690, óskar eftir að skipta út alls 34 lóðum úr jörð sinni, Minna-Hofi landnr. 199583. Lóðirnar verða frá 1,1 - 6,0 ha að stærð og munu bera nöfn eftir heitum vega á svæðinu, annars vegar við Hofsgötu og hins vegar við Lækjarstíg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin en vill vekja athygli á að áformuð uppbygging samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Áformað deiliskipulag svæðisins getur því lent í uppnámi nema breyting á aðalskipulaginu nái fram að ganga.

7.Dynskálar 10, 18 og 20. Landskipti, samruni lóða.

1709010

Rangárþing ytra hefur samþykkt að sameina lóðir nr. 10, 18 og 20 við Dynskála í eina lóð, Dynskála 10, landnr. 177938. Stærð hennar verður 8.068,5 m² eftir samruna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

8.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar hefur verið lögð fram og auglýst. Beðið er niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
Staða mála kynnt. Enn vantar staðfestingu á undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna fjarlægðar frá mannvirkjum að Jökulgilskvísl. Skipulagsstofnun hefur óskað svara við tveimur spurningum sem sendar voru á ráðgjafa sveitarfélagsins hjá Landmótun. Fyrri spurningin snýr að skýrari afmörkun á svæði sem nefnt er Sólvangur. Seinni spurningin snýr að þörf á heitu og köldu vatni og hvaðan það verður tekið. Landmótun mun ganga frá svari vegna þessa.

9.Brekkur II. Deiliskipulag

1703052

Þorgeir Örlygsson og Friðgeir Björnsson eigendur hluta jarðarinnar Brekkna II hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði í landi sínu. Deiliskipulagið nær yfir tvær lóðir og eru áform um byggingu íbúðarhúss og gestahúss á hvorri þeirra. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017.
Athugasemdir bárust frá Minjastofnun um að aðlaga þurfi skipulagið að fornleifum á svæðinu. Lagfærður uppdráttur lagður fram.
Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Kaldakinn og Klettholt, Deiliskipulag

1703041

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær spildur, annarsvegar Köldukinn, landnr. 165092 og hins vegar Klettholt, landnr. 215820.
Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og útihúsa ásamt byggingu frístundahúsa. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulag á jörðinni fellur úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017.
Athugasemdir bárust frá Minjastofnun þess eðlis að setja þarf staðsetningu minja á uppdráttinn. lagfærður uppdráttur lagður fram.
Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

11.Þjóðólfshagi 1, 222499, Deiliskipulag

1703043

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, Þjóðólfshaga 1 lóð 2, landnr. 222499.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 5-12 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og hesthúss. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017. Athugasemdir bárust frá vegagerðinni um að tenging inná Landveginn væri ínnan þess svæðis sem framúraakstur er bannaður og þyrfti því að færat til suðurs. Einnig barst athugasemd frá Minjastofnun vegna skráðra garðlaga sem ekki hafa verið settir inná uppdráttinn.
Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
Tenging inná Landveginn hefur verið færð til suðurs að beiðni Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Hólar, deiliskipulag.

1706007

Haraldur Gísli Kristjánsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Hóla undir íbúðarhús og skemmu. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt bílgeymslu og útihúsum. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017. Athugasemd barst frá Minjastofnun um að setja þurfi minjar inná uppdráttinn.
Umsögn hefur borist frá Minjastofnun eftir leiðréttingu. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir en minnt á að láta Minjastofnun vita ef fornleifar finnast við framkvæmdir.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

13.Ægissíða 1, lóð 4 deiliskipulag

1705018

Eigendur lóðarinnar Ægissíða 1, lóð 4 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 150 m² íbúðarhúss ásamt gestahúsi allt að 50 m². Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017. Athugasemdir bárust frá vegagerðinni um tengingu inná Árbæjarveginn, en fallist var á umrædda tengingu ef hún yrði skilgreind fyrir lóð 3 líka.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

14.Galtarholt, deiliskipulag bújarðar

1703027

Baldur Eiðsson fyrir hönd Stjörnumóts, eiganda að jörðinni Galtarholti á Rangárvöllum, Rangárþingi ytra, hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir jörð sína. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, vélaskemmu og útihúsum. Tillagan var auglýst frá 19.4.2017 til og með 31.5.2017. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um að verndarsvæði vantaði kringum vatnsból.
Horfið var frá borun eftir vatni og ákveðið að tengjast við vatnsveitu sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Gunnar Bergmann arkitekt situr fundinn undir þessu erindi og skýrir út þær forsendur sem liggja að baki aðkomu og uppbyggingu á svæðinu.

15.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf hefur lagt fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, gegnt Reykjagarði. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Vegagerðinni vegna tenginga og bílastæðamála sbr. öryggismat sem unnið var á vegum Vegagerðarinnar. Tillaga hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendinga og athugasemda.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki Þörf á frekari málsmeðferð.
Fundarmenn þakka Gunnari fyrir góða og greinargóða yfirferð. Gunnar yfirgefur fundinn.

16.Meiri-Tunga 1, deiliskipulag

1701006

Valtýr Valtýsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr jörð sinni Meiri-Tungu 1, landnr. 201366, undir 3 íbúðarhús ásamt gistiskála til ferðaþjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir því að nýuverandi íbúðarhúsi verði breytt í þjónustuhúsnæði tengdu ferðaþjónustu á jörðinni. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun þar sem ekki var fallist á að áformin samræmdust ákvæðum um byggingar á landbúnaðarsvæðum í aðalskipulagi.
Felldar voru út íbúðarlóðir til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar. Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.

17.Lóðir við Gaddstaði vestan Hróarslækjar. Breyting á landnotkun

1708026

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun vestan vegar við Gaddstaði vestan Hróarslækjar ásamt samhliða breytingu á fyrstu lóðum austan vegar.
Nefndin leggur til að allar lóðir vestan við veginn verði felldar úr frístundanotkun í aðalskipulagi ásamt fyrstu lóð austan megin, Gaddstaðir 1.

18.Hólsbakki, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1708028

Landeigendur Hólsbakka, landnr. 186181, óska eftir að landnotkun verði breytt í aðalskipulagi fyrir spildu sína, úr frístundanotkun í landbúnaðarnotkun að nýju. Áform eru um færslu á lögheimili ásamt rekstri lögbýlis.
Skipulagsnefnd samþykkir að umrædd lóð, Hólsbakki, verði tekin úr frístundanotkun í aðalskipulagi og gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Skipulagsfulltrúa verði falið að koma þeirri breytingu inní endurskoðun aðalskipulagsins sem er í gangi.

19.Árbæjarhellir þjónustusvæði vestan Árbæjarvegar

1611063

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við efnislega framsetningu tillögunnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir skipulagsstofnunar. Settir hafa verið fram skýrari skipulagsskilmálar varðandi staðsetningu og stærð bygginga, bætt hefur verið inní ákvæðum varðandi gerð og tegund gistiþjónustu og byggingarheimildir minnkaðar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.

20.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag þjónustusvæðis vestan Árbæjarvegar

1611019

Eigendur Árbæjarhellis 2, landnr. 198670 leggja fram deiliskipulag af hluta úr landi sínu undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Breyting á aðalskipulagi hefur einnig verið unnin samhliða. Tillagan var auglýst frá 13.2.2017 til og með 30.3.2017. Frestur til athugasemda rann út þann 30. mars og bárust nokkrar athugasemdir. Svör hafa verið send til þeirra sem gerðu athugasemdir. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við stærð byggingareits sem nú hefur verið lagfært skv. fram lögðum uppdrætti.
Nefndin fjallaði um framkomnar athugasemdir stofnunarinnar. Byggingareitur hefur verið minnkaður og byggingarheimildir minnkaðar úr 2.000 m² í 1.300 m². Fjöldi húsa takmarkaður. Gistirými skilgreind. Gerð grein fyrir flokkun og tegund gististaðar. Fornminjar eru sýndar á uppdrætti.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur ekki þörf á frekari málsmeðferð.

21.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Nokkur atriði sem þarf að yfirfara við endurskoðun aðalskipulags. Gögn send til yfirferðar.
Nefndin hefur farið yfir fram lögð gögn frá Steinsholti ehf. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða fulltrúa Vegagerðarinnar á fund til að ræða umferðarmál.

22.Friðland í Þjórsárverum

1707003

Ráðherra hefur ákveðið að taka upp að nýju vinnu við stækkun friðlandsins í Þjórárverum. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar í tengslum við ákvörðun um friðlýsingu svæðisins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?